Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 fréttir Samábyrgð á fiskiskipum unir dómi Héraðsdóms Vestfjarða: Æsumáli ekki áfrýjað - gífurlegt fordæmisgildi, segir Kolbrún Sverrisdóttir Æsa ÍS. „Við höfum ákveðið að greiða út bætur í samræmi við niðurstöðu Héraðsdóms Vestfjarða," segir Pét- ur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samábyrgðar á fiskiskipum, sem endurtryggði Æsu ÍS-87 fyrir Skel- fisk hf. á Flateyri. Pétur segir að fé- lagið hafi á sínum tíma greitt þær bætur sem félaginu bar vegna slyss- ins. Þegar síðan hafi komið upp álitamál vegna bótakröfu Kolbrúnar Sverrisdóttur og bama hennar þá hafi reynst nauðsynlegt að fá úr- skurð þar um. „Það kom upp álitamál vegna bótakröfunnar og okkur þótti nauð- synlegt að úr því yrði skorið. Nú liggur niðurstaða fyrir og henni unum við,“ segir Pétur og leggur áherslu á að félag hans hafi allt vilj- að til þess vinna að upplýst yrði um ástæður hins hörmulega sjóslyss þar sem eiginmaður og faðir Kol- brúnar fórust. í því skyni hafi Sam- ábyrgð lagt peninga í sjóslysarann- sóknir. „Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að berjast fyrir auknu öryggi sjómanna. Þessar skaðabætur koma sér auðvitað vel og þá sérstaklega fyrir bömin mín sem nú eiga trygga framtíð í vændum," sagði Kolbrún Sverrisdóttir skömmu eftir að hún fékk staðfest að Samábyrgð á fiski- skipum mundi ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Vestfjaröa sem dæmdi útgerð kúfiskbátsins Æsu ÍS-87 og tryggingafélag til að greiða henni og börnum hennar 7 milljónir króna auk vaxta. Af þeirri upphæð fá börn Kolbrúnar og Harðar heitins Bjarnasonar rúmar 4 milljónir króna í sinn hlut. „Það er greinilegt að forsvarsmenn Samábyrgðar hafa áttað sig á því að málið hefði einnig unnist fyrir Hæstarétti. Ég áfellist þá ekki fyrir að veijast kröfum mínum enda hefur málið gífurlegt fordæmisgildi. Nú munu tryggingafélög skipa veita út- gerðum aðhald i því að ekki sé verið að breyta skipum án þess að stöðug- leikarannsóknir fari fram. Þessi dóm- ur getur því bjargað mannslífum," segir Kolbrún. „Ég el enn þá von í bijósti að Æsan verði tekin upp og það rannsakað hvers vegna hún sökk svo skyndilega. Ég trúi því að stjómvöld efli veg sjó- slysarannsókna og taki þessi'mál fost- um tökum. Það er kominn timi til,“ segir Kolbrún. -rt Fókus lesið í Kringlunni. Fókus og Páll Óskar í Kringlunni Viöskiptavinir Kringlunnar tóku þakksamlega við Fókusi í gær enda var efni blaðsins helgað nýrri og breyttri verslunarmiðstöðinni. Þá var ekki síður glatt á hjalla hjá ungdóminum. Átrúnaðargoð krakkanna, Páll Óskar, áritaði plaggat sitt en myndin á því er hin sama og prýdd forsíðu Fókuss í gær. Páll Óskar áritaðl plaggat sitt í Kringlunni. Myndin prýddi forsíðu Fókuss í gær. DV-myndir Pjetur Ragnhildur Hjaltadóttir, formaöur siglingaráðs: Óska Kolbrúnu til hamingju Niðurstaðan til góðs: Breytingar á skipum verði löglegar - segir lögmaður Kolbrúnar „Þetta er niðurstaða sem ég átti von á. En ég skil fullkomlega að tryggingafélagið skyldi vilja láta reyna á þessi álitaefni," sagði Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson, lögmað- ur Kolbrúnar Sverrisdóttur og barna hennar í Æsumálinu, þeg- ar fyrir lá að hann hefði unn- ið fullnaðarsigur - í skaðabótamáli á hendur útgerð Æsu ÍS. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir Kolbrúnu og börnin að mál- inu skuli vera lokið með þessum hætti og þau fái réttmætar bætur. Dómurinn lagði sönnunarbyrði á útgerðina vegna breytinga á skip- inu og niðurstaðan hvetur alla út- gerðarmenn og sjómenn til að standa löglega að breytingum skipa sinna. -rt „Ég vil bara óska Kolbrúnu til hamingju. Hún er kjarkmikil kona sem hefur barist af mikilli einurö fyrir bættu öryggi sjómanna," segir Ragnhildur Hjaltadóttir, formaður siglingaráðs, um þá niðurstöðu Hér- aðsdóms Vestfjarða að dæma Kol- brúnu Sverrisdóttur og bömum hennar fullar bætur í Æsumálinu. Kolbrún sem missti mann sinn og fóður þegar Æsa fórst á Amarfirði fær 7 milljónir króna í bætur standi dómurinn. Kolbrún hef- ur varla haft undan að taka við hamingju- óskum vegna sigursins og henni hafa borist kveðjur hvaðanæva að. Sjómenn á hafi úti hafa sent henni blómaskreyt- ingar og hlýj- ar kveðjur í þakklætis- skyni. Æsumálið hefur vakið þjóðarathygli og um- ræðan í kringum það hefur skilað m.a. því að Rannsóknarnefnd sjó- slysa hefur verið stórefld. Þá hefur nefndin fengið sitt eigið aðsetur en áður heyrði hún beint undir sam- gönguráðherra. Ragnhildur sem átt hefur sæti í Rannsóknamefnd sjó- slysa segir baráttu Kolbrúnar hafa skilað miklu. „Sem dæmi má neftia að framlög til rannsókna sjóslysa hafa verið stóraukin á undanförnum árum,“ segir Ragnhildur. -rt Kolbrún Sverrisdóttir ásamt yngri börnum sínum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. stuttar fréttir Ráögjöf í forsjármálum Karlanefhd Jafn- réttisráðs hefur sent frá sér frétta- tilkynningu, þar sem fagnað er ákvörðun Sólveigar Pétursdóttur dóms- málaráðherra um að gerð skuli tímabundin tilraun með ráðgjöf í forsjár- og umgengnis- málum fyrir foreldra sem standa í skilnaði eða sambúðarslitum. Nefnd- in telur .aö skortur á slíkri ráðgjöf hafi leitt af sér margar ertiðar for- ræðisdeilur. Brotnaöi og rotaðist Lögreglunni í Reykjavík barst til- kynning um Neyðarlínuna á sjöunda tímanum í gærkvöldi um mótor- hjólaslys i Mosfellsdal. Piltur á rallykrosshjóli haíði verið á ferð um Stardal og síðan verið í tor- færuakstri í Mosfellsdal. Að sögn lög- reglu virðist sem maðurinn hafi dott- ið og rotast, en vaknað nokkur seinna og hringt þá í Neyðarlínu í gegnum GSM-síma. Vissi pilturinn þá ekki hvar hann var staddur, en gat leiðbeint lögreglu- og sjúkraliði með því að lýsa lit á þaki húss sem hann sá í fjarska. Þurfti hjálparlið að fara yfir á og torfæra leið að piltin- um sem reyndist vera fótbrotinn og var hann fluttur á slysadeild. Forstjóri Osta- og smjör Á fúndi sfjómar Osta- og smjörsöl- unnar sf., sem hald- inn var 1. október, var ákveðið að ráða Magnús Ólafsson sem forstjóra Osta- og smjörsölunnar frá og með næsta aðalfundi fyrirtæk- isins, þann 4. mars árið 2000. Núver- andi forstjóri, Óskar H. Gunnarsson sem hefur gegnt starfmu um árabil, lætur af daglegri stjóm fyrirtækisins frá og með sama tíma. Hann mun sinna sérverkefnum fyrir Osta- og smjörsöluna út árið 2000. 474 kamrar 474 kamrar verða á Kristnitökuhá- i tíðinni á næsta ári. Samkvæmt út- :i reikningum kristnitökunefndar er ? nauðsynlegt að hafa 474 kamra á Kristnitökuhátíðinni á næsta ári. j Þetta em mun fleiri kamrar en vora a Lýðveldishátíðinni fyrir 5 árum. Þá vora alltof fáir kamrar og biðraðir mynduðust. Bylgjan greindi frá. Hætt aö blása Borholan við Kleifarvatn, sem oft j hefur verið nefnd túristaborholan ; eða stundum drottningarhola, hætti að blása aðfaranótt sunnudags. Hún | er talin hafa blásið óslitið frá því þama var borað fyrir meira en 4 ára- \ tugum. Hugsanleg skýring er að hol- an hafið hrunið saman en önnur ' skýring gæti verið sú að þama hafi . orðið landbreytingar eöa sprungu- * hnik sem sé ástæða þess að dregur úr jarðhitavirkninni á þessu svæði. Örvar til umhverfismats Hrafnkell A. Jónsson, umhverf- isvemdarsinni á Austurlandi, telur að ný frummats- skýrsla Nýsis hf. um umhverfisáhrif álvers á Reyðarfirði | ætti að örva menn til að láta fara jj fram lögformlegt umhveríismat á | Fljótsdalsvirkjun. Skýrslan lýsir já- \ kvæðum áhrifum á flestum sviöum. j Hrafnkell segir að fóik sem vilji láta - fara fram umhverfismat sé ekki að | biðja um það til að stöðva frarn- j kvæmdir, heldur séu þetta eðlileg | vinnubrögð í nútímasamfélagi. Hann segir að skýrslan sanni að ekki þarf að hræðast niðurstöður umhverfis- j mats á Fljótsdalsvirkjun. Bylgjan í greindi frá. Fínn miðill og Sjónvarpið 1 gær kl. 15 var undirritaður sam- starfssamningur milli Fíns miðils og Sjónvarpsins sem kveður á um að út- varpsstöðvar þær sem heyra undir Finan miðil munu á daginn vera með kynningu (teaser) á þeim frétt- um sem helstar verða í fréttatíma Sjónvarpsins á kvöldin. Viðskipta- blaðið greindi frá. -ÞA/Hkr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.