Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 29
JjV LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 íþróítir Meistaradeild Evrópu í gær var dregið í riðla fyrir 16- liða úrslitin í meistaradeild Evrópu. Eyjólfur Sverrisson og félagar í Herthu Berlín fá skemmtilegt verk- efni því með þeim í A-riðli keppn- innar eru Barcelona, Porto og Sparta Prag. Tvö efstu liðin komast í 8-liða úrsiit og möguleikar Herthu á því ættu að vera fyrir hendi. Evrópumeistarar Manchester United eru í B-riðli ásamt Valencia, Bordeaux og Fiorentina og þykja þeir nokkuð heppnir með dráttinn. í C-riðli eru Ámi Gautur Arason og félagar í Rosenborg í góðum fé- lagsskap með Real Madrid, Bayern Múnchen og Dynamo Kiev. í D-riðlinum eru svo Lazio, Chel- sea, Feyenoord og Marseille. Leiknar eru tvær umferðir fyrir jól og siðan er haldið áfram í lok febrúar. UEFA-bikarinn í gær var einnig dregið fyrir 3. umferð í UEFA-bikarnum og þar mætast eftirtalin lið: Parma - Sturm Graz Lyon - Werder Bremen Panathinaikos - Deportivo Bologna - Galatasaray Udinese - Leverkusen Lens - Kaiserslautern Spartak Moskva - Leeds Ajax - Real Mallorca Rangers - Dortmund Roma - Newcastle AEK - Mónakó Celta Vigo - Benfica Olympiakos - Juventus Wolfsburg - Atletico Madrid Arsenal - Nantes Slavia Prag - Steaua Nils Arne Eggen, þjálfari Rosenborgar, hefur haft ærna ástæðu til að fagna að undanförnu. Hann er hvergi bangínn við verkefnin sem fram undan eru. Reuter Gullöid í Þrándheimi - Rosenborg með 2,3 milljarða í hagnað af meistaradeildinni Norðmenn mala gull þessa dag- ana. Nú er það ekki olían í Norður- sjó sem gerir þá ríka, heldur er það knattspyrnufélagið í Þrándheimi, Rosenborg, sem mokar inn tekjum af þátttöku sinni í meistaradeild Evrópu. Rosenborg hefur staðið sig vel undanfarin ár en árangurinn nú er sá besti. Tekjur félagsins í ár nema nokkrum hundruðum milljóna króna og í heildina hefur meistara- deildin fært Rosenborg 2,3 milljarða króna í vasann undanfarin ár. Enda er félagið í sérflokki í Nor- egi, vann á dögunum meistaratitil- inn þar áttunda árið í röð og bikar- inn að auki. Getum unnið öll liðin Meira er í vændum því Rosen- borg á fyrir höndum leiki við Bay- ern Munchen, Real Madrid og Dyna- mo Kiev í meistaradeildinni. Og Norðmennirnir ætla ekki bara að vera með, þeir ætla enn lengra. „Við getum unnið öll þrjú liðin, og það er alls ekki fjarlægur mögu- leiki að komast alla leið í átta liða úrslitin," segir Nils Arne Eggen, þjálfari Rosenborg. Nils Johan Semb, landsliðsþjálf- ari Norðmanna, er ekki síður bjart- sýnn fyrir hönd Rosenborgar og seg- ir að liðið sé það næststerkasta í riðlinum. „Aðeins Bayern er með betra lið í dag, Rosenborg er sterk- ara en bæði Real Madrid og Dyna- mo Kiev. Möguleikar liðsins eru mjög góðir,“ segir Semb. Ámi Gautur Arason er annar markvarða Rosenborgar og hefur fengið góðar aukatekjur í vasann í haust eins og aðrir leikmenn liðsins. -VS Teitur ráðinn til Brann Teitur Þórðarson var í gær ráðinn þjálfari norska knattspyrnufél- agsins Brann. Skagamaðurinn snýr á kunnuglegar slóðir því Teitur þjálfaði Brann í þrjú ár, frá 1988 til 1990. Hann þjálfaði önnur norsk lið, Lyn, Grei og Lilleström, næstu fimm ár en hefur frá 1995 verið landsliðs- þjálfari Eistlands og jafiiframt þjálfað lið Flora Tallinn þar í landi. -VS veraid... Verd ádur 52.900.- UppþVOttavél LVP-25 Þú sparar kr. 18.000. - fyrir 12 manns, 2 hitastig (55/65 gráöjr) vatnsöryggi, rfi 23.900. m/textavarpi Otrúlegt werð - flðeins kr 20" LG sjónvarp með Black Hi-Focus skjá sem gefur einstaklega skarpa mynd. Hátalarar að framan, ACMC sjálfvirkur stöðvaleitari, 100 rása minni og innbyggðum tölvuleik. Fjarstýring og rafræn barnalæsing o.fl. Ótriilegt verö - Afleins kr. V J LG-videotækl 2 hausa Nýtt videotæki frá LG með frábærum myndgæðum. Long play afspilun og upptaka. NTC afspilun. Allarvalmyndir á skjá, fjarstýring, Video Doctorfsjálfbilanagreiningj barnalæsing o.fl. Þú gerir ekki betri kaup! Ódýrustu og fullkomnustu videotæki á íslandi .900.- LG-Hi-Fi videotæki 6 hausa Doctor(sjálfbilanagreining) o.fl. 'PERT er stærsta heimilis- og raftækjaverslunarkeðja í Evrópu - ekki aðeins á Norðurlöndum. RHK^ER/LUN ÍSLflNDS Lf - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.