Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Qupperneq 47
33'ILí" LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 ít-ferðir boða breyttar áherslur í sólarlandaferðum: Gönguferðir, hjólatúrar og fótbolti Ferðaskrifstofan ít-ferðir boöa breyttar áherslur í sólarlanda- ferðum í sumar. Um er að ræða ævintýradaga á Costa Brava á Spáni þar sem fólki gefst kostur á að hreyfa sig og njóta um leið alls þess sem landið hefur upp á að bjóða. Gist verður í bænum Pala- frugell sem er á miðri Costa Brava ströndinni. Að sögn Júlí- usar Hjörleifssonar hjá ít-ferð- um verður bryddað upp á ýmiss konar útivist, svo sem skokki, skipulögðum gönguferðum þorpa á milli, hjólreiðatúrum og mörgu fleiru. Palafrugell þykir mikil paradís fyrir alla úti- vistarunnendur. Dagsferðir á Dalísafnið í Figueras, í vatns- leikja- og tívolígarða verða í boði og þá er stutt að fara á góðan Palafrugell þykir mikil paradís fyrir alla útivistarunnendur. golfvöll. Ferðamenn geta einnig stundað hefðbundnar íþróttagreinar eins og tennis, sund, frjálsar íþróttir, fót- bolta, handbolta og körfubolta. Til stendur að semja sérstaklega við knattspyrnudeildina i Palafrugell um að íslensk börn og unglingar fái að sækja almennar æfingar. Auk þess ætlar ferðaskrifstofan að efna til átta daga gönguferðar um svokallaða Pílagrímaleið frá Frakk- landi til Santiago de Compostella í Galisíu. Gönguferðin hefst 2. júní nk. Ferðaskrifstofan efnir til ferða- kynningar í Kornhlöðunni 9. febrú- ar næstkomandi klukkan 20.30. Þar mun Flóki Guðmundsson fararstjóri fjalla um Pílagrímaleiðina og sýna litskyggnur frá ferðalagi sínu árið 1997. Finna rómantík í útlöndum Rómantíkin blómstar á ferðalögum. Það er að minnsta kosti skoðun þús- unda Breta sem tóku þátt í könnun á vegum ferðatímaritsins Escape Routes á dögunum. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar blómstrar rómantíkin þó aldrei meira en þegar dvalið er í góðu yfirlæti á suðrænum ströndum. Þá var meirihluti fólks á því að stutt ferðalög væru heilladrýgri fyrir ástar- sambönd en lengri ferðir. Um 82% þeirra sem eru gift eða í sambúð sögðu ferðalög afar vel til þess fallin að end- umýja og jafnvel bæta sambandið við makann. Um 12% aðspurðra vom hins vegar á öndverðri skoðun og sögðu flakkið ýta undir álag og stress í sam- bandinu. Skammvinn ástarævintýri á er- lendri grundu er fyrirbæri sem meiri- hluti aðspurðra, eða um 60%, kvaðst hafa upplifað einhvern tima á ævinni. Eftirsóknarverðasta ferðamanna- landið að mati Breta er Ástralía en fast á eftir fylgja Bandaríkin og Austurlönd fjær. Val á ferðafélaga getur verið Snjódýpt í Evrópu - uppgefin í cm Bær Fjöll Lyftur opnar Austurríki Kltzbíiehl 50 140 72% Lech 165 200 100% Saalbach 90 170 50% St. Anton 75 300 100% \ \ Frakkland Avoriaz 50 220 100% Val d'lsere ÍOO 135 92% Ítalía “4 Madonna di Camplglio 40 70 100% Selva di val Gardena 35 85 100% fer, " . ‘"-t Ástralía hefur nokkra yfirburði þegar fólk er beðið að nefna draumastað ferðamannsins. erfitt en bresku ferðamennimir töldu að enginn væri skemmtilegri á ferða- lagi en leikkonan vinsæla, Joanna Lumley. Hins vegar kusu þeir allra síst að ferðast með fótboltakappanum Dav- id Beckam og forsætisráðherrafrúnni Cherie Blair. -reuter Nægur snjór í Evrópu Eitt helsta áhyggjuefni skiðamanna er oftast hvort snjór verði nægilega mikill á fjöllum. Svo virðist sem á flestum skíðastöðum Evrópu sé þokkalega mikill snjór um þessar mundir. Fjölmargir skíðastaðir í Austurríki og Frakklandi voru opnaö- ir fyrir jól. Á austurströnd Bandaríkj- anna fór loks að snjóa í vikunni en þar í landi vom menn orðnir vondauf- ir um að nokkuð yrði úr skíðaiðkun. Þeir sem hyggja á skíðaferðir til út- landa og vilja fylgjast með veður- spánni geta kannað snjómagnið víða á Netinu. Ein besta slóðin er interacti- vemagazines.com þar sem er finna ágæta veðurspá fyrir Frakkland, Austurríki og Ítalíu. Þar má lesa spá fram í tímann og skoða snjómagn og hversu margar lyftur eru opnar á hverjum skíðastað. Upplýsingarnar em uppfærðar daglegar en einnig er að finna ýmsar áhugaverðar fréttir úr skíöaheiminum á síðunni. Önnur heimasíða, skiaustria.com er ágæt til brúks fyrir þá sem eru á leið til Austurríkis og ýmsar gagnleg- ar tengingar er að finna á síðunni. Þá er ónefnt skinet.com sem er öflug skíðasíða þar er hægt að skoða Banda- ríkin sérstaklega en einnig er boðið upp á ýmsar gagnlegar upplýsingar frá helstu skíðastöðum í Evrópu. Hlrð/fss * Brettaferfl til Madonnu Flakk- ferðir í samvinnu við Sprite efna til ferðar til ítalska Alpabæjar- ins Madonna | di Campiglio | þann 26. febrúar næstkomandi. Ferðin t kostar á bilinu 35.900 til 40.900 og . er innifalið flug, gisting, flugvall- í arskattar, fararstjóm, brettaleiga : og brettakennsla ef með þarf. Lyftupassar eru ekki innifaldir : en Brettabúð Reykjavíkur lánar ; þeim bretti sem þess þurfa. Nán- ari upplýsingar eru á slóðinni i www.flakk.is á Netinu. Flugöryggi eykst EÖryggi í flugi hefur aukist um- talsvert síðastliðinn áratug, jafn- vel þótt flugslysum hafi fjölgað á ; tímabilinu. Þetta kemur fram í | tímaritinu Flight International | Magazine sem kom út í vikunni. Alls voru 480 flugslys skráð á : síðastliðnum áratug sem er um | 28% aukning frá tímabilinu 1980 til 1990. Dauðsföll í flugslysum I voru 11.950 talsins samkvæmt I heimildum tímaritins. Flugör- : yggi hefur samt sem áður aukist I og er þá horft til þess að flugfar- j þegum fjölgaði um 32% á tímabil- I inu og tíöni flugferða jókst um 30%. Þegar á heildina er litið j! telst farþegaflug nú öruggara en I nokkru sinni áður og flugfarþeg- ar geta horft bjartsýnir til fram- | tíðar. r Golf í Portúgal Ferðaskrifstofan Plúsferðir býöur ódýra golfferð 4. til 14. apr- 0 næstkomandi. Farið verður til Cabanas í Algarve og spilað á glænýjum golfvelli í grennd við f bæinn Qinta de Benamor. Nánari upplýsingar fást hjá ferðaskrif- stofunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.