Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Page 53
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 61 I>V Tilvera Mastercard/íslandsmótið 2000: Myndasögur Subarusveitin vann með góð- um endaspretti Að venju var íslandsmótið í sveitakeppni spilað yfir bænadag- ana og sigraði Subarusveitin með góðum endaspretti. Raunar var sveitin fyrir neðan miðju fyrri hluta mótsins en sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands byrjaði með stæl og virtist ætla að vinna mótið fyrir- hafnarlaust. Þegar tveimur umferðum var ólokið var sveit Skeljungs komin í efsta sætið, sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands var ekki langt undan í öðru sæti en Subarusveitin var í því þriðja nokkuð á eftir. I 8. umferð nældi Subarusveitin sér í 25 stig gegn sveit Nýherja en sveitir Ferða- skrifstofu Vesturlands og Skeljungs bitust í innbyrðis leik sem lauk 18-12 fyrir þá síðarnefndu. Þar með var sviðið sett fyrir mjög spennandi lokaumferð þar sem fimm sveitir áttu möguleika á titlinum. Subarusveitin var þó sterkust á lokasprettinum, náði 22 stigum af sveit íslandsbanka, Sel- fossi, sveit Skeljungs skoraði 19 stig gegn íslenskum verðbréfum og sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands 19 stig gegn Flugleiðum, frakt. Lokastaða mótsins var því þessi: 1. Subarusveitin 160 2. Skeljungur 157,5 3. Ferðaskr. Vesturlands 157,5 4. Þrír Frakkar 150,5 5. Jóhann Þorvarðarson 142 6. Samvinnuf/Landsýn 140 íslandsmeistarar eru því gamal- kunnir bridgemeistarar: Aðalsteinn Jörgensen, Jón Bald- ursson, Matthías Þorvaldsson, Sigurður Sverrisson og Sverrir Ármannsson. Hér er örlagaríkt spil frá siðustu umferðinni. S/A-V ^AG9 ♦ ÁKG853 * 1097 * D1093 w D7 4- 1062 * KD84 4 Á862 W K54 4 D94 4 Á53 í leik Skeljungs og íslenskra verð- bréfa ætluðu fyrrverandi heims- meistarar, Guðlaugur R. Jóhanns- son og Örn Arnþórsson, sér um of, þegar þeir keyrðu í alslemmu og urðu tvo niður. Á hinu borðinu létu Stefán Guðjohnsen skrifar um bridge Stefán G. Stefánsson og Skúli Skúla- son sér nægja þrjú grönd og græddu fyrirhafnarlitla 12 impa. Hefðu Guð- laugur og Örn látið sér nægja sex tígla og unnið þá hefðu þeir grætt 10 impa. Einhverjir aðrir verða að reikna hvort 23 impar hefðu dugað fyrir þeim þremur vinningsstigum sem þá vantaði til þess að vinna mótið, ég nenni því ekki. Enda er endalaust hægt að tína fram spil sem hefðu gert gæfumuninn þegar svo litlu munar. En skoðum spilið nánar. Auðvit- að er nokkuð í lagt að klifra upp í slemmu á spilin, en með ellefu toppslagi er langt frá því að hún sé vonlaus. Magnús E. Magnússon stóðst ekki freistinguna og skellti sér í tígulslemmuna. Hann réttlætti síðan ákvörðunina með því að fá 12 slagi. Austur spilaði út spaðaþristi og Magnús átti slaginn á kónginn. Hann tók nú tígulás, spilaði síðan litlu laufi og austur fékk að eiga slaginn á áttuna. Hann spilaði nú spaðadrottningu sem Magnús trompaði. Þá kom tromp á drottn- inguna, spaðaás, laufi kastað og síð- an voru trompin tekin í botn. í loka- stöðunni var ljóst að austur hafði byrjað með tvö hjörtu og vestur fimm. Magnús var hins vegar með drottninguna á hreinu. Hann spilaði hjartakóng, síðan hjarta á ás og þeg- ar drottningin kom var slemman unnin. Á hinum borðunum voru hins vegar spiluð metnaðarlaus þrjú grönd og allir unnu sex eftir hjarta- útspil. ---7 {Jrval -960síðuráári- fróðleikur og skemmtun sem lifir mánuðum og árum saman Myndgátan___________________ Heldur þú að ræningjarnir náist^ nokkru sinni, VJ& Jú. fyrr eða sfðar, ungfrú O'Hare. Þeir munu gera sér grein fyrir þvi að ^ aðrar jaunagreiðslur koma ekki. Þá verða þeir að yfirgefa felustað sinn i A opnu svæði eiga þeir enga möguleika ^ Ha! Þeir gela velt ^3%jvöngum yfir þvl I fangelsinu hvernig launagreiðslurnar kom- ust fram frá „virki” þeirra I frumskóginumj Þú hefur rétt fyrir þér. Allt bendir tlf þess að efniö safnist saman I vetrarbautínnil • ði..... En þaö er nú samt. Hvað er aö gerastl.Ég hélt að birnír svæfu allan veturinnf Jamml Þaö QQnr konan mfn alla vega. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.