Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 Spurningin Hvaða lið verður íslands- meistari í fótbolta? Páll Jónsson, vinnur hjá Flug- leiðum: KR, engin spurning. Guðmundur Helgason sjómaður: KR, að sjálfsögðu. Heiðar Már Böðvarsson verka- maður: Ég held að það verði KR- ingar. Hallur Lund vélsmiður: Ég segi að það verði KR. Eiður Aronsson nemi: KR-ingarn- ir. Stefanie Scheidgen uppeldisfræð- ingur: Það verður KR. Lesendur________________________ Áhöfnin á Odincova frá Lettlandi - sett saklaus í herkví „Og nú er rétti tíminn til að bretta upp ermarnar og leysa þetta viðfangsefni og losa blessað fólkið úr herkvínni sem það hef- ur verið sett saklaust í,“ segir Konráð. - Skipið Odincova við hafnargarð í Reykjavík. Konráð Friðfinnsson skrifar: Odincova er togari frá Lettlandi og hefur legið um nokkurra mánaða skeið bundinn við bryggju í Reykjavík. Ástæðan fyrir veru skipsins í höfuðborginni er að vélar skipsins eru úrbræddar og ekki til fjármagn þessa stundina til að koma þeim í lag. Auðvitað geta skip bilað og menn lent í vandræðum með að fjár- magna dæmið. Það er eðlilegt mál. Hið alvar- lega í málinu er sú stað- reynd að um borð í tog- aranum eru menn sem hafa ekki fengið greidd laun svo mánuðum skiptir, fyrir utan eitt- hvert litiiræði sem barst til þeirra fyrir nokkrum vikum. En samkvæmt fregnum eru útistandandi laun mannskapsins um 14 milljónir króna nú. Að visu var gert upp við hluta áhafnarinnar fljótlega eftir komuna hingað, og fór hún heim flugleiðis. Eftir sitja 12 eða 14 menn og konur sem enga hugmynd hafa um hvenær úr rætist hjá þeim. Eða hvort lausn finnst yf- irleitt. Þessu fólki er lofað en ekki staðið við. Þannig framkoma þreytir menn á endanum. - Hvemig geta svona hlutir gerst í lýðræðisríkinu ís- landi? Þarna vantar greinilega eitthvað upp á hina fógru mynd sem svo oft er sett fram af íslandi. Fólkinu á Odincova er raunverulega haldið föngnu um borð í sínu skipi. Kannski vegna þess að eitthvert klúður er í gangi, eða menn héldu ekki rétt á spilum. Hvar er fólkið sem á að sinna svona málum? Og hvar er ríkisstjórnin, forseti íslands, útlendingaeftir- litið og sjómannafélög- in, sjómannasambandið og verkalýðsfélögin, eða aðrir sem gagn geta gert? Á fólk að trúa því að engum komi málið raunverulega við? Að það snúi eingöngu að útgerð skipsins og um- ræddri áhöfn? Að ætla það er mikill misskiln- ingur. En hvar er rétt- lætið? Við eigum þó að gæta bróður okkar, ekki rétt? Ég veit hins vegar að menn eru að reyna að leysa málin. En sann- leikurinn er líka sá að það sem gert hefur verið hingað til er ekki nóg. Og nú er rétti tíminn til að bretta upp ermarnar og leysa þetta viðfangsefni og losa blessað fólkið úr herkvínni sem það hefur verið sett saklaust í. Orð án verka eru einskis virði. Það skal tekið fram að hér er ekki verið að höggva að neinum eða kenna einhverjum um, aðeins verið að benda á staðreyndir. En undan þeim svíður oft. Viðhaldsframkvæmdir á Hallgrimskirkju - svar viö lesendabréfi Jóhann Þorsteinsson, fram- kvæmdastj. HaUgrímskirkju, skrifar: Ég óska eftir að koma á framfæri nokkrum atriðum sem Gísli Guð- mundsson fer ranglega með í les- endabréfi sínu í DV fimmtud. 22. júlí sl. Það er rétt að ég kom í fréttum sjónvarpsins vegna viðhaldsfram- kvæmda sem fram undan eru í Hall- grímskirkju en það er hins vegar rangt að um sé að ræða skemmdir sem búið sé að laga áður. Fyrir um áratug var gert við steypuskemmdir á hliðarvængjum kirkjunnar og þar áður efsta hluta turnspírunnar. Það sem er þarna á milli er enn ógert og um tvennt er að velja, láta sem ekkert sé og horfa fram hjá auknum skemmdum eða að leita leiða til að lagfæra skemmdirnar. Verktakar við Hallgrímskirkju verða ekki dregnir til saka fyrir eitt- hvað sem þeir bera ekki ábyrgð á. En nú ríður á að opinberir aðilar taki höndum saman með kirkjunni og fylgi eftir ákvörðun Alþingis frá árinu 1940 þar sem samþykkt var að reisa Hallgrímskirkju sem þjóðar- helgidóm og minnismerki um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson. Á Þingeyri: Vantar meira fólk en fisk Sólveig Vagnsdóttir skrifar: Fiskur er ekki allt, eða hvað? Staðreyndin er líka sú, að hér á Þingeyri vantar meira fólk en fisk. Maður er nú orðinn leiður á hinni neikvæðu umijöllun í fjölmiðlum um ástandið á Vestfjörðum. Það er nóg af slíku. Er ekki kominn tími til að líta dálítið jákvætt á lífið, og hvar eigi að hefjast handa? Hér vestra þarf ýmislegt til að laða fólk að, t.d. jákvæða umfjöllun, ekki neikvæða. Hér kemur fjöldi ferðafólks, en þaö vantar tilfinnan- lega aðstöðu af ýmsu tagi. Fólk þarf t.d. aö borða. Hér á staðnum er að vísu bensínsjoppa og ekkert nema gott um hana að segja, en það líkar ekki öllum að snæða á sjoppu. Hér ætti fyrir löngu að hafa verið veitt leyfi til að setja upp „pöbb“ eins og þeir á Flateyri hafa. Það ætti ekki að þurfa að leiða til meiri vín- drykkju. Ef hægt á að vera að þjónusta allan sólarhríngim^« Lesendur geta sent mynd af lér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasfðu „Dýrafjörður, þú ert öllum fjörðum fegri," segir m.a. í bréfinu. - Við myndum viija sjá flugvélar og skip til farþegaflutninga og verulega bættar samgöng- ur, segir Sólvpig líka. stunda vinnu á ísafirði þá er líka stutt að ná í vín þangað. Hér vantar sem sé sitt af hveiju tagi til að laða fólk hingað. Til Flat- eyrar koma og ýmsir skemmtikraft- ar á pöbbinn sem gaman væri að fá hingað. Eitthvað sem gefur lifrnu gildi. Hér eru líka ýmsir sögufrægir staðir sem gaman er að skoða. Að ógleymdri náttúrufegurðinni. Hún er mikil. Einhvers staðar stendur: Dýraíjöröur, þú ert öllum fjörðum fegri. Og þaö er satt. Það er mikið öryggi í að búa á Þingeyri. Engin snjóflóð og því eng- inn kostnaður -við snjóflóðavarnir. Þingmenn Vestfjarða þurfa að fara að hugsa um byggðina hér á Vest- fjörðum - til þess m.a. voru þeir kosnir. Ég og margir aðrir myndu vilja sjá hér bæði flugvélar og skip fyrir farþegaflutninga og verulega bættar samgöngur til og frá Þing- eyri. með göngum undir Hrafhseyr- arheiði. Þá er ég viss um að miklu fleiri myndu vilja búa hér. Við höf- um áður lent í áföllum og hljótum að komast yfir þetta. Þingeyringar, höfum trú á okkur sjálfum, stönd- um saman. Rothögg fyrir félagshyggjufólk Árni Stefánsson skrifar: Fargjaldahækkun SVR er algjört rothögg fyrir það félagshyggjufólk sem trúði á núverandi meirihluta í borgarstjórn sem raunhæfan valkost i stjórnmálum. Ég var einn þeirra sem töldu að fngibjörg Sólrún myndi vinna með hagsmuni þeirra minna megandi að leiðarljósi en annað hefur komið í ljós. Á síðasta kjörtímabili hækkaði R-listinn almenn fargjöld SVR um 25% og fargjöld aldraðra og öryrkja um 100%. Nú eru almenn far- gjöld hækkuð um önnur 25% og far- gjöld aldraðra og öryrkja um 20%. Síð- an R-listinn fékk völdin hefur hann því hækkað almenn fargjöld um 50% og fargjöld aldraðra um 120%. Svari nú hver fyrir sig hvort ráðstöfunar- tekjur láglaunafólks, öryrkja og aldr- aðra hafi hækkað jafnmikið á þessu tímabili. Akureyri á nidurleið H.L.Ó. skrifar: Mér fmnst hinn annars fallegi bær, Akureyri, vera að koðna niður og vera svipur hjá sjón frá því sem áður var. Þar iðaði allt af mannlífi í mið- bænum og á sumrin jókst mannfjöld- inn um allan helming. Ég gisti á Ak- ureyri á hóteli fyrir stuttu og mér brá að sjá breytinguna. Meira að segja var barinn á stærsta hótelinu lokaður kl. 10 á sunnudagskvöldi. Ekki það að ég hafi saknað þess en ég sá að hér var orðin mikil breyting frá því sem var, og það um hásumartímann. Óréttlát kauplækkun Stelpur í unglingavinnunni sendu þennan pistil: Okkur fmnst það ótrúlega lélegt hjá R-listanum, hinu ráðandi aíli í borgar- stjóm Reykjavíkur, að lækka laun hinna 16 ára í unglingavinnunni. Það er ekki nóg með að við séum miklu lægra launaðar en þeir vinir okkar sem voru svo heppnir að fá vinnu á al- mennum vinnumarkaði. Þeir fengu allir verulega launahækkun milli ára. Okkar aldurshópur fékk ekki einu sinni hækkun í samræmi við verð- lagshækkanir. Þegar við kvörtuðum yfir þessu var sagt að þessu yrði ekki breytt þar sem 16 ára unglingar hefðu ekki samningsrétt og ekki heldur kosningarétt! Hroki menntafólks J.M.G. skrifar: Lærðir og leikir eiga takmai-kaða samleið, jafnvel þó að biliö sé mjótt. Þetta er það sem er að kljúfa laun- þegasamtökin. Á seinni árum hefur hroki menntafólksins komið æ betur í ljós. Það kastar hnútum í alþýðufólk. Þann 11. júlí sl. skrifar einn félagsvís- indamaðurinn, Stefán Snævarr, grein í Morgunblaðið þar sem hann kastar stríðshanska að alþýðu landsins. Það gæti þó komið annað hlióð í strokk- inn. Það hefur nefnilega sýnt sig að ef þessi sama alþýða fer í verkfall þá hætta hjól atvinnulífsins að snúast því það þarf alltaf einhverja til að vinna verkin. Davíö á aö hætta Regína Thorarensen, Eskifirði, skrifar: Það gladdi mig mikið og ég þakkaði guöi fyrir þegar Davíð Oddsson kom í stjórnmálin á sínum tima. En núna bið ég sama guð um að losa okkur við Davíð. Mér finnst að hann hafi brugð- ist að undanfomu og orðið sekur um opinberar lygar. Fyrir kosningar sagði hann okkur að allt væri í lukk- unnar velstandi og að góðæri rikti í landinu. En strax að morgni kjördags létu ráðherrarnir hækka launin sín og þeir eru nú dýrustu launþegar lands- ins, með fria lúxusbíla og gott kaup. Það gladdi mig mikið að frétta að kennarar heföu líka fengið kjarabæt- ur, en það tók þá langan tima og mikla baráttu. En aftur að Davíð. Núna, örfáum vikum eftir kosningar, er Davíð kom- inn að þeirri niðurstöðu að ekkert góðæri sé í landinu lengur, nú þarf að spara og draga saman seglin. Ég segi það enn: Davíð hefur runnið sitt skeið, er líklega orðinn þreyttur á pólitíkinni, fjölmiðlar tala ekki lengur við hann, og nú ætti þessi hæfileika- ríki maður að snúa sér að öðm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.