Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 27 tyðtal „Ég var búinn að vera tvo vetur í skólanum þegar skólastjórinn kallaði mig inn til sín og sagði við mig að það væri ekki hægt að hafa tvo herra í lífinu, ég gæti ekki bæði verið í tónlistinni og myndlistinni. Þá hijóp ég yfir í tónlistar- skóla og gerðist svo tónmenntakennari." DV-mynd E.ÓI. Úlafur Þórðarson rekur umboðsskrifstofu listamanna: Er ekki lengur áskrifandi að launum - í starfinu felst endalaus sköpun „Daginn sem ég byrjaði fékk ég hringingu frá Vestfjörðum frá manni sem spurði mig að þvi hvort ég gæti reddað karlkynsstrippara í kvennapartí kvöldið eftir. Ég redd- aði því en ég er ekki með neitt slíkt á mínum snærum. Það var samt sem áður gaman að geta reddað því,“ sagði þúsundþjalasmiðurinn Ólafur Þórðarson sem hefur um tveggja áira skeið rekið umboðs- skrifstofu fyrir listamenn. En hvemig umboðsskrifstofu rekur hann? „Hún er svolítið sérstök að því leyti að hún er með allt frá jóla- sveinum upp í óperusöngkonur. Hugmyndin að skrifstofunni varð til 1989 þegar ég vann hjá útvarp- inu. Þá vissi ég að engin slík skrif- stofa var til. Ég var búinn að nefna hugmyndina við fjölda manns og ég hélt að einhver myndi gera þetta, svo gerði þetta enginn þannig að á endanum gerði ég það sjálfur. Það er eiginlega ástæða þess að hún varð til af því að hún var ekki til.“ Ólafur hefur komið víða við og er landsmönnum meðal annars kunn- ur frá því að hann var í Ríó Tríó á sínum tíma. Hann hefur sjálfur mjög gaman af tónlist, byrjaði að spila á gítar 12 ára og var kominn í Rió tríó 13 ára, en það samstarf ent- ist í 35 ár. Hann hefur gefið út tvær sólóplötur. Sú fyrri kom út um það leyti sem Presley dó, eins og hann orðar það sjáifur, og heitir í morg- unsárið en sú seinni kom út 1982 og ber nafnið Spilakassinn. Hann segir spilamennskuna mjög krefjandi og menn þurfi að vera vel á tánum, þ.e. í góðu formi. Þúsundþjalasmiðurinn Hvernig verkefni fær umboðs- skrifstofan? „Þetta er allt milli him- ins og jarðar. Við gerum eiginlega bara það sem fólk biður okkur um að gera. Við búum til dagskrár fyrir fyrirtæki i kringum árshátíðir, sum- arskemmtcmir og þess háttar. Skrif- stofan sér um atriði á Menning- amótt Reykjavíkur og við hjálpum fólki að skipuleggja brúðkaup og fagnaði þannig að þetta er allt mögu- legt. Við erum með listamenn á skrá sem auðveldar fólki að leita og auk þess með upplýsingar um verð og fleira. Þetta er allt á einum stað.“ Er með gagnabanka En hver eru tengsl skrifstofunnar við listamenn? „Ég er með gagna- banka eins og hann Kári, ég er með lista yfir listamenn, en þetta er nátt- úrlega fyrst og fremst þjónusta við kaupandann, þann sem vantar skemmtun. Listamenn hagnast vissulega á þessu samt sem áður og ég hef ekki heyrt neinn þeirra fussa yfir stofunni." Skrifstofa Ólafs heit- ir Þúsund þjalir, hvernig kom það til að hún fékk það nafn? „Á Viku- blaðinu voru menn i erfiðleikum með að titla mig því að ég gerði svo margt. Niðurstaðan varð sú að skrifa mig þúsundþjalasmið. Þegar ég var svo að byrja á þessu batteríi þá datt mér skyndilega þetta i hug og ákvað að kallla skrifstofuna Þús- und þjalir." Að auki gerir Ólafur heimasíður og tekur ljósmyndir en hann byrjaði á því þegar hann vann á Vikublaðinu. Það gefur auga leið að verkefhi hans eru tímafrek enda segist hcinn ekki gera annað en að vinna, hafi þannig ekki tekið sér sumarfrí í mörg ár. „Þetta er í fyrsta sinn á ævinni sem ég er ekki áskrifandi að launum, ég er ekki með fastan launatékka. Það getur verið stressandi en er um leið skemmtilegt vegna þess að í starf- inu felst endalaus sköpun." Börnin orðin óþekk Ólafur hefur alla tíð unnið i tengslum við listir og byrjaði með- al annars í Myndlista- og handíða- skólanum á símun tíma. „ Ég var búinn að vera tvo vetur í skólan- um þegar skólastjórinn kallaði mig inn til sín og sagði við mig að það væri ekki hægt að hafa tvo herra í lífinu, ég gæti ekki bæði verið í tónlistinni og myndlistinni. Þá hljóp ég yfir i tónlistarskóla og gerðist svo tónmenntakennari. Ég kenndi í um niu ár og það var reglulega skemmtilegt en svo fannst mér börnin vera orðin svo óþekk og erfitt að eiga við þau þannig að ég gat ómögulega hugsað mér að kenna meira.“ Ólafur á sjálfur tvo syni, tvítuga tvíbura, og er í sambúð með Dagbjörtu Helenu Óskarsdóttur, snyrtifræðingi í Óp- erunni. Fagmennskan að leiðarljósi Hver er hans framtíðarsýn fyrir umboðsskrifstofuna? „Þegar ég byrjaði í þessu var ég einn með tölvuna mína en var alltaf alveg pottþéttur á því að hugmyndin gengi upp því það var ekkert líkt þessu til. Strax tveim- ur árum seinna er Sigurður Grön- dal kominn til liðs við mig og þetta gengur framar björtustu vonum. Ég er farinn að fá svolítið af fyrirspiu'num erlendis frá og er bjartsýnn. Ef ég græði á þessu er það bara gott en ég nenni ekki að tapa á rekstrinum. Grundvallarat- riði í þessu er að ég hef þekking- una, hef verið hinum megin við borðið. Ég hef reynsluna og hún vinnur með mér. Framtíðarsýn mín er einfaldlega sú að þetta verði skrifstofa með fagmennsku að leiðarljósi." -þor ÚTSALA 10-70 % afsláttur Dæmi: Áður: Nú: Vattjakkar 9.900 1.900 Síðar kápur 32.900 5.900 Regnkápur 12.900 10.500 Opið á laugardögum frá kl. 10-16 Mörkinni 6, sími 588 5518. Afgreiöslutími Þjónustumiðstöðva Símans um Verslunarmannahelgina Laugardaginn gi. júlí 1999: Reykjavík Ármúli 27 Lokað Landssímahúsið Lokað Kringlan kl. 10-14 Landsbyggðin Sauðárkrókur kl. 10-14 ísafjörður kl. 10-14 Egilsstaðir kl. 10-14 Selfoss kl. 10-14 Reykjanesbær kl. 10-14 Akureyri kl. 10-16 Sunnudaginn 1. ágúst og mánudaginn 2. ágúst er lokað. 7000 RmAhAhAI_____ SÍMINN www.simi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.