Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Síða 48
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 ■|£P 1 § m- i Tjíá I '■ i M-12 býöur fargjöld til London íslenska útvarpsfélagiö og Samvinnuferðir/Landsýn hafa gert með sér samning um ferðir til London á sérkjörum fyrir M- 12 áskrifendur. Þeim gefst kost- ur á flugfari til London á 6.900 kr. auk flugvallarskatta (13.800 kr. báðar leiðir) og geta flogið heim frá völdum áfangastöðum í Evrópu fyrir sama verð. Flogið verður að morgni til London með Boeing 747 þotu í eigu Atlanta alla föstudaga á tímabilinu mai til og með októ- ber og aftur heim frá London á mánudagsmorgnum. Þetta er fjórða árið í röð sem íslenska útvarpsfélagið og Samvinnu- ferðir/Landsýn hafa samstarf um að bjóða tryggum áskrifend- um ÍÚ ódýrar ferðir til London. Nýmæli er að í stað þess að fljúga aftur heim frá London geta áskrifendur valið aö fljúga heim frá öðrum flughöfnum hvenær sem er á samningstím- anum á mjög hagstæöum kjör- um, eða aðeins 6.900 kr. auk flugvallarskatta. Þeir staðir sem þar um ræðir eru skv. Flugfrelsi Samvinnu- ferða/Landsýnar; Kaupmanna- höfn, Berlín, Frankfurt, Múnchen, Zúrich, Basel, Mall- orca, Alicante og Rimini. Ferðatilboðin verða kynnt M- 12 áskrifendum sérstaklega síð- ar í þessum mánuði en sala á ferðunum er nú þegar hafin hjá Samvinnuferðum/Landsýn. Frítt inn í nýja Tatesafniö Það hefur ekki tíðkast í rúma öld að hleypa almenningi inn i þjóðarlistasöfn Breta án endur- gjalds. Nú hillir undir breyt- ingu þar á þvi brátt verður opn- að nýtt nútímalistasafn á veg- um hins virta Tatesafns. Nú- tímalistasafninu hefur verið fundinn staður í gamalli rafstöð við ána Thames í London og þar verða einvörðungu til sýnis verk frá 20. öld, eftir meistara á borð við Picasso, Dali, Matisse, Warhol og Hockney. Þá verður nafni safnsins breytt úr Tate Gallery í Tate Britain frá og með maímánuði en þá er einmitt gert ráö fyrir að nýja safnið verði opnað al- menningi. Forráðamenn Tate- safnsins eru hæstánægðir að geta nú boðið fólki að skoða safn án þess að greiða aðgöngu- eyri en þeir segja ástæöuna stóraukin framlög bresku stjórnarinnar til safnsins. Skemmtisiglingar um strandlengju og eyjar Austurlands: Fjöldi hvala kom mest á óvart Skemmtisiglingar með ferðamenn hafa færst í vöxt á síðastliðnum árum og æ fleiri sem sækja í þá grein ferðamennskunnar. Einn þeirra er Elís Pétur Sigurðsson sem hóf að sigla með ferðamenn frá Breiðdalsvík siðastliðið sumar við ágætar viðtökur. Elís útskrifaðist nýverið úr Stýrimannaskólanum með svokallað pungapróf en það veitir honum réttindi á 30 tonna bát. Útskrift Elís er kannski merki- legust fyrir þær sakir að hann er sjötugur að aldri og hafði lítið sem ekkert stundað sjó þegar hann keypti skemmtiskipið Áka á síðasta ári en báturinn tekur 22 farþega. Það er óbilandi áhugi á ferðaþjón- ustu sem rekur Elís áfram og ekki síst viljinn til að efla atvinnulíf á Breiðdalsvík en þar hafa menn horft upp á mikinn fólksflótta hin síðari ár. Mokveiði á sjó „Það er spennandi að byggja upp ferðaþjónustu og það er svo margt sem hægt er að sýna ferðamönnum hér um slóðir. Síðastliðið sumar var ég með tvær fastar ferðir, tveggja og flmm stunda, um Breiðdalseyjamar þar sem fólk gat virt fyrir sér sela- slóðir og stórbrotið fuglalifið við eyj- arnar Andey og Skrúð. Náttúrufeg- urðin er óviðjafnanleg og það kom okkur líka skemmtilega á óvart hversu marga hvali við sáum í ferð- unum,“ sagði Elís í samtali við DV. Fuglalíflð á þessum slóðum minn- ir um margt á Breiðafjörðinn. Þá getur fólk stundað ýmsar veiðar; farið á rjúpu, gæs, veitt lunda og svartfugl að ógleymdri stangaveið- inni. „Ég hef boðið farþegum min- mn í sjóstangaveiði sem er alltaf vinsæl. Mér eru minnisstæðir italskir ferðamenn sem ég hitti á bryggjunni á Breiðdalsvík í fyrra- sumar. Þeir stóðu þar og voru að reyna að veiða í soðið með litlum árangri. Ég tók mig til og bauð hópnum að koma með mér á sjó og þar mokuðu þeir upp aflanum. Svo Skemmtiskipið Aki tekur 22 farþega. Það siglir frá Breiðdalsvík um Breiðdalseyjarnar á hverjum degi yfir sumartím- ann. Bæði er um fastar ferðir að ræða en fólk getur líka pantað sérferðir, sniðnar að sínum þörfum og áhuga. Hafnareyja er sannkölluð drottningareyja. Á eynni var útræði stundað til árs- ins 1886 og mjög góður útróðrarstaður frá náttúrunnar hendi. Þarna gerðu margir prestar út og þeirra frægastur kannski séra Einar Sigurðsson í Hey- dölum. þegar við komum i land sá ég að Italimir tóku til við að flaka fiskinn og síðan var hann settur í frystikist- ur sem þeir voru með í húsbílum sínum. Aflinn hefur sjáifsagt dugað í margar máltíðir á meðan á ferða- laginu stóð. Þetta fannst mér til mikillar fyrirmyndar og umhugsun- arefni hvort Islendingar gætu ekki gert meira af slíku sjálfir," segir Elís. Til stendur að stofna áhuga- mannahóp um ferðamennsku á Breiðdalsvík og tengja saman bændagistingu, hestaleigu, göngu- ferðir fjarða á milli og siglingamar, svo eitthvað sé nefnt. Þá hyggst Elís bjóða ferðamönnum, sem ferðast með langferðabílum, að sigla á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs með sér. Hvort tveggja tekur um klukku- stund þannig að ferðamennirnir tapa engum tíma en koma væntan- lega ánægðir í land eftir siglingu 1 fallegu umhverfl. Ferðin skipulögð með hjálp netmyndavála: Umhverfis jörðina í áttatíu skrefum Netið er til margra hluta nytsam- legt og þá ekki síst þegar ferða- mennska er annars vegar. Flestir þekkja núorðið ýmsa tækni á Netinu sem gerir mönnum til að mynda kleift að ganga frá bókunum, leita uppi ódýr fargjöld og áhugaverða staði, svo eitthvað sé nefnt. Enn einn möguleikinn sem Netið hefur upp á bjóða eru heimasíður sem byggjast á notkun netmyndavéla. Frumkvöðull á því sviði mun hafa verið kvikmyndagerðarmaðurinn Brian Fury sem stofnaði fyrirtækið EarthCam fyrir fáeinum árum. Á heimasíðu fyrirtækisins, www.earth- cam.com, er að finna yfir 5 þúsund tengingar hingað og þangað um heim- inn. Sjálfur hefur Fury sagt að kostir netmyndavélanna séu einkum þeir að myndimar em uppfærðar á nokkurra sekúndna fresti og sums staðar er jafnvel um lifandi myndir að ræða. Þannig getur fólk ferðast til fjarlægra staða í tölvunni heima og jafnvel nýtt sér tæknina til að skipuleggja ferða- lagið áður en lagt er af stað. Fólk getur til dæmis fylgst með umferðarþunga á hinum ýmsu stöð- um, snjóalögum á helstu skiðastöðum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, líf- inu í dýragörðum og svo mætti áfram telja. Ein vinsælasta myndavélin hjá EarthCam er hins vegar síða þar fólk hefur sama útsýni og talið er að Lee Harvey Oswald hafi staðið þegar hann banaði John F. Kennedy, for- seta Bandaríkjanna, í nóvember árið 1963. Yngsti panda- björninn í dýra- garöinum í San Diego nýtur mikiila vinsælda á Netinu en þar birtast reglu- lega nýjar Ijós- myndir og frá- sagnir af upp- vextinum. Síma- mynd Reuter Hér á eftir eru nokkrar áhugaverð- ar slóðir þar sem hægt er að skoða heiminn með augum netmyndavéla. Skemmtilegar slóöir • Á slóðinni www.sandiegozoo.org er hægt að skoða tlýragarðinn í San Diego og fylgjast með uppvexti yngsta Pandabjarnarins, sem fæddist í ágúst síðastliðnum og er enn of lítill til að koma fyrir sjónir almennings sem heimsækir garðinn. • Ökuferð með leigubíl í New York getur verið þreytandi en kosturinn við að ferðast með slíkum hætti á Netinu er auðvitað sá að fólk getur horflð af síðunni þegar því hentar. Slóðin er www.ny-taxi.com. • Safariferð um nokkra skemmti- garða Suður-Afríku er í boði á slóð- inni www.africacam.com á Netinu. • Verslunargluggar Blooming- dales-stórverslunarinnar í New York eru undir smásjánni á www.bloom- ingdales.com • Þeir sem vilja vita allt um snjó- komu og snjóalög ættu að líta við á síðunni www.lski.com/webcams. • Ein skemmtileg að lokum. Heimsreisa með því að smella áttatiu sinnum á músina og myndirnar dúkka upp hver af annarri á slóðinni www.steveweb.com/80clicks. -National Geographic Traveler Stjömuskoðun í New York Náttúrusögusafnið í New York, American Museum of Natural Hi- story, ætlar heldur betur að stækka við sig á næstunni. Vígð verða ný og stórglæsileg salarkynni þar sem gest- um verður boðið að kynna sér stjömufræði, stunda stjömuskoðun og njóta almennrar fræðslu um al- heiminn. Unnið hefúr verið að fram- kvæmdum síðastliðin sex ár og ekk- ert til sparað en áætlað er að kostnað- ur sé ekki undir 210 milljónum dala. Miðpunktur hins nýja stjömusafns verður sjö hæða glerkúpull, 27 metrar í þvermál og sá stærsti sinnar tegund- ar í veröldinni, þar sem fólki verður boðið að upplifa tilurð jarðarinnar fyrir milljónum ára undir seiðandi rödd leikkonunnar Jodie Foster. Önn- ur Hollywoodstjarna kemur við sögu í safninu því annars staðar í gler- byggingunni munu gestir upplifa geimferð og mun Tom Hanks lýsa öllu sem fyrir augu ber. Margt fleira áhugavert verður í boði í nýja safninu sem verður onað formlega þann 19. þessa mánaðar. Nánari upplýsingar um safnið er að finna á slóðinni www.amnh.org á Netinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.