Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 36
44 1 fjölmiðlar LAUGARDAGUR 16. OKTOBER 1999 Jack Nicholson í árekstri með ástkonu Jack Nicholson ætti nú alvar- lega að íhuga að fá sér bílstjóra eftir að hann lenti í annað sinn í árekstri á fimm árum. Þó aö Jack og hinn bil- stjórinn hafi átt jafnmikla sök á slys- inu, sem varð nýverið, hefur hinn bíl- stjórinn farið í mál við Jack og krafist skaðabóta. Það sem er athyglisverðara við árekstur- inn er að ekki hefur fengist uppgefið hver var farþegi í bíl Jacks. Lögreglan vill einungis gefa upp að það hafi verið 29 ára kvenmaður. Jack kom opin- berlega fram með leikkonunni Löru Flynn Boyle á Emmy- verðlaunaafhendingunni ný- lega, en hún er einmitt 29 ára. Enn merkilegra verður þó að teljast að bíllinn sem Jack ók er skráður á Sally Boyle, móður Löru. Það þarf nú engan Sher- lock til að sjá tengslin þarna. Hvað var sagt um íslensku blöðin 1930? A frá Thierry Mugler Enalaherrar -meobláan himinn, stjörnur, æskudrauma og karlmennsku Það er stundum sagt að þegar kynin hætti að takast á verðum við orðin að englum og þar með séu forsendur brostnar fyrir þessu jarðlífsbrölti. Engu að síð- ar hafa englar verið nokkuð í tísku hin síðari ár og þykir ekki bráðónýtt að finna sinn eigin engil. Thierry Mugler vann út frá þessari hugmynd þegar hann hannaði sinn fyrsta ilm fyrir konur, ANGEL, árið 1992 og var ætlunin að blása aftur lifi í hefð- ina um lúxus og ilmvatnstísku en þó á þann hátt að brjóta gaml- ar reglur varðandi uppbyggingu ilma. ANGEL var skilgreint sem austurlensk sæla og í kynningu frá framleiðanda segir að sér- stæð velgengni ilmsins hafl með tímanum markað áframhaldandi sigur og einróma fognuð. Það var því ákveðið að halda áfram að byggja upp englafjöl- skylduna hjá Thierry Mugler og nú fyrir skemmstu kom á mark- aðinn herrailmurinn A, fyrsti herrailmur fyrirtækisins. í kynningu segir að hann veki til lífsins minningar um stjömurn- ar, engla, bláan himinn, tilfmn- ingar og æskudrauma og á móti komi karlmennskan í öllu sínu veldi, líkamleg og djörf. Ilmurinn er sagður himinblár og er yfirtónninn himneskur, ferskur eins og morgunn, með bergamot, helional, lofnarblómi, piparmyntu og aldehýð. Mið- tónninn er ákafur, spennandi eins og í ævintýrunum og bygg- ir á ferskum, ristuðum kaffi- baunum, viðartónum og tjöm. Undirtónninn er hinn nautna- fulli tónn náinna kynna og felur í sér vanillu, karamellu, súkkulaði, tonka baunir og muskus. Of miklu rúmi eytt í stjórnmálaþrætur - og þau eru of persánuleg í umfjöllun sinni Árið 1930 var gefið út sérstakt ís- landshefti af danska blaðinu Politiken og var tilefnið Alþingishátíðin. í þessu blaði skrifar Þorsteinn Gíslason ritstjóri grein um íslensku blöðin og verður hér vitnað til nokkurra athygl- isverðra ummæla hans. Hann hefur frásögn sína á því að segja frá fyrsta mánaðarblaðinu íslenska, sem var reyndar skrifað á dönsku og hét Is- landske maanedstidender. Ritstjóri var Magnús Ketilsson sýslumaður. Blaðið var hugsað sem tengiliður miUi íslenskra og danskra embættis- og kaupmanna (sjá mynd). Blaðið kom út i þrjú ár, 1773-76. Þá segir Þor- steinn frá Magnúsi Stephensen (1762-1833) sem var mjög áhrifaríkur blaðamaður og reyndar voldugasti maður á íslandi um langa hríð. Hann var oddviti upplýsingastefnunnar á ís- landi og hann var einráður hvað prentun snerti þar sem hann átti einu prentsmiðju landsins, sem var í Við- ey- Isafold Þá er komið að vikuritinu Þjóðólfi sem varð mest lesna blað á íslandi undir ritstjórn Jóns Guðmundssonar sem ritstýrði því frá 1852 til 1874. Margir merkismenn urðu síðar eig- endur og ritstjórar Þjóðólfs og verður nánar fjallað um það síðar. Á þúsund ára afmæli íslandsbyggð- ar árið 1874 var stofnað nýtt vikublað, ísafold, undir ritstjórn Björns Jóns- sonar sem síðar varð ráðherra og eig- andi ísafoldarprentsmiðju. Þorsteinn segir að Bjöm hafi verið duglegur rit- stjóri sem gegnum blað sitt hafi smám saman náð sterkri valdastöðu i opin- beru lífi og á efri árum einnig verið áhrifamikill flokksforystumaður. Hann segir að Björn hafi haft mikilvægan samstarfsmann sem var Einar H. Kvaran sem í dag kann að vera þekktari rithöf- undur en blaðamað- ur. Ólafur Björnsson, annar stofnandi Morgunblaðsins, tók við ritstjóm ísafoldar að fóður sínum látn- um. Ólafur dó ungur, árið 1920, og þá hætti ísafold að koma út sem sjálfstætt blað og er nú (1930) geflð út sem dreifbýlisútgáfa Morgunblaðsins. Víkur nú sögu að Jóni Ólafssyni rit- stjóra og segir Þor- steinn að hann hafi á margan hátt verið áhugaverðasti blaða- maður 19. aldar. Lögrétta (þá skrifað Lögrjetta) var stofnuð af ríkisstjórnarflokk- unum á Alþingi árið 1905 og varð greinar- höfundur fyrsti rit- stjóri þess blaðs. Þor- steinn segir að Lög- rétta og ísafold hati verið mest lesnu blöð- in þar sem þau studdu sitt hvora stjórnmálahreyfing- una. Þegar flokkakerfið breyttist á 3ja áratugnum keypti Þorsteinn Lögréttu og segir hann í greininni að Vilhjálm- AðiUtreU ð - ruvlo»vtk Eoykjavík, 6. nóvcmber 1956. Heiörafii lesandi Isaíoldar og VarÖar. l>ar úö vér teljuin eðlilegt, að með tilliti til daglegra póataamgangna milli Reykjavíkur og byggðarlpgB yðar, að þér kaupið heldur Morgun- blaðið en laafold og Vörð. Höfuin vér leyft oaa afl senda yöur þaS frá 1. Jj. m. og jafníramt áð hmtta að scnda yöur vikublaðið. ICaupfcIagið Þór á Hellu hefur góðfúalega orðið við þdrri óak vorri, tJ'l bœgðarauka fyrir kaupendur blaðaina, að annaat um innheimtu blað- gjaldsina I Rangárvallasýalu. (Morgunblaðið kpatar kr. 26,00 á mánuði). Vér væntum þetsa að þér getið falliat á þcaaa breytingu og felliö yður betur við að fá Morgunblaöið daglega en laafold og Vörð einu ainni i viku. En ef þér hafið eitthvað við breytinguna að athuga, biðjum vér yður vinsamlegast að anúa yður til hr. alþm. Ingólfs Jónaaonar og rœða þetta nánar við hann. Vinaamlegast, F. h. Árvaka h. f., útgáfufél^gí Morgunblaöaina og lsafoldar og Varðar framkvsemdattjóri Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins. ur sonur sinn (Þ. Gíslason síðar út- varpsstjóri) hafi ritstýrt blaðinu að mestu. Gegn vaxandi sósíalisma Ég hleyp yfir umsagnir Þor- steins um Vísi og Tímann en gríp þar niður þar sem Vilhjálmur Fin- sen er búinn að selja Morgunblað- ið „hlutafélagi sem stofnað var af nokkrum kaupmönnum og togara- útgerðarmönnum í Reykjavík sem vildu eignast málgagn til að hamla gegn vaxandi sósíalisma og þeim mikla áróðri sem rekinn var af Tímanum fyrir vaxandi áhrifum bænda og samvinnufélaga". „Seinna," segir Þorsteinn, „var myndað blaðafélag sem að stóðu Morgunblaöið, Lögrétta og ísafold" og Þorsteinn geröist ritstjóri allra þessara blaða. Blöðin studdu fram- boð íhaldsflokksins sem sigraði í kosningum 1923. Vegna misklíðar milli ritstjórans og eigenda Morg- unblaðsins var þetta blaðafélag leyst upp í byrjun árs 1924 og Morgunblaðið réð til sín tvo nýja rit- stjóra: Valtý Stefáns- son og Jón Kjartans- son. „Valtýr hefur nú,“ segir Þorsteinn, „keypt mörg hluta- bréf eldri eigenda og auk ritstjómarstarfa sinna er hann dug- mikill stjórnandi viðskiptaþáttar blaðsins. Morgun- blaðið er nú stærsta blað landsins og aö- aimálgagn Sjálfstæð- isflokksins ..." Áhrif dagblaða síst minni en í nágrannalöndum Þá fjallar Þor- steinn um Alþýðu- blaðið og segir að Ólafur Friðriksson hafi verið frumkvöð- ull sósíalskrar blaða- mennsku en hafi ver- ið ýtt af ritstjórastóli Alþýðublaðsins vegna sinna komm- únísku tilhneiginga. Nú er blaðinu ritstýrt af alþingismanninum Har- aldi Guðmundssyni, sem er einn af frammámönnum Alþýðuflokksins og einn af bestu ræðumönnum á Alþingi, skrifar Þorsteinn. íslensk blöð eru lítil og tiltölu- lega dýr, segir Þorsteinn, þar sem áskrifendur geta vart orðið fleiri en 4--5000 og í flestum tiifellum eru þeir 1-2000. Þorsteini finnast blöðin verja of miklu rúmi undir stjórn- málaþrætur og að þau séu of per- sónuleg í umfjöllun sinni. „Það seg- ir sig sjálft aö ekki er hægt að bera íslensku blöðin saman við hin stóru og fjölbreyttu erlendu blöð. Samt sem áður eru áhrif blaðanna síst minni á íslandi en í nærliggj- andi löndum," segir Þorsteinn að lokum. Sigurjón Jóhannsson Hér áður fyrr þegar blöðunum var miskunnarlaust beitt í þágu stjórnmála- flokkanna var þess oft getið í háði að allir framsóknarmenn yrðu að gerast áskrifendur Tímans og höfðu reyndar margir ekkert val, þar sem áskriftar- gjaldið var dregið frá á reikningi þeirra hjá kaupfélögunum um allt land. Ég varð því býsna undrandi þegar starfandi blaðamaður sagðist hafa fundið bréfið hér að ofan í gögnum látins föður. Vegna yngri lesenda er nauðsyn- legt að taka fram að sjálfstæðismenn á þessum tíma réðu yfir mjög fáum kaupfélögum eða engu nema kaupfélaginu á Heilu. Undir bréfið skrifar Sig- fús Jónsson sem lengi var framkvæmdastjóri Morgunblaðsins. Lok bréfsins eru athyglisverð þar sem menn hittu fyrir sjáifan alþingismanninn ef þeir vildu ræða blaðakaup sín. yájuvifa Þegar gömlum blöðum er flett má sjá margt athyglisvert sem vekur tii um- hugsunar. Hér eru tvö firmamerki sem kynnu að vera þau allra fyrstu sem birtast á prenti hérlendis og er þá átt við innlend firmamerki. Annars vegar er um að ræða fallegt merki sem Þórarinn B. Þorláksson gerði fyrir Talsíma- félag Reykjavíkur sem stofnað var 1904 og hins vegar merki sem Guðmund- ur Sigurðsson klæðskeri notaði í auglýsingar árið 1901 og táknmyndin er Ingólfur Arnarson. Kannski er Þórarinn líka höfundur þessa merkis. Ef ein- hver veit meira um þetta svið þá vinsamlegast sendið mér nafn og síma í faxi 5670389 og ég mun hafa samband. Sigurjón Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.