Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Side 20
20 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 Helgarblað I>V Vill ekki undirfatalínu Söngkonan Celine Dion má prísa sig sæla eftir að dómsmál á hendur henni hefur verið lagt niður. Forsaga málsins er sú að athafnamaður nokkur, Carl Legault, á að hafa samið við söngkonuna árið 1996 um að hann fengi einkaleyfi á að nota nafn hennar á nýja undirfata- línu er hann hugðist framleiða. Celine mun hins vegar hafa hugsað sig betur um og hætt við allt saman árið 1998 eftir að framleiðslan var fyrir löngu komin á fullan skrið. Legault segist hafa sagt starfi sínu sem forstjóri fataframleiðslufyrir- tækis lausu til að einbeita sér að nýju undirfataltnunni sem svo hafi fengið þennan snögga endi. Celine þvertekur hins vegar fyr- ir það að nokkurt samkomulag hafi verið gert og mun hafa svarað Legault í sömu mynt og höfðað mál á hendur honum. Málið virðist hins vegar um garð gengið eför að báðir aðilar hættu við málssókn. Jón Birkir Jónsson, aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra, er frá Siglufirði. Hér segir frá rifsberja- bombum, fjallalög- reglunni og öðrum ævintýrum frá upp- vextinum. Byrjaði í bridge níu ára Það vakti umtal þegar Jón Birkir Jónsson, nemi i stjómmálafræði og Siglfirðingur í húð og hár, tók við starfi aðstoðarmanns Páls Péturs- sonar félagsmálaráðherra aðeins tví- tugur að aldri en hann er yngstur manna fyrr og síðar til aö gegna embætti aðstoðarmanns ráðherra á íslandi. Einhverjum kann að þykja það skjóta skökku við að ætla að biðja svo ungan mann um að rifja upp æskuárin fyrir norðan en DV fór á stúfana og ræddi við Birki, eins og hann er kallaður, í þeirri von að fræðast örlítið um bakgrunn hans. Fyrirferöarmikill og simasandi „Stöðu minnar vegna og vegna þess hve ungur ég er þykir mér varla stætt á því að rifja upp of marga atburði frá æskuslóðunum. Ég var frekar fyrir- ferðamikiil sem bam og og fór það orð af mér að ég kynni ekki að þegja því ég var síkjaftandi. Ég veit aö margir myndu seint fyrirgefa mér ef ég færi að upplýsa um eitthvað sem fólki er ekki einu sinni kunnugt um,“ segir Birkir og hlær við þegar hann er beð- inn um að rifja upp minnisstæð atvik úr bamæsku sinni. Foreldrar Birkis eru Jón Sigur- bjömsson og Björk Jónsdóttir en hann á þrjá bræður, tvo eldri og einn yngri. Þegar Birkir er spurður hvenær hann hafi munað fyrst eftir sér segir hann fyrstu minninguna tengjast lóðinni fyrir framan hús foreldra hans. „Ég hef verið svona 4-5 ára gamall á þríhjóli fyrir framan húsið okkar á Siglufirði." Byrjaði að spiia bridge níu ára gamall Birkir segir þá bræður skiptast í 2 hópa. „Ég líkist elsta bróður minum mest og svo þykja hinir tveir nauða- líkir. Það orsakaðist svo að ég hóf störf í Sparisjóði Siglufjarðar rétt eins og elsti bróðir minn gerði og einnig höfum við báðir endað í póli- tik, reyndar ekki fyrir sama flokk- inn, þannig að áhugasviðin eru nokkuð lík hjá okkur báðum.“ „Aftur á móti fór yngri bróðir minn að vinna hjá sama byggingar- fyrirtæki og eldri bróðirinn vann hjá svo allt þetta tal hjá ættingjum um hvað við værum rosalega líkir sem ég minnist svo vel frá því ég var lít- ill átti eitthvað við rök að styðjast þegar fram liðu stundir." Hann segir mikinn samgang vera meðal fjölskyldumeðlima og nefliir í þessu sambandi bridge en af sjö systkinum fóður hans spila fjögur „Ég kann betur við mig fyrir norðan en hér í Reykjavík. Manni verður svo lítið úr verki hér fyrir sunnan." þeirra bridge auk fóður hans og flestra niðja þeirra. „Við hittumst á hveiju ári á jóla- dag á Nefstöðum sem er ættaróðal föðurættarinnar og er í eigu Stefan- íu, sem er systir fóður míns, og spil- um bridge. Það má segja að maður sé ekki maður með mönnum nema kunna þá íþrótt og sjálfur var ég ekki nema níu ára gamall þegar ég byrjaði að spiia bridge. Það hefur reyndar þróast út í alvörusport hjá mér, ég hef keppt á fjölmörgum mót- um og í fyrra keppti ég á heims- meistaramótinu í bridge." í túttubyssustríðum og blaðamennsku Birkir segist ekki hafa verið sér- staklega námsfús á skólaárunum, sérstaklega í barnaskóla, og segir í gríni að hann hafi átt við einhver hegðunarvandamál að stríða sem líklega megi rekja til hormónanna. „Pabbi fékk skýrslu frá skólastjór- anum, svo að segja í viku hverri á tímabili, af uppátækjum mínum í skólanum. Ég var fjörmikill fram úr hófi enda er ég þannig að eðlis- fari.“ Birkir man vel eftir túttubyssu- stríðunum. „Við félagamir hertók- um einu sinni hálfbyggt hús við Laugaveginn sem frændi minn býr i í dag. Við skiptum okkur i lið eft- ir hverfum og bækistöðin okkar var í þessu húsi. Við höfðum túttubyss- ur að vopni og notuðum rifsber fyr- ir skot sem var náttúrlega alveg stórhættulegt. Það gekk á ýmsu í bardögunum og óhætt að segja að ekki hafi verið fallegt um að litast í húsinu eftir að viö höföum lokið okkur af þó vonandi hafi okkur ver- ið fyrirgefið það í dag.“ Birkir minnist fleiri uppátækja enda fátt sem ekki heyrði imdir áhugasvið þeirra félaga. „Við vor- um mikið í blaðaútgáfu og ég kom að mörgum tilraunum í þeim efn- um, ég man nú ekki í svipinn hvað þessi fréttabréf hétu en aðferðimar vom að ýmsu leyti fmmstæðar, við höfðum aðgang að ljósritimarvél og ljósrituðum allt upplagið. Ég hætti svo í blaðamennskunni fyrir rest en hver veit nema að ég endi þar ein- hvem daginn.“ Heygarðshornið Þjóðarátök eða þjóðarátak Ekki er hægt að segja að Davíð Oddsson sé ýkja landsföðurlegur núna - hann minnir meira á nokk- urs konar landshöfðingja. Eða hvers konar landsfaðir er það sem stendur í þrálátum illdeilum við ör- yrkja og vill ráðskast með það hvemig þeir haga sinni réttinda- baráttu? Hvaða tegund af landsföð- ur er það sem setur sífellt undir deiluskrif sín nafnið Orri Hauks- son? Hvers lags landsfaöir er það sem hótar fólki lögfræðingi? Sá málafærslumaður landsins sem mestur styr hefur staðið um sökum þess hversu umdeildan mál- stað hann tekur iðulega að sér stíg- ur hvað eftir annað fram fyrir skjöldu til vamar forsætisráðherra og fær til þeirra verka sérlegan við- hafnarramma i Morgunblaðinu sem áður fyrr var ætlaður ritfærustu mönnum landsins. Það er eins og um sé að ræða málflutning fyrir Hæstarétti, með skikkjum og hvað- eina. Á fimmtudaginn var það að- förin að Garðari Sverrissyni sem Jón Steinar Gunnlaugsson notaði þennan virðulega vettvang til að taka þátt í. Honum var eflaust teflt fram vegna vangaveltna í öryrkja- bandalaginu um að láta dómstóla ómerkja ummæli Davíðs Oddssonar um Garðar. Þetta kann að þykja dálítið skrýt- ið: að forsætisráðherrann þurfi hvað eftir annað að tala við hina ýmsu þegna landsins í gegnum lög- mann sinn. Og þó. * * * í gegnum aldimar hafa tvær hefðir lifað í samskiptamáta íslend- inga og myndað einkennilega þver- sögn í íslenskri menningu. Aðra mætti kenna við „Átakamenningu", hina má kannski kalla „Samhugar- þel“. Önnur hefðin skapar eilíf þjóðarátök - hin nýtt og nýtt „þjóð- arátak". Skyldi vera til jafn þrasgjörn þjóð og íslendingar eru? Skyldi vera til á jörðunni samfélag þar sem þegn- amir hafa slíka unun af hvers kyns málarekstri og gagnkvæmum stefn- um? Ekki þarf lengi að skoða ís- landssöguna til að sjá að þetta er fyrst og fremst saga um sífelldar deilur: um reka, landamerki, beit, afrétti, hlunnindi, trúmál, kvenbún- inga, skáldskap, völd - sæmd. Menn eins og Oddur Sigurðsson lögmaður sem lá hér í framúrskarandi flókn- um málaferlum og römmum illdeil- um á fyrstu áratugum 18. aldar em í raun allt eins sannir fuiltrúar ís- lenskrar menningar og Jónas Hall- grímsson eða Jón Sigurðsson. Engu er líkara en aö þjóðfélagið hafi í vissum skilningi verið knúið áfram af þeirri landlægu trú að málum verði best fram komið í átökum, að þau verði til lykta leidd með þeim hætti að tveir deili og annar máls- aðili hafi hinn undir. Hér á landi hefur sem sé alla tíð verið rík trú á samfélagslegt gildi átaka, og dugleg- ir deilumenn hafa alla tíð verið í hávegum hafðir meðal þjóðarinnar og notið aðdáunar. Það er síðan ein af einkennileg- um þversögnum í fari þessarar þjóðar að í sjálfsmynd hennar er afar rík hefð fyrir því að líta svo á að öll séum við ein fjölskylda. Við séum öll á sama báti. Hvað eftir annað vitna menn um að þegar á bjáti standi íslendingar saman sem einn maður - „á Islandi við getum verið kóngar öll sem einn!“ Þessi Skyldi vera til jafn þrasgjöm þjóð og íslend- ingar eru? Skyldi vera til á jörðunni samfélag þar sem þegnamir hafa slika unun af hvers kyns málarekstri og gagn- kvæmum stefnum ? Ekki þarf lengi að skoða íslandssöguna til að sjá að þetta er fyrst og fremst saga um sífelldar deilur: um reka, landa- merki, beit, afrétti, hlunnindi, trúmál, kvenbúninga, skáldskap, völd - sœmd. hugmynd um algjöra eindrægni - einn hug gjörvallrar þjóðarinnar - skýtur ævinlega upp kollinum þeg- ar náttúruhamfarir verða, nú síðast á eftirminnilegan og hrífandi hátt þegar snjóflóð féllu með skömmu millibili á Vestfjörðum. Ýmsum líknarfélögum reynist auövelt að spila á þessa hugmynd, einkum þegar fjölmiðlar eru með í spilinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.