Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Side 49
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 ferðir Opinberar byggingar í Madrid eru hver annarri glæsiiegri. Hér sést landbúnaðarráðuneyti landsins Ekki eins stressaðir Gestir í Madrid fá það fljótt á til- finninguna að borgarbúar séu alltaf að hafa það notalegt og skemmta sér og öðrum. Og svo- leiðis er það en þrátt fyrir það eru Madridarbú- ar miklir vinnu- forkar og á fuilri ferð í lifsgæða- kapphlaupinu. Hvert sem litið er sést velmegun og almennt virðist fólk hafa það gott. Þótt hraðinn sé mikill í Madrid, umferðin á stundum yfirþyrmandi og mannijöld- inn mikill á götunum er eins og Spán- verjar séu ekki eins stressaðir og margar aðrar þjóðir. Ágætt dæmi eru rúllustigamir sem liggja í neðanjarð- arlestimar. Margir þekkja það þegar ferðast er í slíkum stigum í borgum á borð við New York og London að helm- ingur fólksins er á fleygiferð og hleyp- ur upp og niður stigana. Svoleiðis ger- ir enginn í Madrid, þar standa allir sallarólegir. mæddir eftir sneypulegt tap. Það eina sem kætti þá á þeirri stundu var tap höfuðandstæðinganna í Barcelóna gegn liðinu Deportivo. Það fór ekki á mllli mála að fótbolti er sterkur í þjóð- arsál Spánveija og tap er ekkert gam- anmál. Merkilegasta safn í heimi Það er í raun af svo mörgu að taka þegar Madrid er annars vegar að eftir átta daga dvöl var ljóst að mikið var enn eftir. Sem betur fer náðum við að heimsækja Prado sem hlýtur að teljast eitt merkilegasta safn heimsins. Prado er ríkt safn, á um átta þúsund lista- verk, en aðeins þúsund em jafhan uppi. Goya og Velasques vom í mestu uppáhaldi undirritaðrar eftir skoðun- arferð um safnið. Þá er Prado merkileg bygging fyrir þær sakir að hún þykir eitt allra besta dæmið um nýklassísk- an stíl í Evrópu og era borgarbúar að vonum stoltir yfir safninu. Þeir urðu því meira en lítið móðgaðir þegar bandaríski rithöfundurinn Emest Hemingway, sem oft gisti borgina, hafði einhvem tima á orði aö Proda líktist helst amerískum gagnfræða- skóla. Hvað sem þvi líður þá ætti Prado að vera á lista allra þeirra sem heimsækja Madrid. Centro de Arte Reina Sofia og Colección Thyssen era svo önnur söfn, engu síðri. Á því fyrr- nefnda geta menn átt von á því að sjá myndir eftir meistara á borð við Joan Míró, Pablo Picasso og Salvador Dali, svo eitthvað sé nefnt. Rðlur drottningar Þá er vel þess virði að skoða kon- ungshöllina, Palacio Real, sem er 2800 herbergja, byggð á 18. öld. Skoðunar- ferð um höllina tekur klukkustund og að henni lokinni standa menn gjama dolfallnir þegar þeir átta sig á því að þeir hafa aðeins skoðað 30 herbergi. Enginn hefur búið í höftinni frá upp- hafi fjórða áratugarins en hún er not- uð við ýmsar opinberar athafnir. Sofia Spánardrottning mætir þó alltaf einu sinni í mánuði þegar leikið er á fimm Stradivarius-fiðlur, forlátagripi sem ferðamenn geta virt fyrir sér í gegnum gler. Þeir sem hafa gaman af konung- legum djásnum ættu að heimsækja höllina. Það er svo ótal margt heillandi við Madrid að þrátt fyrir góðan vilja duga átta dagar skammt og ekki hægt að kynnast nema broti af borginni. I lok ferðar var Madrid kvödd með söknuði og ákveðið að heimsækja hana sem fyrst aftur. -aþ Geimferðir fyrir hina ríku Ef menn þykj- ast hafa fengið nóg af lífinu hér á jörðu og vilja leita annað er skynsamlegt að byija strax að leggja fyrir. Geimferða- mennska mun nefnilega þróast hraðar en marg- ur heldur. Howard nokkur Wolff er að minnsta kosti á þessari skoðun en fyrirtæki hans er þessa dagana að hanna hundrað herbergja hótel sem verður einhvers staðar í himinhvolf- unum. Talið er víst að fyrstu geim- flugin, sem reyndar verða í styttri kantinum, hefjist árið 2004 og árið 2017 verði ferðaskrifstofúr famar að selja lengri ferðr. Sjálfur vonast Wolff til þess að vígja hótel sitt árið 2017 á meðan Hilton-hótelkeðjan berst við að kveða niður orðróm um hugsanlega hótelbyggingu á tungl- inu. Eins og er lítur út fyrir að geimferðir verði aðeins mögulegar þeim efnameiri en fyrstu stuttu flug- in munu kosta tæpa milljón á mann. Hinir geta huggað sig við að verðlag á þessum ferðum er talið munu lækka ört eftir því sem fleiri fyrir- tæki bætast 1 sámkeppnina. msmmstmmmmmmmm iT* i Gran Via skiptir Madrid í tvennt. Þetta er mikil umferðargata og afar vinsæl til göngu af ferðamönnum. Tap er ekkert gamanmál Eftir stutta viðdvöl í Madrid verður gestkomandi Ijóst að fótbolti er afar vinsæll í borginni. Heppnin var með ferðalöngunum frá íslandi því fyrir dyrum stóð stórleikur en borgarliðin tvö, Real Madrid og Atletico Madrid, áttu að eigast við á laugardagskvöldi. Leikvangurinn var stórglæsilegur heimavöllur Real, Santiago Bemabeu, sem tekur 85 þúsund manns í sæti. Ekki var mögulegt að fá miða á leikinn eftir venjubundnum leiðum heldur þurfti innanbúðarmaðurinn góði að fara á svartamarkaðinn og festa kaup á miðum. Engu líkara var en þjóðhátíð væri í uppsiglingu þegar komið var á völlinn stundu fyrir leik. Þúsundir manna biðu á götunum eftir komu sinna manna en mikil skrautsýning fylgir því þegar fótboltalið koma á sinn heimavöll. Minna fór fyrir andstæð- ingunum úr Suðurbænum sem fengu aðeins þúsund aðgöngumiða og sæti uppi undir ijáfri. Lögreglumenn á hestum gættu þess að ailt færi vel fyrir utan leikvanginn en skyndilega sló í brýnu þegar um hundrað krúnurakaðir piltar, fótbolta- bullur Real, gerðu aðsúg að lögregl- unni með grjótkasti. Hjartað í íslend- ingunum var ekki stórt á þeirri stundu og sáu þeir sitt óvænna og flúðu hið snarasta. Það var víst eins gott því borgarlögreglan á það til að handtaka hundrað manna í einu og skiptir sekt eða sakleysi þá litlu. Af leiknum er þaö að segja aö rúmlega áttatiu þúsund Real-áhangendur yfirgáfú völlinn sorg- Aðgangur ókeypis, aliir velkomnir (að þessu sinni er karlmönnum heimill aðgangur að Baðhúsinu!!) ,IS verstun á netinu 1 MÚSlK & MYNDIR Fríðrík Karísson Hugar-Ró í tilefni af útgáfu geislaplötunnar Hugar-Ró mun Friðrik Karlsson halda útgáfutónleika í Baðhúsinu, Brautarholti 20, laugardaginn 27. nóvember og hefjast þeir kl. 17:30. Að tónleikum loknum mun Friðrik fjalla um gildi slökunar og ástundun hugleiðslu. Nýja platan verður til sölu á staðnum og mun Friðrik árita hana. Fylgstu með © © © símtalskostnaðinum Þjónustuver Símans rmiooo Gjaldfrjálst númer Nú er hægt að fylgjast með símtalskostnaði á skjánum á ISDN símtækinu þínu, jafnóðum og talað er. www.simi.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.