Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 35
JD' V LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 ^róttir Eggert Magnússon vill Atla Eðvaldsson sem landsliðsþjálfara. íslensku fjárfestarnir sem Ásgeir Sigurvinsson leiðir munu ekki vera tilbúnir að skapa úlfúð meðal stuðn- ingsmanna Stoke, enda slíkt óskyn- samlegt, ekki síst út frá viðskipta- legum sjónarmiðum. Megson nýtur mikillar hylli og var nýlega útnefnd- ur þjálfari mánaðarins í annarri deild. Standi Megson ekki undir væntingum mun Guðjón hins vegar taka sæti hans. Samningurinn sem íslendingarn- ir hafa gert við eigendur Stoke er allítarlegur, um 130 blaðsiður, og samkvæmt heimildum DV er um- fang hans einmitt ástæða þess að kaupin hafa dregist örlítið á langinn en kanna þurfti ýmis lögræðileg álitaefni og aðrar tæknilega spurn- ingar, ekki síst skattalegar. Þvi er sem sagt vísað á bug að ástæða taf- arinnar hafi verið hindranir tengd- ar sjálfum efnisatriðum samnings- ins. Tekið skal fram að ekkert í samningnum bindur hendur íslend- inganna varðandi stjórnun knatt- spyrnuliðsins. Góð hagnaðarvon Eins og DV greindi frá byggði upphaflegt tilboð íslensku fjárfest- anna á því að greiða eigendum Stoke ríflega 400 milljónir króna fyrir 51% hlut í félaginu auk fyrir- heits um 300 milljónir króna til leik- mannakaupa, uppgreiðslu lána og æfingaaðstöðu. Stoke City leikur nú í C-deild í Englandi og áætlar Kaupþing að komist félagið í A-deild, úrvalsdeild, að þremur árum liðnum verði hlut- ur íslendinganna orðinn 2,3 millj- arða króna virði. En útreikningar Kaupþings sýna jafnframt að nái Stoke ekki að vinna sig upp úr C-deildinni er um afar slaka fjárfestingu að ræða og að fjárfestarnir væru í raun að borga tífalt verð fyrir félagið. Nokkrir þekktir íslenskir at- hafnamenn eru í hópi fjárfestanna, þar á meðal Þorsteinn Vilhelmsson, oft áður kenndur- við Samherja, Pálmi Sigmarsson í Spectra, Gísli V. Einarsson og fleiri honum tengdir í Mata hf., Þorvaldur Jónsson og Áburðarverksmiðjuhópurinn svo- kallað, en þar á meðal eru Haraldur Haraldsson, Jóhann J. Ólafsson og fleiri. Þá er Kaupþing einnig vænt- anlegur hluthafi. DV hefur ekki upplýsingar um hversu stór hlutur hvers og eins verður en þó er ljóst að hann er misstór. Vandræði hjá KSI Óvissan um stöðu Guðjóns hjá Stoke hefur valdið töluverðum vandræðum innan stjórnar KSÍ og raunar teygja vandræðin sig alla leið inn í herbúðir nýbakaðra ís- lands- og bikarmeistara, KR. KSÍ hefur ekki tekið af skarið og á stjórnarfundi síðastliðinn fimmtu- dag voru engar ákvarðanir teknar. „Það er bara biðstaða í málinu eins og er en ég er að vona að hún vari ekki lengi. Meira er ekki hægt að segja á þessu stigi málsins,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, í samtali við DV eftir fundinn. Því hefur verið haldið fram að mikil togstreita hafi verið á milli Eggerts og Guðjóns undanfarna mánuði. Eggert er sagður hafa lagst gegn því að Guðjón yrði endurráð- inn og að Atli Aðvaldsson, þjálfari KR, taki við stöðu þjálfara landsliðs- ins. Þar sem knattspyrnumenn koma saman er fullyrt að nokkuð hafi slest upp á vinskapinn milli þeirra Guðjóns og Eggerts, sem réð Guðjón á sínum tíma og lét starf- andi landsliðsþjálfara víkja fyrir honum. Þessum fullyrðingum neit- aði Eggert í samtali við DV seinni- partinn í gær. „Það er bara ein kjaftasagan sem gengur í bænum að eitthvað hafi komið upp milli okkar Guðjóns. Við höfum rætt saman meira og minna á hverjum degi. Það hefur alltaf farið mjög vel á með okkur Guðjóni, það hefur engan skugga borið á okkar samstaif," sagði Eggert. Þess ber að geta að ekki náðist í Guðjón Þórðarson við vinnslu þessarar greinar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En myndi Eggert ráða Guðjón aft- ur? „Ég mundi ekki hafa áhyggjur af að ráða hann, það er ekkert nema gott um hann að segja. En ég get ekki stjómað neinu um launamálin, það verður tíminn einn að leiða í ljós.“ Eggert segir að ekkert hafi reynt á launamálin en hins vegar „veit ég að það sem er verið að bjóða honum erlendis er nokkuð sem við ráðum ekki við hjá KSÍ“. Atli veit ekkert Forráðamenn KR hafa samkvæmt heimildum DV ítrekað geflð Atla Eðvaldssyni frest til að svara því hvort hann vilji endurnýja samning sinn við félagið. Atli bíður hins veg- ar eftir brottfór Guðjóns til Stoke. Sjálfur segist Atli ekkert hafa heyrt í stjórnarmönnum KSÍ og hann tæki sér góðan tíma til að hugsa málið ef honum yrði boðinn staða landsliðsþjálfara, enda í góð- um félagsskap í Vesturbænum. Atli bætti hins vegar við að metnaður allra þjálfara væri að stjóma lands- liði. -GAR/JBP/SS Óvissan um stöðu Guðjóns hjá Stoke hefur valdið töluverðum vandræðum innan stjórnar KSÍ. að velja 15% Afslátturfrá 15. til 1. nóv. BAR^IA ^FJÖLSKYLDU LJOSMYNDIR Gunnar Leifur Jónasson Núpalind 1 Sími 564-6440 Rétt við Smárann Lagersala Fjölva Smiðjuvegi 2 (bak við Bónus) SÍÐASTA SÖLUHELGI - NÝTT KORTATÍMABIL Ótrúlega lágt verð. Allir fá bókagjöf í kaupbæti Þab er handagangur í öskjunni á Lagersölu Fjölva. Nú fer hver ab veröa síöastur ab krækja sér í bækur. Úrvaliö er frábært og verbib hreint ótrúlegt. Ævisögur -Skáldsögur - Listaverka og Tónlistarbækur - Náttúrufræbi - Dulræn fræbi - Heilsubækur íslands- bækur - Leibsögurit - Barnabækur -Teiknimyndasögur. Frábærir bókapakkar á enn betri vildarkjörum. Verib velkomin — Allir fá bókagjöf í Kaupbæti „ b\\ Opið um helgina Laugardaginn: 10:00 - 17:00 Sunnudaginn: 12:00-17:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.