Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 58
66
tyndbönd
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999
Myndbanda
GAGNRÝNI
Austin Powers: The Spy Who Shagged Me
Lítill, Ijótur og bringuloðinn
★★■i Mike Myers virðist hafa náð að skapa per-
sónu sem gæti malað honum gull um ókomin ár - litla,
ljóta og bringuloðna kyntröliið og njósnarann Austin
Powers, sem í þessari mynd ferðast aftur til heimkynna
sinna á sjöunda áratugnum til að kljást við Dr. Evil og
hyski hans.
Það er óneitaniega hellingur af iinum bröndurum í
þessari mynd, en einnig margir sem missa marks.
Myers nær ekki alveg sama dampi og í fyrri myndinni,
þrátt fyrir nokkrar nýjar aukapersónur, sumar hverjar
ansi góðar. Hann fer sjálfur á kostum í þreföldu hiut-
verki Austin Powers, Dr. Evil og skoska fitubelgsins Fat
Bastard, en hasarskutlan Heather Graham veldur von-
brigðum. Hún er með þeim kynþokkafyllri í vextinum, en annaðhvort nennir
hún ekki að leika, eða þá að grínleikur liggur ekki vel fyrir henni. Robert
Wagner og Rob Lowe í hlutverkum aldins og ungs Number Two, Seth Green í
hlutverki sonar Dr. Evil, Scott Evil, og Mindy Sterling í hlutverki Frau Farbiss-
ina krydda kássuna vel. Það er sem sagt fullt af flnum persónum en húmorinn
dettur of oft niður í flatneskju til að myndin sé virkilega skemmtileg.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: M. Jay Roach. Aðalhlutverk: Mike
Myers, Mike Myers, Heather Graham og Mike Myers. Bandarísk, 1999.
Lengd: 95 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ
Best Laid Plans
Svikamyllur
★i Skólabræðumir Nick (Alessandro Nivola) og
Bryce (Josh Brolin) hittast aftur eftir nokkura ára aú
skilnað. Þeir eru að rifja upp gömlu góðu dagana á bar
þegar Lissa (Reese Witherspoon) lítur þar inn. Það er síð-
an seinna um nóttina að Bryce hringir örvilnaður í Nick
og biður hann um að heimsækja sig. Hann segist hafa
sængað hjá Lissu en hún saki hann um nauðgun auk
þess sem hún sé undir lögaldri. Vindur nú sögunni fjóra
mánuði aftur í tímann, og skýrast aðstæður þremenning-
anna þá nokkuð.
Best Laid Plans fer vel af stað og veldur því þeim mun
meiri vonbrigðum er á líður. Spennandi sagan verður
fljótt nokkuð dæmigerð þótt það verði að viðurkennast
að endirinn komi skemmtilega á óvart. Leikaramir standa sig heldur ekki illa
þótt ekki sýni þeir neina snilldartakta. Þetta er ein af þessum myndum sem eru
ekki beinlínis lélegar en um leiö er ekkert í þær spunnið. Kannski þetta sé ein-
ungis ein af mörgum birtingarmyndum meðalmennskunnar.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Mike Barker. Aðalhlutverk: Alessandro
Nivola, Reese Witherspoon og Josh Brolin. Bandarísk, 1999. Lengd: 92
min. Bönnuð innan 16. -BÆN
The Rat Pack
Sinatra og Kennedy
tc i
Sjaldan ef nokkm sinni hafa tengsl Hvíta
hússins og skemmtanabransans (og reyndar einnig
glæpasamtaka) komið jafn bersýnilega i ljós og þegar
Frank Sinatra og John F. Kennedy urðu mestu mátar
seint á 6. áratugnum. Því hefur verið haldið fram að
Kennedy hefði aldrei oröið forseti án aðstoðar Sinatra
sem fómaði sér öllum í kosningabaráttuna. Félagar hans
i rottugenginu svokallaða stóðu dyggilega við hlið hans
og veitir myndin þeim ekki síður athygli. Hún fer m.a.
rækilega í þær ofsóknir sem Sammy Davis Jr. mátti þola
vegna litarháttar síns. Inn í dramatíkina blandast enn Lft»1£r3I.,«'S;-2SrS.
fremur forkunnarfógur flögð, rammspilltir mafíósar og
Kennedyar í öllum stærðum og gerðum.
Hér er um að ræða eina mögnuðustu (goð)sögu 20. aldarinnar þar sem vart m;
greina mörk mafíósa, skemmtikrafta og pólitíkusa. Á einhvem háttar kjamar
hún inntak Bandaríkjanna á öldinni sem er aö líöa. Og þótt þessi sjónvarpsfrá-
sögn sé um margt ágæt undrast maður að Hollywood hafi ekki gert henni verð-
ug skil á hvíta tjaldinu. Dramatískari efniviður er einfaldlega ekki til. Mikilfeng-
leiki sögunnar er í djúpstæðri þversögn við „sjónvarps-handbragðið". Engu að
síður era hér fjölmörg Hollywood andlit á ferð og rétt aö geta góðrar frammi-
stöðu Joe Mantegna (Dean Martin) og Don Cheadle (Sammy Davis Jr.) en Willi-
am L. Peterson er hryllilegur sem Kennedy. Ray Liotta veldur ágætlega hlut-
verki Franks Sinatra þótt hann hafí nú enga af persónutöfram fyrirmyndarinn-
ar. Ætli lesendum sé ekki óhætt að hækka eða lækka stjömugjöfina um hálfa eft-
ir áhuga þeirra á rottugenginu.
Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Rob Cohen. Aöalhlutverk: Ray Liotta, Joe
Mantegna, Don Cheadle, Angus MacFadyen og William L. Petersen.
Bandarísk, 1998. Lengd: 120 mín. Bönnuð innan 12. -bæn
Johns
Jólasaga vændiskarla
★★★ Ekki veit ég hvers vegna það tók þessa mynd
þrjú ár að komast hingað. Söguefnið hefur sennilega
ekki þótt líklegt til vinsælda, en auknar vinsældir aðal-
leikaranna David Arquette og Lukas Haas hafa kannski
orðið til þess að myndin er dregin fram núna.
Heimilisleysinginn John framfleytir sér með vændi
ásamt besta vini sínum, Donner. Aðfangadag jóla er
skóm Johns stolið ásamt peningum sem hann ætlaði að
nota til að gista jólanóttina á fínu hóteli. Hann hefur
þennan eina dag til að reyna að nurla saman peningum
fyrir hótelinu. Donner reynir að hjálpa honum, en vill
frekar að hann komi með sér út úr borginni og hætti í
vændinu.
Myndin rær á sömu mið og tvö klassastykki, Midnight Cowboy og My Own
Private Idaho, en nær aldrei að verða svo grípandi að hægt verði í framtíðinni
að telja hana upp með þeim. Leikaramir era góðir, en rembast kannski aðeins
of mikið, og sagan er bara ekki alveg nógu átakamikil eða heillandi. Hún nær
þó að viðhalda bæði raunsæi og nokkuð þéttri dramatískri framvindu. Þetta er
athyglisverð mynd, ansi góð jafnvel, en hefur lítið í bestu myndirnar um vináttu
vændiskarla.
Skífan. Leikstjóri: Scott Silver. Aðalhlutverk: David Arquette og Lukas
Haas. Bandarísk, 1996. Lengd: 92 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
Mike Myers:
Grín í genunum
Frægðin er fallvölt hjá grínleikur-
unum í Hollywood. Menn geta sleg-
ið í gegn og þótt með fyndnustu
mönnum heimsins en það þarf ekki
nema eina eða tvær slappar myndir
til að vinsældimar hrapi. Fyrir
nokkrum árum mynduðu menn
eins og Steve Martin, Chevy Chase,
Eddie Murphy og Dan Aykroyd
grínelítu Hollywood en allir mega
þeir muna sinn fífil fegri þótt vissu-
lega séu þeir enn að. Um tíma virt-
ist sem Mike Myers væri að falla í
gleymsku og dá eftir að hafa slegið í
gegn í Saturday Night Live-þáttun-
um og Wayne's World-myndunum
en honum virðist hafa tekist að
skapa persónu sem þegar hefur get-
ið af sér tvær myndir og gæti hald-
ið áfram í fieirum, ofurspæjarann
Austin Powers, sjöunda áratugar
kyntröll sem tók þann tíunda með
trompi í fyrri myndinni og sneri
svo aftur í þann sjöunda í nýju
myndinni.
Kanadísk gen?
Eins og reyndar flestir grínleikar-
ar í fremstu röð er Mike Myers
kanadískur (ætli þetta sé eitthvert
kanadískt gen? Rannsóknarverkefni
fyrir Kára). Hann lék með Second
City-leikflokknum í Toronto, var
stjarnan í eigin sjónvarpsþáttum,
Mullarkey & Myers, og stjómaði
síðan tónlistarþætti áöur en hann
flutti sig yfir til Bandaríkjanna þar
sem hann var ráðinn í Saturday
Night Live, en leið margra grínista
í kvikmyndum hefur legið í gegnum
þá þætti.
Mike Myers bjó til margar
skemmtilegar persónur fyrir Satur-
day Night Live en sú vinsælasta var
Wayne Campbell, vitgrannur rokk-
fíkill sem ásamt besta vini sínum
Garth Algar (Dana Carvey) stjórn-
aði sjónvarpsþætti í kjallaranum
heima hjá sér. Þetta var persóna
sem Mike Myers byrjaði að leika
sér með í partíum á unglingsaldri,
og næsta skref var að gera kvik-
mynd um kappann. Wayne¥s World
kom út 1992 og sló í gegn. Mike
Myers var orðin kvikmyndastjarna
og hætti fljótlega í Saturday Night
Live til að geta einbeitt sér að kvik-
myndaleik.
Fer í fríið
Mike Myers tókst þó ekki að
fylgja vinsældum Wayne¥s World
eftir. Bæði framhaldsmyndin Way-
ne¥s World 2 og So I Married an
Axe Murderer fengu takmarkaða
aðsókn. Hvort sem því var um að
kenna eða andláti föður hans stuttu
eftir útgáfu síðamefndu myndarinn-
ar dró Mike Myers sig í hlé í þrjú
ár.
Hann stormaði síðan aftur fram á
sjónarsviðið fyrir tveimur árum
með mynd sinni, Austin Powers:
International Man of Mystery. Sama
ár var hann kynnir á MTV-tónlist-
arverðlaunahátíðinni og notaði
tækifærið til að auglýsa myndina
sína grimmt. Segja má að það hafi
nánast gripið um sig Austin
Powers-æði og fólk þuldi frasa úr
myndinni í gríð og erg.
10 milljón dollara maður
Framhaldsmyndin er öllru
þynnri en sú fyrri en var samt vin-
sæl og virðist hafa náð að festa
njósnarann kvenholla í sessi sem
framtíöargrínpersónu og Mike
Myers hefur sagt að hann væri al-
veg til í fleiri framhaldsmyndir
(enda hefur hann stöðugt hækkað í
launum og fær víst tíu milljónir
dollara fyrir næstu mynd sína).
Milli Austin Powers myndanna
tveggja tók hann sér frí frá grínleik
og lék dramatískt hlutverk í
diskónostalgíudramanu 54. Hann
þótti komast vel frá sínu, en féll ál-
gjörlega i skuggann af öðrum grín-
leikara sem reyndi fyrir sér í
dramatíkinni sama árið, Jim Car-
Mike Myers í frægasta hlutverki sínu, Austin Powers.
rey í The Truman Show.
í næstu mynd sinni, Sprockets,
ætlar Mike Myers að vekja til lífsins
gamla persónu úr Saturday Night
Live, þýska spjallþáttastjórnandann
Dieter, sem spyr gesti sína ein-
kennilegra spurninga, móðgar þá
iðulega og biður þá um að snerta
apann sinn (sem alltaf er með hon-
um á sviðinu). Apanum er rænt og
Dieter eltir ræningjana til Banda-
ríkjanna. -PJ
í 54 lék Mike Myers frægan skemmtanakóng í New York.
Myndbandalisti vikunnar
Jm'fs
%
«
» / Ls x
m r r Vikan 5. - 11. október
SÆTI FYRRI VIKA VIKUR li LISTA TITILL ÚTGEF. TEG.
1 NV 1 8mm Skífan Spenna
2 1 4 Payback Waroer Myndr Spenna
3 2 2 Shakespesre in kwe CIC Myndbönd Gaman
4 3 3 She'sallthat Skrfan Gaman
5 4 5 Patch Adams CIC Myndbönd Garaan
6 Nf 1 Varisty blnes CIC Myudbcnd Drama
7 6 2 Cupe Stjömubíó Spenu
8 5 3 Festen Drama
9 8 6 LoSta SAM Myndbönd Drama
10 10 8 Conupter Myndfom Sperau
11 7 9 Basketball CIC Myndbðnd Garaan
12 14 1 Night At TTie Roxbury CICMyndböfld Garnan
13 NV 2 Waking Ned Bertmk Garaan
14 15 5 Cekbrity Mywtfam Caraan
15 9 5 Faculty Slufao Sperau
16 12 3 One tough cop Myndfonn Spenu
17 11 2 1 ktotfnjrxi Neuorce ] SAMMyndbönd Spema
18 19 2 Ravenous Sldfaa Spenu
19 15 8 You've Got Mail Wanwr Mynár Garaaa
20 NV 1 1 Egypski prinsinn CICMyndbcnd Teira
■ a ém