Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 41
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999
brúðkaup
49
Guð skapaði ykkur til að vera frjálsir
- það var dagur sólskins og rósa sem þeir Guðmundur Aðalsteinn Þorvarðarson og Vilhjálmur Jón Guðjónsson völdu til að halda brúðkaup sitt
Auöar Eirar sem spurði tveggja
spuminga:
Viltu gefa honum sem hjá þér
stendur hlutdeild í lífi þínu og eiga
hlutdeild í líf hans?
Viltu þiggja ást Guðs til að efla
þína eigin hamingju svo þú getir
gefið honum rými, öryggi og gleði?
Þessar spurningar eru niðurstaða
sr. Auðar eftir að hafa velt fyrir sér
hvernig megi koma til móts við þá
skoðun margra að það sé úrelt að
lofa hiýðni og undirgefni þar sem
hjón eru í síauknum mæli jafningj-
ar sem þurfa rými til að þroskast.
Spurningunum svöruðu brúðgum-
arnir heilshugar játandi.
Athöfnin sjálf var undurfögur.
Hún einkenndist af tærleika sem að-
eins er hægt að ná fram með því að
sleppa skrúðmælgi og mærð og það
voru þrenns konar tilfinningar sem
svifu yfir vötnunum: Kærleikur,
hamingja og gleði sem smituðu gest-
ina og eins og verða vill þurftu flest-
ir viðstaddir að þurrka hvarmana.
En þannig eru jú brúðkaup.
-sús
„Guð skapaði ykkur til að vera
frjálsir,“ sagði sr. Auður Eir sem
blessaði þá Vilhjálm Jón Guðjóns-
son og Guðmund Aðalstein Þorvarð-
arson þegar þeir staðfestu samvistir
sínar fyrir Guði og mönnum síðast-
liðinn þriðjudag, nákvæmlega ári
eftir að þeir hittust fyrst.
Athöfnin fór fram á gullfallegu
heimili þeirra Guðmundar og Vil-
hjálms á Grettisgötu 6 en það hús-
næði hafa þeir keypt og reka þar
gistiheimili sem lítur út eins og það
hafi verið klippt út úr ævintýrabók.
Fátt er sálinni hollara en aö horfa
á hamingju og fegurð og hvorugt
skorti þennan brúðkaupsdag. Sól á
himni og rósum stráður inngangur-
inn og bogalagaður stiginn á Grett-
isgötunni breytti hvunndeginum í
draum um leið og stigið var inn í
húsið.
Ekki skemmdi það stemninguna
að sönghópurinn Aurora söng fyrir
brúðguma og gesti, lög sem þeir
Guðmundur og Vilhjálmur höfðu
valið, meðal annars lag og texta eft-
ir Bengt Ahlfors, í þýðingu Heimis
Pálssonar, þar sem seg-
Ef þú vinur átt
örlitla ást,
er ástarstundin
aö renna upp núna
og enginn mun elska
í þinn staó.
Aó elska á morgun
er allt of seint
og ónýt hver löngun
sem fékk ekki aö
rœtast.
Svo sláöu því ást þinni
ekki á frest,
heldur elskaöu núna!
Þaó er best.
Athöfnin hófst með
því að fulltrúi sýslu-
mannsembættisins gaf
þá Guðmund og Vil-
hjálm saman og síðan
hlutu þeir blessun sr.
Sr. Auður Eir blessar brúðgumana.
2 ) Veisluborðið skreytt með rósum.
3J Hjónabandið innsiglað.
4 J Gísli á Humarhúsinu sá um að dekra
—•' við bragðlaukana.
5 ) Innilegar hamingjuóskir.
Vilhjálmur dregur hring á fingur
Guðmundar.
Þórhildur Ólafs. gaf brúðgumana
saman.
i
\
i
i
I
i
I
i