Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 16. OKTOBER 1999 Vetrarmaraþon 23. október: Nokkrir tugir hlaupara stefna að þátttöku Vetrarmaraþon nálgast óðfluga og þegar þessar línur birtast er aðeins vika þar til hlaupið fer fram. Hlaupaleiðin verður sú sama og í fyrra en fyrirkomulagið er að nokkru breytt. „Áfram verð- ur parakeppni en þeir sem ætla að verða með í henni hlaupa aðeins hálft maraþon, konan og karlinn hvort sinn helming hlaupsins. Ekki verður hægt að hlaupa alla vegalengdina og láta helming hennar gilda sem tíma í para- keppninni,“ segir Pétur Frantz- son, formaður Félags maraþon- hlaupara. Ræst verður í hlaupið klukkan 10 um morguninn við Ægisíðu. Búist er við ágætri þátttöku að þessu sinni. „Það kæmi ekki á Fram undan... Október 23. Vetrarmaraþon n Hefst kl. 10.00 við Ægisíðu í Reykjavík. Vegalengd er mara- þon með tímatöku. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapen- ing. Verðlaunaafhending klukk- an 15.00 í Vesturbæjarlaug. Af- hending keppnisgagna og pasta- |f veisla í Mjódd hjá Námsflokk- 1 um Reykjavíkur fóstudaginn 22. okt. kl 20.00. Upplýsingar gefur Pétur I. Frantzson í síma j 551 4096 og símboða 846 1756. Nóvember 13. Stjörnuhlaup FH n Hefst kl. 13.00 við iþróttahús- ið Kaplakrika, Hafnarfirði. Vegalengdir, tímataka á öllum ' vegalengdum og flokkaskipting bæði kyn. 10 ára og yngri (600 | m), 11-12 ára (1 km), 13-14 ára (1,5 km), 15-18 ára (3 km), 19-39 ára, 40 ára og eldri (5 km). All- 1 ir sem ljúka keppni fá verð- laun. Upplýsingar gefur Sigurð- ur Haraldsson í síma 565 1114. Desember 4. Álafosshlaup n Hefst við Álafosskvosina í Mosfellsbæ. Skráning á staðn- : um og búningsaðstaða við ; sundlaug Varmár frá kl. 10.30. ; Vegalengdir 3 km án tíma- töku, hefst kl. 13.00, 6 km, hefst kl. 12.45, og 9 km, hefst kl. 12.30, með tímatöku. Allir sem ljúka keppni fá verð- launapening. Útdráttarverð- laun. Upplýsingar gefur Hlyn- ur Guðmundsson í síma 566 8463. 31. Gamlárshlaup ÍR n Hefst kl. 13.00 og skráning frá kl. 11.00. Vegalengd. 10 km með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn. 18 ára og yngri, 19-39 ára, - 40-44 ára, 45-49 ára, 50-54 ára, 55- I 59 ára, 60 ára og eldri. Upplýs- ; ingar gefa Kjartan Ámason í ;; síma 587 2361 og Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. Vefsíða Reykjavíkur maraþons http://WWW.TOTO.IS/RMAR Netfang Reykjavíkur maraþons RMAR@TOTO.IS óvart þó keppendur yrðu á bilinu 30-50 manns. í undanförnum keppnum hefur aðeins ein kona, Bryndís Svavarsdóttir, keppt í heilu maraþoni en nú er útlit fyr- ir að þrjár konur muni hlaupa alla leiðina," segir Pétur. Hann benti á að aðalfundur Félags maraþonhlaupara færi fram dag- inn ftrir hlaup, föstudaginn 22. október klukkan 20.00. Fundar- staðurinn er húsnæði Náms- flokka Reykjavíkur í Þönglabakka í Mjóddinni. Stefnir í átjánda mara- þonið Konum sem leggja að baki heilt maraþon fjölgar stöðugt hér á landi. Ein er þó sú kona sem ber ægis- hjálm yfir allar aðrar í þeim efnum. Bryndís Svavarsdóttir hefur til þessa lagt að baki 17 maraþonhlaup og stefnir að átjánda hlaupinu í næstu viku. Að auki hefur Bryndís hlaupið Laugaveginn nokkrum sinnum. Bryndís, sem fædd er árið 1956, hefur verið iðin við kolann á þessu ári. „Frá þvi í apríl á þessu ári hef ég hlaupið ein 6 maraþonhlaup, um það bil eitt í hverjum mánuði. Ég er nýkomin frá Englandi þar sem ég tók þátt í maraþonhlaupi í Notting- ham (26. september),“ segir Bryndís. Til viðbótar þessum 6 hlaupum var Bryndís meðal þátttakenda í Laugavegshlaupinu í júlímánuði. Hún hefur verið dugleg að sækja borgarhlaup um allan heim frá ár- inu 1995. „Fyrsta borgarhlaupið mitt var í Stokkhólmi árið 1995. Sama ár hljóp ég einnig heilt mara- þon í Dublin en lét mér nægja eitt borgarhlaup árið á eftir (New York). Árið 1997 fór ég í tvö borgarhlaup, í Kaupmannahöfn og á Möltu. í fyrra gerði ég víðreist, fór fyrst í borgar- hlaupið í Búdapest og tók síðan þátt í Honolulu-hlaupinu á Hawaii. Það var mikið ævintýri. Á þessu ári hef ég tekið þátt í tveimur borgarhlaup- um í sama landinu, London og Nott- ingham." Ætla mætti að Bryndís hefði verið algjörlega laus við meiðsli á ferlinum að afreka slíkt. Því er þó alls ekki þannig varið því Bryndís hefur átt við meiðsli að stríða síð- astliðin tvö ár. „Ég er búinn að glíma við lausa mjaðmagrind, grindarlos, um nokkurt skeið sem angrar mig sífellt. Ég er orðin ansi þreytt á þessu en þessi vandamál hafa þó ekki megnað að stöðva mig ennþá frá hlaupunum," segir Bryn- dís. Bryndís, sem er húsmóðir, seg- ist ekki æfa neitt sérstaklega mikið þó að hún hafi nægan frítíma til æfinga. „Ég hef verið að hlaupa svona 50-60 km á viku sem þykir ekki mikið." -ÍS Víðavangshlaup Islands 9. október 1999: Góð þátttaka Þátttaka var góð í Víðavangs- hlaupi Islands sem fram fór 9. októ- ber síðastliðinn. Þar voru margir þekktir hlauparar landsins meðal þátttakenda, eins og systumar Martha og Bryndís Ernstsdætur, Sveinn Margeirsson, Daniel Smári Guðmundsson, Amaldur Gylfason og Guðmann Elísson, svo einhverjir séu nefndir. í Víðavangshlaupi íslands er keppt i styttri vegalengdum, styst 1 km og lengst 8 km í flokkum fullorð- inna. Keppt var bæði í einstaklings- og flokkakeppnum. í flokki stelpna 12 ára og yngri (1 km) varð Sóley Emilsdóttir (UBK) hlutskörpust á 3,18 mínútum en á hæla henni kom Berglind Óskarsdóttir (Fjölni) á 3,20 mínútum. í sama aldursflokki stráka varð Haukur Lárasson (Fjölni) fyrstur í marki á 2,55 mínút- um en næstur á eftir honum varð Sigurður Lúðvík Stefánsson (Fjölni) á 3,02 mín. Yngri flokkar í flokki telpna 13-14 ára varð Rakel Ingólfsdóttir (ÍR) fyrst í mark í 1 km hlaupi á 2,59 mín. Hólmfríður Katla Ketiisdóttir (UMSE) varð í öðru sæti á 3,09 mín. Sveinn Elías Jónsson (UMSE) varð fljótastur pilta í þessum aldursflokki á 2,51 mín., en á hæla honum kom Sigurkarl Gústavsson (UMSB) á 2,57 mín. Anna Kaspersen (UBK) varð fyrst í flokki meyja (15-16 ára) í 1,5 km hlaupi á 7,14 mínútum en Fanney Blöndal Kjartansdóttir (Víkingi) kom á sama tíma í mark, sjónar- mun á eftir. Piltar í sama aldurs- flokki hlupu 3 km. Ólafur Mar- geirsson (UMSS) varð þar hlut- skarpastur á góðum tíma, 11,51, en Björgvin Víkingsson (FH) náði öðru sætinu á 12,27 mín. 17-18 ára Drengir 17-18 ára hlupu einnig 3 km. Þar varð Stefán Ágúst Haf- steinsson (ÍR) fyrstur i mark á tímanum 11,59, en Daði Rúnar Jónsson (FH) náði öðra sætinu á 12,41 mín. Það kom fáum á óvart að systumar Martha og Bryndís Emstsdætur (ÍR) skyldu ná tveim- ur fyrstu sætunum í flokki kvenna í 3 km. Martha hljóp á 12,23 mínútum en Bryndís á 13,34 mín. Karlar Sveinn Margeirsson (UMFT) varð öruggur sigurvegari í flokki karla í 8 km á tímanum 27,09 min- útum. Á hæla honum komu nokkrir ÍR-ingar, Daníel Smári Guðmundsson kom í mark á 28,34 mín., Amaldur Gylfason á 30,46 mín. og Guðmann Elísson á 30,49 min. Guðmann fékk einnig tíma sinn skráðan i öldungaflokki (40 ára og eldri) þar sem hann varð fyrstur. Ingvar Garðarsson (HSK) varð annar í þeim flokki á 33,49 mín. A-sveit UMSE vann sigur í svk. stelpna, A-sveit Fiölnis í svk. stráka, A-sveit UMSE í svk. telpna, A-sveit UMSE í svk. pilta, A-sveit FH í svk. drengja og A- sveit ÍR í svk. karla. -ÍS imm 45 Á þessum tíma árs er allra veöra von og vissara að vera vel búinn. Vetrar- maraþonið fer fram laugardaginn 23. október. _________ Norðurlandameistaramótið í Karate I ÚTILÍF The Nordic Open Karate Championship 1999 Glasiba - Slmi 581 2922 Danmörk Finnland Noregur ísland Svíþjóð Eistland N-írland Skotland erískir darstólar Hvíldarstdll úr leðri kr. 65.900,- TILBOÐ L r Kósý V* Húsgögn HvíldarstóH úrtaui kr. 39.900,- Símmúla 28 - 108 Reykjavík - Sími 588 0606
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.