Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 33
B LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 ilgarviðtal« * li þeim að beita sér þa grasrótarinnar. Það voru send út mörg hundruð bréf til allra einstak- linga og grasrótarsamtaka sem við gátum fundið í þátttökulöndunum. Þau voru beðin um að greina vand- ann í sínu heimalandi og gera til- lögu um verkefni til úrbóta. Á grundvelli þessara svara voru þátt- takendur valdir. Síðan hefur athygl- in auðvitað beinst mjög mikið að þeim heimsfrægu gestum sem hér voru. En það var jú þeirra hlutverk að draga athyglina að ráðstefnunni - og þar með grasrótinni." Vel grundað lýðræði gengur í skrefum „En við skulum ekki gleyma því að það var ríkisstjórnin sem hélt ráðstefnuna og með því er hún að senda skilaboð til allra karla og kvenna á íslandi um að jafnréttis- málin skipti mjög miklu máli; þau séu mál sem ekki sé hægt að af- greiða sem sérvisku í fáeinum skrýtnum kerlingum, heldur séu þau lykilmál." Hvað með stöðu kvenna í Sjálf- stæðisflokknum, sem hefur verið gagnrýndur fyrir að halda konum niðri, kemur hún til með að batna? „Sjálfstæðisflokkurinn var fyrst- ur flokka til að koma konum á þing, í ráðherraembætti og að gera konu að borgarstjóra og hann hefur alla tíð sýnt þessum málefnum áhuga. Fyrir fáeinum árum var landsfúnd- ur flokksins til dæmis helgaður um- ræðu um jafnréttismál. Þegar at- hugað er hversu margar konur gegna trúnaðarstörfum fyrir flokk- inn, þá eru þær fleiri en karlar á sveitarstjórnarsviðinu og sækja jafnt og þétt á á landsmálasviðinu. Þetta er markviss þróun. Vel grund- að lýðræði gengur ekki í stökkum heldur í skrefum." Lítil umfjöllun erlendra fjölmiðla Erlendir öölmiðlar hafa lítið fjallað um ráðstefnuna. Er ástæða til að ætla að hún veki áhuga fyrir utan ísland? „Það er ekki komið f ljós enn þá hversu mikið verður fjallað um hana erlendis, vegna þess að margir þeirra fjölmiðla sem voru hér eru tímarit. Þar koma fréttir ekki strax fram en efni sem fjallað er um er í staðinn gerð þeim mun betri skil. Þegar á þriðjudaginn voru til dæmis fréttir af ráðstefnunni í þremur sænskum blöð- um og þetta á allt eftir að skila sér. Efni frá ráðstefnunni verður sent út til fjölmiðla sem báðu um það og fjall- að þar um hana með tíð og tíma. Þess ber að gæta að rástefnan höfðar ekki sérstaklega til miðla sem eru í æsifréttum, heldur þeirra sem leggja upp úr vandaðri um5öllun.“ Sem fyrr segir er nú unnið að þvi á skrifstofu ráðstefnunnar að ljúka störfum, ganga frá niðurstöðum, loka skrifstofunni og senda öll gögn til skrifstofu jafnréttismála Norrænu ráðherranefndarinnar sem hefur að- setur í Kaupmannahöfn. Sú skrifstofa mun sjá um að fylgja eftir verkefnum sem fjallað var um á ráðstefnunni og undirbúa framhaldsráðstefnu sem verður í Litháen eftir eitt og hálft ár. Að sögn Sigríöar Dúnu verður form- lega gengið frá þeirri ráðstefnu á næsta Norðurlandaráðsþingi í byrjun nóvember. „Þá ætla ég að vera tilbúin með öll mín gögn hér til þess að hægt verði að flytja þau til Kaupmanna- hafnar,“ segir hún og það er ekki laust við feginleikatón í röddinni, enda hlýtur það að hafa verið klepps- Þetta er orðið ágætt úthald, þvf þegar Friðrik var fjármálaráðherra var pólitfkin ríkjandi þátttur í Iffi okkar. Núna njótum við þess bæði að vera utan við hana. DV-mynd ÞÖK vinna að koma ráðstefnunni heim og saman á átta mánuðum. En hvað tek- ur við hjá Sigríði Dúnu? Ekki í forsetaframboð „Ég sný mér aftur að kennslu og rannsóknum í Háskóla íslands. Ég var í miðjum klíðum að skrifa bók þegar ég tók þessa ráðstefnu að mér og ég hlakka mikið til að komast aft- ur í það verkefni." Það hefur gengið fjöllum hærra að þú hyggist bjóöa þig fram til for- setaembættis í vor. Er eitthvað til i því? „Nei, ég hef engin áform um það.“ Hvers vegna heldurðu að sá kvitt- ur hafi farið af stað? „Ég hef ekki hugmynd um það.“ Nú er ekki langt siðan þú flutt- ir þig frá Kvennalistanum yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Ertu í ein- hverjum ábyrgðar- eða trúnaðar- stöðum þar? „Nei, nema að það var vissu- lega ábyrgðarstaða að taka að mér ráðstefnuna, en það gerði ég að beiðni forsætisráðherra.‘‘ Ætlarðu aftur í pólitíkina? „Nei, þetta er orðið gott. Þetta er að verða tuttugu ára úthald, því þegar Friðrik var fjármálaráð- herra var pólitíkin ríkjandi þátt- ur í lífi okkar. Núna njótum við þess bæði að vera utan við hana.“ Góð og stór viljayfirlýs- ing Þú segir að þessa dagana sé verið að ganga frá niðurstöðum ráðstefn- unnar. Hvaða niðurstöður sérðu nú þegar sem geta orðið konum á ís- landi til framdráttar. „Niðurstöður sem benda eindreg- ið í þá átt að íslenskar konur eigi að geta beitt sér hvar sem er í þjóðfé- laginu, af mun meiri krafti en áður. Þær hafa þann atburð, sem ráðstefn- an var, á bak við sig og ég vona að hún styrki konur í öllu þeirra starfi, bæði utan heimilis og innan. Þar fyrir utan kynnti forsætisráð- herra flögur verkefni sem snúa beint að íslenskum konum: Jöfnun fæðingarorlofsréttar foreldra; að gera átak í að konur hafi sömu laun fyrir sambærileg og jafn verðmæt störf hjá ríkinu og sömu möguleika og karlar til starfsframa; átalr til aukinnar jafnréttisfræðslu í grunn- skólum og auk þess er félagsmála- ráðherra reiðubúinn til að leita leiða til að samhæfa fjölskylduá- byrgð og ábyrgð á vinnumarkaði. Þetta verður ekki hrist fram úr erminni vegna þess að margt þarf að breytast í íslensku þjóðfélagi til þess að þessum markmiðum verði náð. En þetta er góð og stór viljayfirlýs- ing.“ -sús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.