Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Page 24
24 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 Helgarblað A _______________PV tvíæringi fólks- ins í Kwangju „Það var 1 september í fyrra sem síminn hringdi - bara klukkan hálf- tíu um morgun, ég lá uppi í rúmi og var að hugsa. Og maðurinn hinum megin á línunni segir „This is René Block - ég hef áhuga á að tilnefna þig sem þátttakanda í Kóreu-tvíær- ingnum." Ég varð rosalega kát! Það voru miklar rigningar um þetta leyti og ég hafði verið að reyna að koma mér í gang með að vinna með nýtt vídeóklippiforrit sem mér hraus hugur við. Þessi hringing kom eins og himnasending, öll vinna varð miklu léttari eftir hana.“ Seint í mars fór Anna Líndal til Kóreu með verk sitt Jaðar (sem við fengum að skoða í galleríi Sævars Karls í febrúar) til að taka þátt í stóra asíska myndlistartvíæringn- um í Kwangju í suðausturhluta landsins. Ferðalagið tók allt í allt þrjátíu klukkustundir, samt fór hún beint úr flugvélinni í mikla veislu! Hún bað að vísu um að fá að skreppa heim á hótel fyrst en það var bara því miður ekki hægt. Tvíæringurinn var opnaður í þriöja skipti 29. mars í geysistórum almenningsgarði. Hann stendur til 7. júní og er áætlað að um 100.000 manns muni skoða sýninguna. Hann hefur stundum verið kallaður tvíæringur fólksins því það kemur svo mikið af „venjulegu fólki“ að skoða hann. 280 listamenn taka þátt í honum aö þessu sinni og er verk Önnu i einum hluta aðalsýningar- innar sem er í yfír átta þúsund fer- metra salarkynnum. Sýningarstjórar aðalnúmerin „Þetta er auðvitað ungur tvíær- ingur miðað við til dæmis Feneyj- ar,“ segir Anna, „en Kóreumenn hafa tekið þetta með miklu trukki. Þetta er auðvitað pólitískt mál eins og öfl menning - þeir eru að vinna sér nafn í heiminum sem menning- arþjóð og það hefur verið grimm samkeppni innan Asíu um hver tæki forskotið í sjónlistinni. Kwangju hefur náð því; hún er flmmta stærsta borg landsins og hefur gælunafnið „borg listanna“.“ Kwangju tviæringurinn er enn að móta sér sérstööu miðað við eldri stórsýningar. Þeir vilja draga úr áherslu á stjömum meðal myndlist- armanna en lokka þess í stað til sín ungt fólk og upprennandi, en af því að þá er hættan sú að enginn vilji koma og sjá sýninguna tryggja þeir sig með því að fá lykilmenn og kon- ur til að velja listamenn og verk - og allir vilja vita hvern þessi eða hinn sýningarstjórinn veðjar á. „Til dæmis em þeir núna með „Þar sem viö kunnum ekki á matinn arnir þetta og fórum aö sýna UV-MYINU PUtS Anna Líndal myndlistarmaöur voru þjónarnir gjarnan aö búa til alls konar skúlptúra úr matnum og stinga þeim upp í okkur. Síöan iæröum viö útlending- færni okkar í því aö vefja hráum fiski inn í laufblöö eftir kúnstarinnar reglum og stinga þessu upp í hvert annaö. “ fimm sýningarstjóra sem velja inn í aöalrýmið, hver úr sínum heims- hluta,“ segir Anna, „allir stór nöfn í myndlistarheiminum. Með þessu næst bæði fjölbreytni og samkeppni milli sýningarstjóranna sem hver um sig vill vera með athyglisverð- asta hlutann - og eins og gefur að skilja er mikill samanburður í gangi milli heimsálfa. Asía þykir mjög spennandi núna, hún hefur verið að opnast og margt á seyði þar - en boltinn rúllar alltaf áfram. Fyr- ir utan aðalsýningarnar voru stórar þemasýningar, hver undir sínum sýningarstjóra, til dæmis ein um mannréttindi og önnur um kyn sem báðar voru stórar og athyglisverðar, kóreönsk list, gömul og ný, japönsk Búddaaltari. list og fleiri. Ég náði ekki að skoða það allt út í hörgul en mér fannst mannréttindasýningin afar merki- leg, ekki síst vegna þess að hjá okk- ur er nánast engin pólitísk mynd- list. Við eigum ekki í stríði og erum ekki undirokuð af öðrum þjóðum, hér er velmegun og því ekki sama þörf fyrir pólitíska list. Þessi verk komu mörg frá fyrrverandi nýlend- um; einkum þótti mér til um ind- versku verkin." Næmur og hlýr Sýningarstjórinn sem valdi Önnu er þýskur þótt nafnið hafi franskan hljóm, René Block. Hann fæddist í Dússeldorf 1942 og var ekki nema rétt rúmlega tvítugur þegar hann stofnaði fyrsta galleríið sitt í Berlín þar sem hann sýndi meðal annars verk Josephs Beuys, Gerhards Richters og fleiri. Sýningarstjóri hefur hann verið siöan á áttunda áratugnum og unnið m.a. við tvíær- ingana í Sydney og Istambul, Muse- um Fridericianum í Kassel og mik- ið í Bandaríkjunum. „Þetta er alger öðlingur," segir Anna. „Hann var kominn á svæðið eldsnemma á morgnana þegar við vorum aö setja upp og haggaðist aldrei á hverju sem gekk. Svo hefur hann óhemjunæmt auga fyrir því hvemig á að koma verkum fyrir þannig að þau njóti sín sem best. Romuald Hazoum frá Afríku skildi grímumar sínar eftir á gólfinu, fór bara og lét René um að hengja þær upp! Það fannst mér nokkuð langt gengið. Ég fékk gott rými undir hillusamstæðuna mína og velti fyrir mér fram og aftur hvemig hún færi best, kunni ekki við að spyrja René en bar þó undir hann hvort ég ætti kannski að færa hana aöeins til. Og án þess að ég fattaði hvað hann var afgerandi þá var hann allt í einu bú- inn að finna besta staðinn fyrir hana og svo var hann horfínn. Þetta reyndist alveg dæmigert. Hann veit um allt sem er á seyði, skýtur upp koflinum þar sem þörf krefur, bjarg- ar málum og lætur sig svo hverfa! Svo hafði hann þann sið að stefna öllum á ákveðinn veitingastað á hverju kvöldi og borða með þeim - þó að hann hefði sjálfsagt getað ver- ið í finum boöum. Hann leggur áherslu á aö hrista hópinn sinn saman, láta fólk kynnast - sem er svo mikils virði. Mér leið vel allan tímann og það var mikið honum að þakka." Anna áttaði sig á því þegar hún hitti René Block að hún hafði hitt hann á tvíæringnum í Istambul 1997 en þar var hún fulltrúi íslands. Hann hafði veriö sýningarstjóri í Istambul 1995 þegar Finnbogi Pét- ursson sýndi þar og fylgdist vel meö 1997. Þar tók hann eftir Önnu og verki hennar „Viðgerðarmannin- um“, tvinnakeflaverkinu sem vakti síðast athygli á yfirlitssýningu hennar í Gerðubergi fyrr í vetur. Anna var þegar búin að vinna alla forvinnu á vídeóverkinu Jaðri og sýna hluta af því í Stokkhólmi og eftir upphringingu René Blocks, sem vitnað var til hér í upphafi, MYNDIR ANNA LÍNDAl René Block sýningarstjóri. setti hún á fullt að ljúka því. Eins og menn minnast frá sýningunni hjá Sævari Karli er verkið í nokkrum hlutum þar sem saman fléttast myndir af gosinu í Vatnajökli, myndir frá leiðangri jöklarannsókn- armanna sem Anna tók þátt í, en hún er gift Magnúsi Tuma Guð- mundssyni jarðeðlisfræðingi, skemmtilegar myndir af samspili manns og náttúru og myndband af stúlku sem er að lesa Njálu. Á sýn- ingunni hér heima var hún með átta myndbönd og innsetningu en í Kóreu voru bara fjórir skermar í hillusamstæöu sem breyttist þar með í skúlptúr með sínum sjón-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.