Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 35
nærmynd « ? UV LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 Ég hef aldrei skipulagt neitt í sambandi viö minn listaferil. Þaö er eins og ég detti niður á réttu staöina. in þetta frábæra verk í London darferil hans og áhugamál. dansarnir samdir fyrir hundrað og fimmtíu árum og mér fannst ekki þörf á því að breyta öðru þar en sporum stóru dansaranna fjögurra. í þriðja þættinum hélt ég tvídansín- um en gerbreytti öðru, meðal ann- ars hléinu. Það er venjulega hlé í þeim þætti en ég tók þá ákvörðun að hafa það ekki, vegna þess að reynslan hefur kennt mér að þá fari alltaf einhver hópur út. Þá eru ör- lögin ráðin í ástarsögunni og aðeins niðurlagið eftir. Breytingarnar á þessum þætti eru svo miklar að það má segja að hann sé algerlega minn.“ Mikilvirkur danshöfundur Helgi hefur ekki einungis stjórn- að San Francisco-ballettinum í fjórt- án ár, heldur hefur hann á þessum tíma verið að hasla sér völl sem danshöfundur. Hann segist reyna að fmna tíma til að sameina þessa tvo þætti, að semja og stjóma og er far- inn að vinna meira með nútíma- verk en hann gerði áður. Hann seg- ist nota klassíska tækni en við nú- tímatónlist, því það gefi honum meira svigrúm. Tveir síðustu stóru ballettamir sem hann samdi voru með nútímatónlist en næsta verk- efni hans eftir að hann fer frá London, er að semja verk fyrir New York City Ballet. Þar notar hann tónlist Beethovens, píanókonsert no.l. Þegar Helgi er spuröur um þemað í þvi verki, segir hann: „Ég er enn ekki farinn að hugsa um það. Ég er að bíða eftir að kom- ast í stúdíó með dönsurunum, áður en ég ákveð það. Þetta verk verður sýnt í maí svo ég hef timann fyrir mér, en þetta var eini tíminn sem ég gat fengið mig lausan til að vinna með dönsurunum í stúdíói." Til London flaug Helgi frá Montr- eal í Kanada þar sem einmitt var verið að frumsýna verk eftir hann - rétt um það leyti sem hann flaug yfir ísland. „San Francisco ballett- inn fór frá Kanada á fimmtudag. Ég fór til Kanada á miðvikudeginum og var með ljósaæfmgar þá um kvöld- ið. Aðalæfingin var á fimmtudag og síðan flaug ég til London, var kom- inn hingað á fostudag og átti æfingu með flokknum mínum á laugardag." Verkið sem sýnt var í Kanada var samið við tónlist eftir Arthur Sulli- van og þemað var Shakespeare. „Ég var beðinn um að búa til lokaballett fyrir kvöld sem hafði þetta þema; verk sem yrði þannig að fólk færi hrifið og ánægt úr leikhúsinu. Sulli- van hafði samið tónlist við tvö verk Shakespeares. Ofviðrið og Kaup- maðurinn í Feneyjum og ég notaði hana.“ En hvert sækir Helgi innblástur þegar hann er að semja ballett? „Ég sæki innblástur í tónlist en . fæ hugmyndir héðan og þaðan, um- hverfinu, myndlistarsýningum og öllu mögulegu." Rauðvínsframleiðsla í frístundum Hefurðu einhvem tíma fyrir sjálf- an þig? „Mér gengur stundum illa að finna tíma fyrir sjálfan mig og tíma til að slappa af. En þegar það tekst fer ég í sumarbústað sem ég á í Nappa-Valley í Kaliforníu. Þar er lítill blettur fyrir framan húsið og þar rækta ég vínber og bý til mitt eigið rauðvín. Ég byrjaði á þessu árið 1994. Fyrsta framleiðslan var alveg misheppnuð, sú næsta aðeins betri og frá 1996 hefur þetta verið nokkuð gott.“ Hvað með framtíðina? Verðurðu áfram hjá San Francisco-ballettin- um, eða ertu með einhverjar aðrar áætlanir, annan flokk í sigtinu? „Ég hef aldrei skipulagt neitt í sambandi við minn listaferil. Það er eins og ég detti niður á réttu stað- ina. Ef einhver hefði sagt við mig árið 1985, þegar ég tók við San Francisco-ballettinum, að ég yrði þar fimmtán árum seinna, hefði ég sagt: Nei. En málið er að þetta er minn flokkur. Ég hef byggt hann upp og er þar algerlega einráður. Éf ég tæki að mér annan flokk, segjum í Kaupmannahöfn, þá er hann með þannig hefðir að ég myndi reka hann í stað þess að skapa. í dag myndi ég segja að ég verði áfram í San Francisco. Það tekur nefnilega langan tíma og gríðarlega orku að hyggja upp svona hallettflokk." Langar til að eignast íbúo í Reykjavík Hvað með að snúa þér alfarið að því að semja? „Það er ekki auðvelt að vera danshöfundur í lausamennsku. Mér er sagt að ég sé góður stjómandi og ég er með 65 dansara sem líta svo á að ég hafi dansferil þeirra í mínum höndum. Það er mikil ábyrgð sem ekki er hlaupið frá svo auðveldlega. Þetta er 24 tíma starf og því slítandi, vegna þess að ég vinn mjög náið með hverjum og einum dansara." Synir Helga eru báðir fluttir að heiman. Sá eldri er nýfluttur til San Francisco eftir að hafa búið í Þýska- landi í nokkur ár, þar sem hann var bílateiknari hjá BMW. Yngri sonur- inn býr í Toronto og er kvikmynda- gerðarmaður. En langar hann ein- hvern tímann til að dvelja á íslandi til lengri tíma? „Það væri gaman ef ég gæti eign- ast íbúð í Reykjavík. Ég er farinn að hugsa mikið um það í seinni tíð. Þá gæti ég alltaf komið heim og dvalið þar í einhverjar vikur, sérstaklega á sumrin. Mér finnst mjög gaman að veiða og sonum mínum flnnst alltaf gaman að koma til íslands og dvelja þar. Hver veit, kannski læt ég þenn- an draum rætast." sús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.