Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 IDV 4 fréttir Einstæður faðir í stríði við innheimtumenn RÚV: Teiknimyndir rifnar af barni - get ekki útskýrt þetta fyrir dóttur minni, segir Friðrik Álfur Friðrik Álfur við Grundig-sjónvarpstækið sem hann fann í rusli og hirti. „Eg hef ekki afnot af dagskrá Ríkisjónvarpsins vegna þess að ég er ekki einu sinni með loftnet. Sjónvarpið mitt er tengt við víd- eótæki og ég nota það í skamm- deginu til að stytta fimm ára dótt- ur minni stundir þegar hún getur ekki verið úti að leika sér í myrkri og kulda,“ segir Friðrik Álfur Mánason sem býr í Blöndu- hlíð 2 og er í stríði við inni- heimtumenn Rikisútvarpsins. Þeir staðhæfa að hann eigi Phil- ips-sjónvarpstæki og eigi því að greiða lögbundin afnotagjöld af sjónvarpi en Friðrik Áifur er á öðru máli: „Þetta er gamalt Grundig-tæki sem ég fann í rusli og hirti. Það er orðið svo gamalt að litirnir eru að mestu horfnir. En dóttir mín getur horft á teikni- myndir i því.“ Rukkarar Ríkisútvarpsins börðu að dyrum hjá Friðrik Álfi í Blönduhlíð á dögunum en hann neitaði að hleypa þeim inn. Var honum þá tilkynnt að leitað yrði úrskurðar sýslumanns til að kom- ast inn og boðuðu innheimtumenn komu sína innan tíðar. „Ég er að reyna að ala dóttur mína upp í góðum siðum og temja henni virðingu fyrir yfirvöldum. En hvemig á hún að geta virt menn sem koma og rífa af henni teiknimyndirnar í skammdeginu þegar hún hefur ekki að öðru að hverfa. Ég er einstæður faðir og elska dóttur mína meira en nokk- uð annað. Hvernig á ég að útskýra þennan ruddaskap fyrir henni?“ spyr Friðrik Álfur og heldur í von- ina um að sanngimin sigri að lok- um. -EIR Aðalfundur Framsóknarfélaganna: Búist við að hitni í kolunum - en ekki talið að til uppgjörs komi Búist er við að „heitt verði í kol- unum“ á aðalfundi Framsóknarfé- laganna í Reykjavik sem haldinn verður í dag. Þó gera menn ekki ráð fyrir að „um neitt uppgjör verði aö ræða,“ eins og viðmælendur DV orðuðu það í gær. Sem kunnugt er lagði Óskar Bergsson fram vantrauststillögu á stjóm Framsóknarfélag Reykjavík- ur á síðasta aðalfundi. Það van- traust beindist ekki síst gegn Finni Ingólfssyni, varaformanni flokksins og ráðherra, vegna laklegrar út- komu flokksins i síðustu kosning- um. Þessi átök eiga sér dýpri rætur því Óskar studdi Siv gegn Finni til varaformennsku á síðasta flokks- þingi. Hún hefur valið hann sem formann svokallaðrar hálendis- EVRÓPA —. M W Sími 581 151 BILASALA Fax58115C ,TÁKN UM TRAUST' Range Rover Base 2,5 DT, skr-ár 1997, dísil, 2500 cc, sjálfskiptur, allt rafdr., topplúga, álfelgur o.fl. Einn með öllu. Verð kr. 4.195.000, ath. skipti á ód. Nissan Patrol SE, TDL, skr-ár 1998, dísil, 2500 cc, 7 manna, 33“ breyting, 5 gíra, ailt rafdr., leðurklæddur, viðarinnrétting, topplúga, stigbretti, geislaspilari o.fl. Verð kr. 3.770.000, ath. skipti á ód. www.evropa.is ] nefndar við ekki alltof mikla hrifn- ingu forystu flokksins. Aðalfundinn sitja fulltrúar Fram- sóknarfélags Reykjavíkur, Félags framsóknarkvenna og Sambands ungra framsóknarmanna. Þar verð- ur kosiri ný stjórn fulltrúaráðs og átta manns í miðstjóm flokksins. Viðmælendur blaðsins sögðu í gær, að heitara gæti orðið í kringum þessar kosningar en hefði orðið „undir venjulegum kringumstæð- um“. -JSS Forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar voru afhent í fyrsta sinn í fyrradag. Þrjú fyrirtæki hlutu þau, þ.e. Pharmaco, Siippstöðin á Akureyri og Ömmubakstur. Þeir sem tóku við verðlaununum fyrir hönd fyrirtækjanna voru f.v. Guðmundur Magnússon skrifstofustjóri, Ingi Björnsson fram- kvæmdastjóri og Haraldur Friðriksson framkvæmdastjóri. Verðlaunin af- henti Gunnar Felixson, forstjóri TM. DV-mynd Hilmar Þór Leikskólar berjast við manneklu: í samkeppni við yfirborganir „Það er mjög erfitt ástand í leik- skólunum," segir Bergur Felixson, framkvæmdastjóri leikskóla Reykjavíkurborgar. Leikskólar sem hafa verið vel mannaðir fram til þessa hafa nú líka lent í hreming- um. Það eru yfirborganir úti í þjóð- félaginu sem við getum illa keppt við og samkeppnin um vinnuafl er hörð. Hver prósenta til hækkunar hjá okkur kostar borgarsjóð 20 milljónir króna. Við höfum verið að óska eftir því að fá aukna fjármuni, en samningar við leikskólakennara eru þó ekki lausir fyrr en í lok næsta árs. Það er þó búið að úthluta peningum til fyr- irliggjandi sérverkefna. Þótt vilji sé til að hækka fóst meðallaun hjá okk- ur sem eru um hundrað þúsund, þá kostar t.d. tíu þúsund króna hækk- un borgina tvö hundruð milljónir króna. Heildarlaunagreiðslur hjá okkur á ári eru yfir tveir milljarðar króna. Við höfum gripið til skerð- ingar á tímum hjá 6 leikskólum af 72 og það er mjög erfitt fyrir það fólk sem lendir í því. Það eru engin einföld svör viö því hvernig brugð- ist verði við ástandinu. Það er fund- ur í borgarráði um fjárhagsáætlun okkar á þriðjudag og málin verða örugglega rædd þar,“ sagði Bergur Felixson. -HKr. I Ekki í boði... Hinn mjúkmáli fréttamaður Ari Sigvaldason er nú á leið út af Fréttastofu Útvarpsins til starfa hjá GSP al- mannatengslum. Kollega hans, Jón Baldvin Halldórs- son, er farinn af I stofnuninni til að sinna upplýsinga- málum Ríkisspít- ala. Ari hættir um mánaðamót- in og hefur hann að undanförnu verið að stimpla sig út. Þannig munu ein- hverjir yfirmenn RÚV hafa feng- ið hland fyrir hjartað þegar Ari fór á kostum í kvöldfréttatíma á fimmtudagskvöld. Þá var í há- mæli að morgunútvarp Rásar 2 hafi verið kostað af Kringlunni. í fréttatexta tók Ari fram að „þessi fréttatími væri ekki í boði neins sérstaks"... Hillary hent Það varð uppi fótur og fit í höf- uðstöðvum RÚV þegar verið var að taka upp þáttinn Stutt spuna um síðustu helgi. Leikar- inn og stjórn- andinn glað- beitti Hjálm- ar Hjálmars- son og meið- reiðarfólk hans voru með atriði í þættinum til heiðurs Hillary Rodham Clinton og stjómendur RÚV fóra á taug- um. Skotið var á neyðarfundi og atriðið skotið niður. Sagnir herma að Hjálmar hafi við þetta orðið mjög stuttur í spuna en orðið að lúta í gras. Nú bíða menn þess spenntir hvort Hill- ary-atriöið dúkki upp eftir að frúin er horfin af landi brott... Helgi Hjörvar kátur Menn innan borgarstjórnar merkja nú að sá málgefni forseti, Helgi Hjörvar, fær illa leynt gleði sinni nú þegar hans gamli félagi, Hrannar B. Arnarsson, er á leið inn í borgar- stjórn úr löngu nauðungarfríi. Það mun ekki vera félagsskap- ur Hrannars sem heillar hann mest held- ur sú staðreynd að Árna Þór Sigurðssyni verður þar með fleygt fyrir borð. Helgi og Ámi hafa eldað saman grátt silfur um árabil og því hef- ur þessi lausn glatt hann meira en orð fá lýst... Ekkert ógnar Jóni Nú hefur sjónvarpsstöðin Skjár 1 frestað því í a.m.k. þriðja skiptið að enduropna stöðina en hjá fyrirtækinu gerðu menn sér ekki grein fyrir þvi hversu mik- ið mál var að reka heila sjón- varpsstöð. Aðstandendur stöðv- arinnar berjast nú við að fá nýja fjárfesta inn í fyrirtækið en sama sem ekkert gengur. í upphafi ríkti mikil eftir- vænting meðal fjárfesta um að fá að eiga í stöð- inni en flestar væntingar hafa fallið eftir að ljóst var að stöð- __ in fær ekki umrædda sjónvarj stöð á almenna rásarkerfinu þ sem Stöð 2, Ríkissjónvarpið Sýn hafa aðsetur. Allt útlit er þ fyrir að Jón Ólafsson stan : enn einu sinni með pálmann 1 höndunum ... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.