Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Side 51
LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 59 DV American Beauty / henni birtast sýnir og viðhorf sem ekki hefðu átt upp á pallborðið í meginstraumsmyndum til skamms tíma. Ný gullöld? s í nýlegri bók sinni, Easy Riders; Raging Bulls, sem fjallar um „filmufríkin" (the movie brats; Scorsese, Friedkin, Coppola, Lucas, Spielberg, De Palma, Bogdanovich ofl.) og tímabiliö 1967-1980 gerir Pet- er Biskind því skóna að þetta hafi verið síðasta gullöld Hollywood og eftir þetta hafi tekið við tími há- vaðasamra stórmynda sem höfðu að markmiði sínu að vera sem lægstur almennur samnefnari ungra bíó- gesta. Þennan rúma áratug voru gerðar í Hollywood myndir sem köf- uðu dýpra inn í myrkviði mannlegr- ar náttúru en tíðkast hefur bæði fyrr og síðar. í hópi vinsælustu mynda þessa timahils eru verk sem staðist hafa tímans tönn; Bonnie and Clyde, The Graduate, Guðfaðir- inn I og H, Deliverance, Chinatown og AIl the President's Men svo ein- hverjar séu nefndar. Yflr bók Bisk- inds svífur sterk fortiðarþrá, á þess- um tíma var virkilega spennandi að gera myndir í Hollywood. Þama gátu menn verið stoltir af því sem þeir voru að gera, Hoilywood-samfé- lagið sem heild hvatti til góðra verka og síðast en ekki síst hafði stór hópur áhorfenda smekk fyrir þessum myndum. í rúmlega tvo áratugi hefur Hollywood einkennst um margt af stóru bombunum og óháði geirinn svonefndi tekið við því hlutverki að vera leitandi og takast á við flóknari viðfangsefni. Á þessu eru auðvitað ýmsar undantekningar þó að kúrsinn hafi verið svona í stór- „Tími vöðvastœltu stórstjamanna virðist liðinn en margrœð kameljón á borð við Matt Damon, Kevin Spacey, Leonardo Di Caprio, Juli- anne Moore og Emily Watson tekin við. “ Asgrímur Sverrisson skrifar um kvikmyndir. Myrtdmál ví um dráttum. Um leið hefur óháði geirinn breyst frá því að vera vett- vangur jaðarsins og tilrauna yfir í nokkurs konar hugmyndalegt bak- land Hollywood. Undanfarin ár hef- ur átt sér stað samruni þessara tveggja póla, ekki síst vegna vel- gengi spútnik fyrirtækja á borð við Miramax, sem hefur tekist hvað eftir annað að selja öðruvisi mynd- ir með kröftugri markaðssetningu sem um margt minnir á stórmó- gúla í Hollywod fyrri tíma. Það er því ýmislegt sem bendir til þess að áherslur Hollywood verksmiðjunn- ar séu að breytast frá „metsölu- myndunum" með stórstjörnum sem vita glöggt muninn á réttu og röngu til kjambetri mynda sem spyrja fleiri spurninga en þær svara. Við erum þessi misserin að upp- lifa breytingar. Myndir á borð við Magnolia, The Insider, The Talented Mr. Ripley, The Hurricane, American Beauty, Man on the Moon, Being John Mal- kovich og The Cider House Rules eru allar markaðssettar af stóru myndverunum en í þeim birtast sýnir og viðhorf sem ekki hefðu átt upp á pállborðið í meginstraums- myndum til skamms tíma. Þær eiga það sammerkt að vera krefj- andi og áleitnar. Hvort að þessi þróun haldi áfram kemur í ljós en ýmsar vísbendingar eru um að svo sé. Tíðarandinn í upphafi nýrrar aldar bíður uppá endurmat, ekki ólíkt því sem var aö gerast fyrir um þremur áratugum þegar gildis- mat fyrirstríðskynslóðanna var úr- beinað af hippakynslóðinni. Tími vöðvastæltu stórstjamanna virðist liðinn en margræð kameljón á borð við Matt Damon, Leonardo Di Caprio, Kevin Spacey, Julianne Moore og Emily Watson tekin viö. Og ekki síst virðast stóru kvik- myndaverin vera að hverfa frá þeirri allsráðandi stefnu að eyða sem mestu fé í myndir sínar til að fá sem mest inn. Þær senda nú frá sér stöðugt fleiri myndir sem kosta minni peninga og á þeim hvílir ekki sú krafa að slá í gegn á öllum vígstöðvum. Þær virðast samt fá ágæta aðsókn gegnumgangandi. Þegar haft er í huga að það er ekkert til sem heitir tilviljun í Hollywood er óneitanlega freistandi að draga þær ályktanir að þeir sem um véla á þeim bæ sjái fjárhagsleg uppgrip í þessum nýju áherslum á flóknari viðfangsefni. Þarna er ekki aðeins að finna fólk sem kann að móta smekk hins breiða fjölda held- ur einnig fólk sem er þefvíst á und- irstrauma í kúltúmum. Um leið og það er ástæðulaust að fagna of snemma er engu að síður gott að vera bíógestur á þessum tímum og njóta þess sem í boði er. Ásgrímur Sverrisson Myndbandagagnrýi Þroskasaga stórs stráks Margar myndir eru um mannleg- ar tilflnningar og þetta er ein þeirra. Off er sagt að karlmenn séu einung- is stórir strákar og varla mikið meira. f þessari mynd er það efhi teygt og beygt á allan hátt. Segja má að þetta sé þroskasaga tveggja mis- gamalla stráka. í myndinni segir frá Sonny Kou- fax sem gerir ekkert annað, aUan lið- langan daginn, en að slæpast. Hann hefur getað leyft sér þetta þar sem hann fékk pening í tryggingabætur fyrir nokkru. Kærastan gefur hann upp á bátinn strax í byijun sökum stöðnunar hans og ábyrgðarleysis. Stuttu seinna bankar sendill upp á með litinn dreng sem hann skilur eftir. Þetta er sonur fyrrverandi sam- leigjanda Sonnys. Saman ákveða þeir að baminu skuli skilað til fé- lagsmálastofnunar og komið í vörslu fósturforeldra. Áður en til þess kem- ur eyða Sonny og strákurinn, Julian, tíma saman til næsta dags. Setur sá tími af stað nokkuð skemmtilega at- burðarás. Þroskinn kemur seint hjá sumum en kemur þó. Myndin er sérlega hug- ljúf og nokkuð smellin. Grinið í myndinni er i samræmi við þroska strákanna á frumstigi þeirra. Stund- Tilvera Big Daddy: ★★★ Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Dennis Dugan. Aöalhiut- verk: Adam Sandler, Joey Lauren Adams, Jon Stewart, Rob Schneider, Cole Sprouse, Dylan Sprouse og Leslie Mann. Bandarísk, 1999. Lengd: 93 mín. Leyfð fyrir alla aldurshópa. um er það svo að við liggur að manni ofbjóði leiðbeiningar Sonny til Julian um lífið. Hvað sem öðru líður hefur myndin upp á margt að bjóða og er hlý og í heildina ánægju- leg skemmtun. -GG EÓÐ DÝNA ...KEMUR ALLTAF SKEMMTILEGA Á DVART Góður nætursvefn er grundvallaratriði - og til að ná honum þarf góða dýnu! Norsku Jensen dýnurnar hafa verið framleiddar í yfir 50 ár. Þær eru með mismunandi fjaðrakjarna - og af hverri gerð er hægt að velja mismunandi stífleika. TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 -Sími 568 6822 - œvintýri líkust w Mán. - Fös. 10:00 -18:00 • Laugard. 11:00 -16:00 • Sunnud. 13:00 -16:00 ú Miövikudagínn 29. mars fylgir DV hið vinsæla fermingarblaö. Fermingar Auglýsendum er bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, í síma 550-5720, netfang: srm@ff.is hið fyrsta svo unnt verði að veita öllum sem besta þjónustu. Umsjón með efni hefur Arndís Þorgeirsdóttir, sími 550 5823. Netfang auglýsingad. auglysingar@ff.is Bréfsími: 550 5727 ATH.: Skilafrestur auglýsinga er til föstudagsins 24. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.