Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Side 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 DV Slagorö hrópuö Ungur maður hrópar slagorð á fundi Khameneis erkiklerks í Teheran. Orðrómurum byltingu í íran Orðrómur um byltingu er nú á kreiki í Teheran í íran í kjölfar banns yfirvalda á útgáfu næstum allra frjálslyndra dagblaða og tíma- rita. Breska blaðið The Guardian hefur greint frá því að yfirmenn hersins í íranska byltingarráðinu hafi skipulagt valdarán til þess að stöðva umbæturnar í landinu og bola Mohammad Khatami forseta frá völdum. Vitnar fréttaritari blaðsins í segulbandsupptöku frá fundi þriggja háttsettra leiðtoga byltingarráðsins og stuðnings- manna þeirra. Vlktoría Svíaprinsessa Hló þegar hún var spurð um einveru með Bandaríkjaforseta. Viktoría efins um að hún vilji vera ein með Clinton Viktoría Svíaprinsessa er ekki viss um hvort hún vill vera í ein- rúmi með Bandaríkjaforseta. Þegar prinsessan, sem var í Washington í tilefni vikingasýningarinnar þar, var spurð hvað hún myndi segja við Bill Clinton Bandaríkjaforseta fengi hún tækifæri til að vera ein með honum í 5 mínútur svaraði hún hlæjandi: „Vill maður það?“ Viktoría var meðal annarra tiginna norrænna gesta í hádegisveröarboöi bandarísku forsetahjónanna í Hvíta húsinu í Washington í gær. Samningamaöur Mannræningjar vilja ekki Nur Misuari, til vinstri, sem sáttasemjara. Hóta að háls- höggva gíslana Talsmaður múslímskra uppreisn- armanna á Filippseyjum sagði í gær að gíslar þeirra yrðu hálshöggnir ef samningamanni stjórnvalda, Nur Misuari, yrði ekki skipt út. Upp- reisnarmenn vilja í staðinn semja við sendiherra þeirra landa sem gíslarnir eru frá. Filippseyskir her- menn gerðu í gær árás á búðir skæruliða þar sem þeir hafa haldið nær þrjátíu Filippseyingum í gíslingu í rúman mánuð. Svartir lofa að stöðva ofbeldi Leiðtogi uppgjafahermanna í Simbabve, Chenjerai Hunzwi, skipaöi stuðningsmönnum i gær aö binda enda á ofbeldi gagnvart hvítum bændum og vinnumönn- um þeirra. Á fundi stjómarflokks Roberts Mugabes forseta í úthverfi Harare sagði Hunzvi jafnframt að það væri markmið uppgjafaher- mannanna að yfirtaka land handa landlausum íbúum Simbabve. „Enginn fer frá búgörðunum fyrr en við höfum komið okkar fólki fyrir,“ sagði Hunzvi við mikinn fögnuð áheyrenda. Áður hafði Hunzvi sagt að loknum fundi með uppgjafaher- mönnum og samtökum hvitra bænda að uppgjafahermennimir yrðu um kyrrt á búgörðunum. Hins vegar yrði gripiö til aðgerða gegn öllum þeim sem beittu of- beldi. Litið yröi á ofbeldi sem glæp sem ekki væri hægt að sætta sig við. Bresk yfirvöld höfðu krafist Samkomulag Hvítir og svartir í Simbabve náðu i gær samkomulagi. þess að ofbeldi yrði hætt. Annars veittu Bretar ekki fjárhagsaðstoð við skiptingu jarðnæðis í Simbabve. Að minnsta kosti 14 manns, bændur, vinnumenn og stjómar- andstæðingar, hafa verið myrtir á undanfórnum níu vikum frá því að stuðningsmenn stjórn- valda yfirtóku hundruð búgarða hvítra bænda sem þeir segja að hafi verið stolið á nýlendutíma Breta í fyrrverandi Ródesíu. Bretar juku þrýsting sinn á yf- irvöld í Simbabve í gær. Sagði Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, að ekki væri hægt að halda frjálsar og réttlátar kosn- ingar þegar lögmætir pólitískir fundir væru bannaðir. Ráðherr- ann John Nkomo, sem fór fyrir sendinefnd Simbabve til Bretlands, sagði að Bretar ættu annaðhvort að borga til að aðstoða við lausn vandans eða þegja. Lengi lifi Saddam „Lengi lifi Saddam Hussein“ sungu íbúarnir í Tikrit, heimabæ íraksforseta, þegar þeir fögnuöu 63 ára afmæli leiðtogans með skrúögöngu um bæinn. Giuliani og frú viðriðin nýtt hneykslismál Það ríkir öngþveiti í ráðhúsinu í New York og á skrifstofu borgar- stjórans. í þetta sinn er það ekki vegna hruns í kauphöllinni. Málið þykir enn alvarlegra. Þann 30. maí næstkomandi verður frumsýnt á ný leikritið The vagina monologues, raunsætt gamanleikrit í hverju kyn- færi kvenna eru nefnd yfir hundrað sinnum. Leikritið er auk þess skyndinámskeið í líffærafræði. Enn þá alvarlegra þykir að eigin- kona Rudolphs Giulianis, Donna Hanover, leikur eitt hlutverkið. Það alvarlegasta er aö höfundur líffræði- kennslustundarinnar er Eve Ensler. Hún er ekki bara einn af nánustu stuðningsmönnum Hillary Clinton, forsetafrúar Bandarikjanna, heldur hefur hún einnig verið virk í kosn- ingabaráttu forsetafrúarinnar í Borgarstjóri New York í leikritinu sem eiginkona Giulianis leikur í eru kynfæri kvenna nefnd yfir hundraö sinnum. New York gegn Giuliani, þó svo að hann hafi ekki formlega boðið sie fram. Höfundar slúðurdálka blaðanna í New York eru hæstánægðir þessa dagana, ekki síst vegna leiks borg- arstjórafrúarinnar sem í leiðinni auglýsir fyrir Hillary. Máliö þykir oröið fjölskylduhneyksli en borgar- stjórinn hefur ekki viljað tjá sig um það. Leikritið var fyrst frumsýnt 1996. Skipt er um leikendur á hálfsmán- aðarfresti og hafa flestar leikkvenna Hollywood sóst eftir aö leika í gam- anleiknum. Aldrei hefur þó verið Qallað jafnmikið um nokkra sýn- ingu og þá sem nú stendur fyrir dyr- um. New York-búar standa í biðröð til Þess nð geta hlýtt á borgarstjóra- frúna segja ákveðin orð. Rubin hættur hjá Albright James Rubin, talsmaður banda- ríska utanríkisráð- herrans, Madel- eine Albright, hætti störfum í gær til þess að verða heimavinn- andi faðir. Rubin á mánaðargamlan son með Christiane Amanpour sem ætlar að snúa sér aftur að frétta- mannsstörfum hjá CNN-sjónvarps- stöðinni. Rubin viðurkenndi á fundi með fréttamönnum í vikunni að hann hefði enn ekki skipt um bleiu á þeim stutta. Einræktun yngir dýr Bandarískum vísindamönnum virðist hafa með einræktun sex kúa tekist að setja lifklukku þeirra aftur á bak. Reynist þetta rétt kann að vera hægt að þróa nær ódauðleg líf- færi. Aðferðin kann að gagnast gegn öldrunarsjúkdómum og hjartveiki. Mannskæð átök Fimm hafa látið líflð og fimmtán særst 1 átökum í Gvatemalaborg undanfama þrjá daga milli lögreglu og mótmælenda. Átökin brutust út þegar yflrvöld tilkynntu um hækk- un fargjalda með strætisvögnum. Evran I lágmarki Sameiginleg mynt Evrópusam- bandins, evran, náði nýju lágmarki síðdegis í gær gagnvart dollar í kjöl- far vaxtahækkunar Seðlabanka Evr- ópu á flmmtudaginn. Batnaði við genameðferð Frönskum læknum hefur tekist að lækna tvö börn meö genameð- ferð. Bömin þurfa nú ekki aö vera í plastbelg heldur geta þau leikið sér viö önnur böm. Verkfall í Noregi Jens Stolten- berg, forsætisráð- herra Noregs, seg- ir skort á hófsemi meðal leiðtoga at- vinnulífsins eina mikilvægustu ástæðu þess að fé- lagar í Alþýðu- sambandi Noregs felldu tillögu vinnuveitenda um nýjan kjara- samning. Alþýðusambandið hefur boðað yfir 80 þúsund manns i verk- fall næstkomandi miðvikudag berist ekki ný tillaga. Feitir fangar vilja styrk Tveim sænskum föngum, sem fitnuðu í fangelsi, hefur verið neitað um styrk til að kaupa ný fót. Fang- arnir eru ekki ánægðir með að ganga um í fangabúningum. Skotárás í Danmörku Einn lét lífið og annar særðist lífs- hættulega í Danmörku í gærmorgun. 19 ára unglingur tók að skjóta í kringum sig í veislu í Randers. Ung- lingurmn skaut einn veislugesta í höfuðið og síðan sjálfan sig. Árás- armaðurinn lést af sárum sínum. Lögreglustjóri segir af sér Lögreglustjórinn í Miami á Flór- ída, William O’Brien sagði af sér í gær. Borgarstjórinn í Miami, Joe Carollo, hafði hvatt til þess aö lög- reglustjóranum yrði sagt upp þar sem borgarstjórinn vissi ekki hvenær Elian Gonzalez yrði sóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.