Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 ennmg 21 Kolbrún Bergþórsdóttir gagnrýnandi. Fornbókmenntir keppa við verk Laxness - val á bókmenntaverki árþúsundsins stendur yfir til miðnættis á sunnudag Fombókmenntimar og verk Lax- ness takast nú á í vali sem stendur yfir á Vísi.is á bókmenntaverki ár- þúsundsins og velja þátttakendur þar á milli verka eins og Atómstööv- arinnar og Hávamála. Það eru DV, Bylgjan, Vísir.is og SS sem standa fyrir viðamikilli könnun meðal landsmanna um hvaða íslendingar og hvaða atburðir hafi mótað mest líf okkar þessi næstum þúsund ár. Er nú komið að því að kjósa um mestu bókmenntaperlu síðustu 1000 ára. Athygli vekur að í þessum leik hlutu flestar tilnefningar Atómstöð- in, Egilssaga, Hávamál, Heimskringla, Heimsljós, íslands- klukkan, Njála, Passíusálmarnir, Salka Valka og Sjálfstætt fólk. Það kemur því í ljós að við lok aldarinn- ar em það helst fombókmenntimar og verk Laxness sem takast á í hug- um þjóðarinnar sem helstu bók- menntaverkin. Fornbókmenntir lifandi samtímabókmenntir „Ég sé ekkert á móti þvi. að bera saman bókmenntir frá mismunandi tímum," segir Örn- ólfur Thorsson rit- stjóri. „Fornbók- menntir eru sígild- ar en það þýðir að þær gilda sífellt og hafa skírskotun í okkar samtíma. Þær eru ekki menn- ingarminjar eða safngripir sem ryk- falla á söfnum heldur bókmenntir sem eru lifandi og hafa gildi á öllum tímum. Því eru fornbókmenntir í vissum skilningi lifandi samtíma- bókmenntir." „Slíkt val á bestu bókmenntunum er þó gjörsamlega marklaust í sjálfu sér, eðli málsins samkvæmt. Bók- menntir eru í eðli sinu, persónu/ bundnar og hafa gildi fyrir einstak- linga. Bókmenntir eru eins og aðrar listir að þvi leyti að ekki er hægt að mæla þær með neinum mælistik- um.“ „En það er ekkert að því að leika sér og skemmta sér ef maður tekur niðurstöðunni með hæfilegum fyrir- vara. Auk skemmtanagildisins get- ur slíkt val að auki vakið umræðu og jafnvel forvitni lesenda, sem er mjög jákvætt. Það dregur bók- menntir líka kannski nær umræðu- miðjunni í samfélaginu, sem er gott. Og ekkert mælir á móti því að ræða um bókmenntir frá ýmsum sjónar- hólum. Hvort úrvalið hér er þver- snið af skoðun þjóðarinnar get ég ekki sagt um, en það kemur mér hins vegar ekkert á óvart að Halldór Laxness og fombókmenntirnar séu efst í huga fólks.“ Ekki óeðlilegt miðað við bókmenntauppeldi þjóð- arinnar „Verður ekki bara að lita á þetta sem leik,“ sagði Einar Már Guð- mundsson rithöfundur þegar blaða- maður bar undir hann gildi mats af þessu tali\ „Menn verða bara að hafa húmor fyrir því. Fólk er hér beðið um að velja með þessum hætti og út frá vissum forsendum. Með því að gefa sér vissar forsendur er hæglega hægt að bera saman bók- menntir frá hvaða tímabilum sem er.“ „Ég legg hins vegar ekki siðferði- legan eða bókmenntalegan mæli- kvarða á gildi slíks vals, þetta er allt í lagi og í raun er þetta svipað og að kjósa besta fótboltaliðið. Valið er breytilegt frá ári til árs. Svona mat er eitthvað sem liggur í loftinu á tímanum sem valið er og útkoman því alltaf mjög breytileg." „En þessi samsetning er ekkert óeðlileg miðað við þær áherslur sem við höfum haft - það eru fom- bókmenntirnar, rómantíkin og Lax- ness. Þetta rúmar ansi margt í ís- lenskum bókmenntum, en á hinn bóginn má segja að þessar áherslur i bókmenntauppeldi þjóðarinnar valdi því að eitt og annað í gegnum tíðina hafi gleymst. Það er þó ekki hægt að segja að þjóðin hafi eina skoðun á bókmenntum, svona at- kvæðagreiðsla um bókmenntir tjáir fremur það sem er uppi á teningn- um í það og það skipti." Rökrátt og skiljanlegt „Mér finnst í raun mjög rökrétt og skiljanlegt að þessi staða hafi komið upp því fornbókmenntirnar eru það sem gnæfir upp úr í bók- menntasögu landsins og svo aftur Halldór Laxness, hinn mikli risi bókmenntanna," segir Kolbrún Bergþórsdóttir gagnrýnandi. Lax- ness er skáld sem enginn samtíma- maður getur keppt við, enda kraftaverkamaður í bókmenntum. Mér finnst því samanburður á milli verka hans og fornbókmennt- anna á engan hátt fáránlegur. Hann sýnir hvað þjóðinni þykir í raun vænt um og metur mikils Halldór Laxness. Hann sýnir svo einstaka snilligáfu að maður fyllist lotningu og því finnst mér rökrétt að verkum hans sé stillt upp við hliðina á þessum bókmenntaperl- um sem fomritin eru.“ Er Kolbrún var spurð álits á könnunum af þessu tagi svaraði hún því til að hún hefði ákaflega gaman af öllum skoðanakönnun- um og listum yfir það besta. „En það á ekki að taka þetta of alvar- lega. Svona samanburður gerir margt gott að því leyti að það fær fólk til að meta bókmenntaverk í huganum og gera upp á milli þeirra. Fólk hefur gott af því að gera upp hug sinn um íslenskar bókmenntir og velta þeim fyrir sér.“ -AA Tilboðspakki helgarmnar! í verslun okkarí Kringlunni Nokia 3210 sími, handfrjáts búnaður, bílhteðsLutæki, leðurtaska, auka fram- og bakhtið. aðeins RIOO te TUboðið gitdir til sunnudags. Komið í verstun okkar í Kringlunni og kynnið ykkur fj'ötda tilboða sem þar bjóðast. Tilboðin gilda einungis í verslun okkar í Kringlunni. SÍMINN-GSM WWW.GSM.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.