Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 16
%atgæðingur vikunnar FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 T>V Nykaup 1‘íir si'iu lcrsldi'ik iiiii liýr p' > - m Draumatertan mín Einfbld og afar bragðgóð, hentar | við öll tækifæri. Botnar 200 g sykur 140 g marsi 40 g hveiti 70 g möndlur 3 stk. eggjahvítur 140 g púðursykur Rjómakrem 3 dl rjómi 1 tsk. vanilludropar Hjúpur 3/4 dl rjómi 150 g rjómasúkkulaði fersk jarðarber til skrauts Vinnið vel saman sykur, marsa : og hveiti, hakkið möndlumar í blandara. Þegar flestir kögglar eru famir er möndlunum blandað sam- an við með sleif. Þeytið eggjahvítur !; og blandið púðursykri saman við og þeytið þar til sykur er uppleyst-§ ur, blandið þá deiginu saman við meö sleikju og smyrjiö út eftir hringformi (24-26 cm). Bakið á i smörpappír við 180 gráður í 15-17 | mínútur. Þeytið (3 dl) rjómann með vanillu og seljið á milli botnanna, hitið (3/4 dl) rjóma að suðu og hellið yfir saxað súkkulaðið og bræðið. Kælið aðeins og smyrjið yfir tertuna. Kælið í ca 3 tíma. Geymist vel í frysti en ekki meira en einn dag í kæli, því þá blotna botnarnir : mikið og klessast eins og annar marengs gerir. Grillaður kjúklingur j með hnetusmjöri Það jafnast ekkert á við góðan grillmat að sumri, sama hvernig | viðrar. Hnetusmjörið og Teriyaki- sósan gefa þessum rétti austur- lenskan blæ. Fyrir fjóra. 800 g beinlausar kjúklingabringur 1 dl Teriyaki-sósa 2/3 dl hnetusmjör 1/2 dl vatn 1/2 msk. sykur 1/4 tsk. cayennepipar 300 g Tilda-hrísgrjón 12-16 sveppir 60 smjörbaunir Blandið saman Teriyaki-sós- unni, hnetusmjörinu, vatninu, cayennepiparnum og sykrinum og | sjóðið við vægan hita í potti. Hrær- i ið í þar til orðiö er mjúkt. Síðan er ; hitinn hækkaður og látið sjóða í 20 mínútur eða þar til þetta er orðið vel þykkt. Kælið að stofuhita. Þá eru kjúklingabringurnar penslaðar með þykku lagi af deiginu og grill- aöar í 7-10 mínútur á hvorri hlið. Hreinsið sveppina og grillið í 4 j mínútur. Kryddið með hvít- laukspipar. Grillið smjörbaunirnar í 2 mínútur. Meðlæti Soðin hrísgrjón, grillaðir svepp- ir og grillaðar smjörbaunir. Verði j ykkur að góðu. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. —b—mtmmm&mmsmm A jjrval - gott í hægindastólinn Hjörtu eru gómsæt og hagstæð: Kryddlegin hjörtu Ríkey Kristjánsdóttir, nemi f tannsmíði, er mikill matgæðingur og lætur les- endum blaðsins í té uppskrift að heilli máltíð, með brauði og desert. DV-mynd Teitur „Rétturinn sem ég er með er góm- sætur og hagstæður," segir matgæð- ingur vikunnar, Ríkey Kristjánsdótt- ir, nemi í tannsmíði og tví- buramamma. Ríkey vinnur að auki í versluninni Fríðu frænku. „Kjötið í hann kostar ekki nema um 300 krón- ur þannig að hann er góður fyrir þá sem hafa ekki efni á að kaupa nauta- kjöt,“ bendir hún enn fremur á enda er hún nemi með sex manna heimili. Ríkey ákvað að gefa lesendum blaðs- ins uppskrift að snöggsteiktum hjört- um sem hún sagði afbragðsmat. Snöggsteikt hjörtu í þau þarf fjögur til sex hjörtu en þau eru snyrt til og skorin í strimla. Hjörtunum er svo velt upp úr blöndu sem samanstendur af heilhveiti, salti og pipar og paprikukryddi. Hlutfóllin í blöndunni eru 1 bolli hveiti, 2 tsk. salt, 1 tsk. pipar og 2 tsk. papriku- krydd. Ríkey segir þau þó ekki vera sérstaklega nákvæm hjá sér. Hjörtun eru síðan steikt upp úr lítilli olíu á pönnu. Ríkey segist snöggsteikja hjörtun „þannig verða þau blóðug og mér finnst blóð gott“. Steikingartím- inn fer vitaskuld eftir smekk en því styttri steikingartími, þvi meyrari hjörtu. Með hjörtunum er gott að borða ítalskan kartöflurétt. (talskur kartöfluráttur Kartöflur eru soðnar og flysjaðar og þá eru þær skornar í tvennt. Salti er stráð yflr kartöflumar og svo er sítrónusafa hellt yfir þær. Þá er drjúgu af ólífuolíu hellt yfir kartöfl- urnar. Það er einnig gott að bragð- bæta kartöfluréttinn með því að saxa niður rauðlauk og púrru og setja í kartöflurnar. Ríkey sagði að með þessu væri einstaklega gott að borða sirópsgljáðar gulrætur. Sírópsgljáðar gulrætur Fjórar til sex gulrætur eru skornar í strimla og steiktar í smjöri eða olíu á pönnu. Tvö til þrjú hvítlauksrif eru pressuð yfir gulræturnar og að lokum er Maple-sírópi hellt yfir og svo má salta þær. Gráðostasósa Hún hentar vel með þessu öllu og er að sögn Ríkeyjar sjúklega góð, þannig að menn gleyma því stundum 'iékkert vesen að þeir eru að borða sósu og borða hana líkt og hún væri súpa. Hana er mjög einfalt að útbúa því í hana þarf aðeins 1 pela rjóma, 1 tsk. grænmetis- kraft, 1 tsk. rifsberjahlaup og fjórðung af gráðosti. Þetta er allt og látið malla hægt á vægum hita. Rétturinn er svo fullkomnaður með fersku salati og ný- bökuðu brauði. Heilsubrauð Ríkey segir heilsubrauð sérstaklega gott og lét uppskrift að því fylgja. í það þarf 2 bolla af heilhveiti, 11/2 bolla af hafragijónum, 3 tsk. lyftiduft, 1 tsk. af salti, 1/2 1 af AB- mjólk og 1 lófa af sesam- og sólblómafræjum. Það er auk þess gott að setja örlítið af kókosmjöli út í. Þurrefnin eru öll sett saman í skál, AB-mjólkinni er hellt yfir og allt er þetta svo hrært saman og bakað í klukkutíma við 190 gráður. Eplapæ Að lokum benti Ríkey á gott eplapæ sem hentar vel sem eftirrétt- ur. í það fara fjögur epli sem eru söxuð niður. Þá er 120 g af hveiti, 80 g af smjöri og 80 g sykri blandað saman. Eplin eru sett í eldfast mót, kanil stráð yfir eplin og þá er deig- ið sett ofan á þau. Að síðustu er salt- hnetum stráð yfir og svo er fer bak- an í ofn í hálftíma við 180-200 gráða hita. Frábær sósa með er sýrður rjómi, Maple-sýróp og kanill bland- að saman. Af þessari máltíð Ríkeyj- ar má sjá að hún er mikill kokkur og hefur gaman af því að elda. En hvern skorar hún á sem matgæðing næstu yiku? „Ég skora á vin minn Hauk Óskarsson, sem er þjónn á Humarhúsinu, og kærustu hans Gaby sem er frábær áhugakokkur. Þau bregðast mér ekki. “ -þor Hollt og gott Pastareimar í skinkurjóma Handa fjórum Að búa til ljúffenga máltíð þarf ekki að taka mikinn tíma, þvert á móti. Sumt af því besta er meira að segja með því fljótlegra að útbúa í eldhúsinu. Það á til dæmis við um pastarétti sem tekur yfirleitt ekki meira en tuttugu mínútur að útbúa. Pastareimar í skinkuijóma henta vel bæði sem hádegis- og kvöldverð- ur, í hvunndags- og helgarmatinn, handa heimilisfólki jafnt sem gesti. Það sem þarf en 1 pakki pastareimar (250 g tagliatelle) 200 g skinka 200 g sveppir, nýir eða niðursoðnir 1 blaðlaukur 1 msk. matarolía 1 dós sýrður rjómi, 10% 1 msk. ljóst, franskt sinnep 1-2 hvítlauksrif salt og pipar Byrjað er á því að sjóða pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúö- unum. Á meðan pastað sýöur er skinkan skorin í strimla og sveppir og blaðlaukur í sneiðar. Sveppimir og blaðlaukurinn er hitað í olínunni og skinkunni er svo bætt á pönn- una. Sýrða rjómanum er smám saman hrært út í grænmetisblönduna en gæta þarf þess að sósan sjóði ekki eða hitni um of. Þá eru herlegheitin bragðbætt með mörð- um hvít- lauk (namm), sinnepi, salti og pipar. Að síðustu er sósunni hellt yfir vel heitt pastað og þá er ekk- ert annað eftir í stöðunni en ráðast til atlögu. Þessi rétt- ur er holl- ur og góð- ur. í hverj- um skammti af honum eru einungis um 400 hitaeiningar sem verður að teljast lítið fyrir svo mettandi mál- tíð. Pastað verður svo enn betra sé ferskt salat haft með og nýtt brauð eða hvítlauksbrauð. -þor Nykaup l>ar skiii lcrsldeilcinn býr Ungnautafilet með papriku og sætri chilisósu Fyrir fjóra 800 g ungnautafilet (fjórar 200 g steikur) I 3 msk. matarolía til steikingar salt og pipar Papriku- og chiHsósa 4 stk. paprika, blandaðir litir 4 stk. hvítlauksrif 2-3 msk. appelsínumarmelaði 4 dl kjúklingasoð ; (vatn og 1 Knorrteningur) 1 dl chilisósa, sæt (Sweet Chili for Chicken) 2-3 msk. maizenamjöl eða sósujafnari 1-2 msk. matarolia Meðlæti 4 stk. bökunarkartöflur Steikið kjötið á báðum hliðum í 5-7 mínútur. Skiptið á diska. Berið fram með sósu og bökuðum kartöfl- um eða grófu brauði. IPapriku- og chilisósa Skerið paprikurnar í teninga, saxið hvítlauksrifin. Steikið hvort tveggja í heitri olíu í 1-2 mínútur. 1 Hrærið marmelaði, kjúklingasoði j og chilisósu saman við. Sjóðið í aðr- | ar tvær mínútur. Þykkið með sósu- jafnara, sjóðið áfram i eina mínútu. 1 Setjið yfir steikumar. IMeðlæti Gróft brauð og bakaðar kartöflur eiga vel viö þennan rétt. Bakiö kartöflurnar við 180-200 gráður í 45-60 minútur, eftir stærð. Njótið | vel og verði ykkur að góðu. Pæjukaka ] Mjög góð kaka sem tekur örlítinn tíma að gera. 200 g sykur 100 g smjör 3 stk. eggjarauður 320 g hveiti 40 g kakó I 11/2 tsk. matarsóti 1/2 tsk. salt 3 stk. eggjahvítur 180 g sykur 2 1/2 dl mjólk 1 tsk. vanilludropar Krem 7 stk. eggjarauður 170 g flórsykur 180 g smjör ; 170-200 g suðusúkkulaði 1 tsk. vanilludropar IHrærið vel saman sykur og smjör, bætið eggjarauðum út í einni í einu og skafið vel niður á milli. Blandið þurrefnum saman, setjið mjólk út í og svo þurrefni ■ ásamt vanilludropum. Þeytið eggjahvítur og sykur sam- an og blandið saman við með sleikju, bakið í tveimur formum við 180 gráður í 23-26 mínútur. Krem Þeytið með pískara vel saman eggjahvítur og flórsykur, hafið smjörið við stofuhita, bræðið súkkulaðið og blandið öllu saman með k-járninu þar til kremið verð- ur slétt og kekkjalaust, smyrjið á 1 milli og yfir. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.