Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Síða 50
58 Tilvera LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 JOV Myndbandagagnrýni Robert Altman: *> I X Blue Streak ★ Þjófur verÖur lögga IBLUE' strerk 1 U Martin Lawrence getur verið ansi skemmtilegur grínleikari og var bara fjandi góður síðast þegar ég sá hann með Tim Robbins í Nothing to Lose. Hversu góður sem grínistinn er þarf hann þó á fyndnu handriti að halda, og það klikkar í Blue Str- eak. Hugmyndin er ekkert 'verri en hver önnur. Þjófur stelur risastór- um demanti en lendir í klónum á löggunni. Fyrst tekst honum þó að fela demantinn í loftræstikerfi hálf- kláraðrar byggingar. Þegar hann sleppur úr fangelsinu kemur í ljós að byggingin hýsir lögreglustöð. Þá er ekki um annað að ræða en út- vega sér fólsuð skilríki og þykjast vera lögga til að komast inn. Gall- inn er að hann slær strax í gegn og nýja hetjulöggan verður allt of upp- tekin við að slást við dópsmyglara til að fá almennilegan tíma til að leita að demantinum. Martin Lawrence geiflar sig og grettir af öllum lífs og sálar kröft- um, en trúðslætin í honum fram- kalla lítið meira en brosviprur á stangli. Að einhverju leyti á þetta einnig að vera hasarmynd, en hún nær ekkert meiri árangri á því sviði en í gríninu. Myndin rétt nær að virka sem heilalaus afþreying, en það eru bara miklu betri kostir í boði fyrir þá sem vilja heilalausa af- þreyingu. -PJ Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Les Mayfi- eld. Aöalhlutverk: Martin Lawrence. Bandarísk, 1999. Lengd: 94 mín. Bönn- uð innan 12 ára. Convergence ★★ Yfir- náttúr- legur tryllir Morley og Ali eru blaðasnápar sem vinna á sorpriti þar sem frétt- irnar samanstanda af fljúgandi diskum, andsetningum og fleira slíku. í fréttaleit flnna þau geðsjúk- ling á sjúkrahúsi sem spáir Ali dauða næsta dag. í kjölfarið fara ýmsir undarlegir atburðir að gerast sem virðast tengjast dularfullri for- tíð Ali á einhvem hátt. Mörk veru- leikans og einhverra ytri heima virðast hafa raskast og hún er lyk- Ulinn að öllu saman. Mér hefur alltaf fundist Christopher Lloyd skemmtilegur leikari. Hann leikur hér Morley, gamlan og lífsþreyttan fréttahauk sem lifnar aðeins við þegar hlutir fara að gerast sem hann kann enga skýringu á. Aðrir leikarar eru óþekkt nöfn og leika flestir sæmi- lega án þess að gera neinar rósir, en Christopher Lloyd er flottur. Mynd- in fetar svipaðar slóðir og X-Files með heimspekilegum pælingum um dularfull efni án þess að komast að neinni niðurstöðu. Þetta er nokkuð metnaðarfull tilraun til að skapa dularfullan og taugatrekkjandi trylli, en myndin nær sér þó aldrei almennilega upp úr meðatmennsk- asini og þegar henni lýkur kemur i ljós að eftir allt erfiðið hefur hún í raun lítið fram að færa. Hún fær þó prik fyrir að reyna. -PJ Útgefandl: Bergvík. Lelkstjóri: Gavin Wilding. Aóalhlutverk: Cynthia Preston, Adrian Paul og Christopher Lloyd. Banda- rísk, 1999. Lengd: 94 mín. Bönnuö inn- an 16 ára. Enn að eftir 53 ár í bransanum Það vantar svo sannarlega ekki kraftinn og sköpunarþörfina i suma. Einn af þessum athafna- sömu aðilum í kvikmyndasögunni er leikarinn og leikstjórinn Robert Altman. Reyndar verður að segjast að hann er þekktari fyrir leik- stjórn heldur en kvikmyndaleik. Leikstjórinn Hann hefur leikstýrt slíku ógrynni mynda að ómögulegt er að nefna þær allar hér. Þekktastir þáttanna sem hann hefur leikstýrt eru Bonanza. Meðal nýlegra kvik- mynda sem hann hefur leikstýrt má nefna: Cookieís Fortune, Gin- gerbread Man, Kansas City, Prét-á- Porter, The Player og Short Cuts. Langt er frá að Robert Altman telji það vera fyrir neðan viröingu sína að leikstýra þáttum í sjón- varpi þó hann sé mun kunnari kvikmyndaleikstjóri nú til dags. Nokkur grunnatriöi um Robert Altman Hann fæddist 20. febrúar 1925 í Kansas City í Bandaríkjunum. í Rockhurst gagnfræðaskólan- um byrjaði hann að kynna sér þá list að rannsaka hljóð sem tek- in voru upp á kassettu- tæki. Robert vann hjá Calvin Co. eftir herskylduna og lærði þar loks um kvikmyndagerð, gerð heimilda- mynda, auglýsinga og þjálfunar- mynda fyrir starfsmenn. Hann hætti hjá Calvin Co. 1955 og gerði nokkrar sjálfstæðar myndir sem enginn tók eftir á þeim tima. Ekki minni maður en Alfred Hitchcock gaf honum tækifæri til leikstjómar. Þaðan lá leiðin til að leikstýra fjölmörgum sjónvarps- þáttum og loks fékk hann að leik- stýra mjmd sem bar nafnið M*A*S*H. Myndin varð geipilega vinsæl. Þetta var fyrsta kvikmynd- in sem Ro- bert Tim Robins í The Player. varð ÍP mennilega þekktur fyrir. Reyndar, þegar honum var sýnt handritið að M*A*S*H, var hann 16. leikstjór- inn sem framleiðendurnir leituðu til því enginn sýndi handritinu neinn áhuga. Eldri borgarinn Ekkert lát virðist vera á athafna- semi þessa manns. Þrátt fyrir að margir væru sestir í helgan stein 75 ára heldur Robert Altman áfram að leikstýra myndum. Augljóst er að leikarar henda ekki frá sér boði um að leika í kvikmyndum hans enda eru nýrri myndir hans ávallt stjörnum prýddar. Stíll hans, eins og kemur fram í Cooki- eís Mennta- skólaárin var hann í Wentworth herskól- anum í Lexington. 1945 skráði hann sig í flug- herinn og varð aðstoðar- flugmaður á B-24. Robert Altman Þrátt fyrir aö margir væru sestir í helgan stein 75 ára heldur Robert Altman áfram aö ieikstýra myndum. Myndbandagagnryni Hér gerðist ekkert, hefur aldrei neitt gerst né mun gerast! Bandarískir smábæir, og þá sérstak- lega í suðurríkjunum, eru einhvem veginn þannig að maður kannast ósjálfrátt við einkennin - væntanlega frá öðrum myndum. Fátt er í gangi og stærsti glæpurinn er að borga ekki stöðumælasektimar. Á þeim rólega- heitanótum byijar enn ein mynd Ro- berts Altmans. Fjölmargar persónur koma við sögu en náungi að nafhi Willis þræðir í gegnum flest sögusvið myndarinnar. Hann býr hjá Cookie og gerir ýmis við- vik fyrir hana. Jafnframt fáum við að kynnast systrunum Camille og Com, dóttir Coru: Emmu. Ixigreglufúlltrúan- um Jason ásamt fleiri af hans starfs- stétt. Emma og Cora talast ekki við og frænkan Cookie er í litlu uppáhaldi hjá Camille og Cora. Dag nokkum ger- ist eitthvað í tilbreytingarsnauðu smá- bæjarsamfélaginu - Cookie flnnst lát- in. Þá þarf náttúrlega að kanna það mál til hlítar. Hvað gerðist? Robert Altman leikur sér, að venju, að fábrotnum persónuleikum og bygg- ir upp heillandi mynd. Hann nýtir sér hæflleika þekktra stjama, s.s. Glenn Close og Julianne Moore, og skapar sérstakt andrúmsloft með fremur prýðilegum leik þeirra. Patricia Neal er stórskemmtilegt gamalmenni í hlut- verki Cookies og Glenn Close hefúr þetta akkúrat útlit fyrir gribbuna. Stíllinn er þessi sérkennilegi hæga- gangur hverrar senu þar sem margar imm Cookie’s Fortune senur era í gangi í upphafi. Engin persóna er kynnt fyrir áhorfandanum sérstaklega né út- skýrð. Þurfi maður ekki yfirhlaðna spennumynd þá er fyllilega óhætt að mæla með þessari. -GG Útgefandi Skífan. Leikstjóri Robert Altman. Aðalhlutverk: Glenn Close, Julianne Moore, Chartes S. Dutton, Chris OÍDonnell, Liv Tyler og Patricia Neal. Bandarísk, 1998. Lengd 115 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Fortune, er sérlega ánægju- legur. Hann hendir inn fullt af ólíkum aðstæð- um og fólki í byrjun myndar þannig að áhorfand- inn þarf að flokka og muna hvað er í gangi hvar. Þó er aldrei of langt bil milli hinna mismunandi atburðarása. Þessi aðferð var sérlega áberandi og skemmtileg í mynd hans Short Cuts og í raun gefur titillinn til kynna aðferðina. Guðrún Guðmundsdóttir Myndband Drop Dead Gorgeous ★★ Aud- vitad tekur maður þátt í fegurðarsam- keppni Sóst er eftir sumum stúlkum í fegurðarsamkeppni en aðrar virðast komast að til að fylla upp í fjöldann. Draumur margra ungra stúlkna er að fá viðurkenningu fyrir fegurð og glæsileika og rétti vettvangurinn til slíks er fegurðarsamkeppni. Vin- sælt efni í heimildarmyndum og/eða fréttaþáttum er að fjalla um fegurðarsamkeppni því hún er tvi- mælalaust afar umdeild og margt gerist bak við tjöldin sem ófagurt er. í rúmlega 5000 manna bænum Mount Rose er tækifærið til að kom- ast eitthvað og verða eitthvað, sé maður ekki strákur, það að vinna í fegurðarsamkeppninni Ungfrú tán- ingaprinsessa. Allir skrá sig sem vilja. Fylgst er með keppendunum, aðstandendum, dómurum og öllum undirbúningi keppninnar. Amber og Becky fá mesta athygli heimild- armyndargerðarmanna þar sem þær eru sigurstranglegastar. Becky er komin af efnaðasta fólki bæjarins og Amber býr ásamt móður sinni í hjólhýsi. Heimildarstíll bíómyndarinnar er hálfmisheppnaður. Ekki er laust við að manni finnist þetta eins og illa gerð heimildarmynd á köflum og ef ekki væri fyrir þekktar leikkonur þá gæti maður fest sig í þeirri hugs- un. Myndin nær ekki því gríni sem hún þarf en aftur á móti er ádeilan mun meiri. Ellen Barken fer þó á kostum sem móðir Amber. Einhver veginn virðist sem frábæru efni hafi verið sóað í myndinni. -GG Útgefandi: Háskólabtó. Leikstjórl: Mich- ael Patrick Jann. Aöalhlutverk: Kristie Alley, Ellen Barkin, Kristen Dunst og Den- ise Richards. Bandarísk, 1999. Lengd: 97 mín. Leyfö öllum aldurshópum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.