Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Page 68
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
Reiður
ráðherra
- rauk af fundi
„Þama var fólk látið vitna um
im^bágindi sín og í raun voru fundar-
- boðendur að nýta sér erfiðleika og
bágindi þeira sem eiga um sárt að
binda vegna umferðarslysa," sagði
Ámi Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra sem rauk út af fundi um um-
ferðaröryggi og væntanlega tvöfóld-
un Reykjanesbrautar sem haldinn
var í Reykjanesbæ í gærmorgun.
„Fyrirfram hafði mér verið sagt að
fundurinn yrði ekki á tilfinninga-
nótum því ella heföi ég ekki mætt.
Ég vil málefnalega umræðu og í
raun var ég blekktur til að mæta á
fundinn. Ég verð ekki oft reiður en
þegar menn segja mér ósatt þá verð
ég reiður,“ sagði sjávarútvegsráð-
herra sem er jafnframt fyrsti þing-
maður Reyknesinga.
(•P**' Sjávarútvegsráðherra sagðist
vilja vinna að tvöföldun Reykjanes-
brautar á vitrænan hátt og af skyn-
semi og stefna að því að verkið yrði
boðið út árið 2002, færi þá í um-
hverfismat og framkvæmdir gætu
hafíst 2003:
„Tilfinningaröksemdir eins og
þær sem á borð voru bomar á fund-
inum í Reykjanesbæ eiga við um
alla þjóðvegi landsins þar sem fólk
hefur lent í slysum. Það á ekki að
misnota fólk á þann hátt sem gert
var með skipulögðum hætti á fund-
"'-3%num,“ sagði Ámi Mathiesen. -EIR
Strætó út af
og valt
Strætisvagn fauk út af á Álftanes-
vegi við Engidal í Hafnarfirði rétt
fyrir klukkan fimm í gær. Nokkrir
farþegar voru í vagninum en þeir
munu hafa sloppið án teljandi
meiðsla. Vagninn fór á hliðina og
ofan i gjótu. Fólkið var aðstoðað út
og flutt í skjól fyrir óveðrinu.
Hefur þú prófað
115 g alvöru hamborgara?
*r
...
SYLVANIA
ÞETTA ER HÁLFGERÐ
HÁLFVELGJA?
Árni Mathiesen rýkur af fundi í Reykjanesbæ í fylgd lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli, Jóhanns Benediktsson-
ar. DV-mynd S
Sóknarpresturinn á Höfn veldur úlfúð:
Neitar alfarið að
ferma á sklrdag
- foreldrar leita í aðrar sóknir
Foreldrar fermingarbama á Höfn
í Hornarfirði hafa leitað til presta í
nærliggjandi sóknum og beðið þá
um að ferma böm sín á skírdag. Sig-
urður Kr. Sigurðsson, sóknarprest-
ur á Höfn, neitar alfarið að ferma á
skírdag og segir það stefnu kirkj-
unnar að gera það ekki:
„Það er yfirlýst stefna þjóðkirkj-
unnar og biskups að ferma ekki á
skírdag og það vill svo til að ég er
sammála biskupi í því efni. Hvað
fer fram á milli mín og sóknarbama
minna er svo trúnaðarmál sem ég
ræði ekki við aðra,“ sagði séra Sig-
urður.
Frá Höfn í Hornafiröi.
Það er orðinn árviss viðburður á
Höfn að í kekki kastist á mUli for-
eldra fermingarbama og sóknar-
prests á þessum árstíma. Sam-
kvæmt heimildum DV byggist
krafa foreldranna um fermingu á
skírdag á þvi að þá megi nota
páskahelgina í annað. En prestur
neitar.
„Ég fermi á skírdag í minni sókn
þannig að ég get ekki tekið að mér
fermingar fyrir aðra á þeim degi,“
sagði séra Sjöfn Jóhannesdóttir á
Djúpavogi en eiginmaður hennar,
séra Gunnlaugur Stefánsson í Hey-
dölum, er hins vegar laus við þann
dag. Hafa foreldrar fermingarbar-
ana á Höfn einmitt leitað til séra
Gunnlaugs í þessu skyni en að sögn
eiginkonu hans er ekkert afráðið
né ákveðið í þeim efnum. -EIR
Guðmundur Árni:
Enn volgur
„Ákvörðun Margrétar um að bjóða
sig ekki fram til formanns kemur mér
ekki á óvart. Hún hefur sagt það áður
að það passaði ekki að formenn A-
flokkanna gerðu það.
Þesi ákvörðun hennar
hefur engin áhrif á
þærathuganir sem ég
er að gera. Ég er að
hugsa þessi mál með
sjálfúm mér og heyra
í fólki. Ég er enn mjög
volgur í málinu og
skoða þetta í rólegheitum," sagði Guð-
mundur Ámi Stefánsson við DV um
þá ákvörðun Margrétar Frímanns-
dóttur, talsmanns Samfylkingarinnar,
að bjóða sig fram til varaformanns á
stofnfundi í maí.
Jóhanna Sigurðar-
dóttir vildi ekki segja
af eða á um ákvörðun
sína um formanns-
framboð, hún væri
enn að hugsa málið.
Ákvörðun Margrétar
breytti engu um það.
„Ég hef nægan tíma,“ sagði hún.
Ekki náðist í Össur Skarphéðins-
son en hann hefur einnig lýst yfir
áhuga á formennsku. -hlh
Sjö bfla árekstur varö á mótum Suð-
urlandsvegar og Breiöholtsbrautar í
gærmorgun. DV-mynd S
Vonskuveður olli
fjölda árekstra
Fjöldi árekstra varð seinnihluta
gærdags vegna vonskuveðurs sem
gekk yfír Suðvesturlandið. Færðin
var mjög slæm og umferðarhnútar
mynduðust á aðalvegum borgarinn-
ar. Þegar hafði lögreglan skráð rúm-
lega tuttugu umferðaróhöpp síðdegis
í gær.
í gærmorgun urðu talsverð slys á
fólki í sjö bíla árekstri á mótum Suð-
urlandsvegar og Breiðholtsbrautar.
Taka þurfti fimm bifreiðanna af vett-
vangi með kranabifreið en einungis
tvær voru ökufærar. Skafrenningur
og úrkoma var þegar áreksturinn átti
sér stað. -hól
Veðrið á sunnudag:
Breytileg átt
Á sunnudag verður fremur hæg breytileg átt og víða léttskýjað en él
við vesturströndina. Frost verður víða 2 til 10 stig en 10 til 18 stig inn til
landsins.
Veðrið á mánudag:
Víða snjókoma
Á mánudag verður austan- og suðaustanátt, 15-20 m/s, og víða snjó-
koma. Frost verður á bilinu 1 til 5 stig en hiti í kringum frostmark sunn-
anlands. Veðrið í dag er á bls. 73.
Í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i