Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Side 64
Fjórhjóladrifinn SUBARU LEGACY ... draumi líKastur FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.0Ó0. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Héraðsdómur Norðurlands eystra: Dæmdir fyrir . ólöglegt dráp á stokköndum DV, AKUREYRI:________________ Skipstjóri frá Garðabæ og sjómaður frá Tálknafirði hafa í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdir fyr- ir ólöglegar skotveiðar og fleira. Mennimir voru staðnir að því að skjóta fjórar stokkendur út um glugga bifreiðar sinnar. Endurnar voru á tjörn skammt frá þjóðveginum í Reykjahverfi í S-Þingeyjarsýslu. Skip- stjórinn var einnig ákærður fyrir að aka bifreiðinni án ökuréttinda. Báðir voru mennirnir ákærðir fyrir að hafa — verið með ólögleg skotvopn undir v^höndum en það voru Benelli- og Ber- etta-haglabyssur. Mennimir, sem báðir hafa hlotið dóma áður, játuðu greiðlega við yfir- heyrslur það sem þeim var gefið að Stokkendur drepnar Endurnar voru skotnar á tjörn skammt frá þjóöveginum. sök. Niðurstaða dómsins var sú að dæma skipstjórann í 80 þúsund króna sekt, sjómanninn í 25 þúsund króna sekt og gera byssumar og stokkend- urnar fjórar upptækar. -gk Össur Skarphéöinsson: Tryggvi öflugur Slys á brú í Önundarfirði þegar kona, komin 7 mánuði á leið, beið bana: Báðir bílstjórarnir ákærðir fyrir gáleysismanndráp - lögreglan sýndi fram á að sambýlismaður konunnar hafði neytt hass Sýslumaðurinn á ísafirði hefur gef- ið út ákæm á hendur tveimur karl- mönnum á Þingeyri fyrir manndráp af gáleysi vegna slyss þar sem þunguð sambýliskona annars þeirra lést. Rétt- arhöld hafa þegar farið fram fyrir fiöl- skipuðum dómi þriggja héraðsdómara þar sem báðir sakbomingamir vísuðu því á bug að þeir hefðu sýnt af sér gá- leysi. Fram kom í málinu að annar ökumannanna, sambýlismaður kon- unnar sem fórst, hafði á ákveðnu tímabili fyrir slysið neytt hass. Þetta kom fram eftir að sýni höfðu verið tekin úr líkama mannsins. Hins vegar þóttu ekki efni til að ákæra manninn fyrir fikniefnaneyslu fyrir akstur. Slysið varð með þeim hætti að ann- ar mannanna var að koma með sam- býliskonu sinni, sem var komin 7 mánuði á leið, frá ísafirði og var ferð- inni heitið til Þingeyrar. Áður en komið var að brúnni yfir Vaðal í Ön- undarfirði sá maðurinn rauðan 12 manna fólksflutningabíl nálgast hand- an brúarinnar. í þeim bíl var auk bíl- stjóra einn farþegi. Þegar fólksflutn- ingabílstjóranum varð ljóst að því yrði varla afstýrt að bílamir mættust á einbreiðri brúnni hemlaði hann og tókst að stöðva rútuna. Hinn bílstjór- inn gat hins vegar ekki að stansað í tæka tíð og lenti bifreið hans mjög harkalega framan á litlu rútunni. Konan er talin hafa látist sam- stundis af innvortis áverkum og ekki tókst að bjarga lífi hins ófædda barns. Hvorki bílstjóri rútunnar né farþegi hans slösuöust en sambýlismaður hinnar látnu konu slapp með meiðsl sem ekki voru talin alvarleg. í nær öllum tilvikum þar sem fólk bíður bana er sá sem talinn er valdur að viðkomandi slysi ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Það sem vekur athygli í þessu máli er hins vegar að báðir bílstjórarnir eru ákærðir - þó að rútubílstjóranum hefði tekist að stöðva bíl sinn. Á hinn bóginn leit ákæruvaldið til þess að honum tókst ekki að stöðva bílinn áður en hann kom út á einbreiða brúna og þannig að líkindum afstýra því að slys yrðu á fólki. Ákæruvaldið hélt því hins vegar fram við máiflutning að sök mannsins sem missti konu sína og ófætt bam i slysinu hefði verið ljós þar sem hann hefði greinilega sýnt af sér aðgæslu- leysi. Þegar slysið átti sér stað var alhvít jörð, bjart og veður hagstætt en hálka á veginum. Skyggni var gott og vega- spottar beggja vegna brúarinnar voru beinir og hindranalausir. -Ótt ER þETTA EKKI ANDLEGT OFBELDI? Tryggvi Ossur Harðarson. Skarphéðinsson. höfðu Guðmundur Árni Stefánsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Lúðvík Bergvinsson, sem öll voru álitin for- mannskandídatar, ákveðið að gefa ekki kost á sér. -hlh DV-MYNÐ PJETUR Á leiö í göngutúr Vetraríþróttavika Iþróttabandalags Reykjavíkur hófst í gær meö ýmsum uppákomum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri, sem hér sést fara í sokka og skó, fór í göngutúr umhverfis Tjörnina ásamt valinkunnum mönnum, þ. á m. Ell- ert B. Schram, forseta ÍSÍ, sem stendur álengdar. Hátíöin heldur áfram um helgina og næstu viku með fjölbreyttum uppákomum, kennstu í íþróttum o.fl. Uppiýsingar má fá á slóöinni www.ibr.is. ísafjörður: Með 15 grömm Þrítugur maður var handtek- inn á ísafirði á fimmtudaginn með 15 grömm af hassi í fórum sínum. Við yfirheyrslu sagðist hann hafa keypt hassið i Reykja- vík og ætlað það til eigin nota næstu daga. Viö svo búið var honum sleppt - hasslausum.-ELR „Mér líst vel á að fá kosningu milli ■^mín og Tryggva. Hann er öflugur frambjóðandi með mikla reynslu á sviði sveitarstjórnarmála og er líkleg- ur til að veita harða og þunga keppni. Ég er viss um að þetta verður átaka- mikil en drengileg barátta. Ég ber virðingu fyrir Tryggva sem andstæð- ingi,“ sagði Össur Skarphéðinsson við DV í gær vegna mótframboðs Tryggva Harðarsonar, bæjarfulltrúa í Hafnar- firði, í kosningum til formanns Sam- fylkingarinnar. Framboðsfrestur rann út í gær en kjöri nýs formanns verður lýst á stofnfundi Samfylkingarinnar í byrjun maí. Einungis össur og Tryggvi hafa gefið kost á sér en áður brothef P-touch 1200 , Miklu merkilegri merkivél - Nýtt útlit 5 leturstærðir 9 leturstillingar prentar í 2 línur borði 6, 9 og 12 mm Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport ■ f Erum flutt í Skipholt 50 d U£r Skipholti 50 d

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.