Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999
Með rútu eða lest vítt og breitt um Evrópu:
/ ______r a i /
ferðamátinn
Á heimasíðu Ferðaskrifstofu
stúdenta hefur nýlega verið bætt
inn nýjum tengingum sem gera
fólki kleift að skoða ítai'lega áætlan-
ir og verðflokka hjá járnbráutum og
rútufyrirtækjum í Evrópu. Mögu-
legt er að skoða áætlanir langt fram
í tímann og því auðhlaupið að
skipuleggja langferð um Evrópu
heima í stofu. Að sögn Ingu Engil-
berts hjá Ferðaskrifstofu stúdenta
njóta Interrail-ferðimar alltaf vin-
sælda meðal unga fólksins en einnig
meðal æ fleiri af eldri kynslóðinni.
Kortin gilda nú fyrir alla aldurs-
hópa en eru lítið eitt dýrari fyrir þá
sem eru eldri en 26 ára. „Þeir skipta
hundruðum sem fara á okkar veg-
um með lestar- eða rútupassa til
Evrópu á ári hverju. Það eru marg-
ir sem halda að Interrail-kortin séu
bara fyrir unga fólkið en svo er alls
ekki. Við sjáum æ fleiri af eldri kyn-
slóðinni nýta sér þennan ferðamáta
og kannski ekki síst þegar rútuferð-
ir eru annars vegar. Við höfum lagt
mikla áherslu undanfarið á að
kynna rútuferðir um Evrópu en
þær eru ódýrasti ferðamátinn og
töluvert ódýrari en lestaferðir.
Rútuferðalög í Evrópu eru þægileg
og fólk er ekkert endilega lengur á
milli staða en ef það færi með lest,“
segir Inga.
Ferðamenn eru sínir eigin herrar þegar ferðast er með iest eða rútu um Evr-
ópu og geta heimsótt eins marga staði og þeir hafa krafta til.
Stærsta rútunetið
Eurolines er stærsta rútunet sem
til er í Evrópu og er Eurolines-
rútupassinn einn ódýrasti ferða-
máti sem völ er á. Hægt er að velja
30 eða 60 daga passa sem gildir fyr-
ir alla aldurshópa. Með passanum
er síðan hægt að ferðast á milli 49
borga í 21 landi; allt frá TaUin til
Madrid, frá Glasgow til Rómar, svo
eitthvað sé nefnt. Dæmi um verð á
rútupassa er 19.200 fyrir 30 daga
kort sem ætlað er farþegum yngri
en 26 ára og eldri en 60 ára. Þeir
sem eru þar á milli greiða 23.800 fyr-
ir kortið.
Á heimasíðu Ferðaskrifstofu
stúdenta er hægt að fá gagnlegar
upplýsingar á íslensku um bæði
lestar- og rútuferðir; einnig er hægt
að tengjast stærri síðum um seuna
efhi úti í heimi.
49
| Odýr
heimagisting
ÍLondon er ein vinsælasta ferða-
mannaborg Evrópu og hefur lengi
notið mikilla vinsælda meðal *ís-
lenskra ferðalanga. Hótel i borginni,
einkum miðsvæðis, þykja langt frá
því að vera ódýr en fyrir þá sem
j setja gistikostnaðinn fyrir sig er
vert að minna á fyrirtækið London
Bed & Breakfast, sem sérhæfir sig í
að finna ódýra heimagistingu fyrir
: feröamenn. Það er síður en svo flók-
ið að kynna sér heimagistingu í
London því á heimasíðunni
| www.londonbb.com er að finna ítar-
legan lista yfir heimagistingu í öll-
um hverfum borgarinnar. Fólk velm-
| fyrst eftir því hversu mikið það vill
borga fyrir gistinguna og síðan
hverfi sem er ákjósanlegt að búa í.
Algengt verð í miðborg London er í
kringum 3000 krónur fyrir nóttina
sem er töluvert ódýrara en gisting á
flestum hótelum á sömu slóðum
kostar. Hægt er ganga frá bókuninni
á Netinu.
Jarðvegsþjöppur
Allar stærðir,
bensín eða dísil.
Einnig „hopparar"
góðu
verði!
Sfmi 568 1044
BQMRG
KLAUSTRÍD I
.Klapparstíg!
IBYLGJANI
Taktu
ww.visir.is.
Á síöasta ári þessa árþúsunds kanna DV,
Bylgjan, Vísir.is og SS hverjir þaö eru
aö mati íslendinga sem skarað hafa fram
úr og hvaöa atburðir hafa sett hvaö
mestan svip á síðustu 1000 árin
í sögu íslands.
Nú stendur yfir val á
Bókmenntaverki árþúsundsins
lýkur því
innudaginn 17. október.
Eftirtalin bókmenntaverk
fengu flestar tilnefningar:
Atómstöðin
Egilssaga
Hávamál
Heimskringla
Heimsljós
íslandsklukkan
Njála
Passíussálmarnir
Salka Valka
Sjálfstætt fólk
Bókmenntaverk árþúsundsins