Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 JjV
ýtlönd
Bill Bradley saxar stööugt á forskot Als Gores í kapphlaupinu um Hvíta húsiö:
Körfuboltastjarnan
sem vill verða forseti
Lengi lifir í gömlum körfu-
boltaglæðum. Bill Bradley hefur
nýtt sér víðtæka reynslu sína úr
körfuboltanum í kapphlaupinu um
tilefninguna sem forsetaefni demó-
krataflokksins í kosningunum á
næsta ári.
Bradley var öllum stundum með
körfubolta milli handanna þegar
hann var að alast upp í bænum
Crystal City í Missouri við hið
mikla Missisippifljót. Ef lið hans
tapaði leik var hann mættur út á
völl eldsnemma næsta morgun til
að æfa skotin sem misfórust hjá
honum daginn áður. Og hann hætti
ekki fyrr en þau fóru öll í körfuna.
Bradley náði á toppinn með því
að stúdera og tileinka sér allar hlið-
ar leiksins. Á sama hátt hefur hann
þaulhugsað tilraunir sínar til að
komast í Hvíta húsið. Byrjunin lof-
ar góðu, að minnsta kosti kapp-
hlaupið innan demókrataflokksins.
Á hraðri uppleið
Ný skoðanakönnun Gallups sýnir
að Bill Bradley heldur áfram að
saxa á forskotið sem A1 Gore vara-
forseti hefur haft innan demókrata-
flokksins í kapphlaupinu um til-
nefninguna. Gore nýtur nú stuðn-
ings 51 prósents demókrata en
Bradley 39 prósenta. Á einum mán-
uði hefur Bradley aukið við sig níu
prósentustigum en Gore hefur aftur
á móti tapað tólf. Er nema von að
Gore sé orðinn hræddur? Líklegur
frambjóðandi repúblikana, George
Bush yngri, ríkisstjóri i Texas, mun
þó fara með sigur af hólmi, hvorum
sem hann mætir, ef marka má skoð-
anakannanir nú.
Ekki er langt síðan A1 Gore virt-
ist öruggur um að verða forseta-
frambjóðandi demókrata á næsta
ári. Ekki nokkrum manni datt í
hug, allra síst stjórnmálaspekingun-
Erlent frétta-
Ijós *
um i Washington, að hinn tveggja
metra langi fyrrum öldungadeildar-
þingmaður fyrir New Jersey og leik-
maður hins fræga New York Knicks
körfuboltaliðs ætti eftir aö velgja
Gore undir uggum. Bradley þykir
heldur litlaus maður í gráu jakka-
fótunum sínum og hann hefur ekki
þá miklu útgeislun sem alla jafna er
talin nauðsyn hverjum þeim stjóm-
málamanni sem vill komast áfram.
Nei, sumir halda þvi meira að segja
fram að Bradley sé leiðinlegri en
Gore. Og er þá mikið sagt, myndu
aðrir segja.
Ekkert að þykjast
Eitthvað er það þó í fari manns-
ins og í pólitískum boðskap hans
sem laðar að sér kjósendur í æ
meiri mæli.
„Ég held að Bandaríkin þurfl að
hressa upp- á sálina og Bill Bradley
getur gert það. Mér finnst Bill
Bradley vera ekta. Hann er ekki að
keppast við að vera eitthvað, hann
er,“ segir lögfræðingurinn Nick
Paindiras frá Connecticut. Hann
gerði sér ferð alla leið til Iowa,
ásamt félögum sínum, til að hlýða á
Bradley sem var þar á kosninga-
ferðalagi um daginn.
í NeW Hampshire hvatti kona
nokkur Bradley til að vera bara
hann sjálfur.
„Þú átt ekki að vera sleipur,"
Bill Bradley nýtur þess að sýna snilldartakta sina a körfuboltavellinum. Hann sýndi hvað í honum bjó fyrr á árinu
þegar hann elti boltann fyrir hóp barna í Concord í New Hampshire við upphaf baráttu sinnar fyrir forsetatilnefningu
demókrataflokksins. Bradley lét körfuknattleik með NBA liðinu New York Knicks á áttunda áratugnum.
sagði konan, full aðdáunar á fram-
bjóðandanum.
Það er kannski mergurinn máls-
ins.
Ráðrúm til að hugsa
Bradley gerir allt á sínum eigin
hraða, hann leggur ríka áherslu á
að fá að vera hann sjálfur. Hann
segir að menn verði að gefa sér tima
til aö hugsa og íhuga og viðurkenn-
ir fúslega að sér flnnist gott að vera
einn.
„Það er nauðsynlegt að maður fái
ráðrúm til að hugsa. Maður þarf
ekki alltaf að vera heildstæð per-
sóna,“ segir Bradley, sem er svo
annt um einkalíf sitt að í fyrstu
kosningabaráttunni fyrir sæti í öld-
ungadeild Bandaríkjaþings lét hann
bílstjórann alltaf sækja sig út á
bensínstöð. Hann vildi nefnilega
ekki að nokkur maður vissi hvar
hann ætti heima.
Körfuboltinn átti hug Bradleys
allan, svo sem fyrr greinir. Hann
náði enda langt í þeirri íþrótt, var
meðal annars fyrirliði bandaríska
körfuboltaliðsins sem vann til gull-
verðlauna á ólympíuleikunum í
Tokyo árið 1964. Bradley gerðist svo
atvinnumaður og lék með New York
Knicks í tíu ár, frá 1967 til 1977. Á
þessum árum varð hann tvisvar
sinnum Bandaríkjameistari með
liði sínu.
Tveimur árum eftir að Bradley
lagði körfuboltaskóna á hilluna var
hann kjörinn til setu í öldungadeild-
inni fyrir New Jersey. Þar sat hann
í átján ár eða til ársins 1996.
Úr vinstri arminum
Bradley kemur úr vinstri armi
Repúblikanaflokksins sem Bill
Clinton forseti hefur að mestu snið-
Frá Pinceton til NY Knicks
Við vitum þó að Bradley er fædd-
ur 28. júlí 1943 í Crystal City í Mis-
souri. Hann lauk BA prófi í sagn-
fræði frá hinum virta Princetonhá-
skóla og hlaut Rhodes styrk til að
stunda frekara nám í Oxford á
Englandi. Hann er kvæntur
Emestine Schlant Bradley. Hún er
níu árum eldri og kennir þýskar
bókmenntir við háskóla.
Al Gore, varaforseti Bandaríkjanna,
er orðinn hræddur við Bradley.
George Bush yngri er enn með for-
ystu á alla aðra frambjóðendur.
wwtiimí
/ ”: ;
...
gengið frá árinu 1994. Eftir ósigur
demókrata í þingkosningunum það
ár, á miðju fyrra kjörtímabili Clint-
ons, hallaði forsetinn sér til hægri
og stóð meðal annars fyrir umfangs-
miklum breytingum á velferðarkerf-
inu, breytingum sem voru í anda
repúblikana.
Bradley segir að á timum mikill-
ar hagsældar eigi bandarískt samfé-
lag að sinna betur þeim sem hafa
orðið undir í lífsbaráttunni. Hann
hefur það til dæmis á stefnuskrá
sinni að tryggja öllum Bandaríkja-
mönnum sjúkratryggingar. Nú eru
45 milljónir án allra trygginga. Og
hann vill líka réttlátari skiptingu
þjóðarauðsins, bendir á þá stað-
reynd að sextán milljón böm búi
við fátækt, eins og ríkið skilgreini
hana.
Dow Jones og hjörtu okkar
„Dow Jones vísitalan hefur aldrei
verið hærri. En slíkar tölur eru
ekki mælikvarði alls. Þær segja
ekkert til um hvað leynist í hjörtum
okkar og höfði okkar. Þær segja
okkur ekkert um bros ungrar
stúlku, um fyrsta handaband ungs
drengs eða um stolt ömmunnar.
Þær segja okkur lítið um töfrana
sem felast í góðu hjónabandi eða
ánægjuna sem fylgir því að eiga ein-
hver lífsgildi. Efnahagslíf okkar er
við góða heilsu en er þjóðfélagið í
góðu lagi? Erum við vonglöð?" segir
Bradley.
Kjósendur kunna að meta bæði
þennan boðskap Bradleys, þar sem
athyglinni er beint frá efnishyggj-
unni, og afslappaðan stíl hans á
kosningaferðalögunum. Að minnsta
kosti er stemningin á fundunum
hans afskaplega óhátíðleg.
A1 Gore er orðinn svo hræddur
við Bradley að hann hefur flutt höf-
uðstöðvar kosningabaráttu sinnar
burt úr höfuðborginni Washington
DC og heim til Nashville i Tenn-
essee. Þá hefur hann skipt um
helstu ráðgjafa sína og meira að
segja fengið sér ný föt. Stuðnings-
menn Gores hafa ráðist á Bradley
en sjálfur neitar Bradley að taka
þátt í þeim leik og tala illa um vara-
forsetann.
Ekki glata traustinu
„Almenningur er þreyttur á per-
sónulegu skítkasti, á pólitísku pílu-
kasti. Fólk vill annars konar stjóm-
mál. Við megum aldrei glata
traustinu á almenningi eða missa
trúna á að við getum áunniö okkur
traust hans með því að bera virð-
ingu fyrir honum. Fólkið sér að við
tökum vandamál þess alvarlega. Ég
vil endurvekja traustið á pólitíska
kerflnu," segir Bradley.
Ekki er nóg með að kjósendur
flykkist yfir til Bradleys heldur
virðist sem peningarnir fari sömu
leið. Þánnig tókst Bradley að safna
meira fé í kosningasjóð sinn á
þriðja ársfjórðungi en Gore og það
þótt hann neiti að taka við neinum
stórupphæðum. Það þykir óræk vís-
bending um í hvaða átt vindarnir
blása.
Eitt stefnumála hans i kosninga-
baráttunni er einmitt að takmarka
vald peninganna á stjórnmálalífinu.
„Ekkert brýtur traustið á lýðræð-
inu jafnörugglega og hraustlega nið-
ur og peningar. Þeir eru eins og hár
steinveggur milli kjósendanna og
fulltrúa þeirra," segir Bill Bradley.
Fyrsti raunverulegi prófsteinn-
inn á fylgi Bradleys verður í for-
kosningunum í New Hampshire 1.
febrúar árið 2000. Við bíðum
spennt.
Byggt á Jyllands-Posten, Was-
hington Post og Reuter.