Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Side 41
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
53
Aldamótaveisla með stæl:
Seldist upp
án auglýsinga
- tíu rátta matseðill á 32 þúsund á mann
íslendingar eru greinilega reiðu-
búnir að halda upp á aldamótin með
stæl hvenær sem þau kunna að
vera. Þegar Radisson SAS Hótel
Saga setti saman 10 rétta veisluseð-
il á gamlárskvöld og nýárskvöld
seldist upp í báðar veislumar án
þess að þyrfti að auglýsa. Samt kost-
ar veislan 32 þúsund krónur á
mann.
„Þetta eru að mestu leyti fasta-
gestir okkar héma i Grillinu. Þá á
ég við fólk sem borðar héma
nokkram sinnum á ári og hefur oft
borðað hér á gamlárskvöld,“ sagði
Hanna María Jónsdóttir markaðs-
stjóri í samtali við DV. 90 matar-
gestir rúmast í Grillinu hvort kvöld,
samtals 180 manns.
Veislumar fara þannig fram að
tekið verður á móti gestunum með
fordrykk kl. 19.00 en borðhaldið
hefst kl. 20.00. Rétt fyrir miðnætti
verður sérstök Qugeldasýning fyrir
gestina en útsýni frá áttundu hæð-
inni er afar gott. Eftir miðnætti
gefst gestum kostur á að fara á
dansleik í Súlnasal og hver gestur
fær gjöf frá Grillinu til minja um
kvöldið.
„Það verður ekkert hér í boði sem
hægt væri að hafa betra, ekkert
verður næstbest," sagði Paul Hend-
rik Remmer, veitingastjóri Radis-
son SAS hótelanna í Reykjavík.
Matur, umgjörð og andrúmsloft
verður fyrir fagurkera.
Radisson SAS Hótel Saga heitir
enn í vitund þjóðarinnar Hótel Saga
en upphaflega gekk húsið undir
nafninu Bændahöllin enda reist af
samtökum bænda og búnaðarsam-
banda til að skjóta þaki yfir höfuð
bænda í kaupstaðarferðum. Grillið
var opnað í ársbyrjun 1963 og var
ffá upphafi ætlað það hlutverk að
vera veitingastaður í fremstu röð.
Staðurinn hefur alltaf haldið fast í
þetta markmið sitt og hvergi hvikað
þótt tíðarandinn hafi sveiflast til.
Innréttingar í Grillinu eru enn með
sama sniði og þær voru árið 1963 og
Þeir bera ábyrgð á áramótaveislunni á Radisson SAS Hótei Sögu: Paul Henrik Remmer veitingastjóri, Agnar Sverr-
isson, yfirmatreiðslumaður í Grillinu og Hendrik Björn Hermannsson yfirþjónn í Grillinu.
bera tísku síns tima vitni. Hins veg-
ar hefur viðhorf manna farið í heil-
an hring og sennilega þykir dýra-
hringurinn í loftinu heldur flottari
nú en þá, sérstaklega vegna þess að
hann er upprunalegur.
-PÁÁ
Matseðillinn
Canapé
Veuve Clicquot Ponsardin
Ostrur og kampavín
Tattinger Brut
Humar með krabbaravioli og tómatconfit
Chablis Premier Cru „Fourchaume" 1996
Gæsaliffarterrine
Gewurztraminer Seign de Ribeupierre 1983
Steikt hörpuskel með smokkfiskörmum og bleksósu
Chablis Premier Cru „Fourchaume" 1996
Villisveppaseyði með trufflum
Sancerre 1998
Hreindýrahryggur með steinseljurót og ætiþistlagratíni
Cðte Rotie 1994
Hvítt súkkulaði með kókosffoðu
Fonseca 20 ára
Dessert anno 2000
Fonseca 20 ára
Kaffi, koníak og líkjör
Petits fours
Fagurlega skreyttir diskar með girnilegum réttum gera að verkum að veislan er einnig fyrir augað en ekki bara bragð-
laukana.
Á miðnætti skálað í Bollinger kampavíni
.
Lyftu upp tilverunni
Lyftidýnurnar frá Húsgagnahöllinni eru góð lausn
til að fullkomna hvíldina. Þær aðlaga sig að þínum
þörfum. Þú getur stillt höfða- og fótalag að eigin ósk,
þannig að líkaminn hvílist og endurnærist. Njóttu lífsins
útsofin og hvíld.
HUSGAGNAHOLUN
IDEGRAND
LYFTIDÝNA
Lúxusdýna moð
einstaka eiginleika.
Bólstraðui hækkan-
legur botn. Ralstýrð
stilling við höfða* og
♦ótalag. 1390 x 1.700 sin,
m Pocketljaðrir á
lennotra, Dynunni má
snOn.víð. Slerkt, vatt
stungið áklatðl sem
h.»Mjt er át) l>vo við
60 Moiðaþ.ylirdýna
og dynuhemlll fylgja.
Silni II) 8000