Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 T">~\7~ égámérdraum Einar Már Guðmundsson rithöfundur: Ég er rómantískur stjórnleysingi „Draumur segirðu. Það var svo margt sem mig dreymdi og breyti- legt eftir árum,“ sagði rithöfund- urinn Einar Már Guðmundsson, aðspurður um drauma sína sem drengur. „Mig dreymdi til skiptis um það að stjórna heiminum og hjúkra sjúkum en svo voru aðrir hógværari draumar, eins og til að mynda að verða flinkur að smíða eða verða rakari.“ En dreymdi hann aldrei um það að verða rit- höfundur? „Nei, ekki þannig að það böggaði mig í æsku. Ég skrif- aði ekkert sérstaklega mikið, var ekki að skrifa í skólablöð eða slíkt. Það kom bara einn daginn eins og elding ofan í fíl. Hins veg- ar var maður alltaf að segja sög- ur. Ég var svona talandi skáld og því ekkert óeðlilegt við það að ég gerði þetta að lífsstarfi mínu.“ Einar ólst upp á bítlatímanum og þá dreymdi alla um að verða söngvarar og tónlistarmenn. „Maður lifði og hrærðist í þessari tónlist en ég var aldrei söngvari. Söngkennarinn minn sagði að ég héldi ekki takti en að ég hefði góða sviðsframkomu. Annars velti maður nú draumum ekki mikið fyrir sér svona almennt séð.“ En hafa draumarnir breyst eft- ir því sem þú hefur elst? „Ætli þeir séu ekki orðnir hversdags- legri og raunsærri. Annars held ég að draumar séu tengdir örlög- um, þetta ræðst bara. Þegar skáld- ið tekur mynd af veruleikanum framkallar filman drauma sagði einn góður maður. Veruleikinn sjálfur er draumkenndur og skilin eru óljós.“ Rithöfundar hljóta eðli málsins samkvæmt að vera miklir draum- óramenn, í það minnsta með sterkt imyndunarafl. Ert þú draumóramaður? „Já, ætli ég sé það ekki. Það er nauðsynlegt til þess að gefa hlutunum gildi að dreyma eitthvað. Þá á ég ekki endilega við það að dreyma frægð og frama, lönd og lausa aura held- ur eru draumar andrúmsloft fyr- irbæranna, hinn innri heimur Ég myndi segja að ég væri rómantískur stjórnleysingi og það þýðir auðvitað að vera skýjaglópur og draumóramað- ur. Ég hef að minnsta kosti mjög gaman af draumóramönnum á prenti, segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. hlutanna, þannig að án draumanna væri þetta allt frekar hversdagslegt. Ég myndi segja að ég væri rómantískur stjórnleys- ingi og það þýðir auðvitað að vera skýjaglópur og draumóramaður. Ég hef að minnsta kosti mjög gaman af draumóramönnum á prenti." -þor jfgmti breytingar Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okk- ur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. 1. verðlaun: United sími með símanúmerabirti frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 6.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinnlngarnir veróa sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 526 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Rnnur þú fimm breytingar? 526 Það eina sem vantar til að bæta frábæra stund væri kannski að við næðum í nikkuna. Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir getraun númer 524 eru: 1. verðlaun: Einar Magnússon, Völusteinsstræti 15 415 Bolungarvík 2. verðlaun: Sigurgeir Jónsson, Rauðási 16 110 Reykjavík BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. James Patterson: When the Wind Blows. 2. Sebastian Faulks: Charlotte Grey. 3. Nicholas Evans: The Loop. 4. Jane Green: Mr Maybe. 5. Stepen King: Bag of Bones. 6. Patricia Cornwell: Point of Origin. 7. Barbara Taylor: A Sudden Change of Heart. 8. Rosle Thomas: Moon Island. 9. Maeve Binchy: Tara Road. 10. Wendy Holden: Simply Divine. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Amanda Foreman: Georgina, Duchess of Devonshire. 2. Anthony Beevor: Stalingrad. 3. Chris Stewart: Driving over Lemons. 4. Simon Winchester: The Surgeon of Crowthorne 5. John Grey: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 6. John O'Farrell: Things Can Only Get Better. 7. Frank McCourt: Angela's Ashes. 8. Bill Bryson: Notes from a Small Is- land. 9. Andrea Ashworth: Once in a House on Rre. 10. Rlchard Branson: Losing My Virgini- ty- INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Thomas Harris: Hannibal. 2. Terry Brooks: Star Wars Episode 1: The Phantom Menace. 3. Kathy Reichs: Death Du Jour. 4. Jllly Cooper: Score! 5. Chris Ryan: Tenth Man Down. 6. Wilbur Smith: Monsoon. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. David West Reynolds: Star Wars Ep- isode 1: The Visual Dictionary. 2. Star Wars Episode 1: Who's Who. 3. David West Reynolds: Star Wars Ep- isode 1: Incredible Cross- Sections. 4. Terry Pratchett et al: The Science of Discworld. 5. David McNab og James Younger: The Planets. 6. Lenny McLean: The Guv’nor. ( Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR- KIUUR: 1. Anita Shreve: The Pilot's Wife. 2. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 3. Cllve Cussler og Paul Kemprecos: Serpent: The MUMA Files. 4. Bernard Schlink: The Reader. 5. Wally Lamb: I Know This Much Is True. 6. Bridget Jones' Diary. 7. Melissa Bank: The Girl's Guide to Hunting and Fishing. 8. Terry Brooks: Eplsode 1: The Phantom Menace. 9. Martln Cruz Smlth: Havana Bay. 10. Jack Higgins: The White House Connection. RIT ALM. EÐLIS- KIUUR: 1. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 2. Robert C. Atkins: Dr. Atkins' New Diet. 3. Jared Diamond: Guns, Germs and Steel. 4. Richard Carlson: Don’t Sweat the Small Stuff. 5. Isadore Rosenfeld: Don't Give It Away. 6. Suzanne Sommers: Suzanne Sommers' Get Skinný on Fabulous Food. 7. H. Leighton o.fl.: Sugar Busters. 8. Thomas L. Friedman: The Lexus and the Olive Tree. 9. Stephen E. Ambrose: Comrades. 10. Tom Clancy og Chuck Homer: Ev- ery Man a Tiger. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Thomas Harrls: Hannibal. 2. Melinda Haynes: Mother öf Pearl. 3. Janet Fltch: White Oleander. 4. Raiph Ellison: Juneteenth. 5. John Grisham: The Testament. 6. Barbara Delinsky: Lake News. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Bob Woodward: Shadow: Rve Pres- idents and the Legacy of Watergate. 2. Tom Brokaw: The Greatest Gener- ation. 3. Mltch Albom: Tuesday With Morrie. 4. John Keegan: The First World War. ( Byggt á The Washington Post)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.