Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 27 ff| Wikamál „Hvernig hefur hún dóttir mín það? Ég hef hvorki séð hana né Frederic síðan þau fóru úr borginni eftir að hafa selt þér veitingahúsið og diskótekið fyrir ári?“ Þessa spurningu lagði Claude Girard fyrir Alfredo Stranieri í nóvember 1998, en hann var þá orðinn eigandi veit- ingahússins Oasis og diskóteksins New Love í Viry-Chatillon utan við París. Girard, sem var sextíu og fimm ára, átti þrítuga dóttur, Nathalie, en sambýlismaður hennar var Freder- ic Adman, fimmtíu og fimm ára. Af frásögn Stranieris höfðu þau Nathalie og Frederic ætlað að fara í skyndi til annars lands eftir að hafa selt eignir sínar, og sagði hann það hljóta að vera skýringuna á því að þau hefðu ekki kvatt Girard og konu hans. Vonbrigði Girard-hjón tóku því ekki vel að dóttir þeirra hefði farið úr landi án þess að kveðja. í fyrstu fannst þeim þessi framkoma móðgandi en síð- ar urðu þau æ vonsviknari því þeim fannst til- litsleysið vart skiljanlegt. Nathalie hefði alltaf sýnt þeim tillitssemi og hafði hringt til þeirra að minnsta kosti einu sinni í viku. Þá hafði hún heimsótt þau í Bordeaux með nokkuð jöfnu milli- bili. Stranieri var eini tengiliður Gir- ard-hjóna við dóttur þeirra ef hægt var þá í raun að nefna hann það því hann var ekki í neinu sambandi við þau lengur. Hann hafði aðeins keypt eignir þeirra. Engu að siður fór Gir- ard nokkrar ferðir frá Bordeaux í S- Frakklandi til Viry-Chatillon til þess að reyna að fá fréttir af dóttur sinni. 1 hvert sinn sagði Stranieri honum einhverja sögu sem átti að skýra fjarveru þeirra og þögn. Viry-Chatillon, endurtók Stranieri sögu sína um að þau Nathalie og Frederic væru erlendis og vildu ekki láta trufla sig. Girard þóttist hins vegar greina vissa tregðu í fari Stranieris, ítala sem var dökkur yfirlitum og ætt- aður frá Kalabríu. Hann reyndi engu að síður að vera þægilegur við Girard og bauð honum upp á ókeypis drykk. En í þau skipti sem Girard borðaði hjá honum fékk hann alvar- leg magaköst. Girard fannst nýi veitingahúseigandinn stöðugt grun- samlegri, en hélt engu að siður sam- bandi við hann, enda var hann í raun sá síðasti sem virtist hafa séð þau Nathalie og Frederic. Stranieri, fyrir miðju, eftir hand- tökuna. Ný saga Þegar Girard kom til Stranieris í nóvember 1998 til að reyna að afla frétta af dóttur sinni fékk hann að heyra þetta: „Ég hitti hana af tilviljun á Gare de Lyon járnbrautar- stöðinni í París. Hún er búin að eignast son og bað að heilsa ykkur. Til ham- ingju.“ Síðan opnaði hann kampavíns- flösku. En Girard fór án þess að bragða á víninu. Honum fannst sögur veitingahús- eigandans vera orðnar það vafasam- ar að hann fór til lögreglunnar sem hóf rannsókn. Stranieri var yfir- heyrður, en hann sagði þá að þau Nathalie og Frederic hefðu ákveðið að vera erlendis i ár sér til hvíldar. Nokkru síðar kom í ljós að Stranieri hafði látið fara fram við- gerðir og lagfæringar á diskótekinu. Fyrir það hafði hann greitt með ávísunum frá Nathalie og Frederic. Þá kom í ljós að hann hafði einnig Fyrirætlunin Það var i september 1996 sem Nathalie hóf sambúð með Frederic. Þá lét hún foreldra sína strax vita. Þeir heimsóttu þau og leist vel á Frederic. Skömmu síðar tilkynnti Nathalie þeim að hún hefði ákveðið að selja veitingahúsið og diskótekið og flytjast til Bordeaux-héraðs þar sem loftslag er mildara. Yfir þessu glöddust foreldrar hennar því þá myndi hún og sambýlismaðurinn koma oftar í heimsókn. Nathalie og Frederic settu auglýs- ingu í blað. Stranieri sneri sér til þeirra og bauðst til að borga jafn- virði um þrjátíu milljóna króna fyr- ir fyrirtækin tvö. Þaö var í raun meira en þau höfðu vænst að fá fyr- ir þau. Eftir að tilboðið lá fyrir til- kynnti Nathalie foreldrum sínum að þau Frederic kæmu brátt í heim- sókn. En þau komu ekki og Girard hringdi i Stranieri til þess að leita frétta af þeim. Misvísandi upplýsingar Stranieri sagði í fyrstu að þau Nathalie og Frederic hefðu farið til S-Frakklands. Nokkru siðar hélt hann því svo fram að þau hefðu far- ið til erlends ríkis og sagði þá: „Þau höfðu samband og sögðust hafa það gott. Þau báðu mig fyrir kveðju til ykkar en tóku fram að þetta væri eins konar hvíldarár og þau vildu engan láta trufla sig, ekki einu sinni ykkur." Nokkru síðar, er Girard fór til notað ávísanir frá þeim við inn- kaup. Frekari könnun á fjárreiðum hans leiddi síðan í ljós að hann hafði aldrei greitt umsamið and- virði veitingahússins, jafnvirði þrjátíu milljóna króna, inn á banka- reikning Frederics Admans. skiptavina sinna, Simon Cohens. Þegar Cohen reyndi að hindra stuld- inn skaut Stranieri hann í magann með rifQi. Cohen hélt lífi, en Strani- eri flúði og lýsti franska lögreglan nú eftir honum. í febrúar kom Stranieri til Aveyron í S-Frakklandi undir nafni bróður sina, Marios. Hann hafði þá séð auglýsingu í fasteignablaði þar sem sveitakrá, La Bourriate í Bez- de-Nausac, var sögð til sölu. Gengið frá kaupum Eigandi krárinnar var Nicole Rousseau, fimmtíu og fimm ára. Hún bjó með Claude Mauly, sextíu og eins árs, og hafði tekið þá ákvörðun að hætta kráarrekstrin- um til að geta lifað rólegra lífi. Þann 12. apríl var kaupsamningur undirritaður og skyldi söluverðið vera jafnvirði eitt hundrað og tuttugu milljóna króna. Daginn sem samningurinn var undirritaður hurfu þau Nicole og Claude. Stranieri fluttist í krána með ástkonu sinni og brátt var hann farinn að aka um á bílum fyrr- verandi eigenda. IfUTlSl Það ^a áUp aö hvarf sambýlisfólks- ins vekti athygli þeirra sem til þekktu. Það hafði engan kvatt, aðeins horfið þegjandi og hljóðalaust. Fáir undruðust hið skyndilega hvarf þó meira en dóttir Nicole, Corine, sem bjó með manni sínum skammt frá kránni. Hún hélt á fund Stranieris og spurði hvað hann gæti sagt sér af móður hennar og sambýlismanni hennar. Hann svaraði því til að hann hefði ekið þeim á járbrautarstöðina. Þau hefðu þá verið á leið til óþekkts staðar þar sem þau ætluðu að hvíla sig í eitt ár. Skotárás Það sem nú var komið fram vakti alvarlegar grunsemdir en þessar upplýsingar nægðu þó engan veginn til málsóknar eða ákæru fyrir manns- hvörf. í janúar í ár gerðist hins vegar sá atburður sem átti eftir að vekja enn meiri grunsemdir um hugsanlegan þátt Stranieris í hvarfi þeirra Nathalie og Frederics. Þann 4. janúar reyndi Stranieri að stela Jaguar-bíl af einum við- Hringurinn þrengist Corine og maður hennar héldu þegar í stað á fund lögreglunnar og létu lýsa eftir þeim Nicole og Claude. Þann 22. júní yfirheyrði lög- reglan Stranieri i kránni og ekki leið á löngu uns í ljós kom að þar fór sá sem var eftirlýstur vegna morðtilraunarinnar við Cohen og gat tengst hvarfi þeirra Nathalie og Frederics. að reiða út jafnvirði samtals um eitt hundrað og fjörutíu milljóna króna. Þá fundust líkin við eignirnar sem hann hafði keypt. Þessi mál eru ekki þau einu sem geta leitt til dóms yfir Stranieri. Hann er einig grunaður um að hafa myrt bróður Frederics, en hann var eigandi kaffihúss í Ivry, útborg Par- ísar, en það hafði Stranieri einnig keypt. Þá er hann grunaður um að hafa stundað viðskipti með stolna Hringurinn um Stranieri tók nú að þrengjast. Síðdegis 19. júlí fund- ust mannabein rétt við veitingahús- ið í Viry-Chatillon. Rannsókn leiddi í ljós að þau voru jarðneskar leifar Nathalie Girard og Frederics Adm- an. Daginn eftir fann lögreglan lík þeirra Nicole Rousseau og Claudes Mouly við krána í Bez-de Naussac. Morðákæra Stranieri neitar að vera sekur um morðin fjögur. Margt bendir hins vegar til sektar hans. Manneskjurn- ar fjórar hurfu eftir að hann hafði gert kaupsamninga við þær og átti bíla. Loks má geta þess að franska lögreglan kannar nú hvort hann kunni að tengjast hvarfi fleiri veit- ingahúseigaenda sem hann hafi gert kaupsamninga við. Tilviljun? Málið þykir skuggalegt. Ef Strani- eri hefur gert allt það sem hann er grunaður um er hann kaldrifjaður. Þá yrði hins vegar ekki um hann sagt að hann hafi skipulagt glæpi sína á þann hátt að hann gæti talist öruggur um að hinn langi armur réttvísinnar næði ekki til hans. Ljóst er að kanna mátti hvort greiðslumar sem hann skuldbatt sig til að inna af hendi við kaup fyrir- tækjanna vom inntar af hendi eða ekki, því þær ættu auðvitað að koma fram í bókhaldi þeirra og væntanlega einnig sem færslur inn á bankareikninga seljendanna. í skrifum ytra hefur hins vegar verið bent á að hugmyndin að baki öllu saman kunni að vera komin úr gamalli franskri kvikmynd, Rauðu kránni, farsa með gamanleikaran- um Fernandel. Þar er aðalsöguhetj- an, dulbúin sem munkur, látin myrða fólk i sveitakrá í þeim til- gangi að komast yfir hana. í framhaldi af öllu þvi sem komið er fram sagði í einum skrifum um málið: „Ef Stranieri er sekur er ljóst að réttur dagsins í veitingahúsun- um hans var morð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.