Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Side 50
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 -U"V 62 - uppáhaldsheimasíður nokkurra íslendinga dregnar fram í dagsljósið ar sem bar nafnið Möguleikar LÍN á Netinu. Þar voru teknar saman kröfur Stúdentaráðs og námsmannhreyfing- anna um netvaeðingu sjóðsins og betri þjónustu. „Námsmenn eru vanir net- notendur og því einfalt að bjóða þeim upp á sjáifsafgreiðslu á Netinu. Það hefur verið gaman að fylgjast með sjóðnum taka upp ýmsa nýbreytni en lög og reglur um sjóðinn hafa þegar verið færðar upp á heimasíðu þeirra. Slóðin er lin.is.“ Finnur segir erfitt að koma í veg fyrir ósæmilegt efhi sem ekki eigi heima á vefnum. Menn hafi einfald- lega fundið leiðir til að sniðganga slíka vöm. „Auðvitað á enginn að setja meiðandi eða særandi efni á Net- ið en þetta er fyrst og fremst spuming um að við þróum okkur áfram í átt að bættu siðferði og siðgæði.“ Guðrún Eva Mínervu- dóttir skáldkona: Hélt fyrirlestur um Spinoza „Ég nota Netið fyrst og fremst sem póstbera en tölvan er eini tengiliður minn við umheiminn þar sem ég er oftast bíilaus og allslaus uppi í sveit. Ég fékk eyðibýli að láni þar sem ég dvelst meira og minna og því gott að geta haldið sambandi við mitt fólk í gegnum tölvuna,“ segir Guðrún Eva. „Auðvitað er til efni sem á ekki heima neins staðar, hvorki á Netinu né annars staðar, en annars er ég þeirrar skoðunar að menn ættu að demba sem mestu inn á Veraldarvef- inn. Það er ekkert nema gott um það að segja að hafa þennan mýgrút upp- lýsinga svona aðgengilegan og allan á einum stað,“ segir Guðrún, aðspurð um hvort Netið eigi að rúma allt eða hvort setja þurfi hömlur á birtingu efnis. Guðrún segist sjálf geta hugsað sér að nota heimabankana og hefur gefið upp kreditkortanúmer sitt á Netinu. „Ég fæ alltaf svolítinn hroll þegar ég á viðskipti við Amazon eða aðrar net- verslanir og þarf að gefa upp kredit- kortanúmerið mitt en sumt sem er fá- anlegt gegnum þessa leið er ekki auð- velt að nálgast á annan veg. Hins veg- ar myndi ég ekki standa í einhverju sem enginn mætti komast að á Net- inu. Þá gæti ég ekki sofið róleg.“ Guðrún segist oft renna yfir stóru íslensku fréttavefina og þá sérstak- lega þegar hún er í útlöndum eða sveitinni. Þegar hún rennir í gegnum bookmark-listann koma jafnframt heimasíður færeyska skáksambands- ins og CIA í Ijós. Hún segir þær til- heyra unnusta sínum en þau nota sama tölvukost. „Oftast er það nú þannig að þegar mig vantar upplýs- ingar af Netinu þá leita ég að þeim jafnóðum og vista síðurnar ekkert endilega á bookmark-listann. Um dag- inn dreymdi mig að ég hefði verið að halda fyrirlestur um spekinginn Spin- oza. Þá fór ég auðvitað inn á Netið og skoöaði kauða. Ég á eitthvað um hann í hinum ýmsu bókum en það er aldrei jafn fjölbreytt og ítarlegt, segir Guð- rún að lokum. Magni Magnússon, versl- unarmaður og safnari: Eignaðist fyrstu tölvuna í desember Magni hefur um árabil verið ötull safnari og grúskari sem sést best á fjölbreyttu og oft og tíðum sérkenni- legu safni minja sem í boði er í verslun hans við Laugaveginn. Vís- ast er um auðugan garð að gresja í Óhætt er að segja aö netnotkun landsmanna hafi aukist á undanfóm- um árum og þvi ekki fjarri lagi að segja að tölva með nettengingu sé að verða jafnómissandi á heimilinu og ryksuga, brauðrist eða kaffivél, svo al- gengustu heimilistækin séu nefnd. Póstforrit hafa fyrir löngu sannaö sig og víst er að bréfaskriftir hafa minnk- að gífurlega á undanfomum misser- um og fólk og fyrirtæki flest farin að stóla á rafrænan póst. Netið er ekki lengur bundið við fróðleiks- og heim- ildaöflun heldur hefur notkun greiðslukorta á vefnum aukist stór- lega og í dag þykir ekkert tilltökumál að kaupa sér fót, tónlist, bækur o.þ.h. á Veraldarvefnum og greiða reikning- ana í gegnum nettengda bankaþjón- ustu. Tækniframþróunin er vissulega orðin slík að erfitt er að fylgjast með nýjungum og því auðveldara en hitt að heltast úr lestinni. Sé mönnum hins vegar umhugað um að svo fari ekki kostar það mikla fyrirhöfn og - stöðuga notkun vefsins. Til að auð- velda mönnum leit að eftii hefur sú hefð skapast að menn geymi eða visti þær síður sem þeim þykja áhugaverð- ar í svokölluðum bookmark- eða favorit-skrám - eins konar „síma- skrá“ þar sem hægt er að geyma slóð- ina að uppáhaldssíðunum og smella með einföldum hætti á viðkomandi síður þegar á þarf að halda. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvaða vefsíður menn geymdu í þess- ari „símaskrá" og tók af því túefni nokkra valinkunna karla og konur tali og spurði jafnframt um viðhorf þeirra til vefsins og um notkun á hon- um. Gísli Marteinn Baldurs- son, umsjónarmaður Kastljóss: Meðlimur í hand- knattleiksfélaginu Hendinni Gísli Marteinn notar Netið mikið starfsins vegna og segist senda um 20 bréf á dag í gegnum tölvupóstinn. „Ég er bæði með nettengingu í vinnunni og heima hjá mér og nota Netið þ.a.l. mjög mikið. Þaðan fæ ég mikið af tón- list, bæði sem ég næ mér í sjálfur, af heimasíðum eins og audiogalaxy.com Gfsli Marteinn sækir gjarnan tónlist á Netiö. og nabster.com, og eins eru snillingar eins og Pétur Rúnar í Margmiðlun duglegir að senda eitt og eitt lag með tölvupósti. Aðspurður um það hvort ekki telj- ist stuldur og brot á höfundarréttar- lögum að taka efni af Netinu segir Gísli Marteinn það vera flókið mál. Sumt sé vafalaust brot á höfundarétt- inum en annað ekki. „Þar sem ég sæki tónlist er þessu þannig háttað að fyrir hvert lag sem ég tek af Netinu læt ég eitt lag af hendi í staðinn. Þetta er eins konar banki og ég veit til þess að á Netinu er að finna eitthvað af íslensku efni sem íslenskir notendur hafa látið inn á Netið í stað þeirra laga sem þeir hafa tekið út. Hvað höfundarrétt varðar má líka benda á að margt er ókeypis á Netinu í dag og fjöldinn allur af hug- búnaði beinlínis ætlaður mönnum að kostnaðarlausu. Ég tel hins vegar að sýn manna á höfundarrétt á hugverk- um eigi eftir að breytast á næstu árum, meðal annars fyrir tilstilli Netsins. Sumb: af virtustu hagfræö- ingum heimsins hafa lengi sagt að höfundarréttm- á hugverkum eins og hann sé í dag sé öllum, ekki síst höf- undum sjálfum, til ógagns.“ Gísli Marteinn segist hafa kynnst Netinu fyrst fyrir alvöru þegar hann var við nám i Túbingen í Þýskalandi og frá þeim tíma hafi hann notað Net- ið, bæði við heimildaöflun og eins til að sækja sér efni og hugbúnað. Þegar talið berst að því hvort setja þyrfti höft og draga þyrfti úr því efni sem birtist á Netinu stendur ekki á svör- um: „Ég tel alíar tilraunir til að tak- marka frelsi fólks á Netinu mjög vafa- samar. Ótrúleg fjölbreytni og upp- gangur Netsins er fyrst og fremst því að þakka að á Netinu fá einstaklingar að njóta sín án afskipta yfirvalda. Þessu fylgir hins vegar auðvitaö margs konar viðbjóður sem flestum býður við. Það er hins vegar auðvelt að sneiða hjá því og menn hafa reynd- ar komið fram með ýmsan hugbúnað, s.s. Netnanny, sem er komið fyrir í tölvunni og á að passa upp á að ákveð- ið efni sé ekki hægt að skoða. Slík for- rit eru ætluð bömum en það er hins vegar mjög auðvelt að bijótast í gegn- um slika vöm og jafnvel á færi bama. Ábyrgðin er fyrst og fremst foreldr- anna og það gilda engin önnur lögmál um netheima en raunheima, böm og unglingar geta alltaf nálgast svona hluti ef þau hafa raunverulegan áhuga á því.“ Um uppáhaldsíðumar og þær sem vistaðar era í „skránni" í tölvunni hans segir Gisli Marteinn að það séu einkum fréttavefir og heimasíður fót- boltafélaga sem þangað rati. „Ég fer mikið inn á mbl.is, bæði til að nálgast innlendar og erlendar fréttir, og eins er ég áskrifandi að gagnasafni Morg- unblaðsins. BBC er með góða allsheij- arfréttaveitu á news.bbc.co.uk og svo heimsæki ég oft guardian.co.uk sem birtir ítarlegar greinar um helgar úr bresku þjóðlífi. Mér þykir gaman að pólitiskri umræðu og þá er gott að heimsækja andriki.is sem er fyrsta og ferskasta nettímaritið, skipað hörðum hægrimönnum, og murinn.is sem er málgagn róttækra vinstrimanna með skemmtileg sjónarmið. Ég fer mikið á amazon.com og hef margoft pantaö mér bækur og geisla- diska þar með góðum árangri. Svo verð ég að minnast á heimasíðu topp- mannsins Stefáns Hilmarssonar: mmedia.is/stefanhilmars, sem er skemmtilega fram sett. Ég er einnig mikill áhugamaður um knattspymu og ef mig fýsir í fróðleik úr þeim heimi ber fyrst að nefna liver- pool.fc.net og football.sport.com. Ég er einmitt meðlimur í handknattleiksfé- laginu Hendinni, sem er i rauninni knattspymufélag, en síðamefnda síð- an er eins konar Atfa/Omega okkar félagsmanna," segir Gísli að lokum og hlær við. Finnur Beck, formaður Stúdentaráðs: Fréttir og pólitík ern áhugamál og vinna Finnur segist nota Intemetið og póstforritin jöfnum höndum og á síð- asta ári hafi hann fengið yfir 2000 bréf í tölvupósti. „Ég nota tölvupóstinn mikið í samskiptum mínum viö ann- að fólk, bæði innan veggja skólans - við skólastjóm og aðra nemendur, og svo er fjölskyldan mín búsett í Dan- mörku og ég skrifast mikið á viö hana.“ Finnur notar Intemetið líka mikiö. „Það er helst fréttatengt efni og efni um stjómmál sem ég les á Netinu, ég er með línu bæði heima hjá mér og uppi í Stúdentaráði en það vill svo til að fréttir og pólitík era bæði vinna og áhugamál hjá mér. Það era þá helst slóðir á borð við frelsi.is, groska.is, andriki.is og skoðun.is sem ég kíki á.“ Síðastliðið sumar skrifaði Finnur skýrslu fyrb: námsmannahreyfingam- v„Þaö er helst fréttatengt efni og efni um stjórnmál sem ég les á Netinu," segir Finnur Beck. Hvað ertu að skoða á Netinu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.