Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 formúla 1 Sepanq Malasíu Formúla 1 kappaksturinn 15. keppni 17. október 1999 Heimildir; FIA Lengd brautar: 5.542 km Eknir Hringir: 56 hringir Keppninslengd: 310.4 km Einkenni brautar: Alveg spáný braut sem var fullkláruð í fyrra. i nágrenni hðfuðborgar Malasfu, erþessi bautsem ersamblandaf hröðum sprettum og begjum, einnig eru krappar U-begjur. Allar tölur á kortinu eru fengnar úr tölvum sem reikna ut hugsanlegan girog hraöa. Séð yfir pyttinn á hinni nýju Sepang- braut i Malasfu. ÚtsendingarRÚV: Sunnudagur kl 5.30 Endursýning kl 11.30 ! nágrenni Kuala Lumpur hefur verið byggt mikið mannvirki fyr- ir tilstuðlan forseta Malasíu sem hefur geysilegan áhug á Formúlu 1 kappakstri og hefur ríkistjóm landsins lagt 9 milljarða í að koma mannvirkinu í það horf sem það er núna. Það óvenjulega við Sepang-brautina er að við hana liggja tvær samsíða 800 m langar stúkur sem bera 30.000 áhorfend- ur. Brautin er hönnuð samkvæmt öllum nýjustu kröfum en samt reynt að skapa hraðar beygjur í bland við hægu U-beygjurnar. Einnig var Sepang einungis byggð með það að markmiði að fá For- múlu 1 til Malasíu og hefur það tekist. Enginn Formúlu 1 bíll hafði ekið þessa braut fyrr en klukkan 9 á fóstudagsmorguninn og urðu því keppnisliðin að geta sér til um hvernig best væri að undibúa bilana fyrir brautina. Tölvulíkön og háþróaðar líkinda- tölvur hafa verið notaðar til að líkja eftir aðstæðum svo það væri hægt að velja gírhlutfóll og for- Enn eiga fjórir öku- menn möguleika á að ná heimsmeistaratitl- inum, Hakkinen, Ir- vine, Coulthard og Frentzen. Þeir mæta allir á sömu forsend- um til leiks því enginn fékk að prófa nýju Sepang-brautina fyrr en tveimur dögum fyr- ir keppni uppsetningar. En það eru mörg at- riði sem verða að lærast á staðn- um fyrir keppnina, svo sem stífleiki fjöðrunar, dekkjaslit og veðuráhrif. Allir fara með jafn- litla þekkingu og er því lið eins og BAR á sama grundvelli og hin stóru liðin. Það er aðeins einn af íjórum mögulegum ökumönnum sem get- ur tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna á Sepang-brautinni í Malasíu á morgun, Mika Hakkinen. Það þarf að leita mörg ár aftur í tíman til að finna eins jafna keppni á milli jafnmargra ökumanna og nú er. Það er ein- stakt að flórir ökumenn hafi allir tölfræðilegan möguleika þegar að- eins tvær keppnir eru eftir. En til þess að Mika Hákkinen geti fagn- aö á morgun verður hann að sigra og vona að Eddie Irvine lendi ekki ofar en í fimmta sæti. Irvine, sem er tveimur stigum undir Hákkinen, reiðir sig talsvert á að taugar Finnans gefi sig og færi honum lukku því hann veit að McLaren bílamir verða fljótastir sem fyrr. Hinir tveir, þeir David Coulthard og Heinz H. Frentzen, eru 12 og 14 stigum á eftir Hákkinen og eru vonir þeirra mikið fremur bundnar við það að Irvine og Hákkinen geri mistök. Þeir gætu þó komið verulega á óvart og gert góða hluti. Ekki síst Frentzen sem hefur verið sívinn- andi í allt sumar og gert fá mistök en alltaf verið í stigum þegar hann klárar og verður nú með afl- meiri Hondavél. Ökumaður sem flestir koma til með að fylgjast með er fyrrum sjúklingurinn Michael Schumacher sem kemur aftur til leiks eftir þriggja mánaða fjarveru og virðist vera í feykilega góðu formi. Af ummælum hans að dæma er hann tilbúinn að keppa til sigurs og aðstoða Irvine, þó að- eins ef sá er fyrir aftan hann. Þá gæti hann hleypt honum fram fyr- ir. í liðakeppninni er aðalslagur- inn milli McLaren og Ferrari um framleiðendabikarinn, skilja þá ekki nema 6 stig og er endurkoma Schumachers mikil lyftistöng fyr- ir Ferrari. Neðar í röðinni er Jor- dan nánast á lygnum sjó og þarf ekki að hafa áhyggjur af þriðja sætinu, annað en Williams sem fékk Stewart óþægilega nærri sér eftir að Johnny Herbert sigraði á Núrburgring. Þar er ekki nema þriggja stiga munur og verður spennandi að sjá hvort liðið hefur betur í baráttunni um að verða í hópi þeirra fjóru stærstu. Síðan er það Jaqcues Villeneuve og félagar í BAR-liðinu sem er eitt eftir stigalaust. Þrátt fyrir 5 milljarða eyðslu á þessu ári er árangur liðs- ins ótrúlega lélegur en Villeneuve á eftir að leggja allt í sölumar til að breyta þessu áður en tímabil- inu lýkur. -ÓSG Formúla 1 í Malasíu: Gæti orðið önnur lottó-keppni McLaren Mercedes-ökumennirnir verða báðir í eldlínunni um þessa helgi. Mika Hákkinen hefur nauma forystu í heimsmeist- arakeppninni og þarf að standa sig vel ef hann á að geta haldið titli sínum annað árið í röð. Mika Hákkinen: „Ég er mjög spenntur að takast á við þessa nýju braut. Á siðasta ári fékk ég tækifæri til að aka nokkra hringi um Sepang á Mercedes-fólksbíl. Ég geri þó ráð fyrir að við komum til með að aka talsvert hraðar um þessa helgi. David Coult- hard fær eflaust beiðni frá liði sínu um að aðstoða félaga sinn í baráttunni við Eddie Irvine en það fer eftir hvernig upp- röðun skipast í timatökum. „Ég geri ráð fyrir því að við verðum fljótastir á þessari nýju braut þar sem við höfum verið samkeppnishæflr á öllum keppnisbrautmn það sem af er árinu. Þessi braut hefur verið hönnuð til þess að skapa spennandi kappakst- ur og tækifæri til framúraksturs eru nokk- ur.“ Réttir ökumenn hjá Ferrari Ferrari verður nú í fyrsta sinn síðan í júlí með báða „réttu“ ökumennina sina. Eftir að Michael Schumacher ákvað að skipta um skoðun og keppa á tveimur síðustu mótum ársins hefur Eddie Irvine fengið vítamín- sprautu i baráttunni um heimsmeistaratitil- inn. Hann er þó, eins og allir aðrir, einungis með hugboð um hvernig best sé að stilla upp bílnum fyrir brautina. „Hún lítur út fyrir að þurfa milli-grips uppsetn- ingu á vængina og er ekki ólík Núrburgring, en það verður ekki fyrr en við byrjum að aka brautina að við getum farið að setja upp bílinn. Það verður mikil ögrun að ná sem bestri uppsetningu á sem skemmstum tíma.“ Þar gæti endurkoma Schumachers spilað stórt hlutverk, sem og veðráttan, því það er spáð mikilli rigningu. „Þetta gæti endað með annarri lottókeppni þar sem hver sem er gæti sigrað," sagði Eddie Irvine sem er með 60 stig á móti 62 hjá Hákkinen. Allt að vinna, engu að tapa Jordan hefur átt besta keppnisár sitt til þessa og er nærri búið að tryggja sér þriðja sætið í stigakeppni keppnisliðanna. Hefur liðið þar með náð því takmarki sem Eddie Jordan setti fyrir 1999-tímabilið. En í tvígang hefur Heinz H. Frentzen sigrað og er hann ekki nema 12 stigum á eftir Hakkinen í stigakeppni ökumanna og hefur enn möguleika á að slá hann og Eddie Ir- vine út. Markmið Jordans fyrir tvö loka- mótin í Malasíu og Japan er „allt að vinna en engu að tapa“ og fær hann mikla hjálp frá vélaframleiðandan- um Honda sem ætlar að út- vega Jordan aflmeiri vélar fyrir bæði mótin. „Evrópski kappaksturinn á Núrbur- gring olli okkur miklum von- brigðum, bæði fyrir Damon Hill og Frentzen, en við höfum sett það til hliðar og gleymt því. Heinz hefur möguleika á að tryggja sér þriðja sætið á ökumannslistan- um og við vonumst til aö geta fest okkur enn betur í sama sessi á keppnisliðalistan- um,“ sagði Jordan vongóður. Athyglisverðar beygjur Ralf Schumacher kom verulega á óvart í síðustu keppni á Núrburgring og missti þar af nærri öruggum sigri þegar afturhjól- barði sprakk. Hann hefur nú í kjölfarið gert stóran samn- ing við Williams sem hljóðar upp á 2,1 milljarð og er til þriggja ára. Sir Frank Willi- ams segir að Ralf sé framtíð- ar-heimsmeistari og hefur því ekki viljað missa hann í hendur Jaguar sem gerði ör- lítiö lægra tilboð í kappann. En Ralf fer ekki með neinar sérstakar væntingar til Sepang í Malasíu aðrar en að koma í veg fyrir að Stewart ræni af þeim fjóröa sæti stigalista keppnisliða. „Af teikningum að dæma eru nokkrar mjög athyglisverðar beygjur í brautinni og ég vonast til að geta sett FW21 vel upp svo við verðum sam- keppnishæfir." -ÓSG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.