Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Qupperneq 44
52 trimm LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 - aukin áhersia lögð á ástundun og aðferðir en minni á uppruna VILL Á fyrri hluta þessarar aldar voru flestir bestu hlauparar heims af hvíta kynstofninum. Þegar liða tók á öldina fór að bera meira á því að hlauparar af þeldökkum stofni næðu besta árangrinum í hlaupum, hvort sem talað var um styttri eða lengri vegalengdir. Hlauparar frá Afríkurikinu Keníu hafa á siðustu áratugum verið sérstaklega áber- andi á verðlaunapöllum í alþjóðleg- um mótum í lengri hlaupunum. Settar hafa verið fram vísindalegar kenningar um yfirburði þeldökka kynstofnsins í hlaupum og bent á að munurinn á líkamsburðum þeirra og annarra kynstofna væri þeim mjög í hag í hlaupum. Aðrir vildu benda á að góðan árangur Keníubúa mætti að miklu leyti rekja til þess að íbúar landsins búa á hásléttu og eru því vanir hlaupum við súrefn- issnauðar aðstæður. Góður árangur hlaupara frá mörgum öðrum þjóðum Afríku virð- ist renna skoðum undir þær kenn- ingar en þó er farið að bera á efa- semdum um réttmæti þeirra. Til dæmis hefur heimsmetið í mara- þoni verið margbætt á síðustu árum og farið hefur fjarri því að þeldökki kynstofninn hafl verið einráður í þeim efnum. Má þar til dæmis benda á að einn fremsti maraþon- hlaupari heims í karlaflokki er Portúgalinn Ronaldo da Costa sem átti heimsmetið um tíma (2:06:05 klst. sem bætt var á dögunum i Chicago). Japanskar konur hafa náð athyglis- verðum árangri í maraþonhlaupum og margar þeirra höggva nærri nú- verandi heimsmeti. Þegar settar voru fram kenningar um getumun kynþáttanna í hlaupum voru margir þeirrar skoðunar að asíski kyn- þátturinn hefði sistu lík- amsbygginguna til að ná árangri. En það er ekki mikið mark tekið á þannig kenningum í dag. Á síðastliðnum fimmtán árum hafa til dæmis komið fram fjölmargir maraþonhlauparar í kvennaflokki frá Japan sem eru meðal þeirra bestu i heiminum-í dag. Er nú svo komið að nokkrar japönsku af- rekskvennanna eru tald- ar eiga möguleika á að bæta heimsmetið í kvennaflokki og þrjár þær bestu (Ichihashi, Yamaguchi og Taka- hashi) hafa hlaupið heilt maraþon á innan við 2:22 klst. Þeim sem fylgst hafa með árangri Japana í þessum efnum er ljóst að hann byggist fyrst og fremst á markvissum og þrotlausum æfingum. Þær japönsku hafa sann- að það fyrir heimsbyggð- inni, að uppruninn er ekki það sem mestu máli skiptir, heldur fyrst og fremst ástundun og æf- ingaraðferðir. Þýtt og endursagt úr Runner’s World. -ÍS Breyttar forsendur fyrir ár- angri í langhlaupum Fram undan... Desember: r 4. Alafosshlaup - Hefst við Álafoss-kvosina, Mosfellsbæ. Skráning á staðn- um og búningsaðstaða við sundlaug Varmár frá kl. 10.30. | Vegalengdir: 3 km án tímatöku hefst kl. 13, 6 km hefst kl. 12.45 og 9 km hefst kl. 12.30 með tímatöku. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Út- dráttarverðlaun. Upplýsingar Hlynur Guðmundsson í síma 566 8463. 31. Gamlárshlaup ÍR Hefst kl. 13 og skráning frá kl. 11. Vegalengd: 10 km með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn: 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40-44 ára, 45-49 ára, 50-54 ára, 55-59 ára, 60 ára og eldri. Upp- lýsingar gefa Kjartan Árnason í síma 587 2361 og Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. 31. Gamlárshlaup UFA- Hefst kl. 12 við Kompaníið (Dynheima) og skráning frá kl. 11-11.45. Vegalengdir: 4 km og 10 km með tímatöku. Flokka- skipting bæði kyn: 12 ára og yngri, 13-15 ára (4 km), 16-39 ára (10 km), 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Upplýsing- ar: UFA, pósthólf 385, 602 Akur- | eyri. 31. Gamlárshlaup KKK** Hefst kl. 13 við Akratorg, Akranesi. Vegalengdir: 2 km, 5 km og 7 km. Upplýsingar: Krist- inn Reimarsson í síma 431 2643. : Vefsíða Reykjavíkur mara- þons HTTPV/WWW.TOTO.IS/RMAR Netfang Reykjavíkur mara- þons RMAR@TOTO.IS Þokkabótarhlaupið 20. nóvember: Úvenjufjölmennt miðað við árstíma Hlauparar úr hlaupahópi líkamsræktarstöðvarinnar Þokkabótar voru fjölmennir i Þokkabótarhlaupinu um síðustu helgi. Um síðustu helgi fór fram Kippuhlaupið sem skipulagt var af líkamsræktarstöðinni Þokka- bót. Kippuhlaupið er nýtt í röð al- menningshlaupa hér á landi, en áformað er að það verði að árviss- um viðburði. Kippuhlaupið var 10 km hlaup og hófst við líkams- ræktarstöð Þokkabótar í Frosta- skjólinu. Þátttaka var með ágæt- um, sérstaklega ef miðað er við árstíma. Alls mættu 44 hlauparar tii leiks í prýðisveðri, um 4”C hita og hægviðri. Þess má geta að hit- inn var sá sami og þúsundir hlaupara glímdu við í Chicagom- araþoninu á dögunum, en þar var einmitt sett heimsmet í karla- flokki. Almennt er talað um að kjörhitastig í almenningshlaup- um sé um 14“C, en ef til vill verð- ur að endurskoða það með tilliti til þess góða árangurs sem náðst hefur við lægra hitastig! Fjölmargir hlauparanna í Þokkabótarhlaupinu settu per- sónulegt met og hefur eflaust spil- að þar inn í að hlaupaleiðin er mjög flöt og aðstæðurnar voru eins og best varð á kosið. Tveir fyrstu karlarnir í hlaupinu, Stef- án Ágúst Hafsteinsson og Bjart- mar Birgisson, bættu báðir sinn besta tíma í 10 km. Stefán kom fyrstur i mark á góðum tíma, 35:44 mínútum, en þess má geta að Stefán er aðeins 18 ára gamall. Þrátt fyrir lágan aldur er hann þegar kominn í hóp fremstu hlaupara landsins. Keppt var um vegleg verðlaun í þessu hlaupi, bæði fyrir efstu sæt- in og sömuleiðis útdráttarverð- laun. Bjartmar, sem varð í öðru sæti í karlaflokki, var svo hepp- inn að fá stóra vinninginn í út- dráttarverðlaun, ferð til London með Samvinnuferðum. Önnur út- dráttarverðlaun voru vörur frá Leppin og kort í líkamsrækarstöð- ina Þokkabót. Almenn ánægja ríkti með þetta hlaup og þykir framkvæmd þess hafa verið til fyrirmyndar. Fram- kvæmdaaðilar eru þegar farnir að huga að næsta hlaupi að ári. Bestu tímar Karlar Tími 1. Stefán Ágúst Hafsteinsson 35:44 2. Bjartmar Birgisson 36:08 3. Guðmann Elísson 36:49 4. Oddgeir Ágúst Ottesen 39:04 5. Ingvar Garðarsson 40:35 6. Gísli Einar Ámason 41:22 7. Torfl Helgi Leifsson 41:25 8. Þorlákur Jónsson 41:55 Konur Tími 1. Rannveig Oddsdóttir 41:59 2. Margrét Elíasdóttir 45:00 3. Ingileif B. Hallgrímsdóttir 45:56 4. Steinunn Jónsdóttir 47:09 5. Helga Björk Ólafsdóttir 47:57 6. Ebba Kristín Baldvinsdóttir 48:44 7. Ute Kandulski 49:00 8. Halla Björk Ólafsdóttir 49:04 -is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.