Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Page 23
LAUGARDAGUR 18. MARS 2000
23
1>V
Helgarblað
iáíKÖCÖ
ífHfgiW
illli
Hinn neikvæði nafn-
háttur „að bíða“ plús
nafnorðið „stofa“ fei-
ur vitanlega í sér ein-
hvern fastan tilveru-
punkt þar sem fólk
kemur saman af illri
nauðsyn til þess eins
að bíða.
tekkborði sem er engan veginn nógu
stórt til að rúma allan þann fjölda
tímarita sem þekja borðið nær alveg.
Þegar blöðunum er flett kemur í ljós
að mörg þeirra eru í eldri kantinum,
meðalaldur þeirra 2 til 3 ár og mörg
hver rifln og snjáð eða þá að forsíð-
una vantar. Mestmegnis eru þetta
tískublöð fyrir konur, eins og Vogue
og Decor, og einnig mataruppskrifta-
blöð og íslensk kjaftablöð.
Ómögulegt er að segja af hverju
hlutfall kvennablaða er svona hátt
en þess má þó geta að blaðamaður
var eini karlmaðurinn á svæðinu
fyrir utan lítinn dreng í fylgd móður
sinnar sem engan veginn fékkst til
að sitja kyrr og færði þvi örlítið líf í
annars dauft andrúmsloftið á biðstof-
unni.
Þessi umræddi drengur hafði
reyndar ekki mikið við að vera ann-
að en að standa á stólnum og fleygja
sér í fang móður sinnar því lítið er
um leikfóng og þess háttar á biðstof-
unni utan hið klassíska
legókubbaborð með áfóstum stólum
og fimm kubbum og einhverja 30 ára
gamla draugasögubók - eins og
læknabiðstofur af öllum stöðum eigi
að ala á óttanum.
Hinn mjúki og kiassíski stíll
Á veggjum biðstofunnar hanga eft-
irprentanir af landslagsmálverkum
sem sýna úfið hraun, þoku og fleira
sem hreinlega dregur fram depurð-
ina í fólki. Stólamir eru brúnir leð-
urkyns, bæði stakir, tví- og þríbreið-
ir. Sessan er hæfilega mjúk, ekkert
alltof þægileg þó, en stólamir bera
þess merki að vera jafngamlir hús-
inu eða þar um bil. Einhver myndi
sjálfsagt hafa á orði hinn alkunna
frasa að svona stólar væru ekki
framleiddir lengur - þetta væri allt
saman úr plasti í dag, sem reyndar
er alveg rétt og að því leyti minna
húsgögnin á biðstofunni á 3. hæð
óneitanlega á mublumar á Mokka -
sem er klassíker meðal kafEIhúsanna
þar sem ekkert hefur breyst svo að
segja frá þvi staðurinn var opnaður
um miðbik síðustu aldar.
Sætakosti biðstofunnar er þannig
uppstillt að stólarnir mynda eins
konar hring í kringum litla tekk-
borðið með blöðunum. Af þeim sök-
um sitja Qestir andspænis hver öðr-
um og þú kemst ekki hjá því að ná
augnsambandi við þá sem á móti þér
sitja. Þetta getur oft reynst óþægi-
legt, menn era óöruggir enda fjarri
heimavelli og rétt ófamir til þess að
ræða eitthvað persónulegt við mann-
inn í hvíta sloppnum sem þeir vildu
gjaman koma sér undan að gera.
Þessi augnsambandsuppröðun, ef
svo mætti kalla, er því ákaflega
óhentug á biðstofum og verður eink-
ar leiðinleg á biðstofunni á 3. hæð
þar sem ekki er hægt að beita því
ráði að mæna út um gluggann í stað-
inn því framkvæmdir utan á húsinu
með tilheyrandi stillönsum og örygg-
isneti draga verulega úr útsýni.
Á heildina litið er biðstofan þó
ágæt og um margt betri en þær sem
eru á hæðunum fyrir ofan og fengið
hafa andlitslyftingu, að því leyti að
hún er mýkri en hinar sem hafa
þennan kalda stálstíl sem svo víða
sést í dag.
Leystur út með bæklingi
um klamydíufaraldur
Á biðstofu Húð og kyn eru fáir á
ferli fyrir utan skrifstofudömurnar 1
glerbúrinu. Fyrir þá sem ekki vissu
er betra að koma því á hreint að ekki
er ætlast til þess að fólk komi hingað
til að stytta sér stundir yflr skemmti-
efni á meðan beðið er eftir við-
kvæmri læknisskoðun enda fá tíma-
rit í boði og mest er framboðið á
bæklingum um kynsjúkdóma sem
finna má í rekka uppi á vegg. í von
um „syndaaflausn" eða lækningu er
því réttara að hafa það hugfast að
hér þurfa menn, líkt og í helvíti
Dantes, að kveljast fyrir eigin syndir
yfir lærdómsrikum lestri.
Biðstofan er hreinleg, pastelbleik-
ir tónar svífa yflr vötnum og hús-
gögn eru nýleg sem gefur biðstof-
unni ákaflega hlutlausan stofnana-
blæ. Það er augljóst að hingað kem-
ur enginn inn nema honum beri
brýn skylda til og þá í mjög ákveðn-
um erindagjörðum. Til marks um
það er lævísi blaðamanns í vett-
vangsathugun umsvifalaust tekið
sem óframfæmi þess sem hefur eitt-
hvað að fela og áður en hann nær að
koma hinu rétta til leiðar er hann
leystur út með bæklingi um
klamydíufaraldur og vefslóð að
heimasíðu Landlæknis um kynsjúk-
dóma.
13 ára gamalt fréttabréf
Hjartaverndar
Að lokum er ómissandi annað en
að heimsækja eina mest sóttu bið-
stofu á landinu en það er slysadeild
Borgarspítalans. Það fyrsta sem rek-
ið er augun i eru matar-, gosdrykkja-
og sælgætissjálfsalar i anddyrinu
sem ekki er að finna á hinum tveim-
ur biðstofunum. Fullvíst má þó telja
að þetta sé einkum tilkomið vegna
þess að hér þurfa menn oft að bíða
lungann úr deginum, eða nóttunni ef
þvi er að skipta, eftir að fá bót meina
sinna.
í sjálfsölum þessum má kaupa allt
frá ópalpakka upp í örbylgjupopp,
jafiivel þótt óljóst sé hvað pakki af
ópoppuðu örbylgjupoppi nýtist mönn-
um á ögurstundu.
Biðstofan er ákaflega biðstofúleg á
allan hátt. Hin rómaða augnsam-
bandsuppröðun á stólum er ríkjandi
hér sem annars staðar en það er bót í
máli að sjónvarpsskermur er í einu
homi biðsalarins sem gefur mönnum
færi á að festa augun á öðru en þján-
ingarbræðrum sínum. Blaðakostur-
inn er hins vegar ákaflega rýr svo
ekki sé meira sagt. Það er spuming
hvort lestur á þriggja ára gömlu ein-
taki af Nordisk Medicin deyfi sárs-
auka sjúklingsins eitthvað meira en
fréttabréf Öryrkjabandalagsins eða
þá gatslitið eintak af Séð og heyrt.
Víst má þó telja að lesandinn sé
kominn í feitt þegar hann rekur aug-
un í... haldið ykkur fast, 13 ára gam-
alt eintak af fréttabréfl Hjartavemd-
ar sem lítur út fyrir að hafa komið
úr prentsmiðjunni í gær og skyldi
engan undra. Reyndar var það svo
að eina nýja blaðaeintakið á biðstof-
unni var nýjasta eintakið af Spiegel
sem var eins og álfur út úr hól með-
al hinna blöðunganna.
Nytsemfssjónarmið
Segja má að nytsemissjónarmiðin
ráði lögum og lofum á slysadeildinni
sem annars staðar i heilbrigðisgeir-
anum og á veggjunum eru skyndi-
hjálparplaköt og tafla yfir öryggis-
tæki sem fást hjá Rauða krossi ís-
lands og Slysavarnafélaginu. Nyt-
semissjónarmið slysadeildarinnar
öðlast meira að segja nýtt gildi þegar
eina listaverk biðstofunnar er skoð-
að, ef listaverk skyldi kalla, sem er
einhver vanskapnaður úr stáli sem
festur er á vegginn og til þess eins
gerður að klifra í og þar með hækka
slysakostnað barnaijölskyldna.
Fólk er á sífelldum þönum fram og
aftur um ganginn, ýmist hoppandi af
sjálfsdáðum eða upp í fangið á sínum
nánustu. Það er kalt inni fyrir. Ráð-
legt að taka með sér teppi enda stöð-
ugur straumur inn og út um aðal-
dyrnar sem hleypir köldu lofti með
sér inn á biðstofu. Vettvangsathug-
uninni er lokið. -KGP
Coleman &
ASY CAMP
3 tegundir til sýnis
00*
næg bílastæói
velkomin í nýjan & stórglæsilegan sýningarsal
mmm byfleetwood.
7 vagnar til sýnis
uppsettir í sal.
3 stærðir til sýnis
xTnti^ rT7F*r*nr~o
at^sss wnflði’ csaiapci
Jbliner
EVRÖ
vagn á útisvæði
Opíó alla helgina
laugardag 11-16
Sunnudag 13-16
Grensásvegur 3 (skeífumegin) simí 533 1414 fax 533 1479 evro@islandia.is
Heilsudýnur Svefnherbergishúsgögn Járngaflar
Heiisukoddar Hl(fdardýnur Rúmteppasett Hágæða
bómullarlök Sœngur Sœngurver Lampar Speglar
TI.Einmestselda
1 iLduii heilsudýna á landinu
Queen 69,900.-
King 89,900.-
Queen 89,900.-
King 119,900.-
Verð miðast við dýnu án ramma
Chiropractic eru einu heilsudýnurnarsem eru þróaðar
og viðurkenndar af amerísku og kanadfsku kíró-
praktorasamtökunum. Yfir 32 þúsund kírópraktorar
mæla því með Chíwpractic þará meðal þeir íslensku.
A Vf K
köh
1
l.isthúsinu Laugardal, sími 581 22;
• Dalsbraut 1, Akureyri, simi 461 1150 • www.svetnogheiisa.is