Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Side 52
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 1 2 V
Fann ástina á íslandi
- Will Covert heimsmeistari í hestaíþróttum, segir frá því hvernig hann fáll fyrir íslenska hestinum
Will Covert er 26 ára Bandarlkja-
maður sem vakið hefur athygli fyr-
ir skjótan frama á sviði atvinnu-
hestamennsku. Að vinna heims-
meistaratitil í íslenskum hesta-
íþróttum eftir aðeins sjö ár í grein-
inni leika ekki margir eftir. Hann
vinnur hörðum höndum við að
flytja út og kynna hestinn í Kali-
fomíu sem er einn öflugasti mark-
aöur í heimi fyrir hesta. Keppnis-
skapið hefur hann frá forfoður sín-
um sem gerði Kellogg’s-vörumar
ódauðlegar. Hann hefur fundið sér
íslenska kærastu og býr hér lung-
ann úr árinu sem mörgum finnst
skrýtið þar sem hann var á einum
eftirsóttasta dvalarstað í heimi,
Kalifomíu. En þessi ungi keppnis-
maður, sem talar ótrúlega góða ís-
lensku, elskar árstíðaskiptin á ís-
landi.
Hestamennskan er í ættinni
„Flestallir í móðurætt minni
hafa áhuga á hestum að einhverju
leyti og sumir hafa jafnvel atvinnu
í kringum þá. Langalangafi minn
hafði gífurlegan áhuga á arabísk-
um hestum og flutti þá inn í stór-
um stíl frá Miðausturlöndum og
ræktaði þá. Þaðan kemur þessi
áhugi okkar i fjölskyldunni á hest-
um,“ segir Will Covert, heims-
meistari og atvinnuhestamaður.
En hann hefur náð undraskjót-
um árangri með íslenska hestinn.
Það má einnig segja um íslenskuna
sem hann talar en hana segist hann
hafa lært af íslenska bóndanum.
Forfaðir Wiils, sem áður var getið,
var mikill athafnamaður og kom
meðal annars á fót framleiðslu á
Kellogg’s-vörunum sem þekktar
eru um allan heim. Hann segir að
þessi forfaðir sinn hafi verið stór-
brotinn maður sem hægt væri að
tala endalaust um sökum þess hve
framtakssamur hann hafl verið og
mikill hestamaður. En ég vil taka
það skýrt fram að þetta veldi í
kringum Kellogg’s snertir ekkert
fjölskyldu mína í dag. Það komst í
aðrar hendur löngu fyrir tima afa
og ömmu. Það eina sem ég hef erft
frá þeim gamla er keppnisskapið og
þörflna fyrir að vinna.“
Fæddur í Santa Barbara
Will er fæddur í Santa Barbara i
Kalifomíu við ósköp venjulegar að-
stæður. Það má líka segja að hann
sé ósköp venjulegur ungur maður
sem lítur framtíðina björtum
augum. En eitt er eftirtektarvert,
hann lætur fátt stöðva sig og er til-
búinn að fara ótroðnar slóðir likt
og afi hans forðum. Faðir hans er
skrúðgarðyrkjumeistari en móðir
hans hefur unnið við hesta mest-
alla ævina.
„Ég var tveggja ára þegar ég fór
fyrst á bak hestum, svokölluðum
Quarter-hestum, það útleggst
reyndar á íslensku sem kúreka-
hestar. Síðar kynntist ég mörgum
hestakynjum, þar á meðal þeim ís-
lenska. Ég hef verið sautján ára
þegar mamma sýndi mér einn slík-
an en hann var ekki gott kynning-
areintak fyrir íslenska hestakynið.
Hann var í einu orði sagt vonlaus i
útliti og ganglagi. Þrátt fyrir þessa
fyrstu viðkynningu heillaðist ég af
þeim „íslenska" en gerði mér ekki
grein fyrir hvað það var. Stuttu eft-
ir þetta fórum við mamma til
Þýskalands til að kaupa íslenska
hesta því mamma var svo heilluð
og vildi kynnast hestinum betur.
Þar keyptum við hesta sem svo
sannarlega stóðust þær væntingar
sem við höfðum til þeirra. Síðan
hefur mamma algjörlega snúið sér
að íslenska hestinum og rekur í
dag hestamiðstöð á búgarði sem
við köllum Flying C Ranch, rétt hjá
Santa Barbara. Þar er veitt öll þjón-
usta sem nöfnum tjáir að nefna í
kringum islenska hestinn.
Sá Ijósið í Danmörku
Árið 1989 fór ég sem áhorfandi
á heimsmeistaramótið sem haldið
var i Árósum i Danmörku og sá
hvað þessi hestur er stórkostlegur
og hefur mikla möguleika. Ég sá
líka hvaða vinnu ég þyrfti að inna
af hendi til að ná árangri i þessari
íþrótt. Á þessum tíma var ég í
menntaskóla og hafði engan tíma
til að stunda hestamennsku. Auk
þess var ég valinn í homaboltalið
skólans og það fór mikill tími í að
sinna því. Eftir að ég kláraði skól-
ann fór ég að vinna hjá pabba við
garðyrkju og var í raun búinn að
gefa upp alla von um frama í
hestamennsku. Þegar ég var bú-
inn að vinna við garðyrkjuna í
nokkum tíma kom þessi löngun
til að stvrnda keppni af einhverju
tagi upp í mér en ég vissi ekki
hvað það átti að vera.
Mamma hefur alltaf verið dug-
leg að halda námskeið og fengið
marga þekkta knapa til liðs við
sig frá ýmsum löndum. Því var
það einn daginn að ég var beðinn
um að prófa hesta sem vom á
þessu námskeiði og það var eins
og við manninn mælt, áhuginn
kviknaði strax aftm-. Þetta var
vorið ‘93 og áður en ég vissi af var
farið að hvetja mig til að taka
fyrir hönd Banda-ríkjanna þátt í
næstu heimsleikum íslenskra
hesta sem fara áttu fram í
Hollandi seinna um sumarið.
Þetta var náttúrlega fráleit hug-
mynd þar sem ég hafði svo litla
reynslu og stuttan tima til undir-
búnings. Auk þess átti ég að fara
með hest sem hafði litla sem enga
keppnisreynslu. En ég fór samt og
keppti í fimmgangi og slaktauma-
tölti. Auðvitað lenti ég i botnsæti
í báðum greinunum. Þrátt fyrir
þetta fékk ég mikla reynslu af
þessu móti og ákvað að bæta ár-
angur minn.
Keppnisskapið með
Það eina sem ég hafði í fartesk-
inu fyrir þetta mót var keppnis-
skapið og viljinn til að vinna.
Eftir þessa reynslu sá ég að ís-
land væri staðurinn þar sem ég
gæti lært mest um þetta hestakyn.
Þar eru heimkynni hestsins og
knapar í fremstu röð sem voru til-
búnir að miðla af reynslu sinni.
Ég fór norður á Akureyri vetur-
inn eftir fyrrgreint mót og var hjá
Baldvini Ara Guðlaugssyni tamn-
ingamanni og einum fremsta reið-
manni íslands. Þar komst ég í
tæri við ótrúlega marga góða
hesta, m.a. Galsa frá Sauðárkróki.
Það kennir manni mest að kynn-
ast sem flestum hestum því eng-
inn hestrn- er eins. Þennan vetur
keypti ég Rökkva frá Álftagerði
og setti stefnuna með hann á
næsta heimsmeistaramót sem
fara átti fram í Sviss ‘95. I milli-
tíðinni keppti ég á landsmótinu á
HeRu með Rökkva og náði góðum
árangri innan um fremstu knappa
á þessu sviði. Þetta var gott við-
mið fyrir mig þar sem þetta var
svokallað heimsbikarmót og
knöpum víðs vegar að boðið að
taka þátt. Nú var ekkert annað að
gera en auka æfingar og keppni
og koma vel undirbúinn til Sviss.
Ekki allt eins og ætlað er
Ég fékk að taka þátt á íslands-
mótinu sem gestur með Rökkva,
með því skilyrði að ég fengi ekki
að taka þátt í lokaúrslitum ef ég
kæmist þangað. Með þeim ár-
angri sem ég náði þar sá ég að ég
gæti velgt þessum köppum undir
uggum.
Ég fékk að þjálfa og njóta leið-
sagnar þeirra sem skipuðu ís-
lenska landsliðið fyrir mótið í
Sviss og var það ómetanlegt fyrir
mig. Síðan fengum við Rökkvi að
fylgja þeim út ásamt þeirra hest-
um. Það er skemmst frá því að
segja að Rökkvi frá Álftagerði
heltist á fyrsta keppnisdegi og var
það mikið áfall fyrir mig þar sem
ég hafði lagt i svo mikla vinnu
fyrir þetta mót. Á æfingum fyrir
keppnisdaginn hafði ég fengið góð
viðbrögð við hestinum og al-
mennt talið að ég ætti góða mögu-
leika í úrslit. Þrátt fyrir þetta
áfall ákvað ég að berjast áfram og
taka stefnuna á næsta heims-
meistaramót. Ég fór aftur til Bald-
vins Ara og réð mig í vinnu hjá
honum allan veturinn ásamt því
að taka tamningapróf. Síðan hófst
leit að keppnishesti sem ég vildi
fara með m.a. á heimsleikana í
Noregi. Hann fann ég í Reykjavík,
hjá Sigurbimi Bárðarsyni. Þetta
var Dynur frá Ytra-Skörðugili.
Það reyndist erfitt að fala hann
af Didda því hann ætlaði að nota
hann sem aðalkeppnishest sinn
fyrir komandi sumar. Diddi seldi
mér Dyn eftir að þeir voru búnir
að vinna þrefalt á íslandsmótinu
það árið. Diddi hefur verið mér
sérstaklega hjálplegur í gegnum
tíðina. Ég skynjaði það strax
þegar ég fór að þjálfa hestinn síð-
ar um veturinn að okkur ætti eft-
ir að ganga vel saman. Og það
reyndist rétt því ég var fyrstur
eftir forkeppnina í fimmgangi á
heimsmeistaramótinu í Noregi og
endaði í 5. sæti sem var besti ár-
angur sem Bandaríkjamaður
hafði náð til þessa á slíku móti.
Ég var mjög ánægður með þenn-
an árangur. Ég stend í ævarandi
þakkarskuld fyrir þann greiða
sem Sigurður Sæmundsson og
Jón Albert Sigurbjömsson gerðu
mér, að kynnast vinnubrögðum
hjá íslenska landsliðshópnum.
Mamma vildi góðan hest
„Eftir þennan árangur fór ég að
vinna sjálfstætt ásamt Sigrúnu
Brynjarsdóttur á Akureyri við
tamningar og útflutning á hross-
um til Bandaríkjanna ásamt öll-
um þeim vörum er tengjast grein-
inni, svo sem hnökkum, reið-
tygjum og klæðnaði. Þetta var
veturinn sem hitasóttin geisaði og
fór ég ekki varhluta af því. Við
móðir mín erum í samstarfi þar
sem hún sér um að miðla til við-
skiptavinarins því sem ég sendi
út. Mamma bað mig veturinn ‘98
að finna góðan reiðhest fyrir sig
og festi ég kaup á hesti sem Hug-
rún Jóhannsdóttir hafði keppt á
með góðum árangri, Blæ frá
Sigluvík. Ég hélt honum í þjálfun
á meðan ég beið eftir að hann
færi út til Bandaríkjanna en ég
dró það að senda hann því ég sá
að með þessum hesti gæti ég gert
stóra hluti á næsta heimsmeist-
aramóti sem fara átti fram í
Rieden í Þýskalandi. Ég þjálfaði
' hann fyrir slaktaumatöltið og í
stuttu máli sagt vann ég þá
keppni með nokkrum yfírburð-
um. Það var stórkostleg upplifun
að taka á móti heimsmeistaratitl-
inum fyrstur Bandaríkjamanna.
Ákveðnu takmarki var náð eftir
mikla vinnu. Blær fór síðan til
móður minnar i Kalifomíu og
hún notar hann sem keppnishest.
Þetta er einstakur hestur og góð
kynning fyrir islenska hestinn,
ásamt Dyn sem ég nefndi áðan.
Vekur alltaf athygli
WiU Covert og móðir hans hafa
lagt mikla vinnu í að kynna hest-
inn á sýningmn ásamt því að
skipuleggja mót. Bandaríkin eru
stórt land en það aftrar ekkert
mönnum sem eiga íslenska hesta
að keyra með þá i 3-4 daga til að
komast á námskeið eða fara í
keppni og á sýningar.
„Hvar sem við komum til að
kynna hestinn, og það gerum við
mikið, vekur hann mikla athygli.
En hestaiðnaðurinn í Bandaríkjun-
um, sem og annars staðar, er
íhaldssamur og það tekur tima að
koma hestinum inn á markaðinn."
Laus við exemið
Blaðamanni lék forvitni á að vita
hvernig hestinum reiddi af í því
loftslagi sem er í Kalifomíu.
„Hann fær allavega ekki þetta
svokallaða sumarexem sem hrjáir
marga hesta í Evrópu og það kem-
ur til af því að loftslagið er þurrt og
einnig það að flugnabit, sem er ein
af orsökum exemsins, þekkist ekki.
Hesturinn er úti allan ársins hring
og hefur skýli þar sem hann getur
gengið inn og út að vild. Ég myndi
segja að aðstæður fýrir íslenska
hestinn væru mun betri í Kaliforn-
íu en viðs vegar í Evrópu. Mark-
aðssetningin skilar sér hægt og ró-
lega og við finnum fyrir auknum
áhuga. Það þarf að vanda valið á
þeim hestum sem eru í boði því
menn gera aðrar kröfur þar en hér
á íslandi. Markaðurinn er stór og
miklir möguleikar. Samt verður að
fara varlega og fylgja hverri sölu á
hesti vel eftir með kennslu um
hvemig umgangast eigi íslenska
hestinn ásamt öðrum atriðum."
Fann líka ástina á íslandi
Will Covert hefur ekki bara tek-
ið ástfóstri við ísland og hestinn
þvi hann féll fyrir íslenskri
blómarós, Ástu Dögg Bjamadóttur,
sem starfaði á Flying C Ranch, bú-
garði Coverts-fjölskyldunnar, á síð-
asta ári.
„Við erum bæði á fullu í hestum
frá morgni til kvölds, alla daga vik-
unnar, svo við höfum kannski ekki
mikinn tíma hvort fyrir annað. En
þetta er okkar lif og yndi. Mér lík-
ar vel á íslandi. Hér er hreint og
fagurt og mér líka vel árstiðaskipt-
in sem ég er ekki vanur heiman frá
Will telur aö I Kaliforníu séu miklir möguleikar til útflutnings á íslenskum hestum.