Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Side 37
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 49 Vinnupallar og kranar byrgja sýn ferðamanna: Róm undirlögð af verktökum - borgin eilífa á að líta vel út við nýtt árþúsund Róm er ekki svipur hjá sjón þessa dagana en gríðarlegar byggingar- framkvæmdir standa nú yfir víða í borginni. Byggingarkranar og vinnu- pallar setja mikinn svip á borgina en vegna árþúsundamótanna á borgin að líta betur út en nokkru sinni fyrr. Margar frægustu byggingar og fom- minjar eru því huldar vinnupöllum og það sem helst ber fyrir augu ferða- manna eru hópar byggingarverka- manna sem vinna hörðum höndum að endurbótum. Að sögn ferðamálaráðs Rómar hafa undanfarnir mánuðir verið þeir verstu í mörg ár; þ.e. ferða- mönnum hefur snarfækkað enda hefur kvisast út hvernig ástatt er í borginni. Það er þó huggun harmi gegn að reiknað er með ekki færri en 30 milljónum ferðamanna til borgarinnar á árinu 2000. Þá hafa margir ferðamenn lýst yfir vonbrigðum sínum með að geta til dæmis ekki heimsótt Péturs- Vinnupallar og framkvæmdagleði einkennir Rómaborg þessa dagana. Ferðamenn klöngrast yfir Vittorio Emanuele-brúna í Róm. í baksýn sést Castel Sant’Angelo þar sem endurbætur eru í fullum gangi. Símamynd Reuter kirkjuna og fleiri staði en viða er lokað tímabundið vegna framkvæmd- anna. Margir ferðamenn skilja líka lítið í allri framkvæmdagleð- inni því skilti ferðamálaráðsins, þar sem greint er frá því að endurbætur standi í sam- bandi við árið 2000, eru öll á ítölsku. Péturskirkjan er til að mynda hulin vinnutjöldum, helmingur hringleikahússin Colosseum er lok- aður almenningi og götur og gang- stéttir á svæðinu frá Péturskirkj- unni að Spænsku tröppunum eru á köflum rústir einar og hafa margir ferðamenn lýst göngu um svæðið sem mestu raunagöngu. Borgaryfirvöld i Róm biðja fólk að sýna biðlund og segja að það versta verði yfirstaðið í lok þessa mánaðar. Það verður sem sagt óhætt að heimsækja Róm innan skamms og ferðamenn geta þá séð fornar byggingar með berum aug- um í stað þess að rýna í póstkort eins og margir hafa þurft að gera á síðustu vikum. Reuter Bronshestur da Vinci á stall eftir 500 ár Risavaxinn bronshestur lista- og vísindamannsins Leonardo da Vincis, listaverk sem pantað var fyrir meira en fimm hundruð árum en meistaranum tókst aldrei að ljúka við, var nýlega af- hjúpaður í Mílanó. Hesturinn er gjöf frá Bandaríkjamönnum til ítölsku þjóðarinnar. Það var greifinn af Mílanó, Lodovico Sforza, sem árið 1482 pantaði bronsstyttu af hesti hjá Leonardo da Vinci. Leonardo vann að stytt- unni í 17 ár en lánaðist ekki að ljúka henni. Síðan liðu fimm hundruð ár en árið 1977 réð fyrrum flugmaður myndhöggvarann Nina Akamu til að annast lokafrágang stytt- unnar. Bronshesturinn gleður nú augu þeirra sem heimsækja Mílanó. Hann er engin smásmíði, 115 tonn að þyngd, 7 metrar á j hæð, 9 metrar á lengd og 2 á I breidd. Hann kostaði 6 milljónir dala og kvað vera algerlega jarð- l skjálftaheldur. í >. íslandsvinur árþúsundsins Á síöasta ári þessa árþúsunds kanna DV, Bylgjan, Vísir.is og SS hverjir þaö eru aö mati íslendinga sem skaraö hafa fram úr og hvaöa atburöir hafa sett hvaö mestan svip á síðustu 1000 árin í sögu íslands. Nú stendur yfir val á íslandsvini árþúsundsins og lýkur því laugardaginn 18. September. Taktu þátt á www.visir.is. Eftirtaldir íslandsvinir fengu flestar tiinefningar: Damon Albarn Erlendi feröamaöurinn Jörundur hundadagakonungur Kristján IX Danakonungur Rasmus Christian Rask Willard Fiske 1 wmk 's&smmBSk írisir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.