Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 UV Bðtal Við erum ekki með galdralausnir Fyrir mér var afi 1 tölu heilagra manna fremur en jarðneskra. Síminn hjá honum var lengi vel 4777 og síðan 14777 og ég var alltaf viss um að sím- inn í himnaríki væri 777. Ég var klár á því, svo fremi að það væri sími í himnaríki," segir Einar Logi Einars- son grasalæknir þegar hann minnist afa síns, Erlings Filippussonar, sem einnig var grasalæknir og hafði lært þá kúnst af móður sinni, Þórunni. Það er óhætt að segja að grasalækn- ingar erfist í ætt Einars Loga því móð- ir hans - og dóttir Erlings - er Ásta sem gjaman er kölluð „Ásta grasa“ og hefur hjálpað þúsundum manna með seyðum sínum og smyi'slum, jafnvel eftir að aðrir græðarar voru orðnir úr- ræðalausir. í dag er Einar Logi tekinn við fyrir- tækinu og þegar hann er spurður hvað það heiti er svarið: „Einar Logi Einars- son.“ Svo er þetta ekki einu sinni fyr- irtæki. Einar starfar að því, ásamt tveimur systkinum sínum, að tina grös og þurrka, sjóða seyði og blanda og halda lifandi þeirri gríðarlegu þekk- ingu og hefð sem fjölskylda hans hefur mótað kynslóð eftir kynslóð. Hann þvertekur þó fyrir að hafa verið undir þrýstingi frá móður sinni um að taka við hefðinni og segir að grösin og allt sem þeim viðkemur hafi vakið hjá honum mikinn áhuga þegar á bams- aldri. „Ég er búinn að vera eins lengi og ég man eftir mér skríðandi úti í móa að tina grös, allt frá þvi að mamma var að hjálpa afa við þetta,“ segir Einar Logi sem hefur starfað af fullri alvöm við grasalækningar frá því um 1970-1972 og segist þvi bráðum eiga þrjátíu ára starfsafmæli. Rukkum fólk ekki fyrir viðtals- tíma Þau systkinin em til skiptis i mót- tökunni inni í Samtúni, svara í síma, tala viö fólk um allt land, senda seyði um allar trissur og hver sem er getur gengið inn til þeirra til að leita bóta á meinum sínum. „Það er ekkert þungt bókunarkerfi hjá okkur og það kostar ekkert að korna," segir Einar Logi. „Við höfum aldrei rukkað fólk fyrir viðtalstíma." Er þá ekki mikil traffik hjá ykkur? „Stundum. Þetta hefur verið nokkuð jafnt og þétt hjá okkur i gegnum tíðina en það er ekkert extra útkail hjá lög- reglunni tO að stjóma umferðinni fyr- ir utan húsið hjá okkur. Þetta er í rauninni þannig að fólk er að koma til okkar kynslóð fram af kyn- slóð, rétt eins og við erum að vinna héma kynslóð fram af kynslóð. Ég man til dæmis eftir því að það kom til mín gömul kona fyrir fimmtán árum sem hafði fyrst fengið seyði hjá langömmu minni." En hvers konar sjúkdómar koma inn á borð hjá grasalæknum? „Við eram mest að fást við þessi krónísku vandamál sem heilbrigðis- kerfið ræður ekki við; magabólgur, ristilkrampa, háar magasýrur, blöðra- bólgu og svo framvegis. Það nægir ekki að taka lyf við þeim. Það þarf að taka á þeim eins og matarkúr og lik- amsrækt. Þetta er eitthvað sem verður að byggja upp á löngum tíma. Við eram ekki með neinar galdralausnir. Oft er það þannig að fólk er búið að ganga með krónísk vandamál í nokk- ur ár þegar það kemur til okkar. Það hefur verið í alls kyns meðferðum, jafn- vel á sjúkrahúsum. Þá er algerlega óraunhæft að halda að það geti komið tii mín og orðið gott á einni viku. Algengast er að fólk þurfi að fara á kúr í þrjá til fjóra mánuði, jafnvel breyta um mataræði í leið- inni og getur þá þurft að taka út fæðutegundir sem era ertandi. Það er aðeins í einu til- felli sem má segja að grasalækningar séu skyndilausn. Það er í magakrampa hjá ungböm- um, enda er orðið algengt að hjúkranarfræðingar hjá ungbama- eftirlitinu vísi til okkar ijömum með þessar algengustu magakveisur. Við erum með seyði sem má gefa þeim strax á fæðingardeildinni." Jurtir sem eru álitnar illgresi í bók um Ástu, móður Einars Loga, sem út kom fyrir tiu til tólf árum, seg- ir hún frá löngum og oft erfiðum ferða- Þær skipta tugum, jurtategundirnar sem við tínum. lögum um land ailt til að tína grös. Þegar Einar er spurður hvort hann hafi haldið þeirri hefð að tína grösin sjálfur segir hann svo vera. „Enda þekki ég Holtavörðuheiðina betur en Laugaveginn í Reykjavík. Ég er búinn að fara oftar yfir þá heiði á seinustu árum en niður Laugaveginn.'* Hvaða grös ertu mest að tína? „Það má segja að það sé þverskurð- ur af flórunni. Við byrjum snemma á vorin, um leið og snjóa leysir, og svo er haldið áfram þangað til ekki er lengur hægt að komast að jarðveginum fyrir snjóalögum. Við tínum um allt land, allt frá fléttum upp í trjágróður. Þær skipta tugum, jurtategundirnar sem við tínum. Af sumum tínum við örfá kíló en hundrað kfióa af þeim sem tek- ið er mest af.“ Era þetta ekki gróðurspjöll? „Nei, ef þetta er gert á réttan hátt má líta á þetta sem ræktun. Við klipp- um jurtina en hreyfum ekki við rót- inni. Við förum á sömu staðina aftur og aftur og gróðurinn virðist bara aukast ár frá ári. Hins vegar sjáum við stundum að jurtir hafa verið rifnar upp með rótum. Þá hefur einhver ver- ið á ferð sem ekki kann að umgangast náttúrana og það er illt til þess að vita.“ Þær jurtir sem Einar og hans fjöl- skylda tína mest af era mjaðaijurt, vaiihumall og birki og síðan era það til dæmis rjúpnalauf. blóðberg og ljóns- lappi. „Við göngum að þessum plönt- um á ákveðnum stöðum,“ segir Einar og bætir því við að hér á landi sé tfi göúrlega mOiið af jurtum sem álitnar era Olgresi. „Þær fafia sjáifkrafa á haustin og þvi er ekki verið að ganga i neina sjóði.“ Sýklalyfjaónæmi Þessa dagana er mikið rætt og ritað um ónæmi sem heimsbyggðin virðist hafa þróað gegn sýklalyfjum. Hafið þið einhver ráð við því? „Það er griðarleg ofnotkun á sýkla- lyfjum, meira að segja við kvOlum sem þau virka ekki á en er ávísað - kannski tO að friða foreldra - tO dæm- is á kvef og aUs kyns flensur. Það er ótæpUeg notkun á því í gangi fyrir börn sem era að þroska sitt ónæmis- kerfi og alveg litið fram hjá því hversu varasamt er að grípa inn í þroskaferli ónæmiskerfisins sem er örast í þróun fyrstu fimm ár ævinnar og verður oft tO þess að böm era að fá ýmis auka- einkenni eins og þurrkbletti og ast- hma. Með þessu er verið að þróa sýkla- lyfiaónæmi, þ.e.a.s. stofn af sýklum sem er ónæmur fyrir lyfjum. Þetta get- ur orðið tO þess að þegar virkUega verður þörf fyrir sýklalyf gegn alvar- legum sjúkdómum - eins og er að koma í ljós með berklana í Rússlandi núna, þá virka þau ekki. Berklabakter- ían sem við stöndum írammi fyrir í dag er ónæm fyrir öUum sýklalyftum og ég er ekki viss um að við séum búin að bíta úr nálinni með það. Ég sé ekki hvemig við eigum að koma í veg fyrir að þessir berklar berist um aUa heims- byggðina." Eitt dæmi um ranga notkun sýkla- lyfta segir Einar Logi vera þegar þau séu notuð gegn sýkingum í sári og víst er að þar hefur hann nokkuð tO síns Einar Logi Einarsson grasalæknir hafði áhuga á lækningamætti jurta allt frá barnsaldri og nam þessa merkilegu kúnst af móður sinni og afa og segir hér frá helstu „remedíum" sem fjölskyldan hefur yfir að ráða, tii dæmis við flensu, magakveisum og brunasárum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.