Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 31
Ný bátaferð
Ein af nýjungunum í þjónustu
Bátafólksins i ár er ferðin ís, vatn og
sviti. Þetta er þriggja daga og fjög-
urra nátta ferð sem stendur frá
sunnudagskvöldi til fimmtudags-
morguns. Ekki er þúist við að þessi
ferð verði þoðin nema í tvö til þrjú
ár þar sem til stendur að hrinda af
stað virkjunarframkvæmdum á
svæðinu. Ef þær ganga eftir verður
öðru giljanna sem farið er um sökkt
í uppistöðulón og vatninu í hinu
beint í virkjunina.
Óbyggðirnar kannaðar
Ferðin hefst á því að ferðalang-
arnir eru sóttir hvaðan sem er inn-
an Skagafjarðar og keyrt með þá á
Bakkaflöt í Skagafirði. Þar er kvöld-
verður snæddur og gist í uppbúnum
rúmum. Eftir morgunmat daginn
eftir er ekið frá Bakkaflöt suður að
Hofsjökli þar sem ísinn, jökullinn
og óbyggðimar eru kannaðar. Geng-
ið er á jökulsporðinn og litið eftir
fiski i nálægum vötnum. Að kvöldi
er gist í Ingólfsskála. Morguninn
eftir er haldið frá Ingólfsskála til
Austari-Jökulsár. Þar er siglingin
niður ána undirbúin. Síðan er siglt
niður ána þar sem hún fellur um
óbyggðirnar að Hildarseli, rétt
sunnan við Ábæ í Austurdal. Kvöld-
verður og gisting er á Hildarseli.
Þriðja daginn er siglingunni nið-
ur Austari-Jökulsá fram haldið en
þetta er ein af erfiðari siglingaleið-
um sem í boði eru hér á landi. Land
er tekið við Laugardal og ekið að
Bakkaflöt þar sem heitir pottar,
Austarí-Jökulsá
Þegar róið er niður Austari-Jökulsá er gott að hafa einbeitinguna í lagi. Þetta
er skemmtileg sigling í fögru umhverfi.
sundlaug, sturta, kjamgóð máltíð og
uppbúin rúm bíða ferðalanga. Að
loknum góðum nætursvefni halda
ferðalangar heim á leið, reynslunni
ríkari.
Þessi ferð kostar 39 þúsund kr. á
manninn. Innifalinn er akstur til og
frá flugvellinum á Sauðárkróki eða ■*
í og úr rútu í Varmahlíð ef þess er
óskað og akstur milli áfangastaða í
ferðinni. Þá er innifalinn kvöldmat-
ur, morgun- og hádegisverður alla
dagana. Þá fá ferðalangar afnot af
nauðsynlegum búnaði fyrir sigling-
una og brodda, ísöxi og línur fyrir
jöklagöngu og leiðsögn allan tím-
ann. Veittur er hópafsláttur, allt að
12 þúsundum fyrir 10 manna hópa
eða stærri. -HG
Gjpguferð milli Skælinga og Uxatinda:
Ur Eldgjá í
Lambaskarðshóla
Ferðafélagið Utivist býður marg-
ar skemmtilegar gönguferðir um
Skaftárhrepp í sumar. Þar á meðal
er ferð sem farin verður helgina
27.-29. ágúst milli Skælinga og
Uxatinda. Þetta er bækistöðvaferð
þar sem gist er í gömlum fallegum
gangnamannakofa sem Útivist hef-
ur nýlega endurgert á Skælingum.
Þessi kofi nýtist nú sem sæluhús
fyrir ferðamenn og er mikið notað-
ur í ferðum Útivistar. Skælingar
eru afar sérstakur staður á bökkum
Skaftár. Þar eru einstakar hraun-
myndanir úr Skaftáreldum sem
minna á lystigarð. í ferðinni er ekið
upp Skaftártungu, um Fjallabak að
Eldgjá þaðan sem ekið er að sælu-
Feröalangar tygja sig af stað eftir
morgunverðinn.
Við skála Útivistar á Skælingum.
húsinu á Skælingum. Frá Skæling-
um er síðan gengið að miklu. gljúfri
milli Uxatinda og Grettis. Þessi
ganga tekur um 8 klst. en ætti ekki
að vera neinum ofviða því göngu-
menn og konur þurfa eingöngu að
vera með dagpoka. Fararstjórar
gæta þess að gengið sé á hraða sem
henti öllum og enginn heltist úr
lestinni.
Gómsæt máltíð í hrikalegu
umhverfi
Frá Uxatindum er síðan haldið
aftur á Skælinga þar sem
göngugarpar elda gómsæta máltíð í
faðmi hrikalegrar náttúru Skæl-
inga. Á næsta degi er gengið á
Skemmtileg gönguferð í hrikalegu
umhverfi.
Gengið í gilinu við Uxatinda.
Gjátind og í Eldgjá. En þar er
Ófærufoss sem er sérstakur og fal-
legur foss og skemmtilega óvænt
sjónarhom að sjá hann ofan af
barmi Eldgjár. Margir sakna þó
steinbogans sem lá yfir neðri foss-
inn þar til fyrir nokkrum árum.
Úr Eldgjá er falleg gönguleið með
Ófæra og Skaftá að sæluhúsinu í
Lambaskarðshólum sem einnig er
nefnt Hólaskjól. Úr Lambaskarðs-
hólum er síðan haldið heimleiðis
um Landmannaleið. Ef tími gefst til
verður stoppað í Landmannalaug-
um þar sem hægt er að leggjast í
laugarnar og mýkja stirðnaða
vöðva. Þetta er ferð sem lifir lengi í
minni hvers göngugarps. Verðið í
ferðina er 10.500 fyrir félaga í Úti-
vist og 11.900 fyrir þá sem ekki eru
félagar. Nánari upplýsingar er hægt
að fá á skrifstofu Útivistar í síma
561-4330 eða með tölvupósti uti-
vist@utivist.is. -HG
Bfltæki sem hafa kraftinn
KDC-4070R bílgeislaspiiari með útvarpi.
FM/MB/LB. 24 stöðva minni með
sjálfvirkri stöðva innsetningu
og háþróaðri RDS móttöku.
4x40W 4 rása magnari.
RCA útgangur fyrir kraftmagnara.
Fullkomnar tónstillingar.
Laus framhlið.
Tilboðsverð kr. 25.950,-
KENWOODl
r sem gæðin heyrast
Ármúla 17, Reykjavík, sími 568 8840
Bíltæki • Magnarar • Hátalarar