Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999
29
Smash, Kringlunni 4-6.
Gallery á Laugavegi 42.
Deres, Kringlunni 4-6.
In Wear í nýju Kringlunni.
Morgan, Kringlunni 4-6.
Company á Frakkastíg.
verslun er ekki
lengur til sem
sjálfstæð eining
innan NTC þótt
vörumerkið sé
enn á boðstólum.
Á árinu 1995
gerðist það einnig
í rekstri Sautján
að gerður var
samningur við
Deres i Danmörku
um að Sautján
opnaði 400 fer-
metra Deres-versl-
un í Borgarkringl-
unni. Þetta var
greiddi einnig nærri 20 milljónir
króna fyrir innréttingar í Deres-
verslunina og 11 milljónir fyrir
hluta af jarðhæð hússins við
Hverfisgötu 105 en leigði áfram
hinn hluta hæðarinnar. í lok árs-
ins var brunabótamat þess hús-
næðis sem félagið átti 404 milljónir
króna og vó Laugavegur 89-91 þar
þyngst, eða 269 milljónir, en hús-
næðið í Kringlunni var metið á 121
milljón.
Eins og áður sagði var nafni
Sautján ehf. breytt í NTC ehf. á ár-
inu 1996. Eignir NTC umfram
skuldir voru bókfærðar á 286 miHj-
ónir króna í árslok 1996.
Sautján, Kringlunni 8-12. Líklegt má telja að þessari búð
verði lokað eftir að ný Sautján-verslun verður opnuð i
nýju Kringlunni.
fyrsti sérleyfis-
samningur sem fé-
lagið hafði gert.
Þannig var árið
1995 um margt
tímamótaár í
rekstri Sautján.
Fyrirtækið velti
519 milljónum
króna og skHaði
84 miUjóna króna
hagnaði sem, eins
og áður má sjá,
grundvaUaðist á
miklum söluhagn-
aði hlutabréfanna
í íslenska útvarps-
félaginu.
20 milljóna
innrétting
Deres
Mikill vöxtur
var hjá Sautján á
árinu 1996. Fyrir-
tækið opnaði
tvær nýjar versl-
anir í Kringlunni,
Deres og 4YOU,
og Smash-verslun
á Laugavegi 91, og
þar var einnig
sett á fót sérstök
deUd fyrir dömu-
skó. Þá var
saumastofa
Sautján stækkuð
um helming. Velt-
an á árinu jókst
mikið við þessar
breytingar, eða
um 37 prósent, og
fór í 713 mUljónir
króna. Félagið
skilaði 23 milljóna
króna hagnaði á
árinu 1996 og þótti
stjórn þess það
mjög viðunandi í
ljósi mikils kostn-
aðar samfara
auknum umsvif-
um og fram-
kvæmdum. Ejár-
festingar Sautján
á því ári námu
aUs 110 mUljónum
króna og fór
stærsti hlutinn,
64,5 milljónir, til
kaupa á Lauga-
vegi 89 en félagið
Góðæri í
unglingabransanum
í hönd fór eitt best ár
NTC/Sautján fram til þessa með
tilliti til reksturs. Félagið skilað 40
mUljóna króna hagnaði á árinu
1997 og veltan jókst enn verulega
og var 903 miUjónir króna. Starfs-
mönnum hafði farið ört fjölgandi
frá árinu 1995, þegar þeir voru 54 í
heilsdagsstörfum, og voru að með-
altali 96 á árinu 1997. Smash-versl-
unin, sem verið hafði í Kringlunni,
var flutt í Suður-Kringluna, þar
sem fyrir voru Deres og 4YOU.
Opnaður var útsölumarkaður á
Hverfisgötu 105 og á Laugavegi 91
var innréttaður kjaUari fyrir sér-
staka deUd undir nafninu Diesel
KjaUari. Þá var opnuð skóbúð í
Kringlunni og voru þá í NTC-sam-
stæðunni 16 verslanaeiningar auk
saumastofu og heildsölu.
I lok ársins 1997 átti NTC hluta-
bréf í ýmsum öðrum fyrirtækjum,
m.a. Mætti hf., Eignarhaldsfélagi
Kringlunnar, íslenska fasteignafé-
laginu ehf. og Jómfrúnni ehf. sem
stofnuð var árið á undan.
Tískuföt á Verðbráfaþingi?
Af handbærum gögnum er úti-
lokað að gera sér glögga mynd af
stöðu NTC á sínu sviði hérlendis.
Það liggur þó fyrir að staðan er
geysUega sterk, sértstaklega á hin-
um kaupglaða markaði ungs fólks.
AUs munu um 150 starfsmenn vera
hjá hinu sameinaði fyrirtæki, þar
af eru um 25 starfsmenn hjá Evu.
Saga Sautján, eða NTC, nær aft-
ur tU ársins 1976 en fyrirtækið á
sér þó enn eldri rætur, það er í
heUdsölu föður BoUa, Kristins
Guðbrandssonar.
Hvorki BoUi né Svava sáu sér
fært að upplýsa DV um fyrirtæki
sitt og Mörtu Bjarnadóttur. Marta
sagðist hins vegar mjög ánægð
með kaupin en vísaði að öðru leyti
á BoUa varðandi stærð eignar-
hluta síns í NTC og upplýsingar al-
mennt um hagi fyrirtæksins.
Marta sagði þó aðspurð að sér
sýndist ekki útlokað miðað við
stærð NTC að fyrirtækið yrði opn-
að og hlutabréf þess skráð og seld
á Verðbréfaþinginu. Hún sagðist
aftur á móti enga ákvörðun hafa
tekið um að selja hlut sinn í félag-
inu.
-GAR
%éttir
Erlendir njósnarar
leita að íslensku
tónlistarfólki
íslenska hljómsveitin Ensími er ein þeirra
hljómsveita sem ætla að spila fyrir erlenda
hæfileikanjósnara á tónleikum í Flugskýli 4
á Reykjavíkurflugvelli í kvöld.
Hér á landi eru nú staddir
um 50 erlendir menn úr popp-
heiminum sem eru að leita að
íslensku tónlistarfólki. Meðal
þeirra er fólk frá EMI Publis-
hing, sem er stærsta höfund-
arréttafyrirtæki í heimi, en
fyrirtækið stendur einnig fyr-
ir stórtónleikum í Flugskýli 4
á ReykjavíkurflugveUi í
kvöld, þar sem íslensku
hljómsveitimar Ensími, Qu-
arashi, Toy Machine og Gus
Gus munu spUa. Tónleikamir
eru samstarfsverkefni milli
EMI og Flugleiða ásamt
dyggri aðstoð Undirtóna og
Skífunnar. ÖU stóru plötufyr-
irtækin í Bandaríkjunum
eiga fulltrúa á tónleikunum
og Uest þeirra meðalstóru
einnig. Auk hæfíleikanjósnar-
anna er einnig væntanlegur
mikUl Qöldi blaðamanna á
tónleikana og má þar nefna
tónlistarstjóra The Rolling
Stones, Spins Magazine og
Vogue. Það er því ljóst að ef
hljómsveitirnar falla i geð
þessara erlendu manna þá get-
ur það opnað ýmsar dyr fyrir
tónlist þeirra.
„Fyrir utan islensku böndin spUa
einnig þrjár erlendar hljómsveitir á
tónleikunum. Danska hljómsveitin
Zoe, sem er nýbúin að skrifa undir
samning við EMI, stígur á svið sem
og bandarísku hljómsveitirnar Thi-
every Corporation og SoiU Coughin.
Það sem er svo sérstakt við Thievery
Corporation er að hún spilar aldrei á
tónleikum og því er þessi atburður al-
gjört einsdæmi," segir Þorsteinn
Stephensen, framkvæmdastjóri tón-
leikanna, og bendir á að hljómsveitin
eigi miklum vinsældum að fagna í
heimalandi sínu og er fjöldi aðdáenda
frá áfangastöðum Flugleiða i Banda-
ríkjunum mættur til landsins til að
sjá hljómsveitina á sviði. Tónleikarn-
ir hef ast kl. 20 og eru miðar seldir á
söluskrifstofum Flugleiða.
-snæ
Fákunnátta barþjóns varð til sakfellingar:
Leppur Tveggja vina
fær „fákunnáthT-sekt
Ungur maður, sem tveir prókúru-
lausir eigendur staðarins Tveir vin-
ir og annar í fríi gerðu að „lepp“
fyrir sig á árunum 1993-4, var
dæmdur tU að greiða ríkissjóði þrjú
hundruð þúsund krónur í sekt.
Maðurinn hafði borið fyrir sig fá-
kunnáttu; hann hafi einungis unnið
á staðnum sem barþjónn og hefði í
raun enga þekkingu né reynslu af
rekstri staðarins. Viðurkennt var í
málinu af hálfu eigendanna að bar-
þjónninn hafði einungis lánað nafn
sitt sem framkvæmdastjóri og
stjórnarformaður í fyrirtækinu
Vökva, sem rak Tveir vinir og ann-
ar í fríi.
Annar eigenda staðarins, kona,
var í Héraðsdómi Reykjaness dæmd
í 3ja mánaða skUorðsbundið fang-
elsi í apríl og tU að greiða eina miUj-
ón króna í sekt vegna sama máls.
Barþjónninn og konan, sem áfrýjaði
ekki sínu máli, voru þá sakfeUd fyr-
ir að láta undir höfuð leggjast að
halda lögbundið bókhald og gera
ársreikninga vegna rekstrar Vökva
hf. á árunum 1993-4. Barþjónninn
var þá reyndar dæmdur í 2ja mán-
aða fangelsi skilorðsbundið og tU að
greiða hálfa miUjón króna í sekt.
Svo iUa var staðið að rekstri fyr-
irtækisins - og mikið skorti á gögn
- að hið opinbera gat í raun ekki
áæUað vangoldnar opinberar skuld-
ir á Tvo vini fyrir framangreint
tímabU. Hið opinbera áætlaði hins
vegar 2.6 mUljónir króna virðis-
aukaskatt á fyrirtækið sem síðan
fór í gjaldþrot.
Útkoma málsins er því sú að rík-
issjóður varð af miUjónum króna í
opinber gjöld, eigandinn hlaut skU-
orðsbundið fangelsi og miUjón í sekt
- og leppurinn, hinn fákunnandi
barþjónn, situr uppi með þrjú hund-
ruð þúsund króna í sekt.
-Ótt
Vinningsnúmer á frímerkjasýnín9u
Frfmsýn ‘99
Ársmappa Ársmappa Ársmappa Ársmappa
No. 13 No. 101 No. 55 No. 122
Ársmappa Bók Bók
No. 165 No. 530 No. 566
Bók Bók Bók
No. 752 No. 801 No. 80
Vinningar fást afhentir hjá
Frímerkjasölunni, Vesturgötu 10.