Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 32
32 %blgarviðtal LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 ÍLJ? V Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Þetta var ekki puntui - vonast er til að hún skili beinhörðum árangri sem konur finni fyrir í daglegu lífi sínu og auðvel Rástefnan Konur og lýörœöi við árþúsundamót, sem haldin var hér um síöustu helgi, vakti mikla athygli fyrir þá frœgu gesti sem sátu hana og þá einkum forsetafrú Bandaríkjanna, Hillary Clinton. Konur og lýörœöi við árþúsundamót er yfirgrips- mikið verkefni sem ekki er einfalt aö gera tœmandi skil, enda fór þaö svo aö viö stöndum uppi meö spurningar um hvaöa tilgangi ráðstefnan þjónaöi fyrir utan þaö aö draga hingaö til lands heims- frœga gesti. Einnig hefur veriö spurt fyrir hvaða konur ráöstefnan var haldin, hvernig val á ráö- stefnugestum hafi fariö fram, hver sé niöurstaöan - og fyrir hvern. Það var hlutverk hinna heimsfrægu gesta að draga athygli að ráðstefnunni og þar með grasrótinni. Sigrlður Dúna Kristmundsdóttir er formaður undirbúnings- og fram- kvæmdanefndar ráðstefnunnar og er þessa dagana að ganga frá gríðar- miklum gögnum sem komu frá þeim tíu málstofum sem störfuðu ráðstefnuhelgina og hún mun skila í hendur Jafnréttisskrifstofu Norður- landaráðs um næstu mánaðamót. Samvinna vfir gömlu kaldastríðslínuna Tilgang ráðstefnunnar segir Sigríð- ur Dúna í fyrsta lagi hafa verið að draga athygli að stöðu kvenna og þeirri staðreynd að án fullrar þátt- töku kvenna á öllum sviðum þjóðfé- lagsins sé lýðræðið orðin tóm. „í öðra lagi, að setja á laggirnar verkefni sem horfa til úrbóta hvað varðar aðstæður kvenna i öllum þátt- tökulöndunum," segir hún og bætir við: „Með því er vonast til að ráðstefn- an skili beinhörðum árangri sem kon- ur finni fyrir í daglegu lífi sínu og auðveldi þeim að beita sér þar sem þær kjósa. í þriðja lagi má segja að til- gangurinn hafi verið að efla tengsl okkar við nágrannaþjóðir okkar í austri og vestri og stuðla að samvinnu yfir gömlu kaldastríðslínuna, með að- stæður og kjör kvenna í brennidepli. í fjórða lagi, má segja að tilgangurinn hafi verið að færa málefni sem snerta konur og lýðræði að þungamiðju stjórnmálaumræðunnar, bæði hér og annars staðar. Það skilar vonandi ár- angri á fleiri sviðum en tekin voru fyrir á ráðstefnunni þegar fram líða stundir." Á hvern hátt snertir viðfangsefni ráðstefnunnar konur sem búa við lýð- ræði hér á íslandi? „Við vitum að konur era mun færri í valdastöðum en karlar hér á landi, kynbundinn launamunur er enn við lýði og að konur eiga oft erfitt upp- dráttar á vinnumarkaði, meðal ann- ars vegna fjölskylduhlutverks síns. Á þessu tók ráðstefnan og á að skila ár- angri til úrbóta fyrir íslenskar kon- Hvort var verið að beina sjónum karla eða kvenna að þessu misrétti? „Hvoru tveggja. Hins vegar var yf- irgnæfandi meirihluti þátttakenda á ráðstefnunni konur sem sýnir að það eru fyrst og fremst konur sem starfa að þessum málefnum. Mín skoðun er sú að full þátttaka karla í þessu um- bótastarfí sé nauðsyn." Lágt sjálfsmat kvenna er dragbítur Sigríður Dúna segir að þrátt fyrir þessa stöðu, sem ekki sé nógu góð á íslandi, þá sé ólíku saman að jafna, stöðu kvenna á Norðurlöndum ann- ars vegar og baltnesku löndunum og Rússlandi, hins vegar. „Ráðstefnan þjónaði svolítið öðrum tilgangi fyrir konur þaðan en okkur norrænar konur. Eins og Hillary Clinton sagði í ræðu sinni, þá hefðu þessar konur ekki komist á svona ráðstefnu fyrir tíu árum. Vesturlönd voru þeim þá lokuð og þátttaka þeirra nú því angi af nýfengnu frelsi. Að hafa setið þessa ráðstefnu veitir konum frá þessum löndum mikinn styrk í starfi heima fyrir og gefur orðum þeirra og gjörðum aukið afl. Fyrir norrænar konur er ráðstefn- an ekki eins mikill viðburður að þessu leytinu til, vegna þess að við höfum á undanfórnum áratugum haldið fjöldann allan af ráðstefnum um málefni kvenna sem meðal ann- ars hafa átt þátt í að skila okkur þeirri stöðu sem við þó höfum í dag.“ Sigríður Dúna talar um að konur séu færri í valdastöðum en karlar, kynbundinn launamunur sé enn við lýði hér og að konur eigi erfitt upp- dráttar á vinnumarkaði. Þegar hún er spurð hvort hér sé ekki við konur sjálfar að sakast, þær hafi ekki nógu sterka sjálfsmynd eða öflugt sjálfs- mat til að sækja fram og krefjast þess að vera metnar að verðleikum, svarar hún: „Það er enginn vafi að lágt sjáifsmat kvenna er dragbítur. Það vantar stundum töluvert upp á að konur meti sjálfar sig - og aðrar konur - að verðleikum, enda skila- boðin sem konur fá oft bæði mis- vísandi og ekki til styrkingar fallin. Allt sem eflir og styrkir sjálfsmynd kvenna er því lykilatriði." Ráðstefna sú sem er nýafstaðin gefur okkur nokkuð skýra mynd af því hvar sumar konur standa í sam- félaginu, en á hvem hátt getur hún styrkt persónulega sjálfsmynd þeirra kvenna sem enn hafa ekki fundið hjá sér kjark til að krefjast þess að verða metnar að verðleik- um? „Það kemur margt til. Eitt af því sem styrkir sjálfsmynd kvenna er árangur í starfi og ráðstefnan beindi athyglinni að stöðu kvenna á vinnu- markaði og frumkvæði þeirra í at- vinnulífinu. Sömuleiðis treystir það sjálfsmyndina að taka beinan þátt í lýðræðinu, til dæmis að standa upp á fundi, hvort sem það er á vinnu- stað eða í stjórnmálum eða hvaða opinberum vettvangi sem er, segja sína skoðun og finna að tekið sé mark á henni. Þetta var eitt af við- fangsefnum ráðstefnunnar." Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst að þetta hafi ekki verið ráðstefna fyrir hina almennu konu, heldur einhvers konar „elítufundur" fyrir takmarkaðan hóp kvenna, rétt eins og kvennabaráttan í Bandaríkjunum hefur verið gagnrýnd fyrir að vera aðeins fyrir „hvítar menntaðar mið- stéttarkonur". „Þetta var ekki punturáðstefna. Staðreyndin er sú að þátttakendur voru einmitt ekki valdir eftir þjóðfé- lagsstöðu eða opinberu hlutverki. Þvert á móti reyndum við að ná til ur.' Tilgangur ráðstefnunnar var í fyrsta lagi að draga athygli að stöðu kvenna og þeirri staðreynd að án fullrar þátttöku kvenna á öllum sviðum þjóðfélagsins sé lýðræðið orðin tóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.