Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Qupperneq 68

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Qupperneq 68
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 Reiður ráðherra - rauk af fundi „Þama var fólk látið vitna um im^bágindi sín og í raun voru fundar- - boðendur að nýta sér erfiðleika og bágindi þeira sem eiga um sárt að binda vegna umferðarslysa," sagði Ámi Mathiesen sjávarútvegsráð- herra sem rauk út af fundi um um- ferðaröryggi og væntanlega tvöfóld- un Reykjanesbrautar sem haldinn var í Reykjanesbæ í gærmorgun. „Fyrirfram hafði mér verið sagt að fundurinn yrði ekki á tilfinninga- nótum því ella heföi ég ekki mætt. Ég vil málefnalega umræðu og í raun var ég blekktur til að mæta á fundinn. Ég verð ekki oft reiður en þegar menn segja mér ósatt þá verð ég reiður,“ sagði sjávarútvegsráð- herra sem er jafnframt fyrsti þing- maður Reyknesinga. (•P**' Sjávarútvegsráðherra sagðist vilja vinna að tvöföldun Reykjanes- brautar á vitrænan hátt og af skyn- semi og stefna að því að verkið yrði boðið út árið 2002, færi þá í um- hverfismat og framkvæmdir gætu hafíst 2003: „Tilfinningaröksemdir eins og þær sem á borð voru bomar á fund- inum í Reykjanesbæ eiga við um alla þjóðvegi landsins þar sem fólk hefur lent í slysum. Það á ekki að misnota fólk á þann hátt sem gert var með skipulögðum hætti á fund- "'-3%num,“ sagði Ámi Mathiesen. -EIR Strætó út af og valt Strætisvagn fauk út af á Álftanes- vegi við Engidal í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan fimm í gær. Nokkrir farþegar voru í vagninum en þeir munu hafa sloppið án teljandi meiðsla. Vagninn fór á hliðina og ofan i gjótu. Fólkið var aðstoðað út og flutt í skjól fyrir óveðrinu. Hefur þú prófað 115 g alvöru hamborgara? *r ... SYLVANIA ÞETTA ER HÁLFGERÐ HÁLFVELGJA? Árni Mathiesen rýkur af fundi í Reykjanesbæ í fylgd lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli, Jóhanns Benediktsson- ar. DV-mynd S Sóknarpresturinn á Höfn veldur úlfúð: Neitar alfarið að ferma á sklrdag - foreldrar leita í aðrar sóknir Foreldrar fermingarbama á Höfn í Hornarfirði hafa leitað til presta í nærliggjandi sóknum og beðið þá um að ferma böm sín á skírdag. Sig- urður Kr. Sigurðsson, sóknarprest- ur á Höfn, neitar alfarið að ferma á skírdag og segir það stefnu kirkj- unnar að gera það ekki: „Það er yfirlýst stefna þjóðkirkj- unnar og biskups að ferma ekki á skírdag og það vill svo til að ég er sammála biskupi í því efni. Hvað fer fram á milli mín og sóknarbama minna er svo trúnaðarmál sem ég ræði ekki við aðra,“ sagði séra Sig- urður. Frá Höfn í Hornafiröi. Það er orðinn árviss viðburður á Höfn að í kekki kastist á mUli for- eldra fermingarbama og sóknar- prests á þessum árstíma. Sam- kvæmt heimildum DV byggist krafa foreldranna um fermingu á skírdag á þvi að þá megi nota páskahelgina í annað. En prestur neitar. „Ég fermi á skírdag í minni sókn þannig að ég get ekki tekið að mér fermingar fyrir aðra á þeim degi,“ sagði séra Sjöfn Jóhannesdóttir á Djúpavogi en eiginmaður hennar, séra Gunnlaugur Stefánsson í Hey- dölum, er hins vegar laus við þann dag. Hafa foreldrar fermingarbar- ana á Höfn einmitt leitað til séra Gunnlaugs í þessu skyni en að sögn eiginkonu hans er ekkert afráðið né ákveðið í þeim efnum. -EIR Guðmundur Árni: Enn volgur „Ákvörðun Margrétar um að bjóða sig ekki fram til formanns kemur mér ekki á óvart. Hún hefur sagt það áður að það passaði ekki að formenn A- flokkanna gerðu það. Þesi ákvörðun hennar hefur engin áhrif á þærathuganir sem ég er að gera. Ég er að hugsa þessi mál með sjálfúm mér og heyra í fólki. Ég er enn mjög volgur í málinu og skoða þetta í rólegheitum," sagði Guð- mundur Ámi Stefánsson við DV um þá ákvörðun Margrétar Frímanns- dóttur, talsmanns Samfylkingarinnar, að bjóða sig fram til varaformanns á stofnfundi í maí. Jóhanna Sigurðar- dóttir vildi ekki segja af eða á um ákvörðun sína um formanns- framboð, hún væri enn að hugsa málið. Ákvörðun Margrétar breytti engu um það. „Ég hef nægan tíma,“ sagði hún. Ekki náðist í Össur Skarphéðins- son en hann hefur einnig lýst yfir áhuga á formennsku. -hlh Sjö bfla árekstur varö á mótum Suð- urlandsvegar og Breiöholtsbrautar í gærmorgun. DV-mynd S Vonskuveður olli fjölda árekstra Fjöldi árekstra varð seinnihluta gærdags vegna vonskuveðurs sem gekk yfír Suðvesturlandið. Færðin var mjög slæm og umferðarhnútar mynduðust á aðalvegum borgarinn- ar. Þegar hafði lögreglan skráð rúm- lega tuttugu umferðaróhöpp síðdegis í gær. í gærmorgun urðu talsverð slys á fólki í sjö bíla árekstri á mótum Suð- urlandsvegar og Breiðholtsbrautar. Taka þurfti fimm bifreiðanna af vett- vangi með kranabifreið en einungis tvær voru ökufærar. Skafrenningur og úrkoma var þegar áreksturinn átti sér stað. -hól Veðrið á sunnudag: Breytileg átt Á sunnudag verður fremur hæg breytileg átt og víða léttskýjað en él við vesturströndina. Frost verður víða 2 til 10 stig en 10 til 18 stig inn til landsins. Veðrið á mánudag: Víða snjókoma Á mánudag verður austan- og suðaustanátt, 15-20 m/s, og víða snjó- koma. Frost verður á bilinu 1 til 5 stig en hiti í kringum frostmark sunn- anlands. Veðrið í dag er á bls. 73. Í i i i i i i i i i i i i i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.