Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 30
38 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 Flughræðslan er ástæðulaus: Annar hver flugfaipegi hræddur að ástæðulausu Hvað gerist þegar drepst á hreyfl- unum á flugvél í 10 km hæð? Þá byrjar flugvélin að lækka flugið, en hrapar ekki. Allar áætlunarflugvél- ar eru mjög góðar svifflugvélar. Úr 10 km hæð er hægt að svífa 110-150 km vegalengd. Áður en lent er láta flugmennimir vélina ganga í hæga- gangi. Svo lækka þeir flugið. Þegar lágflugshæð er náð setja flugmenn- imir vélina af stað aftur, ekki vegna þess að það sé nauðsynlegt, heldur til þess að hreyflarnir séu tilbúnir ef þyrfti að hækka flugið á ný. Fleiri róandi upplýsingar: Lík- urnar á að einmitt vélin sem þú ert i hrapi em einn á móti milljón. Sið- an era helmingslíkur á að þú slepp- ir lifandi úr slíku slysi. Þetta þýðir að það er öraggt að fljúga. Annar hver farþegi flughræddur Fimmtungur jarðarbúa fer upp í flugvél á hverju ári en aðeins 300 manns farast. Flugmaðurinn Peder Temvig hefur þó heyrt aliar hugsan- legar ástæður fyrir flughræðslu í sín 30 ár sem flugmaður. Hann hefur skrifað bók, „Bliv din flyvangst kvit“ «. eða „Losnaðu við flughræðsluna" og staðið fyrir námskeiðum. Hann segir að sumir stígi alls ekki upp í flugvél. „Þeir sem fljúga eru ótrúlega hrædd- ir. Annar hver maður á við flug- hræðslu að stríða, allt frá dálitlum óróleika til djúprar angistar." Nú hröpum við! „Skynfærin ruglast og þess vegna býr fólk sér til ranghugmyndir um hvað gerist. í fyrsta lagi finnst manni að |vélin hækki flugið á sífellt minni hraða. Það gerist ekki. Hækk- Stór hluti farþega er hræddur við að flugvélin sem þeir eru í hrapi. Á því eru þó nær engar líkur. voru einkar hversdagslegar. Hin flugvélin er um það bil tveimur km neðar og eftir smástund er hægt að lenda en af öryggisástæðum hækk- ar flugmaðurinn flugið." Ekki hægt að sogast út úr flugvél Ternvig tekur allar spurningar sem brenna á flughræddum fyrir í bókinni sinni. Hann svarar öllum ,já, en hvað ef...?“ spumingum, svo sem um súrefnisskort, í eitt skipti fyrir öll. Margir flugfarþegar hræð- ast að finna skyndilega fyrir köfnun- artilfmningu í 10 km hæð og sjá alla í kringum sig í dauðateygjunum. „Þetta er tóm vitleysa," segir Ternvig. „í fyrsta lagi myndi þetta verða friðsæll og sársaukalaus dauðdagi. Fólk missir meðvitund við súrefnisskort en verður ekki gripið ofsahræðslu. í öðm lagi er skipt um allt loft í farþegarými á fjögurra mínútna fresti með aðstoð nokkurra loftþjappa. Hægt er að blása meira lofti inn í farþegarýmið ef þörf krefur. Engin hætta er á að hurð í farþegarými opnist og allir sogist út. Allar hurðir á flugvélum em gerðar þannig að til þess að opn- ast þurfa þær fyrst að færast inn i farþegarýmið og síðan út. Þetta þýð- ir að loftþrýstingurinn í farþega- rýminu heldur þeim á sínum stað og þær geta ekki opnast," segir Temvig. „Ef allar loftþjöppurnar myndu skyndilega bila myndi loft- þrýstingurinn í farþegarýminu ekki falla allt í einu, heldur smám sam- an. Flugmaðurinn lækkar þá flugið í þriggja km hæð. Þá eykst loftþrýst- ingurinn af sjálfu sér á ný.“ Dáist að flughræddum „Mjög fá námskeið em í boði þar sem fólk getur talað um hræðslu sína. Mörgum fellur það líka illa. Það er ekki pláss fyrir óttann,“ seg- ir Ternvig. „Mín skoðun er sú að þetta sé spurning um almenna skynsemi.“ Tveimur ámm eftir að námskeiðum Ternvigs lýkur eru þátttakendur spurðir hvort þeir hafi flogið síðan hópurinn flaug saman í lok námskeiðsins. 30% svara því neitandi. Þeir byrja ekki að fljúga aftur. Stundum gerir lítil flugferð útslagið og fólk læknast af hræðslunni. Ég dáist að mörgum sem hafa átt við flughræðslu að stríða. Þeir fara í flugferð, sann- færðir um að hún endi með skelf- ingu og dauða. En þeir láta sig hafa það! Þetta krefst kjarks sem fæst okkar hinna geta státað af.“ Heimild: Weekendavisen. -HG Flugvélin er lent, heilu og höldnu, og farþegar ganga frá borði. Helmingi farþega um borð í flugvél finnst óöruggt að fljúga. Mæður eru hræddari Temvig segir að farþegar eigi að hætta að ímynda sér að hið versta ' gerist. Maður á bara að vera hrædd- ur ef áhöfnin segir að hætta sé á ferðum. Þekking er besta vopnið gegn flughræðslu. „Fámennur hóp- ur fólks er haldinn fælni, svo sem við að fara út af heimili sínu, og er auðvitað lika flughræddur. Þá er um að ræða miklu alvarlegri og djúpstæðari hræðslu en flestir eiga við að etja og ég á engin svör við slíku. En flestir aðrir geta ráðið a.m.k. einhvern bug á flughræðsl- unni.“ Temvig segir að konur verði flughræddari þegar þær hafa eign- ast böm. Þær eru hræddar um að skilja bömin eftir ein og jafnvel flugfreyjumar hafa áhyggjur. Hamfarirnar nálgast „Svo er hópur farþega hræddur vegna þess að hann hefur upplifað eitthvað sem hann taldi að engu munaði að yrði stórslys. Hræðsla þeirra hyggist á röngum upplýsing- um sem þeir mikla fyrir sér. Venju- lega er um að ræða atvik þar sem flugvél þarf að hnita hringi yfir flugvelli, t.d. þar sem önnur vél kemur inn til lendingar. Að vetri til í myrkri og skýjuðu veðri, getur þetta verið hræðileg reynsla fyrir suma farþega. Sumir þeirra hætta þá að fljúga. Þeir halda að þeir hafi verið í lífsháska en aðstæðumar ICEV.ANOAIR Þær flugvélar sem lenda í óhöppum eru sárafáar. Á hverju ári sest um fimmtungur jarðarbúa upp í fiugvél en aðeins um 300 deyja í flugslysum. unin verður sífellt hraðari þar tfl réttri flughæð er náð. í öðru lagi venst maður hallanum og hljóðinu í hreyflunum þegar flugvélin hækkar flugið. Þegar flugvélin hefur náð upp í fulla flughæð flýgur hún í lá- réttri stefnu. Þetta gerir flugmaður- inn með því að lækka flugið aðeins og draga úr hraða. Þá líður farþeg- unum eins og drepist hafi á hreyfl- unum. Ef stefnubreytingin er frem- ur hröð færast farþegamir fram í sætunum og falla svo til baka. Þá hugsar fólk sem ekki veit hvað er á seyði: „Nú hröpum við!“ Margfaldað athafnalíf vegna skoska þingsins Nýtt þing í Edinborg í Skotlandi er orðið lyftistöng fyrir athafnalif borgarinnar. Þingið hóf störf í síð- asta mánuði og fyrirséð er að fjár- Ifestar horfa hýra auga til borgar- innar um þessar mundir. Þetta á sérstaklega við um þá sem fjár- festa í ferðaþjónustu. Þrjú hótel eru umhverfis þinghúsið og búist er við að fleiri fylgi í kjölfarið. Fjölmiðlar eru óðum að koma sér upp aðsetri í nágrenni þingsins. Auk alls þessa er nýjasti skemmti- garðurinn í Edinborg, Dynamic Earth, í nágrenninu. Búist er við því að hann muni draga að sér um hálfa milljón ferðamanna á ári. Hann var opnaður fyrr í þessum mánuði og kostaði tæpa fjóra millj- ' arða króna Yfirvöld á Jersey-eyju á Ermar- sundi hafa lengi reynt að lokka til sín alþjóðlega fjárfesta sem vildu byggja fimm stjömu hótel á eyj- unni. Þegar draumahótelið komst nýlega af teikniborðinu gerði mikil óánægja vart við sig. Hótel- ið, sem á að kosta 40 milljónir punda eða tæpa 4,7 milljarða, er úr steinsteypu og gleri. Var því m.a. líkt við sovéskt skrímsli. Þingmaðurinn John Rothwell, ferðamálafulltrúi staðarins, er : spenntur að sjá fyrsta nýja hótel- ið í 35 ár byggt á eyjunni en er ekki sáttur við hönnunina. „Öll- um skynsömum mönnum finnst hótelið hræðilega ljótt," sagði hann. Neil Jenkins, einn af hönn- uðum hótelsins, segir að glerið, stálið og hvít áferðin minni á sjó- inn. „Ég kann vel við hönnunina á hótelinu." Þrátt fyrir þetta hafa hönnuðir nýja hótelsins nú sam- þykkt að hanna það upp á nýtt. Sælgætisráðstefna Flestir kannast við Pez-sælgæt- ið. Það er frægt fyrir umbúðirnar, skammtara sem fæst í alls konar útgáfum. Yfirleitt prýðir einhvers konar haus kassann sem gottið er geymt í. Nú hafa Pez-aðdáendur ákveðið að halda Pez-ráðstefnu. Skipuleggjandi ráðstefnunnar, IJill Cohen, segir að Pezkaflaaðdá- endur séu úr öllum stéttum þjóð- félagsins. „Ég hef hitt allt frá venjulegum borgumm til millj- ónamæringa sem hafa skráð sig á ráðstefnuna." Pez kom á markaöinn um miðja öldina en um þessar mundir nýt- ur gottið meiri velgengni en áður. John LaSpina (45 ára), frá : Middletown, New Jersey, er gam- all Pez-safnari. „Ég hélt að ég væri sá eini sem safnar Pezi. Þar til ég sá Pez-fréttabréfið. Þá fékk ég þetta alveg á heilann." LaSpina skrifaði Pez-verðlista sem inni- heldur upplýsingar um 2000 gerð- ir af Pez-hausum. Hann á sjálfur um 1500 af þessum 2000 hausum. Meðal þeirra er „Make-A-Face“ hausinn, sem er einn af þeim dýr- ustu á markaðnum og er gerðrn- úr andlitshlutum sem hægt er að skipta um. Hann er jafnvirði 5000 dollara. -HG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.