Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Side 47
33'ILí" LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 ít-ferðir boða breyttar áherslur í sólarlandaferðum: Gönguferðir, hjólatúrar og fótbolti Ferðaskrifstofan ít-ferðir boöa breyttar áherslur í sólarlanda- ferðum í sumar. Um er að ræða ævintýradaga á Costa Brava á Spáni þar sem fólki gefst kostur á að hreyfa sig og njóta um leið alls þess sem landið hefur upp á að bjóða. Gist verður í bænum Pala- frugell sem er á miðri Costa Brava ströndinni. Að sögn Júlí- usar Hjörleifssonar hjá ít-ferð- um verður bryddað upp á ýmiss konar útivist, svo sem skokki, skipulögðum gönguferðum þorpa á milli, hjólreiðatúrum og mörgu fleiru. Palafrugell þykir mikil paradís fyrir alla úti- vistarunnendur. Dagsferðir á Dalísafnið í Figueras, í vatns- leikja- og tívolígarða verða í boði og þá er stutt að fara á góðan Palafrugell þykir mikil paradís fyrir alla útivistarunnendur. golfvöll. Ferðamenn geta einnig stundað hefðbundnar íþróttagreinar eins og tennis, sund, frjálsar íþróttir, fót- bolta, handbolta og körfubolta. Til stendur að semja sérstaklega við knattspyrnudeildina i Palafrugell um að íslensk börn og unglingar fái að sækja almennar æfingar. Auk þess ætlar ferðaskrifstofan að efna til átta daga gönguferðar um svokallaða Pílagrímaleið frá Frakk- landi til Santiago de Compostella í Galisíu. Gönguferðin hefst 2. júní nk. Ferðaskrifstofan efnir til ferða- kynningar í Kornhlöðunni 9. febrú- ar næstkomandi klukkan 20.30. Þar mun Flóki Guðmundsson fararstjóri fjalla um Pílagrímaleiðina og sýna litskyggnur frá ferðalagi sínu árið 1997. Finna rómantík í útlöndum Rómantíkin blómstar á ferðalögum. Það er að minnsta kosti skoðun þús- unda Breta sem tóku þátt í könnun á vegum ferðatímaritsins Escape Routes á dögunum. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar blómstrar rómantíkin þó aldrei meira en þegar dvalið er í góðu yfirlæti á suðrænum ströndum. Þá var meirihluti fólks á því að stutt ferðalög væru heilladrýgri fyrir ástar- sambönd en lengri ferðir. Um 82% þeirra sem eru gift eða í sambúð sögðu ferðalög afar vel til þess fallin að end- umýja og jafnvel bæta sambandið við makann. Um 12% aðspurðra vom hins vegar á öndverðri skoðun og sögðu flakkið ýta undir álag og stress í sam- bandinu. Skammvinn ástarævintýri á er- lendri grundu er fyrirbæri sem meiri- hluti aðspurðra, eða um 60%, kvaðst hafa upplifað einhvern tima á ævinni. Eftirsóknarverðasta ferðamanna- landið að mati Breta er Ástralía en fast á eftir fylgja Bandaríkin og Austurlönd fjær. Val á ferðafélaga getur verið Snjódýpt í Evrópu - uppgefin í cm Bær Fjöll Lyftur opnar Austurríki Kltzbíiehl 50 140 72% Lech 165 200 100% Saalbach 90 170 50% St. Anton 75 300 100% \ \ Frakkland Avoriaz 50 220 100% Val d'lsere ÍOO 135 92% Ítalía “4 Madonna di Camplglio 40 70 100% Selva di val Gardena 35 85 100% fer, " . ‘"-t Ástralía hefur nokkra yfirburði þegar fólk er beðið að nefna draumastað ferðamannsins. erfitt en bresku ferðamennimir töldu að enginn væri skemmtilegri á ferða- lagi en leikkonan vinsæla, Joanna Lumley. Hins vegar kusu þeir allra síst að ferðast með fótboltakappanum Dav- id Beckam og forsætisráðherrafrúnni Cherie Blair. -reuter Nægur snjór í Evrópu Eitt helsta áhyggjuefni skiðamanna er oftast hvort snjór verði nægilega mikill á fjöllum. Svo virðist sem á flestum skíðastöðum Evrópu sé þokkalega mikill snjór um þessar mundir. Fjölmargir skíðastaðir í Austurríki og Frakklandi voru opnaö- ir fyrir jól. Á austurströnd Bandaríkj- anna fór loks að snjóa í vikunni en þar í landi vom menn orðnir vondauf- ir um að nokkuð yrði úr skíðaiðkun. Þeir sem hyggja á skíðaferðir til út- landa og vilja fylgjast með veður- spánni geta kannað snjómagnið víða á Netinu. Ein besta slóðin er interacti- vemagazines.com þar sem er finna ágæta veðurspá fyrir Frakkland, Austurríki og Ítalíu. Þar má lesa spá fram í tímann og skoða snjómagn og hversu margar lyftur eru opnar á hverjum skíðastað. Upplýsingarnar em uppfærðar daglegar en einnig er að finna ýmsar áhugaverðar fréttir úr skíöaheiminum á síðunni. Önnur heimasíða, skiaustria.com er ágæt til brúks fyrir þá sem eru á leið til Austurríkis og ýmsar gagnleg- ar tengingar er að finna á síðunni. Þá er ónefnt skinet.com sem er öflug skíðasíða þar er hægt að skoða Banda- ríkin sérstaklega en einnig er boðið upp á ýmsar gagnlegar upplýsingar frá helstu skíðastöðum í Evrópu. Hlrð/fss * Brettaferfl til Madonnu Flakk- ferðir í samvinnu við Sprite efna til ferðar til ítalska Alpabæjar- ins Madonna | di Campiglio | þann 26. febrúar næstkomandi. Ferðin t kostar á bilinu 35.900 til 40.900 og . er innifalið flug, gisting, flugvall- í arskattar, fararstjóm, brettaleiga : og brettakennsla ef með þarf. Lyftupassar eru ekki innifaldir : en Brettabúð Reykjavíkur lánar ; þeim bretti sem þess þurfa. Nán- ari upplýsingar eru á slóðinni i www.flakk.is á Netinu. Flugöryggi eykst EÖryggi í flugi hefur aukist um- talsvert síðastliðinn áratug, jafn- vel þótt flugslysum hafi fjölgað á ; tímabilinu. Þetta kemur fram í | tímaritinu Flight International | Magazine sem kom út í vikunni. Alls voru 480 flugslys skráð á : síðastliðnum áratug sem er um | 28% aukning frá tímabilinu 1980 til 1990. Dauðsföll í flugslysum I voru 11.950 talsins samkvæmt I heimildum tímaritins. Flugör- : yggi hefur samt sem áður aukist I og er þá horft til þess að flugfar- j þegum fjölgaði um 32% á tímabil- I inu og tíöni flugferða jókst um 30%. Þegar á heildina er litið j! telst farþegaflug nú öruggara en I nokkru sinni áður og flugfarþeg- ar geta horft bjartsýnir til fram- | tíðar. r Golf í Portúgal Ferðaskrifstofan Plúsferðir býöur ódýra golfferð 4. til 14. apr- 0 næstkomandi. Farið verður til Cabanas í Algarve og spilað á glænýjum golfvelli í grennd við f bæinn Qinta de Benamor. Nánari upplýsingar fást hjá ferðaskrif- stofunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.