Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 Fréttir X>V Kínverski forsætisráðherrann hefur í hótunum við Taívanbúa vegna forsetakosninganna í dag: Spennan gæti orðið að nágrannastyrjöld Sjálfstæðissinninn og forsetaframbjóöandinn Chen Shui-bian Chen, fyrrum borgarstjórí í Taipei, höfuöborg Taívans, er einn þríggja frambjóöenda til forsetaembættisins sem taldir eru eiga hvaö mesta möguleika. Chen er ákafur andstæöingur sameiningar viö Kínverska alþýöulýöveldiö. Stjórnvöld í Peking hafa líka varaö íbúa Taivans aö kjósa sjálfstæöissinna, ella eigi þeir á hættu aö kalla yfir sig árás Kínverja. „Taívanbúar standa á mjög við- kvæmum sögulegum timamótum. Látið ekki hvatvísina ráða þegar þið ákveðið hvert Taívan skal halda þar sem þið fáið ekki annað tæki- færi til að harma það.“ Já, Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, talar enga tæpitungu þegar hann varar íbúa Taívans við því að veita brautargengi þeim öflum sem vilja sjálfstæði eyjarinnar í forseta- kosningunum í dag. Hann gengur meira að segja svo langt að segja að Kínverjar séu reiðubúnir að úthella blóði, eins og hann orðar það, láti grannarnir handan Taívansundsins ekki af sjálfstæðisdraumum sínum. Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli um hvort átök séu yfirvofandi vegna Taívans, hvort Kínverjar geri alvöru úr þeirri hótun sinni, sem fram kom í nýlegri stefnuskrá stjórnvalda í Peking, að gera innrás. Oröaskakiö fyrirferðarmikið George Tenet, forstjóri banda- risku leyniþjónustunnar CLA, sagði í vitnaleiðslum í Bandaríkjaþingi í síðasta mánuði, vitnaleiðslum sem ekki vöktu neina sérstaka athygli, að kosningarnar á Taívan í dag gætu orðið „hvatinn" að hernaðará- tökum á Taívansundi. Aðrir telja aftur á móti litlar lík- ur á átökum, að minnsta kosti þeg- ar til skamms tíma er litið. Dennis Blair aðmíráll, yfirmaður Kyrra- hafshersveita Bandaríkjanna, sagði í vitnaleiðslum í þinginu í síðustu viku að orðaskakið þessa dagana væri fyrirferðarmeira en hemaðar- bröltið. Erlent fréttaljós Samuel R. Berger, þjóðaröryggis- ráðgjaíi Bills Clintons Bandaríkja- forseta, segir í viðtali við dagblaðið Washington Post að ástandið á Taí- van geti orðið hættulegt og að það „gæti versnað, en ég held ekki að það sé eina leiðin“. Berger fyrirhugar að heimsækja stjórnvöld i Peking eftir kosning- arnar og hvetja þau til að sýna still- ingu. Þegar Taívanar héldu fyrstu lýð- ræðislegu forsetakosningar sinar árið 1996 brugðust stjórnvöld í Kína við með því að skjóta stýriflaugum yfir eyjuna og lentu þau í sjónum tæpa tvö hundruð kílómetra undan ströndinni. Bandaríkjamenn svör- uðu með því að senda tvö flugvéla- móðurskip og fjórtán önnur herskip til Taívans. Bandarikjamenn höfðu ekki haft meiri viðbúnað í þessum heimshluta frá því í Víetnamstríð- inu. Framtíöin að verða nútíð Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa i hálfa öld brugðist við landakröfum stjórnarinnar í Peking á hendur Taívanbúum með þvi að „skjóta því til framtíðarinnar", eins og Morton Abramowitz, fyrrum stjómarerind- reki og embættismaður i Pentagon, bandaríska landvarnaráðuneytinu, orðar það. En þessi framtíð er sífellt að færast nær samtímanum og kem- ur þar margt til. Þjóðernisstefnu hefur vaxið fiskur um hrygg, bæði í Kína og á Taívan, bilið milli stirðn- aðs stjórnkerfis kommúnista í Kína og kröftugs nýfengins lýðræðis á Taívan breikkar stöðgt. Washington Post ræddi við nokkra tugi bandarískra embættis- manna og sérfræðinga og voru þeir almennt sammála um að á næstu þremur til fimm árum verði aukin spenna ríkjandi í samskiptum Taí- vans og Kína og að hugsanlega geti soðið upp úr. „Það kemur til hernaðarátaka,“ spáir Chas W. Freeman yngri, fyrr- um aðstoðarlandvarnaráðherra og stjórnarerindreki á eftirlaunum. Freeman, sem hefur mikla reynslu í málefnum Kína, segir að átök séu kannski ekki alveg á næsta leiti. „En það er mjög líklegt að Kinverj- ar og Bandaríkjamenn muni heyja stríð vegna þessa máls.“ Morton Abramowitz er ekki jafn- svartsýnn. „Þetta er ekki eins og milli Serba og Kosovobúa, enginn deilenda hefur minnsta áhuga á að fara í stríð.“ Góður tími til að semja Allen Whiting, prófessor við Arizonaháskóla, hefur rannsakað kinverska herinn í fjóra áratugi. Hann segir að hætta sé á að átök brjótist út verði deilan um Taívan ekki leyst, það muni þó ekki gerast á næstu þremur árum. „Það er því góður tíma til að komast að sam- komulagi," segir Whiting. Komi hins vegar til átaka eru Kínverjar miklu betur vopnum bún- ir nú en nokkru sinni fyrr. Þeir hafa komið fyrir tvö hundruð stýriflaugum Kínamegin Tai- vansunds og fimmtiu flaugar bætast við á ári hverju, að sögn banda- rískra embættismanna. Bandaríska landvarnaráðuneytið áætlar að Kín- verjar muni eiga átta hundruð stýriflaugar árið 2005. Þá ráða Kín- verjar einnig yfir meira en fjörutíu háþróuðum rússneskum orrustuþot- um og þeir hafa fengið annan tveggja vel vopnaðra tundurspilla. Mark Stokes, einn helsti sérfræð- ingur Pentagons i málefnum Kína, telur að Kínverjar hafi fundið leiö til að þvinga Taívanbúa til uppgjaf- ar án þess að gera innrás. Stokes segir að með því að skjóta hundr- uðum stýriflauga geti Kínverjar gert loftvarnir Taivana óvirkar, svo og stjórnstöðvar þeirra og fjar- skiptamiðstöðvar, eyðilagt alla helstu flugvelli eyjarinnar og gert bæði flugher og flota ónothæfa. Þvingaðir að samningaborði Ef embættismenn í Pentagon eru spurðir hvernig bandarísk stjórn- völd muni bregðast við slíkri flug- skeytaárás verður fátt um svör, seg- ir í grein í International Herald Tribune. Bandaríski herinn hefur hvorki getu né áætlanir um varnir Taívans gegn þess háttar árás, jafn- vel þótt hún sé líklegri en innrás. Bandarískir sérfræðingar telja að tilgangurinn með hernaðaruppbygg- ingu Kínverja sé sá að fylla Taívan- búa slíku óöryggi að þeir sjái sig knúna til að setjast að samninga- borðinu. íþessu sambandi skiptir miklu hvort bandarisk stjórnvöld myndu hika við að koma Taívanbú- um til hjálpar ef í brýnu slægi. Bandarísk stjórnvöld gera sér Fjöldafundur á Taívan Stuöningsmenn Chens Shuis-bians, forsetaframbjóöanda og sjálfstæöis- sinna á Taívan, hvetja mann sinn. vonir um að eftir kosningarnar í dag komist til valda ríkisstjórn sem verði fús til að gera málamiðlanir við Kínverja. Það er þó ekki talið líklegt þar sem andstæðingar sam- einingar við Kína eru í meirihluta á Taívan. Vaxandi fjöldi Taívanbúa lítur ekki á sig sem Kínverja og næsti forseti landsins mun eflaust reyna að viðhalda óbreyttu ástandi í samskiptunum við Kína, nokkuð sem kínversk stjórnvöld telja óásættanlegt. Kínverskir háskólamenn tóku undir hótanir stjórnvalda í garð Taivana á fimmtudag og sögðu að ef sjálfstæðissinni færi með sigur af hólmi í kosningunum í dag kynni svo að fara að Taívanar fengju að- eins sólarhringsfrest, eða svo, til að hefja sameiningarviðræður. Þrír frambjóðendur munu aðal- lega berjast um hylli kjósenda í dag. Lien Chan varaforseti er frambjóð- andi flokks þjóðemissinna sem fer með stjórn landsins. Hann keppir við Chen Shui-bian, sjálfstæðis- sinnaðan leiðtoga framsækna lýð- Zhu Rongji Kínverski forsætisráöherrann hefur haft í hótunum viö Taívanbúa aö undanförnu vegna forsetakosning- anna þar i dag. Hann varar granna sina viö aö veita sjálfstæðissinnum brautargengi í kosningunum. ræðisflokksins, og James Soong, vinsælan stjórnmálamann sem klauf sig út úr stjórnarflokknum. Óttast um sinn hag Þjóðernissinnar, undir forystu Lees Tengs-huis forseta, eru farnir að óttast að þeir missi völdin Lee forseti tekur því undir með varafor- seta sínum og varar landsmenn við að kjósa Chen Shui-bian. Það gæti hreinlega leitt til styrjaldar við Kína. Sjálfur er Lee illa þokkaður i Peking vegna yfirlýsinga sinna um sjálfstæði eyjarinnar. Chen, sem er fyrrum borgarstjóri í höfuðborginni Taipei, hefur ekki heldur legið á liði sínu þegar harð- orðar yfirlýsingar eru annars vegar. Á þriðjudag sakaði Chen stjórnvöld um að hafa sent fulltrúa sinn til Peking til að biðja ráðamenn þar um að efna til heræfinga við Taívan til að fæla kjósendur frá honum. Skoðanakannanir um fylgi fram- bjóðenda eru bannaðar tíu daga fyr- ir kosningar. í síðustu könnunum voru áðurnefndir þrír frambjóðend- ur nánast jafnir að fylgi og á enda- sprettinum hefur hver þeirra lýst því yfir að stuðningurinn fari vax- andi. Hið rétta kemur væntanlega í ljós síðar í dag. Byggt á Libération, Washington Post, New York Times og Intemational Herald Tribune
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.