Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 34
 * *á 42 *■( iróttir LAUGARDAGUR 16. OKTOBER 1999 Samningurinn um kaup ísienskra fjárfesta á meirihluta í Stoke City er tiibúinn: Guðjón íþróttastjóri Stoke City - ovist um arftaka Guðjóns en, Eggert Magnússon, formaður KSÍ, vili Atla Eðvaldsson og kynntu þér málið! Við höfum eitthvað fyrirþig. BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI Sími: 554 6300 Fax: 554 6303 Ásgeir Sigurvinsson er hugmyndafræðingurinn á bak við meirihlutakaup á Stoke. Guðjón Þórðarson verður íþróttastjóri og stjórnar uppbyggingu féiagsins. DV-mynd Hilmar Þór Samkomulag hefur náðst um öll grundvaUaratriði vegna kaupa íslenska fjárfesta- hópsins á meirihluta hlutaijár í enska knattspyrnufélaginu Stoke City. Samkvæmt heimildum DV úr innsta hring fjárfestanna liggur kaupsamningurinn fyrir og er stefnt að því að hann verði undirritaður næstkomandi þriðjudag. íslensku fjárfestarnir hafa frá fyrstu tíð gengið út frá því að Guð- jón Þórðarson landsliðsþjálfari yrði knattspymustjóri enska liðsins. Vandinn fram til þessa hefur hins vegar verið velgengni Gary Meg- sons, núverandi stjóra, en stuðn- ingsmenn Stoke standa þétt við bak- ið á honum um leið og þeir fagna ís- lensku fjárfestunum. Þannig lýstu tveir af þekktustu knattspymuhetj- um Stoke City yfir stuðningi við Megson í vikunni. Gordon Banks og Terry Conroy segjast fagna nýjum hluthöfum, en telja það Stoke fyrir bestu að knattspymustjórinn haldi áfram. Gömlu kempumar telja hins vegar að Megson og Guðjón geti unnið saman á einhvem hátt. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum DV virðist sem það hafi einmitt orð- ið niðurstaðan. Stjárnar uppbyggingu Akveðið hefur verið aö Guðjón Þórðarson fari til starfa hjá Stoke sem svokallaður Sport director eða eins konar yfirmaður íþróttamála sem stýra á uppbyggingu félagsins á knattspymusviðinu. Guðjón mun því ekki stýra iiði Stoke sem knatt- spymustjóri fyrst um sinn aö minnsta kosti. Bikarmeistari fyrir 27 árum Stoke City var stofnað árið 1863 og er þvi næstelsta knattspymufélag Eng- lands. Stoke getur ekki státað af mörg- um stóram sigrum en félagið varð þó bikarmeistari árið 1972. Stoke hefúr ekki leikið í efstu deildinni í hálfan annan áratug eða síðan árið 1984. Stoke hefúr hins vegar sárasjaldan verið eins iila statt og það er núna, leik- ur í annarri deild, en það hefur félagið aðeins þurft að j>ola fimm sinnum í 136 ára sögu sinni. Stoke vann sig upp úr annarri deild leiktímabilið 1992 til 1993 og lék í fyrstu deild þar til liðið féll aftur í aðra deiid í fyrra. Bestum ár- angri náði liðið á þessu tímabili á leiktíðinni 1995 til 1996, fjórða sæti, og var hársbreidd frá að tryggja sér langþráð sæti í úrvalsdeildinni að nýju. Stoke hefúr alið af sér ýmsar stórstjömur og þekkja menn í dag kannski einna helst ofurmarkverðina Gordon Banks og Peter Shilton en einnig má nefna Sir Stanley Matthews. Helsti styrkur Stoke er hinn tryggi stuðningsmannahópur sem þó hefur örlítið misst taktinn að undanfómu, að því er menn telja vegna óánægju með eigendur liðsins. Þess utan er auðvitað slæm staða liðsins sjálfs ein eðlilegra orskaka minnkandi áhuga fyrir leikjum félagsins. íbúar Stoke er um 400 þúsund talsins og að því er fram kemur í úttekt Kauþings hf. á stöðu Stoke er talið að félagið ætti að geta dregið að sér um 17 þúsund áhorfendur á heimaleiki léki liðið í fyrstu deild. Borgir sem em svipaðar að stærð og eiga lið i úrvalsdeiidinni em Derby, Coventry og Nottingham Forrest. Aðaláhersla stjómenda Stoke hefur á undanfómum árum verið að byggja upp heimavöll liðsins en Kaupþing segir fjárfestingar í leikmönnum sjálfúm hafa verið ýtt til hliðar. Því sé umgjörð liðsins í dag í lagi en leikmannakaup höfuðnauðsyn og eiga þau að vera forgangsverkefni verði af kaupum á félag- inu. Heimavöllur Stoke, Brittania Stadium, var tekinn í notkun 1997 og tekur 28 þúsund manns í sæti og þykir því vel frambærilegur fyrir úrvalsdeildar- lið. Kaupþingshópurinn vill auka aðhald í rekstri leikvangsins og leita ann- arra tekjumöguleika fyrir hann. -GAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.