Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 16
16 heygarðshornið LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 Frelsum Keikó! Þegar Hillary Clinton var hér á ferð á dögunum til að taka þátt í kvennaráðstefnunni kom það öll- um skemmtilega á óvart að hún skyldi sjá sér fært að taka þátt í kvennaráðstefnunni. Aðdáunar- kliður fór um þingheim yfir því að hún skyldi geta fyrirvaralaust tjáð sig blaðlaust um málefni ráðstefn- unnar. Þaö var eins og það hefði aldrei staðið til. Hún átti nefnilega að vera allt annars staðar. Það var veðrið sem olli því að hún tók þátt í kvennaráðstefnunni í stað þess að hitta einn af þremur mikilvæg- ustu þegnum landsins, eins og til hafði staðið. Hún átti að að hitta Keikó. * * * Hillary átti að hitta Ólaf Ragnar, Davíð og Keikó, sem virðast þannig vera orðnir að nokkurs konar Savannatríói sem sérhverri hátignarmanneskju sem hingað kemur ber að votta viröingu sína. Hvað skyldi hún hafa átt að gera þegar hún gengi á fund Keikós? Átti hún að spjalla við hann um málefni kvennaráðstefnunnar á hátiðnimáli? Segja honum frá Guð- ríði Þorbjamardóttur? Gefa hon- um flsk? Láta hann sækja bolta eða hoppa í gegnum gjörð? Má hann nokkuð standa i slík- um kúnstum lengur? Má hann nokkuð hitta fólk? Og ef fólk verð- ur á vegi hans - á hann ekki að borða það? * * * Á hann ekki að vera orðinn svo villtur? Veslings Keikó. Manni rennur það til rifja þegar manni verður hugsað til hans hímandi þama í eilífu roki, einhvers staðar á hjara veraldar, þar sem enginn kemur til að sjá hann nema þjálf- ararnir sem neita að gefa honum mat, neita að klappa honum, neita að vera vinir hans lengur því að hann eigi að fara út úr flotkvínni sinni, vera villtur og frjáls. Fara til fjölskyldu sinnar, the Keikos, sem biða vist í ofvæni eftir glataða syn- inum - skyldi hann koma út úr kvínni í dag? Allt þetta ævintýri er nefnilega til komið út af þeirri am- erísku hugmynd að dýr á borð við háhyminga séu eiginlega menn; búi eins og menn í fjölskyldum í nokkurs konar suburb, séu eins og Flintstone-fjölskyldan. Allt þetta umstang var vegna þess að sköran Disneyveruleikans og raunverulega veruleikans er orðin slík að amerískum skóla- börnum var talin trú um að Keikó væri að „fara heim“. Hann ætti heima á íslandi og þar ætti hann sér fjölskyldu. Veslings Keikó. Þarna hímir hann í flotkvínni sinni og heldur sér dauðahaldi í næsta stólpa meðan hryðjurnar ganga yfir hann, viti sínu fjær af ótta og skelfingu vegna aðstæðna sem hann kann ekkert að bregðast við. Hann fær ekki matinn sinn eins og hann er vanur. Hann kann ekkert að veiða kolkrabba. Hann skilur ekki þjálfarana sem segja sífellt: urrrdan bíttann! þegar loðna syndir hjá. Hann fær ekki að hoppa í gegnum gjarðir. Hvers vegna fer hann aldrei út úr kvínni sinni? Vegna þess að hann er ör- ugglega skíthræddur við háhym- inga. Það er ekki hægt að aftemja tamið dýr. Ég get ekki tekið kisuna mína sem alist hefur upp í glugga- kistum og sagt henni að fara nú upp í Öskjuhlíð og spjara sig sjálf. Hún myndi ____________________ hlaupa í felur undir eins og kanína birtist. Hún er háð mér. Ég hef gert hana háða mér. Henni líður ágæt- lega. A hann ekki að vera orðinn svo villtur? Veslings Keikó. Manni rennur það til ri^a þeg- ar manni verður hugs- að til hans hímandi þarna í eilífu roki, ein- hvers staðar á hjara veraldar. Guðmundur Andri Thorsson Frelsum Keikó. Hættum þessari rándýru vitleysu sem stríðir gegn ----------------- sérhverri ær- legri hugmynd íslendinga um samskipti við náttúrana. Mað- ur fer hjá sér þegar erlendir þjóðhöfðingjar eru teymdir til að skoða þetta risastóra skrípó- verkefni. Leyf- um Keikó að eyða ellinni í Flórida að loknu vel unnu ævi- _________________ starfl, þar sem hann getur sleikt sólina, heillað böm, hoppað í gegnum gjarðir og leikið sér með bolta, - og fengið að borða eins og hann getur í sig látið. %igur í lífi__________________________________________ Einn sunnudagur í allri framtíð kvenna: Oskir um endurfundi og samstarf Jónína Bjartmarz lög- fræðingur er formaður Félags kvenna í at- vinnurekstri og var meðal þeirra sem veittu Hillary Clinton viðurkenningu félagsins, auk þess sem hún sat ráðstefn- una Konur og lýðræði. Sunnudagurinn 10. okt. sl. var þriðji og lokadagur ráðstefnunnar Konur og lýðræði sem ég hafði setiö frá miðjum fóstudegi. Jafnframt var þetta dagur- inn sem til stóð að við þijár stjómar- konur í FKA - Félagi kvenna í atvinnu- rekstri - afhentum frú Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, viðurkenn- ingu félagsins. Á þetta minnti eigin- maðurinn mig þegar klukkan hringdi til að flýta því að ég færi á fætur. Þar sem ég hafði séð og hlustað á forseta- frúna stjóma pallborösumræðunum á ráðstefhunni daginn áður var auðvitað deginum ljósara að ekki var nokkur ástæða tO aö kvíða fyrirhuguðum fundi með þessari merku konu en að- dragandinn og undirbúningur var orð- inn nokkur og verklokum fylgir jú alltaf ákveðin spenna en jafnframt til- hlökkun og léttir. Hundur og köttur fagna óvenjulegum fótaferðartíma Meðan ég í kyrrð sunnudagsmorg- unsins gaf hundinum og kettinum, sem bæði fógnuðu mjög fótaferð minni, fóru í gegnum huga mér ýmsar svipmyndir frá undirbúningi liðinna daga og vikna. Við byrjuöum með bréfi sem við sendum beint til forsetafrúarinnar fyr- ir mörgum vikum þar sem við báðum hana að sýna félagi okkar, félagskon- um og konum í atvinnurekstri almennt þann heiður að þiggja viðurkenningu félagsins í fyrsta sinn sem hún yrði veitt, við athöfn að viðstöddum öllum félagskonum á meðan heimsókn henn- ar hingað til lands stæði yfir. Fleiri bréf fylgdu í kjölfarið til að fylgja því fyrsta eftir og auk þess hringdum við nokkuð reglulega. Fyrsta símtalið er eftirminnilegast því þegar svarað var á ensku: „Hvíta húsið, skrifstofa forseta- frúarinnar," þá hvarf í nokkur augna- blik öll annars ágæt enskukunnátta mín. Meðan ekki fengust svör við bréfi félagsins áttum við stjómarkonur ekki annarra kosta völ en að gera ráð fyrir því að hún myndi þiggja viðurkenning- una og við slíka athöfn sem við höfðum óskað eftir, sem auðvitað krafðist heil- mikils undirbúnings án þess að nokkm væri hægt að slá fóstu. Rúmri viku fyrir ráðstefhuna varð loks ljóst að a.m.k. væri ekki nokkur kostur á að hún tæki við viðurkenningunni í því margmenni sem við höfðum lagt upp með en fimm dögum áður en hún kom var loks staðfest að hún ætlaði að þiggja viðurkenninguna. Margt hafði verið bollalagt sem nú var hægt að blása af en með því að hún hafði þegið viðurkenninguna var lika að ýmsu að hyggja og skammur tími til fram- kvæmda. Og nú var dagurinn runninn upp. Morgunverður á Borginni Þegar ég hafði klætt mig og tekið til og kvatt bóndann, sofandi synina og dýrin hélt ég af stað niður á Hótel Borg þar sem við stjómarkonur höfð- um mælt okkur mót ásamt listakon- unni Brynhildi Þorgeirsdóthm, sem rétt hafði náð að ljúka gerð höggmynd- arinnar, og Soffiu Ámadóttur hönnuði sem hafði lagt nótt við dag að ljúka skrautritun viðurkenningarskjalsins. Við áttum þama góða stund saman og lögðum undir okkur eitt homið í veit- ingasalnum, dáðumst að höggmynd- inni og skjalinu sem öll stjómin und- irritaði, borðuðum morgúnmat og tók- um ljósmyndir af hvoru tveggja með allri sfjóminni, enda höfðu aðeins þijár okkar hreppt það hnoss að fá að hitta viðurkenningarhafann augliti til auglitis og afhenda gripina. Síðan var kominn tími til að tygja sig og skunduðum við þijár, ég ásamt Dagnýju Halldórsdóttur, varafor- manni, og Eddu Sverrisdóttur, auk Brynhildar listakonu, út af Borginni með viðurkenningarskjalið, högg- myndina og stöpul til að stilla henni upp á, og ókum að Hótel Sögu þar sem tengiliður minn úr undirbúningshópi heimsóknarinnar tók á móti okkur í anddyrinu. Þegar öryggisvörður hafði skoðað höggmyndina var okkur boðið upp á aðra hæð þar sem við biöum dágóða stund á meðan viðurkenningarhafinn okkar sinnti öðrum verkum. Við fylgd- umst með hópum fólks sem ýmist beið eða kom af fundi frú Clinton áður en við vorum leiddar á hennar fund. Hún tók á móti okkur af virðuleika og alúð, við gerðum stutta grein fyrir viður- kenningunni, afhentum henni bæði viðurkenningarskjaliö og höggmynd- ina, sem hún dáðist að og þakkaði fyr- ir, svöruðum spumingum hennar um gerð hvors tveggja og loks óskaði hún félaginu okkar velfamaðar og við kvöddum. - Þá var þessu lokið. Á Borginni biðu okkar þær stjómarkon- ur sem höfðu dregið styttri stráin, spenntar að heyra frásögn okkar. Siðan hélt ég aftur í Borgarleikhús- ið þar sem hópstjórar vinnuhópanna vora að gera grein fyrir niðurstöðum og þegar þeir höfðu lokið þvi með miklum sóma kom að ræðu viður- kenningarhafans okkar. Eins og allir aðrir viðstaddir dáðist ég að og hreifst af bæði konunni og ræðu hennar. Slík- ar ræður flytja þeir einir sem eiga hugsjónir sem þeir trúa á. - „It Takes a Village" heitir bók sem hún hefur skrifað og aðdáun mín á konunni vaknaði fyrst við lestur þeirrar bókar sem ég vona að eigi eftir að fást hér í íslenskri þýðingu en eitt megininntak hennar er að við verðum að setja böm- in og málefni þeirra í forgang. Ég hef velt því fyrir mér hvort það sé ekki meginlykillinn að jafnrétti kynjanna - samstaífsverkefni sem bæði kynin, báðir foreldrar, þurfa að sameinast um svo fjölskylduábyrgðin verði beggja. Uppspretta afls og orku Ur Borgarleikhúsinu hélt ég i faðm fjölskyldu og heimilis, uppsprettu afls og orku, meðan erlendir gestir ráð- stefnunnar fóm tft Þingvalla. I móttöku dómsmálaráðhema í Listasafni íslands, sem jafhframt var síðasti liður ráðstefnunnar, gat ég kvatt margar af þeim frábæra konum sem ég hafði hitt og kynnst þessa þijá viðburðaríku daga sem ráðstefnan stóð með gagnkvæmum óskum um endurfundi og samstarf. Ég sofnaði út frá þeirri ósk meðal annama að af- hending viðurkenningar FKA til Hill- ary Clinton mætti verða konum í at- vinnurekstri sú hvatning sem við stjómarkonur höfðum lagt upp með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.