Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Síða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Síða 49
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 ferðir 6i, Portúgatar laga vegakerfið Portúgal hefur löngum verið þekkt fyrir eitt versta vegakerfi heims og ekki nóg portúgalskir bílstjórar afar slæmir. Þjóðvegir þykja verulega lélegir víða enda holóttir og á mörgum stöðum vantar skilti til að visa þeim sem ekki rata veginn. Dán- artíðni af völdum bílslysa í Portúgal er ein sú hæsta i Evr- ópu. Miklum fjármunum hefur þegar verið variö í vegabætur og nýlega var lokið við hraðbrautir i kringum borgimar Lissabon, Porto og Braga. Enn er þó mælt með því við ferðamenn sem hyggjast keyra um landið að þeir fari varlega og verði sér úti um gott vegakort áöur en lagt er í hann. Veitingar í flugvélabraki Bandaríkjamenn hafa um skeið verið hallir undir veitinga- staði sem byggjast á einhverju ákveðnu þema. Skemmst er að minnast veitingahúsakeðjunnar Planet Holly wood sem reyndar er farin á hausinn og búið aö skella í lás í útibúunum 32. Nýjasti veit- ingastaöurinn þessarar tegundar mun vera í Baltimore og kallast einfaldlega Crash Café en þar er byggt á hugmyndinni um flug- slys. Veitingasalurinn er inni í DC-3 þotu sem lítiu- út fyrir að hafa brotlent á staðnum. Reykur liðast út um stélið og allt ytra umhverfi minnir á skelfilegt slys. Innandyra eru síðan reiddar fram veitingar eins og vera ber en sjónvarpsskjáir sjá gestum fyrir afþreyingu í formi frétta- mynda af hroöalegum lestarslys- um og byggingum sem springa í loft upp. Dýr stríösmaöur Rauðbrúni stríðsmaðurinn á myndinni er eftirlíking rúmlega 2000 ára gamallar styttu sem fannst við gröf fyrsta keisara Kína, Qin Shihuang, fyrir tilvilj- un árið 1974. Bóndi nokkur var að grafa á þessum slóðum þegar styttan ásamt tveimur öðrum kom skyndilega upp. Þótt um einn merkasta fomleifafúnd í sögu Kína væri að ræða fékk bóndinn ekki mikiö fyrir sinn snúð, eða tæpar 500 krónur í verðlaun fyrir hveija styttu. Pundurinn hefur hins vegar gert það að verkum að borgin Xian laðar til sín um eina og hálfa milljón feröamanna á ári. Minjagripaverslanir keppast síð- an við að selja feröamönnum eft- irmyndir stríðsmannsins og kostar stykkið engan smáskild- ing, eða rúmar 400 þúsund krón- ur. Það er nokkuð hátt, ekki síst ef horft er til þess hversu lítið bóndinn fékk fyrir að finna hina raunverulegu stríðsmenn. Feneyingar fá annað Guggenheimsafn Sjötta Guggenheimsafnið verðm- brátt opnað í Feneyjum á Ítalíu. Þar með verða Feneyingar þeirrar gæfu aðnjótandi að státa af tveimur Guggenheimsöfhum, rétt eins og New York. Þá er Guggenheimsafn í Berlín og fyrir stuttu var opnað stórglæsilegt safn undir sömu merkjum í Bilbao á Spáni. Nýja Guggenheimsafhið verður í gamalli tollstöð sem var reist á ofan- verðri 17. öld og hefur verið gengið frá leigusamningi til 99 ára. Safninu er ætlað að einblína á samtímalist í verkefnavali sínu. Pessa dagana er verið aö breyta gamalli tollstöö, sem var reist á ofanveröri Gamla Guggenheim-safnið i Feneyj- ^°9 fll®*U®flt Guggenheimsafn í Feneyjum. um hefur hingað til lagt mesta áherslu á myndlist frá fyrri hluta 20. aldarinnar þannig að nýja safnið ætti aö vera kærkomin viðbót fyrir listunnendur. Um tiu milljónir ferðamanna heimsækja Feneyjar ár hvert og kveðst ferðamálaráð borgarinnar fagna hverjum nýjum stað sem hugsanlega vekur áhuga ferðalanga. Þar með kunni ferðamennimir að dreifast meira en ásókn í Markúsar- kirkjuna og á Markúsartorgið er víst svo mikil yfir sumarið að til stórvandræða horfir. FERÐA SKRIFS TOFA, REYKJA YIKUR Aðalstræti 9 Sími: 552 3200 Fax: 552 9935 Netfang: ferd@ferd.is mvw.ferd.is kl. 13:00 og 16:00 sunnudaginn 13. febrúar. Líttu við hjá okkur og kynntu þér fjölbreytt úrval spennandi ferðamöguleika á hagstæðu verði. ■ 111 "■ ■ ' 1.1 II I . I I I I ... r New York Baltimore Washington Boston Orlando Minneapolis Jamaica Kúba Bahama Kýpur Sri Lanka Thailand Bali Maldiveyjar Benidorm Sitges Mallorca Albufeira Krít Barcelona London Kaupmannahöfn Munchen Dusseldorf s Hamborg ! Pra9 | París © Sumarbæklingurinn er kominn út!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.