Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 31
Ný bátaferð Ein af nýjungunum í þjónustu Bátafólksins i ár er ferðin ís, vatn og sviti. Þetta er þriggja daga og fjög- urra nátta ferð sem stendur frá sunnudagskvöldi til fimmtudags- morguns. Ekki er þúist við að þessi ferð verði þoðin nema í tvö til þrjú ár þar sem til stendur að hrinda af stað virkjunarframkvæmdum á svæðinu. Ef þær ganga eftir verður öðru giljanna sem farið er um sökkt í uppistöðulón og vatninu í hinu beint í virkjunina. Óbyggðirnar kannaðar Ferðin hefst á því að ferðalang- arnir eru sóttir hvaðan sem er inn- an Skagafjarðar og keyrt með þá á Bakkaflöt í Skagafirði. Þar er kvöld- verður snæddur og gist í uppbúnum rúmum. Eftir morgunmat daginn eftir er ekið frá Bakkaflöt suður að Hofsjökli þar sem ísinn, jökullinn og óbyggðimar eru kannaðar. Geng- ið er á jökulsporðinn og litið eftir fiski i nálægum vötnum. Að kvöldi er gist í Ingólfsskála. Morguninn eftir er haldið frá Ingólfsskála til Austari-Jökulsár. Þar er siglingin niður ána undirbúin. Síðan er siglt niður ána þar sem hún fellur um óbyggðirnar að Hildarseli, rétt sunnan við Ábæ í Austurdal. Kvöld- verður og gisting er á Hildarseli. Þriðja daginn er siglingunni nið- ur Austari-Jökulsá fram haldið en þetta er ein af erfiðari siglingaleið- um sem í boði eru hér á landi. Land er tekið við Laugardal og ekið að Bakkaflöt þar sem heitir pottar, Austarí-Jökulsá Þegar róið er niður Austari-Jökulsá er gott að hafa einbeitinguna í lagi. Þetta er skemmtileg sigling í fögru umhverfi. sundlaug, sturta, kjamgóð máltíð og uppbúin rúm bíða ferðalanga. Að loknum góðum nætursvefni halda ferðalangar heim á leið, reynslunni ríkari. Þessi ferð kostar 39 þúsund kr. á manninn. Innifalinn er akstur til og frá flugvellinum á Sauðárkróki eða ■* í og úr rútu í Varmahlíð ef þess er óskað og akstur milli áfangastaða í ferðinni. Þá er innifalinn kvöldmat- ur, morgun- og hádegisverður alla dagana. Þá fá ferðalangar afnot af nauðsynlegum búnaði fyrir sigling- una og brodda, ísöxi og línur fyrir jöklagöngu og leiðsögn allan tím- ann. Veittur er hópafsláttur, allt að 12 þúsundum fyrir 10 manna hópa eða stærri. -HG Gjpguferð milli Skælinga og Uxatinda: Ur Eldgjá í Lambaskarðshóla Ferðafélagið Utivist býður marg- ar skemmtilegar gönguferðir um Skaftárhrepp í sumar. Þar á meðal er ferð sem farin verður helgina 27.-29. ágúst milli Skælinga og Uxatinda. Þetta er bækistöðvaferð þar sem gist er í gömlum fallegum gangnamannakofa sem Útivist hef- ur nýlega endurgert á Skælingum. Þessi kofi nýtist nú sem sæluhús fyrir ferðamenn og er mikið notað- ur í ferðum Útivistar. Skælingar eru afar sérstakur staður á bökkum Skaftár. Þar eru einstakar hraun- myndanir úr Skaftáreldum sem minna á lystigarð. í ferðinni er ekið upp Skaftártungu, um Fjallabak að Eldgjá þaðan sem ekið er að sælu- Feröalangar tygja sig af stað eftir morgunverðinn. Við skála Útivistar á Skælingum. húsinu á Skælingum. Frá Skæling- um er síðan gengið að miklu. gljúfri milli Uxatinda og Grettis. Þessi ganga tekur um 8 klst. en ætti ekki að vera neinum ofviða því göngu- menn og konur þurfa eingöngu að vera með dagpoka. Fararstjórar gæta þess að gengið sé á hraða sem henti öllum og enginn heltist úr lestinni. Gómsæt máltíð í hrikalegu umhverfi Frá Uxatindum er síðan haldið aftur á Skælinga þar sem göngugarpar elda gómsæta máltíð í faðmi hrikalegrar náttúru Skæl- inga. Á næsta degi er gengið á Skemmtileg gönguferð í hrikalegu umhverfi. Gengið í gilinu við Uxatinda. Gjátind og í Eldgjá. En þar er Ófærufoss sem er sérstakur og fal- legur foss og skemmtilega óvænt sjónarhom að sjá hann ofan af barmi Eldgjár. Margir sakna þó steinbogans sem lá yfir neðri foss- inn þar til fyrir nokkrum árum. Úr Eldgjá er falleg gönguleið með Ófæra og Skaftá að sæluhúsinu í Lambaskarðshólum sem einnig er nefnt Hólaskjól. Úr Lambaskarðs- hólum er síðan haldið heimleiðis um Landmannaleið. Ef tími gefst til verður stoppað í Landmannalaug- um þar sem hægt er að leggjast í laugarnar og mýkja stirðnaða vöðva. Þetta er ferð sem lifir lengi í minni hvers göngugarps. Verðið í ferðina er 10.500 fyrir félaga í Úti- vist og 11.900 fyrir þá sem ekki eru félagar. Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Útivistar í síma 561-4330 eða með tölvupósti uti- vist@utivist.is. -HG Bfltæki sem hafa kraftinn KDC-4070R bílgeislaspiiari með útvarpi. FM/MB/LB. 24 stöðva minni með sjálfvirkri stöðva innsetningu og háþróaðri RDS móttöku. 4x40W 4 rása magnari. RCA útgangur fyrir kraftmagnara. Fullkomnar tónstillingar. Laus framhlið. Tilboðsverð kr. 25.950,- KENWOODl r sem gæðin heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 568 8840 Bíltæki • Magnarar • Hátalarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.