Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999
Fréttir
Starfsmenn flugstöðvarinnar óvelkomnir innan um almenning:
Skapa óþrif, óþægindi
og skaða ímyndina
- segir í bréfi frá flugstöðvarstjóra og hans mönnum
Óskað hefur verið eftir því í
dreifibréfi til starfsfólks Flugstöðv-
ar Leifs Eiríkssonar að það sé ekki
sýnilegt innan um farþega stöðvar-
innar. „Við sem vinnum hérna á
transitsvæðinu erum langþreytt á
ástandinu í flugstöðinni. Við skilj-
um ekki afstöðu þeirra sem reka
flugstöðina gagnvart okkur,“ sagði
starfsmaður á Keflavíkurflugvelli
sem DV ræddi við í gær.
Starfsmenn fengu á dögunum bréf
í hendur frá rekstrarstjóra Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar, Einari
Má Jóhannssyni. í bréfinu segir
svo: „Mikið hefur borið á því upp á
síðkastið að starfsfólk FLE dvelji á
svæðum sem ætluð eru almenningi.
Þetta veldur óþægindum, óþrifnaði
og skaðar ímynd flugstöðvarinnar.
Hér með tilkynnist að starfsfólki í
Flugstöð Leifs Eirikssonar er
óheimilt að dvelja að óþörfu á svæð-
um í flugstöðinni sem ætluð eru al-
menningi. Þetta á við um veitinga-
staði, barhorn, biðsvæði og önnur
svæði ætluð almenningi og á við um
allan sólarhringinn."
Fólk sem starfar í fríhöfninni,
tollverðir, starfsfólk verslana og
kaupmenn, segja þetta bréf algjöra
lágkúru og fullkomlega ótímabært.
Einn starfsmanna sagði blaðinu að
þeir hygðu á aðgerðir vegna þessara
viðbragða.
„Erum við einhverjir sóðar eða
hvað? Okkur er sagt að við völdum
óþrifum. Menn eiga ekki orð og eru
brjálaðir út í flughafnarstjórann.
Samgangur er auðvitað á milli búð-
anna en starfsmenn eru ekkert fyr-
ir farþegum og trufla þá auðvitað
ekki hið minnsta," sagði starfsmað-
urinn. -JBP
Úr Flugstöö Leifs Eiríkssonar. Þar eru starfsmenn beðnir að fara með veggj-
um vegna sóðaskapar sem af þeim leiðir, samkvæmt bréfi forráðamanna.
Alagning samkvæmt álagningarskrá:
Skattakóngur eft-
ir sölu á kvóta
Skattakóngar Reykjavíkur
1. Nafn Heildargjöld m.kr. Þráinn Hjartarson 41,31 Þar af útsvar m.kr. 10,16
2. Ingibjörg Guðmundsdóttir 24,92 1,49
3. Gunnar 1. Hafsteinsson 22,4 4,43
4. Garðar Þorbjörnsson 15,25 3,52
5. Ingimundur Ingimundarson 13,28 2,26
6. Guðleifur Sigurðsson 12,83 3,04
7. Höröur Sigurgestsson 12,61 3,107
8. Ásrún Lilja Pétursdóttir 10,94 2,34
9. Ásberg Kristján Pétursson 10,1 0,28
10. Indriðí'Pálsson 9,87 2,31
11. Gísli Jóhannesson 9,51 2,25
12. Kristinn Björnsson 9,36 2,22
13. Ketill Axelsson 9,34 1,88
14. Sigurður Sigurösson 8,97 2,21
15. Kjartan Gunnarsson 8,39 0,74
16. Þórhallur Einarsson 8,37 1,85
17. Geir Magnússon 7,87 2,1
18. Þorvaldur H. Gissurarson 7,85 1,78
19. Hildur Petersen 7,85 0,89
20. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson 7,84 1,68
21. Árni Samúelsson 7,69 0,72
22. Pálmar Guðmundsson 7,60 1,91
sa
Hjálmurinn
fór í mask
- slapp ómeiddur
„Þau voru nokkur saman að hjóla
þegar drengurinn skall i götuna.
Hjálmurinn fór i mask en hann slapp
svo til ómeiddur," segir Stefán Ingi
Óskarsson, faðir Amars Stefánssonar,
7 ára, en Amar hafði verið að hjóla
fyrir utan heima hjá sér og fallið í göt-
una.
„Við höfum verið mjög ströng á að
hann noti hjálminn og það hefur ver-
ið regla að hann fer ekki á hjólið
nema vera með hjálm. Það sést núna
að það borgar sig að vera strangur á
þessu atriði. Mér finnst að krakkarn-
ir hafi mikið notað hjálma í vor en
þegar liðið hefur á sumarið hefur
þeim með hjálmana fækkað. Krakk-
arnir verða öruggari með sig og þá
fmnst þeim að þeir þurfi ekki að hafa
hjálm. Strákurinn, sem er sjö ára,
meiddist ekkert en var örlítið sleginn
yfir þessu öllu saman. Fallið er
kannski ekki svo hátt, enda hjólið lit-
ið, en höggið hlýtur að hafa verið mik-
ið þar sem hjálmurinn brotnaði. Þetta
er viðurkenndur hjálmur og hann hef-
ur eflaust bjargað stráknum. Krakk-
arnir sem voru með honum sögðu að
þetta væri mesti happadagurinn í lífi
hans. Hann skilur núna af hverju við
erum stif á því að hann noti hjálm,“
segir Stefán Ingi.
Nýr skattakóngur trónar á toppi
listans yfir hæstu gjaldendur í
Reykjavík á þessu ári. Þráinn
Hjartarson, útgerðarmaður á Pat-
reksfirði, er í fyrsta sæti, nýfluttur
suður eftir að hafa selt bát og
kvóta fyrir vestan. Þráinn seldi
bát sinn, Fjólu, í júni i fyrra með
kvóta og varð fyrir bragðið skatta-
kóngur í Reykjavík.
í gær var birt álagningarskrá
Reykjavíkur 1999 með gjöldum
einstaklinga ásamt tryggingagjaldi
lögaðila. Skráin mun liggja
frammi til 13. ágúst nk. Að venju
vekja þeir einstaklingar sem
hæstu gjöJdin greiða mesta at-
hygli. Á toppnum trónar Þráinn
Hjartarson, útgerðarmaður frá
Patreksfirði, sem fyrr sagði, en
Ingibjörg Guðmundsdóttir, ekkja
Þorvaldar í Síld og flski, er í öðru
sæti. í þriðja sæti er síðan Gunnar
I. Hafsteinsson hdl. og Garðar Þor-
björnsson verktaki í fjórða sæti.
Heildargjöld samkvæmt álagn-
ingarskrá 1999 eru 34,8 milljarðar
króna en þar vega tekjuskattur og
útsvar þyngst. Á móti þessum
gjöldum koma ýmsar bætur eins
og barna- og vaxtabætur.
Stóru fyrirtækin
Af fyrirtækjum greiða Flugleiðir
hæsta tryggingargjald til stað-
greiðslu skatta í Reykjavík, 275
milljónir. Hins vegar er ríkið stærst
á þessu sviði og innheimtir 2,26
milljarða og Reykjavíkurborg 707
milljónir. Sjúkrahús Reykjavíkur er
i fjóröa sæti en fast á hæla þess er
Landssíminn, Landsbankinn, ís-
landspóstur, Búnaðarbankinn og
Landsvirkjun. Þessi fyrirtæki eru
áberandi hæst i Reykjavík og önnur
eru minni. -bmg/EIR
Nýr skólastjóri
á Hólum
DV, Skagafiröi:
Doktor Skúli Skúlason liffræðing-
ur hefur verið skipaður skólastjóri
Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal.
Auk Skúla sótti um stöðuna Guð-
mundur Sæmundsson, skólastjóri
Skógaskóla.
Staða skólastjóra á Hólum losnar
nú þar sem Jón Bjamason skóla-
stjóri hefur verið kjörinn alþingis-
maður.
Skúli Skúlason hefur starfað við
Bændaskólann á Hólum undanfarin
ár. Hann tekur við stöðunni 1.
ágúst. -ÖÞ
Sumarslátrun í Króksfjarðarnesi:
Rífandi sala
Nú er að hefjast sumarslátrun í
sláturhúsi Kaupfélags Króks-
fjarðarness. „Við föram seint af
stað núna. Við erum farnir aö eld-
ast - er það ekki?“ sagði Sigurður
Bjarnason sláturhússtjóri og hló
við. „Það kemur víst fyrir okkur
alla.
Annars voraði seint og lömbin
hafa verið frekar smá fram undir
þetta. Við erum vanir að byrja upp
úr miðjum júlí og höldum síðan á
með vikulega slátrun fram í des-
ember. Ég veit ekki hvað við
náum miklu núna, kannski
hundrað til hundrað og fimmtíu
lömbum. Þetta er allt selt ferskt og
það er rífandi sala í þessu. Við
munum slátra alla mánudaga sem
fram undan eru og síðan bætum
við bara við dögum eftir því sem
að berst. Það er allt heimafólk af
bæjum hér í kring sem vinnur við
þetta,“ sagði Sigurður sláturhús-
stjóri.
-HKr.
Stuttar fréttir i>v
Skattakóngur
Gjaldhæsti einstaklingur í
Reykjanesumdæmi í ár er Garðar
Brynjólfsson, Keflavík, sem greið-
ir rúmar 24 milljónir króna í op-
inber gjöld.
Umferðarútvarp
í hönd fer mesta umferðarhelgi
ársins, verslun-
armannahelgin.
Umferðarráð
verður með
vakt alla versl-
unarmanna-
helgina og í
gangi verður
„Útvarp Um-
ferðarráð", sem kemur heilræð-
um til þeirra sem um landið
þeysa þessa helgi.
Sækja í Hvalfjörð
Jón Valgarðsson að Eystra-Mið-
felli, oddviti Hvalijarðarstrandar-
hrepps, segist í samtali við Dag
hafa orðið var við stóraukna eftir-
spurn eftir sumarbústaðalóðum
síðustu árin, ekki síst eftir að
Hvalfjaröargöngin vora tekin í
notkun.
Hagnaður Eimskips
Hagnaður Eimskips hf. nam 635
milljónum króna fyrstu sex mán-
uði þessa árs. Velta Eimskips og
dótturfélaga var 8.027 milljónir
k'róna og hagnaður af reglulegri
starfsemi nam 408 milljónum,
samanhorið við 401 milljón á
sama tímabili í fyrra.
Siv leitar ráða
Siv Friðleifsdóttir umhverfis-
ráðherra ætlar að leita ráða hjá
Hollustuvernd ríkisins og Land-
lækni um hvort innkalla eigi úr
verslunum alla kjúklinga frá Ás-
mundarstöðum, eins og Neytenda-
samtökin hafa krafist.
Skuldajafnað
Þeir sem eiga inni vaxtabætur
hjá skattinum mega búast við
því að fá þær ekki greiddar út
um mánaðamótin ef þeir skulda
hjá íbúðalánasjóði. Samkvæmt
nýjum lögum, sem gengu í gildi
um áramótin, hafa skattayfir-
völd leyfi til að skuldajafna van-
skil hjá íbúðalánasjóði með
vaxtabótum.
Besti leikstjórinn
Ágúst Guð-
mundsson var í
dag valinn besti
leikstjórinn á
kvikmyndahá-
tíðinni í
Moskvu fyrir
myndina Dans-
inn.
Uppsagnir
Vinnslustöðin í Vestmannaeyj-
um hefur sagt upp öllum starfs-
mönnum fyrirtækisins í Þorláks-
höfn, rúmlega 20 manns.
Nýtt fyrirtæki
Stjórn Byggðastofnunar sam-
þykkti samhljóða, með öllum
greiddum atkvæðum á fundi sín-
um í gær, að gerast þátttakandi í
stofnun sjávarútvegsfyrirtækis á
Þingeyri með 100 milljóna króna
hlutafjárframlagi.
Hagnaður
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
skilaði 180 milljóna króna hagn-
aði á fyrstu sex mánuðum þessa
árs en hagnaður félagsins af
reglulegri starfsemi fyrir skatta
nam 262 milljónum króna, saman-
borið við 23 milljónir á sama
tímabili í fyrra.
Halldór fundar
Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra og for-
maður ráð-
herranefndar
Evrópuráðsins,
fundaði í gær í
Sarajevo, höfuð-
borg Bosníu-
Hersegóvínu,
og ræddi stöð-
ugleikasáttmála fyrir Balkan-
skaga. -hlh