Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 29
IJV FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 föslgarviðtalið „Varla. Ég gæti aldrei verið með manni sem léti ráðskast með sig. Ég gæti aldrei verið með manni sem væri ekki að gera eitthvað áhugavert við líf sitt. Ég er kannski ekki besta mann- eskjan til aö segja hvað þarf að vera í sambandi til þess að það geti gengið en það þurfa að vera leikreglur, rétt eins og maður þarf að setja sér reglur þegar maður er einn. Það þarf alltaf að hafa ramma til þess að maður viti hvar maður stendur." Metnaður sterkasta aflið Þannig vil ég hafa hlutina en ég er ekki aö segja að það virki fyrir aðra. Annað fólk hefur ekki mína reynslu og skapgerð, né ég þeirra. Það situr hins vegar svo fast í mér þegar ég var að alast upp á Vopna- firði og horfði upp á stelpurnar sem voru aðeins eldri en ég, 15,16 og 17 ára. Þær urðu óléttar, fóru að vinna í fiski og urðu að sætta sig við hlutskipti sitt. Þær giftust kannski barnsfoðurnum, en það var ekki ígrundað val, heldur við- eigandi. Svo sátu þær uppi með hann, hreinlega frá barnæsku, en framundan langt þroskaferli og breytingar á persónuleika. Ég sór þess eið að í þessa stöðu skyldi ég aldrei rata. Ég gat ekki hugsað mér að eiga líf mitt undir öðrum komið, einkum ekki eigin- manni sem væri viðeigandi að gift- ast. Mín leið út úr þessu var að fara til Bandaríkjanna þegar ég var sautján ára, þar sem ég var skiptinemi í eitt ár. Ég sneri ekki til baka.“ Hvað rak þig áfram? „Metnaður. Ég hef alltaf haft mikinn metnað og mér finnst vera frumskilyrði að starfsfólkið mitt hafi líka metnað, bæði fyrir sig og fyrirtækið. Þar af leiðandi myndi ég seint þola metnaðarlítinn, eða metnaðarlausan karlmann nálægt mér.“ Hinn tæri einfaldleiki Fyrir nokkrum árum kynntist Linda heimspeki Búddismans og byrjaði að stunda hugleiðslu reglulega og hefur haldið því áfram. En hvað kom til? „Ég las bókina Siddharta eftir Herman Hesse, sem er frábær. Við það vaknaði hjá mér áhugi á að kanna þann veg sem hann er að skrifa um betur. Ég fór í sum- ardvöl á Suður-Englandi, sem var í eins konar klaustir og er fyrir konur sem vilja kynna sér búdd- isma. Frá því að ég las Hesse hafði ég lesið allan fjöldan af bók- um um hugleiðslu og Búddisma, þannig að það má segja að ég hafi getað rætt um málið fram og til baka. Mig vantaði, hins vegar, ástundunina, að læra að hreinsa hugann og hvíla hann. Það var hópur hér heima sem ég vildi gjarnan hugleiða með en hann hittist alltaf á tímum sem voru óhentugir fyrir mig. í þessari sumardvöl fann ég svör við mörgum spurningum sem brunnu á mér. Ég hef alltaf verið að leita að tilgangi lífsins og er helst komin að þeirri niður- stöðu að lífið sjálft sé tilgangur- inn. Við eigum að opna fyrir líf- inu þegar það kveður dyra hjá okkur. Þau svör sem ég fann koma fram í því sem ég er að gera núna.“ Passa austurlensk trúarbrögð okkur á Vesturlöndum? „Ég lít ekki á þetta sem trúar- brögð. Ég held enn í mína kristnu barnatrú og sæki meira að segja kirkju. Búddisminn er, fyrir mér, lífsspeki." Hvað er það sem heillar? „Ætli það sé ekki bara hinn tæri einfaldleiki sem mér hefur alltaf þótt eftirsóknarverður. En ég er alls ekki Búddisti eins og austurlensku fræðin kenna enda held ég að það sé mjög erfítt í vestrænu samfélagi, einkum ef þú ætlar að reyna að lifa samkvæmt honum. Ég reyni hins vegar að til- einka mér það sem passar mér, til að halda áfram að lifa og starfa af krafti og vera virkur þátttakandi í samfélaginu, án þess að láta það éta mig upp til agna.“ Þú virðist samt draga þig í hlé í hvert sinn sem tækifæri gefst. „Já, frá hraðanum. Eitt af þvi sem ég hef lært er mikilvægi hvíldarinnar ef ekki á illa að fara. Þetta er leit að innri friði og ró og ég held ég að það sé frábært að ná nirvana, þótt ég stefni ekki þang- að. Annað sem heillar mig við búddismann er að þessi lífsspeki er svo fordómalaus. Það er litið á lífsferli hvers og eins sem þroska- braut og ekki verið að ásaka, áfellast og dæma. í því felst að maður lærir að dæma ekki sjálfan sig heldur. Það er svo margt innra með manni sem maður lokar á vegna þess að það passar ekki inn í gild- ismat samfélagsins en þegar mað- ur stundar hugleiðslu flæða til- finningarnar fram. Þess vegna er nauðsynlegt að fara rólega í þetta, eitt skref í einu, til að ráða við til- finningarnar. Kvenleg og sterk Þú segist hafa farið á setur sem var eingöngu fyrir konur. Hvers vegna? „Við konur fáum svo mis- vísandi skilaboð um kvenhlut- verk okkar, alveg frá barnæsku. Ég hef til dæmis oft velt því fyrir mér hversvegna „feminismi" og það að vera „feminin," (kvenleg), geta ekki farið saman. Þú ert ann- að hvort kona sem hugsar um út- litið eða kona sem hugsar um inn- volsið í höfðinu á þér. Hvers vegna fer þetta ekki saman? Hvers vegna virkjum við ekki og samhæfum alla þættina í per- sónuleika okkar til að geta staðið heilsteyptar og sterkar? Ég er stöðugt að þróa, virkja og þroska konuna í mér. Ég held að það sé mikill misskilningur að halda því fram að konur eigi ekki að hugsa vel um útlitið. Ef við tökum, til dæmis, konur sem eru í stjórnunarstörfum, þá er algengt að þær klæði sig eins og karlar til þess að karlarnir í viðskiptaheim- inum viðurkenni þær. Við verð- um fyrst og fremst að viðurkenna okkur sjálfar og það gerum viö ekki ef við erum að reyna að leyna útliti okkar með hirðuleysi og karlastil. Greind kona, ákveðin og með metnað, getur alveg hald- ið kvenleikanum. Það er alveg hægt að vera kvenleg og sterk um leið.“ Nú er talað um að konur séu konum verstar og þú rekur hér mikið kvennasamfélag. Verðurðu aldrei vör við spennu á milli kvennanna? „Nei, aldrei 1 öll þau ár sem ég hef rekið Baðhúsið. Ég hef aldrei orðið vör við ríg eða misklíð og aldrei heyrt konur rífast hér. Hingað koma konur úr öllum stéttum og störfum og á öllum' aldri og ég verð aldrei vör við neitt annað en vináttu, virðingu og samkennd. Þetta er eins konar griðarstaður kvenna. Hingað koma þær til að fá sér hlé frá hvunndeginum og mín reynsla er að konur séu konum bestar. -sús v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.