Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Side 54
 62 Qfmæli LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 JU"V Asta R. Jóhannesdóttir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir al- ingismaður, Garðastræti 43, Reykja- vík, er fimmtug i dag. Starfsferiil Ásta fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og á Reykjum í Mosfellssveit. Hún lauk stúdentsprófl frá MR 1969, stund- aði nám í félagsvísindum og ensku við HÍ 1969-73, þýskunám í Þýskalandi 1967, leiðsögumannanám 1979 og hefur sótt ýmis stjórnunarnámskeið hjá Endurmenntunarstofnun HÍ. Ásta var flugfreyja hjá Loftleiðum 1969-72, plötusnúður í Glaumbæ og Tónabæ 1969-73, kennari við Gagn- fræðaskólann á Hellu 1974-76, kennari við Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði 1976-79, starfsmaður barnaársnefndar á Barnaári SÞ 1979, staifsmaður Ferðamiðstöðvarinnar Veraldar 1989-90, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, útvarpi og sjónvarpi, 1971-90, fararstjóri íslendinga erlendis frá 1980 og deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins 1990-95. Ásta er alþm. Reykjavíkurkjördæm- is frá 1995, sat í útvarpsráði 1987-95, í starfshópi um endurskoðun íslenskrar heilbrigðislöggjafar 1988, í nefnd um eflingu heimilisiðnaðar 1991-93, í stjórn Landssambands framsóknar- kvenna 1983-89, í stjórn Framsóknar- félags Reykjavíkur 1983-94, í mið- stjórn Framsóknarfloksins 1984-95 og framkvæmdastjórn (landsstjórn) flokksins 1986-95, í fulltrúaráði Sól- heima frá 1993, í stjóm Heilsugæslu- stöðvar Vesturbæjar, Miðbæjar og Hlíðahverf- is 1994-97, í nefnd um endurskoððun almanna- tryggingalaga 1995, í nefnd um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni 1995-98, í Vestnorræna þingmannaráðinu 1995-99, í stjórn Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur frá 1999 og varaformað- ur íslandsdeildar ÖSE- þingsins frá 1999. Fjölskylda Asta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. Asta Ragnheiður giftist 29.12. 1973 Einari Erni Stefánssyni f. 24.7.1949, fé- lagsfræðingi og útvarpsmanni. For- eldrar hans: Stefán Þórður Guðjohn- sen, f. 29.11.1926, d. 24.9.1969, lögfræð- ingur og k.h., Guðrún Gréta Runólfs- dóttir, f. 5.12. 1928, fyrrv. skrifstofu- maður hjá Þjóðhagsstofnun. Böm Ástu Ragnheiðar og Einars Arnar em Ragna Björt, f. 11.12. 1972, flugfreyja og háskólanemi; Ingvi Snær, f. 10.3. 1976, lögfræðinemi en unnusta hans er Hildur Ottósdóttir, f. 30.8.1976, nemi í tækniteiknun. Systkini Ástu eru Guðrún f. 22. 12. 1959, félagsfræðingur og leiðsögumað- ur, gift Ævari Guðmundssyni lög- manni; Ragnar, f. 9.10. 1956, efnaverk- fræðingur og forstöðumaður Fjölvers, rannsóknastofu olíufélaganna; Bjarni, f. 9.12. 1960, viðskiptafræðingur hjá FBA, kvæntur Auði Þórarinsdóttur, skrifstofumanni hjá DHL. Foreldrar Ástu Ragn- heiðar eru Jóhannes Bjarnason. f. 18.7. 1920, d. 8.6. 1995, verkfræðingur og k.h., Margrét Sigrún Ragnarsdóttir, f. 7.11.1924, húsmóðir í Reykjavík. Jóhannes var sonur Bjarna, alþm. og ráðherra á Reykjum í Mosfellsbæ, bróður Þórdísar, móður Gunnars Bjarnasonar ráðunautar. Bjarni var sonur Ásgeirs, b. í Knarrarnesi Bjarnasonar, b. þar, Benediktssonar. Móðir Bjarna ráðherra var Ragnheið- ur, systir Sigríðar, ömmu Hallgríms Helgasonar tónskálds. Ragnheiður var dóttir Helga, b. á Vogi, bróður Ingi- bjargar, langömmu Kristjáns Eldjárn forseta. Helgi var sonur Helga, alþm. á Vogi, Helgasonar. Móðir Jóhannesar var Ásta, systir Láru, ömmu Lám Margrétar Ragnars- dóttur alþm. Ásta var dóttir Jóns, skipstjóra í Reykjavík, Þórðarsonar, skipasmiðs í Engey og vitavarðar í Gróttu, Jónssonar. Móðir Jóns var Guðrún Guðmundsdóttir frá Hlíðar- húsum í Reykjavík. Móðir Ástu var Vigdís, systir Þóru, ömmu Bergs Jóns- sonar rafmagnseftirlitsstjóra. Vigdís var dóttir Magnúsar, b. í Miðseli í Reykjavík, Vigfússonar, b. á Grund í Skorradal, Gunnarssonar, bróður Jóns á Eyri, afa Jóns Baldvinssonar, alþm. og forseta ASÍ, og afa Jóns Auð- uns alþm., afa Auðar Auðuns, fyrrv. ráðherra og borgarstjóra. Móðir Magnúsar var Vigdís Auðunsdóttir, pr. á Stóru-Völlum, Jónssonar, bróður Amórs í Vatnsfirði, langafa Hannibals Valdimarssonar ráðherra, fóður Jóns Baldvins sendiherra. Margrét er dóttir Ragnars, bryta í Hressingarskálanum, Guðlaugssonar en systur Guðlaugs var Jóhanna, amma Harðar, forstjóra Eimskips og Ásgeirs framkvæmdastjóra Sigur- gestssona. Guðlaugur var sonur Jóns, b. í Hreiðarskoti á Stokkseyri, bróður Þorsteins, langafa Berthu, móður Markúsar Arnar Antonssonar út- varpsstjóra. Þorsteinn var einnig langafi Harðar Ágústssonar listmálara og Þorsteins, fóður Víglundar. Móðir Jóns í Hreiðarskoti var Steinunn Jónsdóttir. Móðir Steinunnar var Halla Gísladóttir. Móðir Höllu var Sig- ríður Ólafsdóttir, systir Margrétar, langömmu Ágústs, afa Ólafs Skúlason- ar biskups. Sigríður var dóttir Marin- ar Guðmundsdóttur, ættfóður Kóps- vatnsættar, Þorsteinssonar. Móðir Margrétar var Guðrún, syst- ir Vilhjálms, skálds frá Skáholti, og Sigurðar, föður Moritz, aðstoðar- bankastjóra í Búnaðarbankanum. Guðrún var dóttir Guðmundar i Ská- holti Guðmundssonar og Sigurveigar Einarsdóttur. Ásta Ragnheiður og Einar Örn taka á móti gestum á Kjarvalsstöðum kl. 21 í kvöld. Sigurður Sveinsson Sigurður Sveinsson, fyrrv. bókari hjá Skipaútgerð ríkisins, dvalarheim- ilinu Seljahlíð í Reykjavík, verður níutíu og fimm ára á sunnudaginn. Starfsferill Sigurður fæddist að Kolsstöðum í Miðdölum í Dalasýslu og ólst þar upp í foreldrahúsum. Fjölskyldan flutti að Eskiholti i Borgarfirði er Sigurður var um tvítugt. Hann var í farskóla í Dölunum, stundaði síðar nám við Samvinnuskólann í Reykjavík frá 1925 og lauk þaðan samvinnuprófi * 1927. Sigurður starfaði í nokkur ár við Kaupfélag Borgfirðinga í Borgamesi en flutti til Reykjavíkur og hóf þar störf hjá Skipaútgerð ríkisins 1930. Þar var Sigurður aðalbókari til 1967. Fjölskylda Sigurður kvæntist 6.9. 1936 Þóra Eyjólfsdóttur, f. 18.9.1907, d. 9.12.1993, húsmóður. Foreldrar Þóru voru Eyjólfur Friðriksson, f. 2.12. 1878, d. 27.6. 1931, verkstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands í Reykjavík, og k.h., Helga Guðmundsdóttir, f. 29.1. 1883, d. 9.7. 1982, húsmóðir. Börn Sigurðar og Þóru: Eysteinn Sigurðsson, f. 11.11. 1939, íslensku- fræðingur i Reykjavík og kennari í Stýrimannaskólanum, en hann á tvær dætur; Helga Sigurðardóttir, f. 30.12. 1941, d. 26.3.1985, húsmóðir og banka- starfsmaður í Reykjavík, var gift Kristni Helgasyni kortagerðarmanni og eru börn þeirra fjögur; Auður Sig- urðardóttir, f. 27.2. 1944, hjúkrunar- fræðingur á Akureyri, gift Vigfúsi Þorsteinssyni lækni og eiga þau þrjú börn; Hallsteinn Sigurðs- son, f. 1.4. 1945, mynd- höggvari í Reykjavík. Systkini Sigurðar eru öll látin nema Þorgerður systir hans: Þórdís saumakona í Reykjavík Finnur, bóndi í Eski holti; Eysteinn, d. 1915 Bjarni, bóndi í Eskiholti Ásmundur, myndhöggv ari í Reykjavík; Ingi björg, húsfreyja á Flóð tanga; Benedikt, bókari Borgarnesi; Anna Ragn heiður, iðnmær í Reykja vik; Hallsteinn, trésmið- ur í Reykjavík; Þorgerður, kennslu- kona i Reykjavík. Foreldrar Sigurðar voru Sveinn Finnsson, f. 1.3. 1856, d. 7.8. 1942, bóndi á Kvennabrekku, Kolsstöðum og að Eskiholti í Borgar- firði, og k.h., Helga Ey- steinsdóttir, f. 1861, d. 15.6.1935, húsfreyja. Ætt Sveinn var sonur Finns, b. á Háafelli, Sveinssonar, h. í Neðri- Hundadal, Finnssonar. Móðir Finns var Guðrún Guðmundsdóttir. Móðir Sveins var Þór- dís Andrésdóttir, h. á Þórólfsstöðum, Andrés- sonar og Guðrúnar Þor- leifsdóttur. Helga var dóttir Eysteins, b. í Fremri-Hundadal, Halldórssonar, b. í Hraundal á Mýrum, Einarssonar. Móðir Helgu var Hallgerður Jónsdótt- ir, b. á Veiðilæk, Jónssonar. Sigurður Sveinsson. * Nicolaj S.B Nicolaj Sofus Berthelsen Grimsson, fyrrv. sjómaður og bréfheri, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, verður áttatíu og fimm ára á mánudaginn. Starfsferill Nicolaj fæddist við Jófríð- arstaðaveg í Hafnarfirði og ólst upp í Hafnarfirði. Hann stundaði nám við Iðnskól- ann í Hafnarfirði, lærði bak- araiðn og lauk sveinsprófi í þeirri grein en varð að hætta bakstri vegna ofnæmis fyrir Nicolaj Sofus Berthel- hveiti. sen Grímsson. Nicolaj var síðan kyndari á ýmsum tog- urum öll stríðsárin. Þá var hann bréfberi í fimmtán ár og stundaði jafnframt trilluútgerð um ára- bil. Síðustu tuttugu og fimm starfsárin vann Nicolaj í frystihúsum og stundaði ýmis önnur almenn störf. Hann dundar sér nú við ritsmíðar, bók- band og tréskurð. Nicolaj var einn af . Grímsson stofnendum Knattspyrnufélagsins Hauka í Hafnarfirði. Fjölskylda Eiginkona Nicolaj er Sesselja Vil- borg Pétursdóttir, f. 15.10. 1917, hús- móðir. Hún er dóttir Péturs Björns- sonar sjómanns og Elínborgar Elís- dóttur daglaunakonu. Börn Nicolaj og Sesselju eru Elísa Vilborg, f. 30.4. 1939, bóndi; Pétur Ágúst, f. 12.6. 1941, lést af slysfórum 13.5.1983, sjómaður; Jóhann Kristinn, f. 3.1. 1943, lést af slysfórum 22.1.1972, sjómaður; Björn Birgir, f. 4.5. 1950, sjómaður; Ástráður, f. 24.2. 1953, sjó- maður; Grímur, f. 8.4.1954, sjómaður; Sofus, f. 8.4. 1954, húsasmiður; Rann- veig, f. 7.9.1960, verkakona. Hálfsystir Nicolaj var Magnúsína Guðrún Grímsdóttir, f. 7.8. 1909, d. 18.5. 1980. Foreldrar Nicolaj voru Grímur Jónsson, f. 14.1.1885, d. 12.12.1918, sjó- maður, og Jóhanna Kristín Berthel- sen, f. 28.8. 1885, d. 15.9.1948, húsmóð- ir. Fósturmóðir Nicolaj var Rannveig Þorsteinsdóttir, f. 2.9. 1872, d. 27.3. 1956, húsmóðir. Nicolaj verður með opið hús fyrir afkomendur, tengdabörn og vini að Hjallabraut 33, Hafnarfirði, laugar- daginn 16.10. milli kl. 15.00 og 19.00. 1 hamingju með afmælið 16. október 90 ára Klara Georgsdóttir, Klapparstíg 11, Reykjavík. 80 ára Gunnar Rósmundsson, Lokastíg 18, Reykjavík. Eiginkona hans er Þóra Þorsteinsdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum í Kaffi Dúnu, Ármúla 21, í dag eftir kl. 15.00. Guðdís Sigurðardóttir, Reynimel 72, Reykjavík. Hákon Björnsson, Krókatúni 3, Akranesi. Stefán Sigurðsson, Þórunnarstræti 118, Akureyri. 70 ára Sesselja Sigurðardóttir, Hellum, V atnsleysuströnd, verður sjötug á mánudaginn. Eiginmaður hennar er Brynjólfur G. Brynjólfsson. í tilefni afmælisins munu þau taka á móti gestum í félagsheim- ilinu Glaðheimum i Vogum á Vatnsleysuströnd sunnud. 17.10. frá kl. 15.00 Ingimar Guðnason, Oddabraut 15, Þorlákshöfn. Sigríður Sigurjónsdóttir, Brekkugerði 9, Reykjavík. 60 ára Baldur Garðarsson, Stórholti 21, Reykjavík. Bragi Garðarsson, Miðtúni 42, Reykjavík. Guðný Ósk Óskarsdóttir, Þórufelli 16, Reykjavík. Guðrún Friðgerður Samúelsdóttir, Barónsstig 39, Reykjavík. Jóhannes Viggósson, Eskihvammi 2, Kópavogi. 50 ára Agla Þórunn Sigurðardóttir, Smárahlíð 4e, Akureyri. Droplaug Pétursdóttir, Skipasundi 19, Reykjavík. Karl Valdimarsson, Álfalandi 7, Reykjavík. Markús HaHdórsson, Hrafnhólum 2, Reykjavík. Sigríður Karlsdóttir, Hjöllum 26, Patreksfirði. Sæmundur Alfreðsson, Álfhólsvegi 46b, Kópavogi. 40 ára_____________________ Ásdis María Óskarsdóttir, Efstaleiti 44, Keflavík. Guðbjörg G. Benjamínsdóttir, Stóra-Reykjum, Fljótum. Haukur Þór Haraldsson, Viðarási 83, Reykjavík. Stefán Páll Guðmundsson, Úthlið 4, Hafnarfirði. Svanhildur Guðlaugsdóttir, Kirkjubæjarbraut 3, V estmannaeyj um. Valgerður M. Gunnarsdóttir, Vesturási 35, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.